Þjóðviljinn - 25.09.1964, Side 12

Þjóðviljinn - 25.09.1964, Side 12
Hverjar veria jólahækur Helgafells? □ Rúmlega tuttugu bækur verða gefnar út á þessu ári á vegum Helgafells og eru ýmist komnar á mark- aðinn eða á leiðinni á svokallaðan jólamarkað. ö Er þetta afkastamesta útgáfuár Helgafells síðan það hóf starfsemi sína fyrir aldarfjórðungi. □ Það er bara þessi klassiska spurning. Verður verk- fall?, sagði Ragnar Jónsson á fundi með fréttamönn- um í gær. Ný bók eftir Laxness Jólabækur Helgafells verða þessar í ár: Ný bók eftir H.K.L. er væntanleg á markaðinn og nefnist hún Sjöstafakver. Eru það sjö smásögur og hafa lengi verið í smíðum. Smá- sögur í bókarformi hafa ekki komið út í tvo áratugi eftir Kiljan. — Þá kemur endur- útgáfa af Bami náttúrunn- ar og ritar Laxness formála að þeirri útgáfu. Málverkabók Gunnlaugs Blöndal, listmálara kemur nú á markaðinn og átti raunar að koma út fyrir síðustu jól, en tafðist vegna verkfalls prentara. Óbirt ádeilukvæði eftir Stein Þá er væntanleg heildar- útgáfa af Ijóðum og ritgerð- um eftir Stein Steinar og þar á meðal mörg kvæði, sem ekki hafa birzt áður í bókum og jafnvel kvæði, sem aldrei hafa birzt á prenti. Til er þarna ríma með tugi erinda og kvæði frá skálda- keppni um lýðveldisstofnun- ina og olli þá hneykslun og sendi Steinn það undir dul- nefni og kallaði „Söng lýð- veldisflokkanna á Þingvöll- um 17. júní 1944”. Þetta er hrottalegt ádeilukvæði og ill- yrt og þótti ekki prenthæft á þeim árum. Ritgerð eftir Kristján Karlsson, bók- menntafræðing um skáldið fylgir með. Þá kemur einnig út bók- in „Rejse u<jen Löfte”, danskar þýðingar á Ijóðum Steins „Ferð án fyrirheits”, eftir Poul P M. Pedersen. Bækur Steins eru nú ekki lengur til hjá forlaginu. Bók á ensku um Jesús Þá er væntanleg bók á ensku hjá forlaginu og heit- ir Ævi Jesú, eftir Ásmund Guðmundsson, fyrrverandi biskup. Er bókin prýdd lista- verkum eftir Ásgrím og Mugg. Þessi bók er þýdd eftir ís- lenzkum texta. Þá eru þegar komnar út hjá forlaginu jólabækur eins og Kjarvalsbók Thors Vil- hjálmssonar, íslenzk list, sem afhent hefur verið til A.S.I. til dreifingar og Mælt mál, eftir Davíð Stefánsson. Fyrir jólin er væntanleg bók um Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar, og eru það sex ritgerðir eftir ung skáld og er undir ritstjóm Hannesar Péturssonar. Skáldkona Sunn- lendinga Ný skáldsaga er væntanleg í haust eftir Ragnheiði Jóns- dóttur. Það er skáldkona Halldór Laxness — sjö nýjar smásögur Steinn Steinarr — óbirt kvæði um lýðveldisstofnunina okkar Sunnlendinga, segir Ragnar. Ennfremur er von á pólitísku sagnfræðiriti eftir Arnór Hannibalsson og fjall- ar hún að mestu um Sam- einingarflokk alþýðu Sósíal- istaflokkinn. Þá kemur út ritgerðarsafn eftir Einar Ólaf Sveinsson og ljóðaþýðingar eftir Geir Kristjánsson. Ennfremur bók eftir Jónas Hallgrímsson með teikningum eftir Ragnar Lár. Ráðherrasonur og ást- ir Kirkegaards Óstytt útgáfa af Oliver Twist og Blindi tónsnilling- urinn í þýðingu dr. Páls Egg- erts Ólasonar og Guðmund- ar skólaskálds og