Þjóðviljinn - 18.09.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 18.09.1964, Síða 10
Gestir frá Norðurlöndum við setningu þings BSRB Sjómannaskólinn í Eyjum ai hefja starfsemi sína □ Hinn nýi Sjómannaskóli í Vestmannaeyjum er nú að hefja göngu sína án þess að hafa fengið staðfestu í lögum og dagaði frumvarp um hann uppi á síðasta al- þingi. Svifasein stofnun það. n Fimmtán stýrimenn með minna fiskimannapróf eru þegar seztir á hálfsmánaðar námskeið og þreyta að því búnu próf upp í annan bekk skólans og hyggja- á vetur- setu með aukna menntun sér til handa í samræmi við kröfur tímans. [J Sjö nemendur eru skráðir í fyrsta bekk skólans og hefja nám um mánaðamótin. Þjóðviljinn hafði samband í gær við Ármann Eyjólfsson væntanlegan skólastjóra fyrir þessari stofnun og er staða hans þó í lausu lofti eins og annað gagnvart skólanum meðan hann fær ekki staðfestingu í lands- lögum. Þó hefur verið unnið af fuli- um krafti i sumar við undir- búning þessa skóla og hafa þeir fest kaup á ýmsum skólatækjúm ætluðum við kennsluna. Þannig eru þeir búnir að útvega ein- tak af Simrad fiskleitartæki. Decca ratsjá og Coden miðun- arstöð. Þá hafa þeir komizt yfir sjálf- stýritæki og leigt lóran hjá Landssímanum. Kennaralið er ráðið og er þannig skipað- Ármann Evjólfs- son. kennari, Eiríkur Guðnason, kennari, Ingólfur Theódórsson, netagerðarmeistari, Magnús Magnússon, símstöðvarstjóri, Brynjólfur Jónatansson. radíó- virki, Þórhallur Bjarnasoon, hér- aðslæknir og Jón Óskar, full- trúi hjá bæjarfógeta. Skólanefnd skipa Ársæll Sveinsson, Sigurður Stefánsson, Páll Þorbjörnsson og Friðrik Ásmundsson. Fáir færn til Reykja- víkur Ármann fullyrðir. að aðeins tuttugu prósent af þessum nem- endum hefðu treyst sér til þess að sétjast á skólabekk með fjölskýldur sínar í Reykjavík. Þetta eru nefnilega marg’r fjölskyldumenn og framfærsia í Reykjavík er vart undir tólf þúsund krónum á mánuði, og verður þó að halda spart á heimilisútgjöldum. Erfitt er l!ka að útvega húsnæði fyrir fjöl- skyldumenn. Skólavist fyrir síðasta ári fá þeir tíu þúsund slíka nemendur kostar vart und- ir níutíu þúsund krónur og skólafrádráttur hjá nemanda í öðrum bekk Sjómannaskólans er tíu þúsund krónur yfir allt tímabilið. Tíeyringur í umferð Þrjátíu og þrír stýrimenn og skipstjórar með minna fiski- mannapróf hefja nám um næstu mánaðamót í öðrum bekk Fiski- mannadeildarinnar i Reykjavík. Þetta eru allt fullorðnir menn með fjölskyldur og reikna yf- irleitt með hundrað þúsund krónum j framfærslukostnað fyrir sig og fjölskyldur sínar. Samkvæmt útsvarslögum á krónur í frádrátt. Skipstjórinn á Jörundi III er með aflahlut vart undir þrjú hundruð þús- und krónum eftir vertíðina. Hvílíkur tíeyringur er ekki í umferð, þessi skólafrádrátur! Stjórnvizka á megin- landinu? Margir stúdentar og mennta- skólanemendur stunduðu sumar- atvinnu í síldarverksmiðjum á Norðausturlandi og Austfjörðum og hafa margir þeirra í tekjur um sjötíu til áttatíu þúsund til framfærslu í Reykjavík næsta vetur. Skólafrádráttur þeirra eftir núverandi lögum er kr. 16.500.00 fyrir veturinn. Hér fylgjast þessi landslög ekki með tímanum og óðaverð- bólgunni í landinu og verða bessir skólapiltar með dálagleg- an skilding