Þjóðviljinn - 26.09.1964, Blaðsíða 8
V
3 SlÐA
ur enginn hjálpað mér. Ó, guð
Önnur vændiskonan hló. Hlát-
ur hennar barst tær og kven-
legur upp mjóa gjána milli hús-
anna.
Þegar Jack horfði á þennan
einmana Bandaríkjamann með
upprétta arma og flaksandi
frakka, var hann sem snöggvast
sannfærður um að þetta væri
drukkni maðurinn sem hafði
slegið hann fyrsta kvöldið í
Eóm. Svo lét maðurinn hand-
leggina síga og fór að slangra
áfram eftir götunni unz hann
kom að götuljósinu. í ljósbjarm-
anum sá Jack hann betur. Það
var ekki drukkni maðurinn.
— Ó guð minn góður, vældi
maðurinn í eymd sinni og reik-
aði áfram upp á gangstéttina og
upp að dökkum húsveggnum.
— Ó, guð, ég er aleinn .... Vill
enginn hjálpa mér?
Svo hætti hann sem snöggv-
ast að hreyfa sig. Hann strauk
hendinni gegnum hárið, dró
djúpt andann og leit undirfurðu-
lega í kringum sig. Svo hneppti
hann að sér frakkanum, hnykti
til höfðinu og gekk rösklega að
götuhorninu og sveiflaði hand-
leggjunum eins og hermaður á
göngu og hvarf.
Jack deplaði augunum. Allt
þetta gerðist svo hratt og var
svo kynlegt og skrýtið áð það
var erfitt að trúa því að þetta
hefði ekki verið ofsjónir, draum-
ur í vöku. Andartak enn starði
Jack á hornið, þar sem maður-
inn hafði horfið, íhugaði hvort
hann heyrði ennþá bergmálið af
hinni veinandi rödd sem yfir-
gnæfði eirðarlausan leik nætur-
golunnar við gluggatjöldin og
kallaði út í nóttina: — Aleinn
.... aleinn ....
Vændiskonan hló aftur, síðan
flýttu konurnar tvær sér burt.
Hann gekk aftur inn í her-
bergið og lokaði á 'eftir sér.
Hann gekk fram og aftur um
gólfteppið með glasið í hendinni.
Nóttin var hörð og hættuleg.
Neyðaróp bárust neðan frá göt-
unni. Það voru margir speglar
í herberginu og minningarnar
sóttu alls staðar að. Gyllta hót-
elklukkan tifaði alltof hátt yfir
dyrunum og vakti óþægilegar
hugsanir. Neyðaróp hins
drukkna, „aleinn", var eins og
lifandi vera í herberginu, dóms-
orð, ógnun.
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINTI og DÓDÓ
Laugavegi 18. III h (lyfta)
SÍMI 2 46 16
P E R M A Garðsenda 21. —
SlMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D 0 M 0 R I
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN. - Tiamar
götu 10 — Vonarstrætismegin -
SIMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — (Man.
Guðmundsdóttir) Laugavegi 13
— SIMl 14 6 56 — Nuddstofa 1
sama stað.
Jack vissi að hann gæti með
engu móti þraukað af nóttina í
þessum köldu herbergjum. Allt
d einu mundi hann eftir kven-
hlátrinum neðan af götunni. Nú
var hann næstum viss um að
hann þekkti kvenmanninn, að
það hefði verið þýzka stúlkan í
rauðu skónum. Hann gekk í átt-
ina til dyra. Það er hæfilegur
endir á öllu þessu, að kveðja
Róm í faðmi þýzkrar dragmellu.
Því ekki það? Að Ijúka þessari
80
beisku ferð á beiskan hátt.
Hann ætlaði að minsta kosti
ekki að vera einn það sem eftir
var næturinnar.
Svo stanzaði hann. Orðið. Það
hafði verið notað í kvöld ....
— Dragmellan sem þú varst
giftur .... Brjálæðisleg rödd
Clöru.
Því betra, hugsaði Jack grip-
inn hefnigirni. Hví skyldi ég
vera að fara út úr húsinu? Það
er dragmella í fjölskýldunni.
