Þjóðviljinn - 18.09.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
OLÍA OC KOL ERU
EKKl OÞRJOTANDI
Sl. vör bauð Flugfélag fs-
lands í samvinnu við ferða-
málaráð Brighton nokkrum
fréttamönnum blaða og út-
varps að heimsækja þennan
góðkunna sumardvalarstað á
hinni sólríku suðurströnd Bret-
lands. Eftir heimkomu íslenzku
fréttamannanna, var mikið
skrifað um Brighton í íslenzk
blöð, sem vakti áhuga manna
á því að eyða nokkrum frí-
*)ögum ,á stað. sem ekki. -Jíat..-
svo ýkja fjarri heimahögun-
um. Ferðaskrifstofan Saga varð
• strax vör við áhuga fyrir 4arð-
um til Brighton, endár.flhefur
margt manna farið þangað á
hennar vegum og dvalizt þar í
bezta yfirlæti i sumarleyfinu.
Ferðaskrifstofan Saga hefur nú
ákveðið að efna til ferðar til
Brighton 22 september fyrir
þá, sem ekki hafa enn haft
tækifæri til þess að taka sér
frí og skreppa utan í sumar.
Flogið verður með flugvél frá
Flugfélagi íslands beint til
London, en þaðan verður ekið
frá flugvellinum í sérstökum
bíl suður til Brighton. Dvalið
verður á hóteli við ströndina í
eina viku. Verði hefur verið
stillt mjög í hóf, og kostar
ferðin aðeins kr. 7.750,00 en
innifalið í verðinu eru flug-
ferðir til og frá London, bíl-
ferðir til og frá Brighton og
gisting á hóteli ásamt öllum
máltíðum í viku.
Enda þótt tugir þúsunda er-
lendra ferðamanna heimsæki
y grigfifpp Þá riá
éegja' áð'fsientiingar séu þnr
vinsælir og miklir aufúsugest-
ir Sem dæmi má geta þess,
að ferðamálaráð borgarinnar
og borgarstjórinn munu hafa
sérstakt boð inni fyrir íslenzka
ferðamannahópinn, sem gistir
Brighton i næstu viku. Auk
þess mun hópnum verða boðið
að sjá það markverðasta í
borginni með leiðsögn kunnugs
fylgdarmanns.
Gert er ráð fyrir því að elds-
neytið, sem enn er í jörðu á
hnettinum muni endast í 800
ár ennþá. En eftirspumin eykst
ört. Ef allur heimurinn hefði
svipaða eidsneytisneyzlu á
hvern íbúa eins og Norður-Am-
eríka, þá mundi eldsneytisforði
heimsins ekki nægja næstu 100
árin'. Af þéssum sökum fiöfn-
■ uðust vísindamenri frá öltum .
heiminum saman í Genf ddg-
ana 31. ágúst til 9. september
til þriðju alþjóðaráðstefnu S.Þ.
um friðsamlega nýtingu kjam-
orkunnar, og þá fyrst og
fremst um nýt'ngu kjarnork-
unnar til raforkuframleiðslu.
Eldsneytisforði heimsins í
jörðu niðri (kol, olía, mór.
náttúrugas o.s. frv.) nemur nú '
magni sem svarar til 3.500.000
miljónum tonna af kolum. Kol-
in eru meginpartur þessa elds-
neyt's eða kringum 3.000.000
miljónir tonna. Mórinn nem- 1
ur 100.000 miljónum og náttúru-
gasíð tæpum 100.000 miljónum
tonna.
Orkuinnihaldið i kjarnorku-
eldsnefti (úran og tóríum) er
talið vera 10—20 sinnum meira
en í þeim eldsneytisforða sem
vitað er um neðanjarðar. Ef
eitt tonn af úran framleiðir
10.000 megavatt-daga ' af orku,
nema úrahbirgðir jarðarinnar,
sem taldar ezu vera kringum
1,5 m.iljón tonn, ork^umagni
sem er yfir 4Ó0.000 miljónjr
tonn af kolum. En í sérstökum
bræðsluofni, sem unnið getur
úran af verri gerð, ætti að
vera hægt að framleiða 200.000
megavatt-daga" á hvert tonn,
og úranmagnið sem þannig
mætti nota er ekki minna en
15 miljónir tonna. Þar sem til
er svo mikið magn af kjarn-
crku-eldsneyti. héldu menn að
kjarnorkan yrði ódýrari á
sjötta tug aldarinnar. En sú
varð ekki raunin á, og veldur
þar einkum, að löndin sern
einkum framleiða kjamorku
búa ekki við neinn skort á
venjulegu eldsneyti, að kjarn-
orkuver útheimta mjög mikla
fjárfestingu. og að tæknivanda-
málin í sambandi við kjarn-
' orkuna hafa reynzt vera meiri
en menn gerðu ráð fyrir í
, fyrstu.
