Þjóðviljinn - 30.09.1964, Page 2
2 SIÐA
mmmi
HÖÐVIUINR
Miðvikudagur 30 september 1964
Margvísleg viðfangsefni
ASV á liðnu kjörtímabili
ágás$
■ Eins og skýrt var frá í
fréttum Þjóðvil'jans sl.
sunnudag, var átjánda þing
Alþýðusambands Vestfjarða
haldið á ísafirði dagana 24.
og 25. þ.m. Hér fara á eft-
ir nokkrar nánari fréttir af
stðrfum þingsins, einkum
þeim þætti úr skýrslu for-
seta sambandsins, sem fjall-
ar um störf þess á liðnu
kjörtímabili.
Þingið sátu 29 fulltrúar
víðsvegar að af sambandssvæð-
inu, en það nær yfir allt Vest-
fjarðakjördæmi.
Gestir þingsins voru: Hanni-
bal Valdimarsson, forseti ASl
og Baldvin Þ. Kristjánsson út-
breiðslustjóri Samvinnutrygg-
inga, og flutti hann fræðsluer-
indi á þinginu um tryggingar
Forseti A.S.V., Björgvin
Sighvatsson, setti þingið og
bauð gesti og þingfulltrúa vel-
komna til þingsins. Þá minn'-
ist hann forsetafrúar Dóru
Þórhallsdóttur og ræddi um
þau óbrigðulu bönd trausts og
vináttu, sem um langt árabil
hafa legið á milli vestfirzkra
byggðariaga og heimilis hinnar
látnu tignarkoou. Einnig
minntist Björgvin þeirra með-
lima vestfirzku verkalýðssam-
takanna, sem látizt höfðu á
kjörtímabilinu.
Forsetar þingsins voru kjörn-
ir þeir Marías Þ. Guðmunds-
son, Isafirði og Pétur Péturs-
son, Isafirði. Þingritarar voru
kjörnir þeir Eyjólfur Jónsson,
Flateyri og Karvel Pálmason,
Bolungarvík.
Björgvin Sighvatsson flutti
skýrslu stjóroarinnar um starf-
semi A.S.V. á kjörtímabilinu.
Fyrst og fremst hefir verið
unnið að kaupgjalds- og kjara-
málum, en um margra ára
skeið hefir sambandið haft
með höndum alla samninga
fyrir félögin, og hafa því gilt
heildarsamningar, sem taka til
allra Vestfjarða varðandi kaup
og kjör landverkafólks og sjó-
manna, — <þ.e. háseta, mat-
sveina og vélstjóra.)
Stjórn A.S.V hefir alltaf
lagt ríka áherzlu á sem nánast
og bezt samstarf við sambands-
félögin um kjaramálin og því
undirbúið öll slík mál í nánu
samstarfi við félögin, meðal
annars með því að kalla
saman sérstaka fulitrúaráðs-
fundi. Á kjörtímabilinu hélt
stjórnin alls 13 fundi. A þess-
um fundum voru tekin til með-
ferðar yfir 60 málefni, öll
varðandi kaupgjaldsmálin eða
önnur hagsmunamál verka-
lýðssamtakanna. Á 9 af þess-
HnaiardeiU gefíð
fé til tækjakaupa
Vísindanefnd Atlanzhafs-
bandalagsins hefur veitt j«rð-
efnafræðirannsóknum Iðnaðar-
deildat Atvinnudeildar háskól-
ans styrk að unphæð $ 10.063
tíl kaupa á röntgen spektro-
graf. Tæki þetta e»' viðbót viö
röntgentæki, «em jarðefna-
fræðirannsóknirnar fengu fyr-
ir rúmu ári. Þau kaup vom
lað nokkru styrkt ur Vísinda-
sjóffi.