Hann gekk að símanum. —
Ungfrú Carlotta Lee, bökk fyrir,
sagði hann og reyndi að gera
rödd sína virðulega og ábyrga
til að halda sínu góða mann-
orði við símaborðið. Hann leit
á klukkuna. Tíu mínútur yfir
þrjú. Þetta er skilnaðarsök,
að vekja fyrrverandi eiginkonu
klukkan þrjú að nóttu.
— Já? sagði Carlotta. Rödd
hennar var syfjuleg.
— Carlotta, sagði Jack. —
Klukkan er tíu mínútur yfir
þrjú. Má ég koma og heimsækja
þig?
Það varð stutt þögn. Svo sagði
hún: — Það er herbergi númer
þrjú hundruð tuttugu og fjögur.
Dyrnar eru opnar.
En það varð engin hefnd þrátt
fyrir allt. Þannig varð það alls
ekki.
Þau lágu hvort við annars
hlið í myrkrinu í breiðu rúm-
inu. Herbergið var lítið og inni-
lokað, heitt loftið mettað af ilmi
sem hann taldi sig búinn að
gleyma og feykti honum nú með
sér til annarra vistarvera, sem
hann hafði fyrir löngu sagt skil-
ið við.
Þau höfðu sofið saman með
alvöru, eins og fólk sem hefur
svarið að framkvæma hátíðlega
skipun. Þau höfðu elskað hægt
og sefandi. Þau höfðu elskað af
alúð og viðkvæmni eins og þau
vissu bæði að þau geymdu eitt-
hvað leynilegt og brothætt sem
þyrfti að fara varlega með. Þau
höfðu elskað með áfergju og
ofsa, eins og árin hefðu fyllt
þau stjórnlausu hungri, sem
engin ein ástarathöfn gæti full-
nægt. Þau höfðu elskað af þekk-
ingu og með gleði og forundran
sem í fyrsta sinn. Þau voru
heima og í framandi landi, elsk-
endur og ókunnug, uppnumin og
jarðbundin. Loks höfðu þau elsk-
að með gieði og fyrirgefningu
og langvarandi fyrirgefandi
gleði yfir hvort öðru.
Hún lá í handarkrika hans.
Hann kom varlega við hana.
Hörundið var dásamlega mjúkt.
Hoid, mundi hann frá því í kap-
ellunni, hold.
Hún dæsti syfjulega, sæl og
ÞJÓÐVILIINN
Laugardagur 26. september 1964
ánaegð. Við erum ánægð í hold-
inu, hugsaði hann, við erum
blessuð í holdinu, við erum glöð
og heilög í holdinu, við höldum
holdið hátíðlegt. Við búum yfir
vitneskju um og vissu fyrir
dauða holdsins og við erum al-
búin að greiða með holdi okkar
í dagsbirtunni fyrir gleði nætur-
innar.
Apaköttur guðs, hugsaði hann.
En talsvert af tilraunum guðs-
stendur í sambandi við ást, á-
nægju, skilning. Ef það eru við-
skipti, þá eru þau ekki ósann-
gjörn.
Þeir eru blygðunarsamir,
mundi hann, og para sig aðeins
að næturlagi og með leynd og
eigi sameinast þeir heldur
hjörðinni strax, lieldur baða sig
fyrst í ánni .... í nótt, hugsaði
hann, höfum við parað okkur
að næturlagi og með leynd og
eigi höfum við heldur samein-
azt hjörðinni. Við erum að nálg-
ast fílinn að siðgæði. Þegar
máninn er nýr, mundi hann,
halda þeir til ánna, þar sem þeir
hreinsa sig hátíðlega og baða
sig og hafandi þánnig heilsað
plánetunni hverfa þeir aftur inn
í skógana ....
Tunglið er nýtt í kvöld, hugs-
aði hann, mitt fljót er Tiber.
