Þjóðviljinn - 25.09.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.09.1964, Blaðsíða 1
DMMIHNN Föstudagur 25. september 1964 — 29. árgangur — 217. tölublað. VIÐTAL VIÐ RAGNAR ARNALDS: Síldariðnaður myndi valda straumhvörfum á Norðurlandi Færum fólkinu hentug verkefni en flytjum ekki alla suður á land! □ Það verður aldrei nægilega undirstrikað, hve atvinnuástand á vestanverðu Norðurlandi er í- skyggilegt að óbreyttum aðstæðum, sagði Ragnar Amalds, alþm., í stuttu viðtali við Þjóðviljann, en hann er nýkominn að norðan. Einmitt þess vegna eru það einstæð gleðitíðindi, að horíur era á stóraukinni sölu á niðurlagðri síld. Verkafólk á stöðum eins og Skagaströnd, Siglufirði og Hofs- ósi er bjartsýnna en áður og bíður eftir úrslitum þessa máls með skiljanlegri eftirvæntingu. -4> 21. þmg ÆskulýðsfyEking- arinnar sett í dag kl. 20.30 | | í kvöld kl. 8.30 hefst 21. þing Æskulýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalista og verður það haldið í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði. Núverandi forseti Æsku- lýðsfylkingarinnar, Gunnar Guttormsson, setur þingið með ræðu og einnig mun Einar Olgeirsson formaður Sósíalista- flokksins ávarpa það. Um 60 fulltrúar munu sækja þingið. Fyrir kaffihlé fer fram skipun kjörbréfanefndar en eftir kaffi- hlé skilar kjörbréfanefnd áliti 23 skio með rösk 24 þúsund mál f fyrrinótt fengu 23 skip sam- tals 24.350 mál og tunnur 60 til 70 sjómílur útaf Seley og fór sumt af síldinni í söltun. Er Þjóðvii jinri átti tal við síldarleitina á Dalatanga í gær- kvöld voru skipin á þessum sömu slóðum en ekkert hafði þá frétzt um veiði. Leitarskipið Fanney hafði lóðað þarna á ágætar torf- ur af síld en hún stóð djúpt. Ægir. sem er nokkru norðar, fann einnig sild en hún stóð líka djúpt en var þó að grynna á sér. Ágætis veiðiveður var á mið- unum í gærkvöld, logn en þoku- slæðingur. Um fjörutíu skip munu enn halda áfram veiðum fyrir austan. S- Víetnam SAIGON 24/9 — Fréttir berast af klögumálum herstjórnarinnar í Saigon í garð Bandaríkja- manna og miklum ágreiningi þeirra á milli, hvemig snúast skuli við uppreisn þjóðflokkanna í fjöllunum í Mið-Víetnam. Bandarískur hershöfðingi er nú farinn til fundar við þessa uppreisnarmenn. Bandaríkja- menn halda því fram að fjalla- búar séu hinir mestu stríðs- menn sérstaklega eftir þjálfun- ina, sem þeim var veitt og muni þeir trúir vinum sínum Banda- ríkjamönnum, en þó muni þeir heldur ganga í lið með Víetkong, en sætta sig við yfirráð stjóm- arinnar í Saigon. og kosnir verða starfsmenn þingsins og nefndir. Þingfundur hefst að nýju á morgun, laugardag kl. 19 f.h. og verður þá flutt skýrsla sam- bandsstjórnar, skýrslur deilda og reikningar sambandsins lagðir fram. Einnig verður lögð fram skýrsla frá ritnefnd Neista og reikningar blaðsins. Síðan hefj- ast umræður um skýrslu stjóm- ar sambandsins og reikningana. Að loknu matarhléi hefst fund- ur að nýju kl. 2 e.h. og verður þá umræðum haldið áfram. Síð- an verða fluttar framsögur fyr- ir stjórnmálaályktunum og fyrri umræða um þær fer fram. Eftir kaffihlé verða rædd félagsmál. Kl. 9 á laugardagskvöldið verð- ur svo efnt til kvöldvöku. Á sunnudag kl. 10—12 f.h. sitja nefndir að störfum en eftir 5 ggg; Gunnar Guttormsson forseti. Æskulýðsfylkingarinnar. hádegi fer fram síðari umræða um þingmál. Að loknu kaffihléi he.fst fundur að nýju kl. 16.30 og fer þá fram kosning sam- bandsstjórnar fyrir næsta kjör- tímabil og síðan verður þing- inu slitið. Það er sorglegt að sjá, hve hin dagblöðin eru furðulega óábyrg og skilningslaus á þessi mál. Kommúnistahatrið og gamla pólitíska moldviðrið er í al- gleymingi, en varla grillir nokk- um tíma á sjálfan kjarna máls- ins. Ritstjórar þessara blaða þykjast ekki vita, að samningur um sölu á niöurlagðri síld fyrir 70 miljónir króna táknar vinnu fyrir hundruð atvinnulausra manna á Norðurlandi og vinnu- laun fyrir tugi miljóna. Ef slík- ur samningur verður gerður eins og nú eru horfur á. munu hundruð manna hætta við að leysa upp fjölskyldu sína eða yfirgefa heimili sín. Markaður fyrir fullunna síld getur bein- línis bjargað mörgum byggðar- lögum norðanlands frá því að leggjast í auðn. Sum dagblöðin eru með efa- semdir um, að sölumöguleikar séu fyrir hendi og að minnsta kosti verði ekki um mikið magn að ræða. Óvissan er þó ekki meiri en svo, að stjórn S.R., sem heyrir beint undir atvinnumála- ráðherra, hefur