Þjóðviljinn - 26.09.1964, Síða 1

Þjóðviljinn - 26.09.1964, Síða 1
Laugardagur 26. september 1964 — 29. árgangur — 218. tölublað. BLADBURÐUR Þjóðviljann vantar nú þegar fólk til blaðburðar í þessi hverfi: SKJÖL — KVISTHAGA — LÖNGUHLÍÐ — LAUFÁS- VEG — ÞÖRSGÖTU — NJÁLSGÖTU — MEÐALHOLT HÖFÐAH VÉRFI — TJARNARGÖTU — KLEPPSVEG. Ríkisstjórnin mætir verðhækkun á mjólkurafurðum með: 85 KR. NIDURCRCIÐSLU HVIRJU K6. AF SMJÖRI Mikil undirbúningsvinna heíur verið að þingi ÆF í Hafnarfirði þessa daga og sjást hér að vinnu Gunnar Guttormsson og Rogn- valdur Hannesson, í Tjarnargötu 20. ÞING Æ.F. SETT í GÆR Nú eru aðeins 10 dagar eftir þar til dregið verður og því að verða síðustu forvöð að gera ráðstafanir til þess að gera upp fyrir það sem sent hefur verið. 1 dag höf- um við opið frá 9—12 að Týsgötu 3. Þeir sem fengið hafa senda miða ' utan Reykjavikur geta gert upp við umboðsmenn okkar á hverjum stað. Nöfn þeirra voru birt f blaðinu í gær. En þeir sem ekki ná til þeirra geta sent okkur upp- gjör beint. Utanáskrift okk- ar er Happdrætti Þjóðvilj- ans Týsgata 3. Nú erum við að sjá fyrir endann á því að við getum gert fokhelt á Skólavörðu- stíg 19. Það er eins og þið sáuð á myndinni í gpr ver- ið að stilla gluggana í upp- sláttinn qg væntanlega verða þeir steyptir í næstu daga. Við ættum því að geta gert okkur vonir um að þegar dráttur fer fram í happdrætt- inu verði húsið orðið fokhelt. Þótt ekki sé beinlínis gert ráð fyrir að þetta fé sem við erum að safna nú í happ- drættinu fari í þetta nema það gangi vel, þá er okkur það mikils virði að geta lok- ið þessu verki, af því að við það skapast meiri og betri aðstaða fyrir allt starf við blaðið. Hins vegar skortir nokkuð enn á að við höfum fengið upp í hallann á blað- inu sem er nú brýnasta verK- efni okkar, og verðum við að tryggja það í þessu happ- drætti og næsta að svo verði. Við væntum því að hver og einn sem hefur fengið senda miða geri full skil og þá mun okkur vel ganga. Opið kl, 9-12 í dag □í fyrrakvöld auglýsti Framleiðsluráð landbún- aðarins haustverð á mjólk og mjólkurafurðum og kom það til framkvæmda í gær. Samkvæmt því hækkar mjólkurlítrinn um 90 aura frá því sem hann hefur verið frá 1. september sl. Þá hækkar og verð á osti, skyri og rjóma mikið þar sem þær vörur eru allar óniðurgreiddar. Til þess að mæta þessari hækkun og halda vísitölunni óbreyttri hef- ur ríkisstjórnin ákveðið að hækka niðurgreiðslu úr ríkissjóði á smjöri um kr. 50.60 kílóið eða úr kr. 34.35 í kr. 84.96. Haustverð á mjólk er nú sama og í fyrrahaust kr. 5,75 lítrinn í lausu máli, 6,00 í flöskum og 6,40 í hyrnum. Niðurgreiðsla I gærkvöld var 21. þing Æsku- lýðsfylkingarinnar sett i Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði. Forseti ÆF Gunnar Guttorms- son setti þingið. Þá flutti Einar Olgeirsson ávarp til þingsins frá Sameiningarflokki alþýðu, Sósí- alistaflokknum. Sextíu þingfulltrúar sitja þing- ið frá fylkingardeildum hvaðan- æva að af landinu. Að loknum þessum ávörpum fór fram kosning starfsmanna þingsins. Forseti var kjörinn Hrafn Magnússon, ÆFR og vara- forsetar þeir Logi Kristjánsson, ÆFH og Kristján Guðmunds- son ÆFG. Ritarar þingsins voru kosmr Bjarni Zóphaníusson, ÆFR og Gylfi Guðjónsson, ÆFR. Þá var kosið í þrjár nefndir á þinginu. Þær voru þessar: Stjórnmálanefnd. Þar hlutu kosningu: Logi Kristjánsson, Æ. F.H., formaður nefndarinnar. Svavar Gestsson, ÆFR, Stefán Sigfússon, ÆFR, Þorsteinn Ósk- arssom, ÆFR, Rögnvaldur Hannesson, ÆFR, Gísli Gunn- arsson, ÆFR og Birgir Stefáns- son ÆFN. Félagsmálanefnd. Þar hlutu kosningu: Gísli B. Bjömsson, ÆFR, formaður nefndarinnar. Sólveig Einarsdóttir, ÆFR, Mar- ía Kristjánsdóttir, ÆFH, Harpa Karlsdóttir, ÆFV og Guðvarð- ur Kjartansson, ÆFR. Laga- og skipulagsnefnd. Þar hiutu kosningu: Hrafri Magnús- son, ÆFR, formaður nefndarinn- ar. örlygur Benediktsson, ÆFH, Framhald á 2. síðu. Flokksþingfö 20. nóvember Flokksþing Samein- ingarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins hefst 20. nóv. í Reykjavík. Þetta er f jórtánda þing Sósíalistaflokksins, en þau eru haldin annað hvert ár samkvæmt flokkslögunum. VíStækt verkfali úr ríkissjóði er nú kr. 4,72 á lítrann af mjólk í lausu máli og kr. 4,77 á mjólk í flöskum og hyrnum. Hefur hún hækkað um 40 aura á lítrann. Ostur, rjómi og skyr Verð á smjöri verður 90.00 krónur kílóið af gæðasmjöri, 78,00 kr. af II. flokki og 75,00 af heimasmjöri. 