Hann færði höndina að brjósti
hennar, strauk niður eftir síð-
unni , og mjöðminni. Líkami
hennar var ekki lengur hinn dá-
samlegi ungi kroppur frá Cali-
forníumorgnunum. Drættirnir
voru orðnir mýkri, formin á-
valari, hún yrði alltaf fullþung-
lamaleg í nýtízbu fötum, og
hann vissi að hún gæti aldrei
litið svo í spegilinn án þess að
hugsa með söknuði um hina
horfnu fegurð. En hinn þétti,
þjálfaði líkami hafði í nótt veitt
honum djúpa gleði, fullkomnun-
arkennd, sem hann hafði aldrei
fyrr fundið til.
— Það er ekki eins og að sofa
saman, hvíslaði hann í eyra
henni. — Það er eins og að
keyra kornið í hlöður.
Hún hló. — Það er til spænskt
máltæki, sagði hún. — Karl-
menn viðurkenna það ekki, en
þeim fellur vel við feitar konur,
sæt vín og tónlist Tchaikovskís.
Þau hlógu saman undir á-
breiðunni. Það var opinn hlátur,
heilbrigður hlátur milli gamalla
vina, góðra elskenda, sem hafa
fyrirgefið hvort öðru og notið
hvors annars. Hann töfraði
burtu afturgöngur, hreinsaði
sársaukann úr miriingunum,
varpaði skynsamlegum, mann-
legum bjarma yfir kvíða og hug-
boð.
— Feit kerling, sagði hann og
klappaði henni á öxlina.
— Ég vissi að þetta hlaut að
koma fyrir, sagði hún. — Á einn
eða annan hátt, einhvern tíma.
— Já, sagði hann. Þegar það
hafði gerzt, fannst honum það
líka hafa verið óumflýjanlegt.
— Við gátum ekki látið hatr-
ið standa, sagði hún.
Þau lágu þögul nokkra stund.
— Ferðu á morgun? spurði
hún.
— Já.
Hafnarfjörður
Bókasafnið vill ráða mann til afgreiðslustarfa hálf-
an daginn frá 1. okt. n.k.
Umsóknir sendist bókaverði fyrir 30. þ.m.
Stjórnin.
Sölubörn — Sölubörn
Mætið í eftirtalda skóla á morgun og seljið
merki og blað Sjálfsbjargar.
REYKJAVÍK: Mýrarhúsaskóli, Melaskóli, Öldugötu-
skóli, Miðbæjarskóli, Austurbæjarbarnaskóli, Hlíða-
skóli, ísaksskóli, Laugarnesskóli, Laugalækjarskóli,
Langholtsskóli, Vogaskóli, Breiðagerðisskóli, Ár-
bæjarskóli og í skrifstofu Sjálfsbjargar, Bræðra-
borgarstíg 9.
KÓPAVOGUR: Digranesskóli og Kársnesskóli.
SILFURTÚN: Bamaskólinn, Silfurtúni.
HAFNARFJÖRÐUR: Bamaskólinn við Skólabraut
og Öldutúnsskóli.
GÖÐ SÖLULAUN
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, Reykjavík.
VísitölubréfSogsvirkjunar
Að óbreyttu rafmagnsverði reiknast 40,43% vísi-
töluhækkun á nafnverð E-flokks Sogsvirkjunar-
bréfa frá 1959, þegar þau falla í gjalddaga hinn
1. nóvember n.k.
24. september 1964.
SEÐLABANKI ÍSLANDS.
VÖRUR
- - - ^,',p _ Kokómalt - Kaffi - Kakó
KRON
búðirnar.
Skrifstofu- og verzlunar—
fóik Suðurnesjum
Allsherjaratkvæðagreiðsla Skrifstofu- og
verzlunarmannafélags Suðurnesja til 29.
þings Alþýðusambands íslands, verður háð
mánudaginn 28. sept. og þriðjudaginn 29.
sept. kl. 16—24 báða dagana. — Kosið verð-
ur í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík.
Kjörstjórn.
SKIPATRYGGINGAR
Tryggingar
á vörum í flutningi
á eigum skipverja
Heimistrygging hentar yður
Veiðarfæra
Aflafryggingar
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR"
LINDARGATA 9 REYKJAVIK SlMI 2 1 260 SlMNEFNI sSURETY
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
# Seljurn farseðla með flugvélum og
skipum
. Greiðsluskilmálar Loftleiða.-
# FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
# Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
L/Á N O S V N Tr
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.