í útsvar, ef þessum lögum verður ekki breytt. Hvemig finnst þér annars stjórnvizkan á meginlandinu? Hefur skilnaðarhreyfingin í Eyjum fengið byr undir báða vængi. Ármann hló og vildi lít- ið gefa út á það. Hinsvegar eru landslög svifasein í mótun og sum á eftir tímanum. Löggjafanum ber að hvetja menn til dáða og fylgjast með tímanum og auka menntun sína. Fjórir erlendir gestir sitja 23. þing Bandalags strafsmanna ríkis og bæja, sem hófst í Hagaskólanum í gær. Þeir eru fulltrúar frá opinberum starfs- mönnum á Norðurlöndum og sitja hér ásamt túlki sínum. Talið frá vinstri: Oso Laakso frá Finnlandi, N. C. Thomsen Nilsen frá Danmörku, Óskar Halldórsson, cand. mag. túlkur þeirra, Kurt Sandberg frá Sví- þjóð og Björn Björnsson frá Noregi. (Ljósm. Þjóðv. G.M.). DIIHMUINN Föstudagur 18. september 1964 — 29. árgangur — 211. tölublað. Þakkarávarp frá forsefa íslands herra Ásgelri Ásgeirssyni Við þökkum öll hjartanlega þá ríku samúð og hluttekningu, sem okkur hefur verið sýnd í til- efni af láti konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Dóru Þórhallsdóttur. Það er okkur hugg- un og styrkur að finna að hún var metin að verð- leikum af svo miklum fjölda manna. Við þökkum ykkur úr öllum stéttum og störf- um, ríkisstjórn Islands og öðrum innlendum og út- lendum, félögum og einstaklingum og þeim, sem ekki verður náð til með öðrum hætti. Drottinn blessi land vort og þjóð. Ásgeir Ásgeirsson, börn, tengdabörn og barnabörn. ÖryggiseftirlitiÍ stórlega hert SEATTLE 17/9 — Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, lét svo um mælt við miðdegisverð- arboð i Seattle í gærkvöld, að hert verði á öryggisráðstöfunum sem koma eiga í veg fyrir það, að kjarnorkustyrjöld brjótist út fyrir misskilning eða vangá. For- setinn kvað það myndu hindrað með öllu, að tæknileg skyssa eða geðbilun eins manns geti komið af stað gjöreyðingarstríði. Jafn- framt þessu lagði forsetinn á- herzlu á þá skoðun sína, sem hann hefur áður lýst, að Banda- ríkjaforseti eigi að hafa fulla Nú eru Rússar loks orinir Nýalssinnar! MOSKVH 17/9 — Tveir hópar sovézkra vísindamanna hafa fengið það verkefni að reyna að ná sambandi við íbúa á öðrum reikistjörnum. Það er Tass- fréttastofan, seirt frá þessn “kýr- ir í dag. Annar hónnrinn á að rcyna að ná sambandi við þá íbúa annarra hnatta, sem hugs azt getur að standi á svipuðu menningarstigi og jarðarbúar Hinn hópurinn á að reyna að hitta þá að máli sem lengra séu komnir. Vísindamennirnir munu fá öli fullkomnustu tæki til umráða við tilraunir þessar. yfirstjórn kjarnorkuvopna og vísaði þannig enn einu sinni á bug þeirri skoðun Barry Gold- waters, öldungadeildarþingmanns og forsetaframbjóðanda, að yf- irmaður herliðs Atlanzhafsbanda- lagsins í Evrópu eigi að hafa vald til þess að ákveða það, hvenær slíkum vopnum skuli beitt. Tónskóli til eflingar tónlíst- arlífi á heimilum stofnaÓur Kennt á trompet, harmoníku, konsertgítar, rafmagns- gítar, banjó, mandólín, blokkflautu, fiðlu, píanó o.fl. ■ Nýr tónlistarskóli hefur starf í Reykjavík nú í haust, Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, og telur hann meg- inverkefni sitt að efla og örfa tónlist á heimilum, og þá ekki sízt með því, að kennt verður að