Tæki þau, sem Atlanzhafs-
bandalagið gefur að þessu
einni, verða notuð til rann-
sókna á jarðefnafræði jarð-
hitasvæðanna, eínkum með
tilliti til efnabreytinga, sem
verða á milli heita vatnsins
og þess bergs, sem það
streymir um. Með tæki þessu
er unnt að framkvæma efna-
greiningar á föstum og fljót-
andi sýnishomum basði með
tilliti til meginefna og margra
snefilefna. Afköst tækisins eru
mjög mikil, svo unnt verður
að margfaida störf rannsókn-
arstofunnar, án þess að
bæta við nýju starfsfólki, en
auk þess opnast möguleikar til
efnagreininga, sem ekki var
unnt að framkvæma áður
vegna tæknilegra eða fjárhags-
légra takmarkana. Sem dæmi
um afkastaaukninguna má
nefna, að efnagreining á sýn-
ishomi af borkjarna frá heita-
vatnsborun tekur þrjár vikur
fyrir efnafræðing við venju-
legar aðstæður, en með þessu
nýja tæki getur aðstoðarmað-
ur framkveemt sðrrru efna.grein-
ingu með sambæefiegri eða
betri nákvæirmi á etmrm eða
tveini dögtmi.
Umrædd styrkveiting. vís-
indanefndarinnar er liður í
vaxandi starfsemi Atlanzhafs-
bandalagsins á sviði efnahags-
mála. I þeún tilgangi að sóuðla
að auknum hagvexti 1 með-
limaríkjunum hefur banda-
lagið lagt áherzlu á að styrk.ja
udirstöðuatriði og þá sér-
staklega vísindi og tæfcni. Með
tilkomu hins nýja tækis opn-
ast stórkostlegir mðguleikar
hinum mikilvægu Jarðhita-
svæðum landsins. Á Atianz-
hafsbandalagið sérstáfcar bakk-
ir skilið fyrir þessa mikilvægu
styrkveitingu.
Fulltrúi Islands í vísinda-
nefnd AtlánzhafsbandalagsinS
er próf. Snorri Hallgrimsson,
eh forstöðumaður jarðefna-
frasðirannsókna Iðnaðardeildar
Atvinnudeildar háskólans er
dr. Guðmundur Sigvaldason.
(Frá Rannsóknaráði ríkisins)
«>-
um fundum voru mættir sér-
stakir fulltrúar víðsvegar að
af Vestfjörðum, enda voru þá
sérstök kaupgjaldsmál til með-
ferðar.
Á kjörtímabilinu gerði A.S.
V. eftirtalda samninga við
Vinnuveitendafélag Vestfjarða
um kaup landverkafólks:
a) Hinn 28. jan. 1963. Þá
hækkuðu allir kauptaxtar fyrri
samnings um 5%, — ákvæð-
isvinna hækkaði þó ekki
b) Hinn 23. júní 1963 var
samið um 7,5% kauphækkun á
allt kaup. Tilfærslur til hækk-
unar voru gerðar á milli taxta,
t.d. hækkaði fiskvinna upp í
2. taxta. Samið var um gleggri
aldursskiptingu varðandi kaup
unglinga.
c) Hinn 22. des. 1963. Þá
samið um 15% kauphækkun á
allt kaup. Hafnarvinna og
vinna við frystitæki flutt milli
taxta til hækkunar.
Þessi samningur var byggð-
ur á því samkomulagi, sem
gert var að tiktuðlan ríkis-
sáttasemjara og sérstakrar
sáttanefndar, er ríkisstjórnin
skipaði
d) Hinn 4. júlí 1964 var
gerður nýr samningur. Þá
samið á grundvelli Dagsbrún-
arsamnings, þó haldið ýmsum
ákvæðum úr fyrri samningi.
Þessi samningur byggður á
samkomulagi því. sem gert
var á milli Alþýðusambands
lslands. samtaka atvinnurek-
enda og rikisstjórnarinnar um
ráðstafanir t.il að stöðva verð-
bólgu og til kjarabóta fyrir
verkafólk.
e) . Þá . hafa á tímabilinu verið
gerðir tveir samningar um á-
kvæðisvinnu við slægingu á
fiski. Þeir samningar em nú
lausir,
0 Einn samningur hefur ver-
ið gerður um ákvæðisvinnu
við skelflettingu á rækjum.