fyrir nokkrum dögum samþykkt að kaupa til að byrja með 4000 tunnur af kryddsíld til niðurlagningar á Siglufirði. Verksmiðjan þar hef- ur staðið ónotuð um skeið, og viðkvæði ráðamanna hefur allt- af verið, að engir markaðir væru fyrir hendi. En aðeins þessar 4000 tunnur munu veita þrjátíu manns atvinnu frá ára- mótum og fram að síldarvertíð og svo aftur 2—3 mánuði næsta haust eða þar til sumarsíldin Framhald á 9 .síðu. LR ræður leikara fyrir fast kaup t viðtali við fréttamenn i gær skýrði Sveinn Ein- arsson leikhússtjóri Leikfé- lags Reykjavíkur frá því að nú í haust hefði Leikfélagið í fyrsta sinn ráðið nokkra leikara upp á fast mánaðar- kaup en til þessa hafa leik- arar hjá LR aðeins fengið á- kveðnar grciðslur fyrir hvert Ieikkvöld og þær raunar mjög lágar. . Leikaramir sem félagið hefur ráðið eru sjö að tölu og hafa á undaníörnum ár- um verið helztu starfskraft- ar Leikfélagsins en þeir eru: Brynjólfur Jóhannesson, GísJi Halldórsson, Guðrún Ás- mundsdóttir, Helga Back- mann, Helgi Skúlason, Krist- ín Anna Þórarinsdóttir og Sigríður Hagalín. Aðrir leik- arar sem munu leika hjá Leikfélaginu í vetur fá greitt ákveðið kaup fyxir hvert leikkvöld eins og áður var en sú þókknm> hefur verið hækkuð nokkuð LeikhússtjörinR sagði að það væri fyrst og fremst aukin fjárveiting frá Reykja- víkurborg sem hefði gert fé- laginu kleift að fara út á þá braut að ráða leikara fyr- ir fast kaup. Kaup það, sem félagið greiddi væri að visu ekki eins hátt og það sem Þjóðleikhúsið greiðir fast- ráðnum leikurum sinum, en engu að ísíður væri hér um mjög þýðingarmikla breyt- ingu að ræða í starfsháttum Leikfélagsins og verður þetta væntanlega spor í þá átt að hér rísi upp borgarleikhús. Við þessa breytingu batnar aðstaða til æfinga td. mjög mikið þar sem leikaramir geta nú æft að deginum til en áður voru þeir að sjálf- sögðy bundnir við önnur störf á þeim tíma og urðu því að æfa á kvöldin. Er á- stæða til að óska Leikfélag- inu tii hamingju með þessa nýbreytni í störfum þess. Brynjólfur Jóhannesson ald- ursforseti hinna föstu lcikara LR. 422 þús. mál og t. til Seyðisf jarllar SEYÐISFIRÐI 24/9 — Á Seyðisfirði hefur nú verið land- að 422 þús. og 500 málum síldar. Þar af hefur verið sent norður til Siglufjarðar 95.300 mál og ,til Krossaness og Hjalteyrar 23-200. Þá hefur verið sett í bræðslu á Syðisfirði um 304.000 mál og úr því fengizt um 8500 tonn af mjöli og 8200 af lýsi. Saltað hef- ur verið í um 92.000 tunnur og mun það að útflutningsverðmæti vera 95—100 miljónir. Söltunarstöðvar em hér níu. og eru þessar hæstar: Ströndin 18.300, Hafaldan 17.000, Sunnuver 16.000, Valtýr Þorsteinsson 9.100, Neptúnus 8.000. Hér er í dag eindæma gott veður. Saltað er enn á þrem söltunarstöðvum, en gengur seint sökum þess, hve margt fólk er farið úr bænum. Farið sparlega með vatnið Undanfama daga hefur verið Hilfinnanlegur vatnsskortur í sumum hverfum Reykjavíkur þar sem lítið vatn er orðið í Gvendarbrunnum sökum þurrka í sumar. Á þriðjudag ræddi Þór- oddur Sigurðsson vatnsveitu- stjóri um vatnsskortinn í frétta- auka útvarpsins og skoraði á menn að fara spart með vatnið. Sagði vatnsveitustjóri í viðtali við Þjóðviljann í gær að þessi áskorun hefð borið þann árang- ur að mun betra ástand hefði verið í vatnsmálunum í gærdag og bað blaðið að koma því á framfæri við menn að halda á- fram að spara vatnið um tíma. Fjörutiu Eyiabmar: Stunda humar- og fiskitroll Þessar myndir eru teknar um borð í Þórunni frá Vest- mannaeyjum og var þá bát- urinn staddur undan Ingólfs- höfða. Það er nýbúið að inn- byrða fiskitrollið og vcrið að gera að aflanum og slóginu hent útbyrðis og flýtur á sjónum í kring. Mávagerið sækir að bátnum og ætli menn geti ekki gert sér í hug- arlund þá miklu hljómkviðu samfara góðri matarlyst frá þessum vinum sjómanna. Fjörutíu bátar hafa stund- að fiski- og humartroll frá Eyjum í sumar og hófu þeir fyrstu veiðar 15. maí. Afli þeirra til dagsins í dag er hjá mörgum 240 til 250 tonn og sækja margir þessir bátar veiðar ennþá. Nokkuð hefur borið á gæftaleysi í septem- ber og eru sumir hættir. Eyjabergið og Suðurey hafa stöðugt siglt með aflann til Aberdeen í sumar og hafa fengið margar góðar sölur. Flestir bátanna hafa látið sér nægja að leggja inn afl- ann í frystihúsin í Eyjum og hefur það skapað dágóða at- vinnu. — (Ljósm. B.M.). f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.