leika á svonefnd alþýðleg hljóðfæri, sem vel eru til þess fallin að ungír og gamlir noti þau í heimahúsum. Hefur skólinn tryggt sér velmenntað fólk til kennslu í þessum námsgreinum: Söng, trompet, harmoniku, konsertgítar, rafmagnsgítar, banjó, mandólín, munnhörpu, melódíku, blokkflautu, fiðlu og píanó- Þjóðviljanum barst í gær eft- irfarandi fréttatilkynning frá skólastjóm hins nýja skóla: í tilefni af því að Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar er nú að hefja sitt fyrsta heila skólaár þykir forráðamönnum hans rétt að gera stutta grein fyrir helztu markmiðum hans. Það hefur lengi verið umhugs- unarefni þeirra, sem áhuga hafa fyrir alþýðlegri tóniðkun að vöntun hefur verið á kennslu og leiðbeiningu til örfunar hcimilis- tónlistar á þau hljóðfæri sem flestir hafa auðveldan aðgang að. íslendingar eru í þessum efn- um langt á eftir öðrum þjóðum, sem iðka tónlist í heimahúsum, þrátt fyrir útvarp og sjónvarp, með þeim hljóðfærakosti, sem tiltækur er hverju sinni. Á áratugnum eftir aldamótin var iðkuð mikil heimilistónlist í landinu, aðallega söngur og leik- ur á orgel-harmóníum, en þessi heimilistónlist tilheyrir nú liðn- um tíma og í stað hennar hefur lítið komið annað en léttustu dægurlög. Tónlistarskólinn í Reykjavík verður nú með hverju ári betri menntastofnun fyrir það fólk, sem gerir tónlist að ævistarfi sínu, en ekki verður til þess ætl- azt að hann haldi uppi kennslu á þau hljóðfæri. sem helzt eru í almannaeign og lengst af voru til þess ætluð að iðka létta tón- list og til tómstundaiðkunar, svo sem harmonika og gítar. Tónskóli Sigursveins D. Krist- inssonar telur hinsvegar kennslu og meðferð slíkra alþýðlegra hljóðfæra sitt meginverkefni og mun leggja áherzlu á að kenna nemendum sínum samleik á BLAÐBURÐUR Þjóðvil]'ann vantar nú þegar fó^k til blaðburðar í þessi bverfi. SKJÖL - KVISTHAGA — LÖNGUHLÍÐ — SKÖLA- GÖTU — RRÚNIR — ÞÖRSGÖTU — LAITRÁcv^r, _ NJÁLSGÖTU — HÖFÐAHVERFI — TJARNARGÖTU. ÞJÖÐVILJINN KÓPAVOGUR - KÖPAVOSUR Laus útburSarbverfi í vesturbænum. HringiS í síma 40319 ÞJÖÐVILJINN Sigursveinn D. Kristlnsson skólastjóri þessi hljóðfæri í smærri og stærri hópum og glæða skilning á gildi samleiksins. í því skyni að glæða skilning á gildi al- menns söngs mun verða æfður einraddaður fjöldasöngur með nemendum skólans og öðru fólki. Verða einkum æfð þjóð- lög og sérmenntaðir söngkennar- ar leiðbeina um flutning þeirra og raddbeitingu í því sambandi. Skólinn hefur tryggt sér vel- menntað fólk sem annast mun kennslu í þessum námsgreinum: ■ Söng. trompet. harmoniku, konsertgítar, rafmagnseítar, banjó. mandólín, munnhörpu, melodiku, blokkflautu. fiðlu og DÍanó. Innritun í skólan er hafin. Væntanlegir nemendur hafi sam- band við skólastjórann, Sigur- svein D. Kristinsson. Óðinsgötu 11, Reykjavik Sími 19246. Le&rétting ■ Leiðinleg missögn varð í frásögn Guðmundar Vigfússonar af alþjóðasýningunni í Moskvu, sem birtist hér í blaðinu í gær. Þar stóð í framhaldi greinar- arinnar á síðu 3 þessi setning: Lofthæð íbúðanna er 2.60 cm en 2.5 cm er lágmark lofthæð- ar í ibúðum skv bvp-«invfirregl- um Moskvuborgar Þarna átti að sjálfsögðu að standa 2.60 m og 2.50 m.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.