Þeim samningi var sagt upn
á s.l. vori og er þvi ósamið
um þá vinnu enn.
g) 1 sambandi við hina al-
mertnu samninga verkafólks
hefir alltaf verið samið um
vaktavinnu í síldar- og fiski-
mjölsVerirsmiðjum. Nýr samn-
ingur um þessa vinnu var
gerður ttm mánaðaarxSfcia
september s 1.
h) Á s.l. sumri var í fyrsta
skipti gerður heildarsamning-
ur um kaup vélgæzlumanna í
frystihúsum á Vestfjörðum, og
tekur þessi samningur til allra
byggðarlaga í fjórðungnum.
Þá gerði ASV eftirgreinda
samninga við Útvegsmannafé-
lag Vestfjarða um kaup og
kjör vestfirzkra vélbátasjó-
manna:
a) Hinn 29. desember 1962
var gerður nýr samningur um
línu-, botnvörpu- og netaveið-
ar, sem fól í sér ýmsar launa-
og kjarabætur sjómönnum til
handa, auk þess, sem kaup-
gjaldsliðir höfðu fyrr á árinu
verið hækkaðir um 13% til
samræmis við launahækkanir
verkafólks.
Inn í þennan samning var
tekið ákvæði, sem tryggir sjó-
mönnum sömu hækkun á
launaliði sjómannasamnings-
ins og verkafólk fær samkv.
samningum A.S.V. við Vinnu-
veitendafélag Vestfjarða, og
skal sú hækkun gilda frá sama
tíma og kaup landverkafólks
hækkar.
b) Fyrsti samningur um
kaup og kiör sjómanna á síld-
veiðum eftir setningu gerðar-
dómslaganna sumnrið 1962, var
gerður 15. júní 1963. Enda bótt
sjómannasamtökin í öðrum
landshlutum hcfðu. er sá
samninf'ur var gerður, samið
við L.f.Ú um síldveiðikjörin,
trvggir sá samningur vestfirzk-
um síldveiðisjómönnum hag-
stæðari skiptakjör en annars
staðar eru í gildi.
Á kjörtímabilinu tók A.S.V.
þátt í samstarfi launþegasam-
taka A.S-f. um kaupgjaldsmál-
in og sendi m.a. fulltrúa á ráð-
stefnur, sem A.S.T. boðaði til.
A.S.V hefur onna skrifstofu
á Isafirði og er hún upplýsinga-
miðstöð fyrir sambandsfélögin.
auk þess sem hún veitir þeim
margvíslega aðra fyrirgreiðslu.
Forseti A.S.V. gat þess í
skýrslu sinni, að vert væri að
geta þess, að atvinnurekendur
og útvegsmenn á Vestfjörðum
hefðu í öllum samskiptum sín-
um við verkalýðssamtökin sýnt
þeim skilning og lipurð í hví-
vetna.
Að lokinni skýrslu stjórnar-
innar fluttu fulltrúar hinna
einstöku sambandsfélaga skýrsl-
ur um starfsemi félaga sinna,
og um atvinnuástand og at-
vinnuhorfur á hinum ýmsu
stöðum. f þeim skýrslum kom
fram mikill fróðleikur.
Þá voru tekin fyrir álit og
Framhald á 9. síðu.
Málanám allan veturinn
fyrir 200 króna gjald!
□ í dag er síðasti dagur til innritunar í Náms-
flokka Reykjavíkur, en kennsla hefst í þeim á
morgun, 1. október. í námsflokkunum er enn sem
fyrr hægt að læra tungumál og allmargar aðrar
námsgreinar við vægu gjaldi, þannig kostar
málanám allan veturinn með tveim tímum í viku
einungis innritunargjaldið, sem nú er 200 krónur.