En það var sem sé orkuþörf-
in í framtíðinni, ekki sízt í
vanþróuðum löndum, og hlut-
verkið, sem kjarnorkan mun
gegna á næstu tíu árum. sem
rætt var um á ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Genf.
Umferðarkennsla fvrir ungt
hjólreiðafólk
Sumarstarfsnefnd Langholts-
safnaðar gekkst fyrir nám-
skeiði fyrir böm í umferðar-
kennslu í vor. Það mæltist
mjög vél fyrir og þátttakendur
skiptu hundruðum.
Nú hefur nefndin ákveðið að
J;iefOa,..|til.':: annars . . námpkeiðs í,
umferðarreglum og hjólreiðum
eingöngu handa aldursflokkn-
um 10—12 ára, áður en aðal-
umferðin í skólana hefst og
hættur aukast með haustinu.
Þetta námskeið hefst n.k,
laugardag kl. 2 við Vogaskól-
ann. Þar koma kennarar og
nemendur námskeiðsins sam-
an. Aðalleiðbeinandi verður
eins og í vor Sigurður E. Ág-
ústsson lögregluþjónn. Slysa-
varnarfélagið annast ýmsan
kostnað, en framkvæmdir og
skipulagning eru á vegum Sum-
arstarfsnefndar kirkjunnar,
eins ■ og áður er sagt. En for-
maður hennar er Kristján Er-
lendsson, trésmiður.
f sumar hefpr nefndin gong-
izt fyrir skemmtiferðum fyrst
með æskulýðsfélaginu og þá
með eldra fólk, svo berjaferð
fyrir böm og síðast Þórsmerk-
urferð með almennri þátttöku,
ennfremur starfaði nefndin að
undirbúningi fjölbreyttrar dag-
skrár á kirkjudegi safnaðarins,
og ætlar nú að efna til al-
mennrar skemmtisamkomu síð-
ustu helgi september.
Árelíus Níelsson.
.....-..........Föstudagur 18. september 1964
Flugvirkjar
Landhelgisgæzlan óskar að ráða flugvirkja.
Uppl. gefur Gunnar Loftsson, sími 12880.
Verkstjóranámskeið
Næsta verkstjóranámskeið verður haldið
sem hér segir:
Fyrri hluti 12. — 24. okt. 1964
Síðari hluti 11. — 23. jan. 1965.
Allar upplýsingar og umsóknareyðublöð
fást hjá Iðnaðarmálastofnun íslands.
Stjórn Verkstjóranámskeiðanna.
Norðfjörður
Fljúgið með Flugsýn til Norðfjarðar, á
lengstu flugleið landsins, fyrir lægsta far-
gjaldið.,
FLUGSÝN hf.
Símar: 1-88-23 og 1-84-10.
InViiii.-.—
9 til 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu
gerð. til leigu t lengri og skemmri ferðir — Afgreiðsla
alla virka daga. kvöld og um helgar I sima 20969.
HARALDUR
EGGERTSSON.
Grettisgötn 52
VINNINGAR Trabantbifrelð (station-
gerð) verðmæti 82.000 • 20 vinn-
ingar vöruútekt á kr. 2.000 hver /erð-
mæti 40.000 • 31 vinningur vöruút-
tekt á 1.000 kr. hver að verðmæti
31.000 krónur
Afgreiðsla happdrættisins er á Týs-
götu 3. Sími 17514. Opið 9-I2 og I-6
• takmarkið er að selja alla miðana
• styðjið ykkar eigið málgagn • ger-
ið skil sem fyrst
Dregiö 5. oktober
3. FLOKKUR
HAPPDRÆTTI
ÞJÓÐVI LJ ANS
4