prakkara- sögur eftir Hendrik Ottósson. Eru þær nýjar af nálinni og auðvitað úr vesturbænum. Endurtekningin, eftir Sör- en Kirkegaard er væntanleg í þýðingu Þorsteins Gylfa- sonar og skrifar hann ítar- legan formála að henni. Efni hennar er sótt í ástir Kirkegaards og Regínu Ol- sen. Tvær nútímaskáld- sögur Á næsta ári eru væntan- legar tvær nútímaskáldsögur eftir Jóhannes Helga og Ingi- mar Erlend Sigurðsson. Er þetta 400 síðna bók eftir Ingimar Erlend og hefur hann setið í hálft annað ár við samningu hennar. Jó- hannes Helgi situr á prests- setrinu í Hrisey og er í miðj- um klíðum. Eru betta hvoru- tveggja ádei’lusögur á ís- lenzkt þjóðlíf og kernur blaðaheimurinn þar við sögu. Þá hefur Helgafell fengið útgáfurétt á hinni nýju bók eftir William Heinesen og eru tveir menn famir að handfjatla hana til þýðingar. Hún ber nafnið „Det gode Háb“ og kom út fyrir viku í Kaupmann ahöfn. Taka James Barrie var dæmd ólögleg I fyrradag var kveðin upp dómur í máli brezku togaraskip- stjóranna tveggja sem Óðinn tók að ólöglegum veiðum í landhelgi út af Barða fyrr í vikunni. Var skipstjórinn á togaranum Wyre Vanguard dæmdur í 260 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk en máli hins skip- stjórans, Richards Taylor á James Barrie, var visað frá dómi þar eð taka hans hefði ekki farið fram samkvæmt al- þjóðareglum. Þessi dómsniðurstaða er byggð á því m.a. að Óðinn var að elt- ast við báða togarana í einu og kom hann fyrr að Wyre Vanguard og taldi dómurinn að skipstjórinn á James Barrie hefði haft ástæðu til að ætla að stöðvunarmerkjum varðskipsins hefði verið beint einvörðungu að þeim togara en ekki að James Barrie. Þá er talið í niðurstöð- um dómsins að þar sem hlé varð á eltingaleik Óðins við James Barrie á meðan varðskipsmenn voru að fara um borð í hinn togarann þá hafi taka hans ekki verið lögleg samkvæmt alþjóða- lögum. Dómur þessi var eins og áður segir kveðinn upp á ísafirði og var bæjarfógetinn þar í forsæti dómsins. Sakadómari ríkisins hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Erlingur Gíslason, Sævar Helgason og Guðrún Ásmundsdóttir í Sunnudagur í New York. — (Ljósm.: Myndiðn). íeikfélagið sýnir 6 leikrit fyrir jól | | Næstkomandi laugardag hefst 68 leikár Leikfélags Reykjavíkur með endursýningu á leikritinu Sunnudagur í New York eftir Norman Krasna sem félagið sýndi 29 sinnum hér í Reykjavík seinnipartinn í fyrravetur. Fyrsta nýja frumsýningin á vegum félagsins verður hins vegar um miðjan október á leikritinu Vanja frændi eftir Tsjekof. Leikfélagið frumsýndi Sunnu- dag í New York í janúar sl. og sýndi leikinn 29 sinnum hér í Reykjavík og 27 sinnum úti á landi í sumar. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Leilcendur verða þeir sömu og í fyrra nema hvað Helgi Skúla- j son mun fara með hlutverk þau j er Brynjólfur Jóhannesson lék í veikindaforföllum hans og Helga Backmann fer með hlut- verk Margrétar Ólafsdóttur sem er erlendis. Aðrir leikarar eru Guðún Ásmundsdóttir, Erlingur Gíslason. Gísli Halldósson og Sævar Helgason. Enn Hart í bak I fyrravor hætti Leikfélagið við sýningar á öðru leikriti þótt það væri þá enn sýnt fyrir fullu húsi. Það er lekritið Hart í bak sem búið er að sýna hér alls 195 sinnum sem er algert met. Verða sýningar á því teknar upp aftur síðar í haust. Vanja frændi Um miðjan október mun Leik- félagið frumsýna Vanja frænda eftir Tsjekkof en það hefur aldr- ei fyrr verið sett á svið hér á landi. Þýðingu leikritsins gerði Geir Kristjánsson úr frummál- inu. Æfingar hófust í fyrravor og voru teknar upp aftar 1. september s. 1. Leikstjóri verður Gísli Hall- dórsson og fer hann jafnframt Framhald á 9. síðu. SKILADAGUR í DAG til hægðarauka fyrir þá sem hafa fengið senda miða á þessum stöðum og eins geta þeir er vilja eignast miða í þessum flokki happdrættisins snúið sér til þeirra og fengið keypta miða: Hafnarfjörður: Hjörtur Gunn- arsson, Háabarði 14. Kópavogur: Bjöm Kristjáns- son, Lyngbrekku 14. Ytri Njarðvík: Oddbergur Ei- ríksson. Keflavík: Sigurður Brynjólfs- son. Sandgerði: Sveinn Pálsson. Grindavík: Kjartan Kristó- fersson. Vestmannaeyjar: Hafsteinm Stefánsson. Selfoss: Þórmundur Guð- mundsson. Eyrarbakki: Andrés Jónsson. Stokkseyri: Frímann Sigurðs- son. Hveragerði: Björgvin Áma- son. Akranes: Pa'll .TÓhannesson. Borgarnes: Cfigeir Friðfinns- son. Hellissandur: Sfcúíl Atexamd- ecsson. Ólafsvík: Elías Valgeirsson. Stykkishólmur: Jóhann Rafns- son. ísafjörður: Halldór Ólafsson. Skagaströnd: Friðjón Guð- mundsson. Sauðárkrókur: Skafti Magn- ússon. Akureyri: Þorsteinn Jónatans- son. Húsavík: Gunnar Valdimars- son. Egjlsstaðir: Sveinn Ármason. Ólafsfjörður: Sæmundur Ól- afsson. Siglufjörður: Kolbeinn Frið- bjarnarson. Seyðisfjcrður: Jóhann Svein- bjömsson. Neskaupstaður: Örn Scheving. Eskifjörður: Jóhann Klausen. Höfn Homafirði: Benedikt Þorsteinsson. Vík í Mýrdal: Guðmundur Jóhannsson. Hvammstangi: Skúli Magnús- son. Raufarhöfn: Guðmundur Lúð- víksson. Blönduós: Guðmundur Theó- dórs: ,n. Grundarfjörðar: Jóhann Ás- mundsson. í dag höfum við almennan skiladag í happdrættinu og verður opið hjá okkur frá kl. 9—7 í kvöld. Það eru vinsam- leg tilmæli til allra sem koma því við að koma til okkar í dag og létta þannig undir með okkur síðustu dagana og einnig er okkur fjár vant þessa dagana venju fremur. Nokkrar deildir gerðu skil í gær og hækkuðu nokkuð í prósentu; enn heldur þó deild- in í Teigunum sínu sæti. í dag má hins vegar búast við breytingum ef að líkindum lætur en í fyrramálið birtum við ' næst deildasamkeppnina í blaðinu. Þeir sem búa úti á landi geta haft samband við umboðsmenn okkar þar eða sent okkur skil beint. Utaná- skriftin en Happdrætfi Þjóð- viljans, Týsgötu 3. Hér fer á eftir sfcrá wsi- bo;ðsmanrra ofcfcar úfi á tewdi Þessa dagana er unnið af fullum krafti við byggingu nýju hæðarinnar ofan á Þjóðvilja- húsið. í gær var verið að hífa gluggagrindurnar upp og hér sjást smiðirnir vera að fást við það að koma þeim fyrir á sínutn stöðum. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.). OPIÐ TIL KL. 7 í KVÖLD

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.