1 fyrrahaust var verðið á smjörkílóinu kr. 103,55, en hækkaði í kr. 123,00 1. marz s.l. þannig að lækkun- in nú er kr. 33,00. Engin niðurgreiðsla Verð á öðrum mjólkurvörum verður sem hér segir: Ostur 45% kr. 113,00 kg., ost- ur 30% kr. 81,30 og mysuostur kr. 44,80. Rjómi kr. 74,60 litrinn í lausu máli og kr. 74,90 í flös.k- um. Rjómi 1/4 lítri í hyrnum kostar kr. 19.15. Skyr kr. 18.75 hvert kg. Engin niðurgreiðsla er á rjóma, ost og skyr og hæ'^ka þessar vöiur því allar í verði. Skyr hækkar um kr. 2,15kg. m;ð- að við það verð, sem gilt hefur síðan 1. marz s.L, rjóminn um kr. 9,60 lítrinn, 45% ostur um kr. 17,20 kílóið og mysuostur kr. 4,45 kílóið. Alþingi verður sett 10. okt. ■ í gær barst Þjóðviljan- um eftirfarandi fréttatil- kynning frá forsætisráðu- neytinu um setningu Al- þingis: B Forseti íslands hefur, að tillögu forsætisráðherra, kvatt Alþingi til fundar laugardaginn 10. október 1964. Fer þingsetning fram að lokinni guðsþjón- ustu, er hefst í Dómkirkj- unni kl- 13.30. DETROIT 25/9 — Samninga- umleitanir milli bílaverksmiðj- anna General Motors og Sam- bands bandariskra bifreiðastarfs- manna um nýja kjarasamninga fóru út um þúfur á föstudag. Hófst þegar verkfall við allar bilaverksmiðjur fyrirtækisins og j taka um 260 þúsund verkamenn j | þátt í því. j Áður hefur bifreiðastarfs- j mönnum tekizt að ná samkomu- j lagi við Chrysler og Ford bíla- j verksmiðjumar, að vísu ekki nema einni klukkustund áður en verkfall hafði verið boðað. Fé- , j lagið hafði boðið verkamönnum j ; samskonar kjör og þar var um ' I samið og Walter Reuther, for- > maður Sambands bifreiðastarfs- manna, kvað tilboðið vera að- gengilegt. Hann lagði hinsvegar áherzlu á það, að verkamenn hefðu áhuga á fleiru en einum saman peningum, þeir ættu heimtingu á mar.nsæmandi með- ! Framhald á 2 síðu I ÞeSS* mPd Cr tCkÍn VÍð setninsu Gagnfræðaskóla verknáms í gærdag í Tjarnarbæ. Það var falleg- -------------------^ur og frískur hópur, sem þar sat á stólum og hyggur nú á vetursetu við nám. (Ljósm. Þjóðv. G.M.) Nær fímm þús. nemendur gagnfræðaskólum I vetur * i □ í gærdag voru skólar gagnfræðastigsins settir hér í Reykjavík og verður í vetur kennt í fjórtán skólum víðsvegar um bæinn. FasL að fimm þúsund nemendur hér í bænum setjast nú í skóla gagnfræðastigsins og er það þrjú hundruð nemendum fleira en á síðasta skólaári. Nær þrjú hundruð gagn- fræðaskólakennarar hefja nú prikið á , loft í nafni menntun- ar og ögunar hér í bæ. Þar af verða fast að tvö hundruð fasta- kennarar og tæpir hundrað stundakennarar og eru þeir færri nú en á síðasta skóla- ári. Hvað eru margir bekkir í skólum gagnfræðastigsins hér í Reykjavík? Þeir ' eru hundrað sjötíu og átta og er það átfa deildum fleira en í fyrra. Hvern- ig ski'ptast þær? Fyrsti bekkur hefur fimmtíu og tvær deildir, annar bekkur hefur sömu tölu, þriðji bekkur, hefur fjör.utíu og átta deijdir og fjórði bekkur hefur tuttugu og sex deildir. Þá eru seytján landsprófs- deildir, sjö verzlunardeildir, ell- efu verknámsdeildir og ellefu almennar 3. bekkjardeildir. Að lokum má geta tveggja framhaldsdeilda fyrir nemendur, sem setið hafa eftir í ýmsum deildum á liðnu skólaári. Stærstu gagnfræðaskólarnir hér í bæ eru á þessum vetri; Hagaskóli með sjö hundruð nem- endur, Réttarholtsskóli með sex hundruð og fimmtíu, Vogaskóli með sex hundruð nemendur og Gagnfræðaskóli Austurbæjar með fjögur hundruð nemendur. Þá má geta þess, aö Gagn- fræðaskólinn við Vonarstræti hefur verið felldur niður og þangað flytur nú Gagnfræða- skóli Vesturbæjar starfsemi sína, en hann var til húsa hjá Jóni Loftssyni vestur við Selsvö fyrravetur. Þar fellur nú ni skólahald að sinni. Málarar kusu í qœrkvöld í gærkvöld fór fram kjör full- trúa Málarafélags Reykjavikur á væntanlegt þing A.S.Í. Þessir hlutu kosningu á fundi í félag- inu. Aðalfulltrúi Lárus Bjamfreðs- son og til vara Sigursveinn H. Jóhannesson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.