Hér er sagt frá námsgrein-
um Námsflokkanna í vetur,
og *nnar fróðleikur tim þá:
Námsflokkarnir, sem nú hafa
starfað 1 25 ár, hafa kennslu
í rúmlega 20 námsgreinum og
í mörgum námsgreimim er
kennelan sniðin við mismun-
andi þekkingarstig þátttakend-
anná; þannig er t.d. í ensku
1.—6, flokkur, i dönsku 1.—5.
flokkur, í þýzku 1.—3. flokk-
ur, f frönsku 1.—2. flokkur, í
spönsku 1 —2. flokkur, i bók-
færslu 1.—2. flokkur og í ís-
lenzku 1.—2. flokkur. I mörg-
um þessara námsgreina skipt-
ist hver flokkur I nokkrar
deildir og er þannig mögu-
leiki á því að velja um mis-
muhandi tíma á kvðldin.
Aðrar bóklegar námsgreinar
eru: algebra (bókstafareikning-
ur), íslenzka fyrir útlendinga
— í þessum flokkum verður
kennt á þýzku, dönsku og
ensku — sálarfræðí leikhús-
kynning og bókmenntakynn-
ing, og foreldrafnæðsla (um
uppeldi barna),
Sérstök ástæða er til að
minnast á bókmenntakynningu
á erlendum bókmenntum, sem
er ný námsgrein f Námsflokk-
um Reykjavíkur. Lesnir verða
kaflar um einstök tímabil og
höfunda, síðan verða lesin verk
eða kaflar eftir höfundana, að
svo miklu leyti sem hægt er í
íslenzkum þýðingum. Kennsl-
an fer fram í fyririestra- og
samtalsformi. Kennari verður
Ólafur Jónsson bókmennta-
fræðingur.
Námsflokkarnir hófu leik-
hússkynningu í fyrsta sinn sl.
vetur. Rætt var um leikritun,
leiksviðstækni, leikhúsferðir,
sviðsetningu og túlkun leik-
stjóra og leikenda á leikritum.
Flokkurinn í leikhússkynningu
starfar áfram f vetur með
nokkuð breyttum viðfangsefn-
um. Kennari verður Sveinn
Einarsson leikhússtjóri.
ForeldrafræðsIaH starfar í
tveim flokkum og verður í
öðrum flokknum rætt um upp-
eldi barna fram að 7 ára aldri
og umgengni við þau, kenndir
leikir, söngvar, föndur o. fl.
við hæfi ungra barna og eftir
áramót verður kennt ágrip af
uppeldis- og sálarfræði barna
í fyrirlestra- og samtalsformi.
I hinum flokknum, sem fjall-
ar um uppeldi 7—12 ára baroa,
verða tekin til meðferðar flest
sömu atriði, en miðað verður
við böm á skólaaldri. Einnig
verur rætt um samvinnu heim-
ila og skóla, nesti og matar-
æði skólabama og uppeMis-
1eg vandamál þeirra.
Af verklegum greinum verða
þessar kenndar: föndur (bein,
horn. leður, bast, tágar, fílt
Framhald á 9. siðu.
Berklavörn Reykjavik
Eins og að undanfömu verður kaffisala í Breið-
firðingabúð á berklavarnardaginn, sunnudaginn 4.
október, frá kl. 3—6 síðdegis. Þser konur sém hugs-
uðu sér að gefa kökur, vinsamlegast hringi f síma
20343, Fríða Helgadóttir, eða 32044, Laufey Þórð-
axdóttir, eða þá í skrifstofu S.f.B.S. sími 22150.
Balletskóli
Eddu Scheving
Kénnsla hefst mánu-
daginn 5. október.
Kennt verður í K.R. bús-
inu við Kaplaskjólsveg.
Innritun í síma:
23-500 daglega frá
kl. 1—5 e.h.
Austurbæingar athugið að hraðferð
Austurbær/Vesturbær stoppar við KR-húsið.
Sendisveinar óskast
Hafið samband við skrifstofuna, sími 17-500.
DIOflUinH
BALLETTSKÓLINN
LAUGAVEGI 31
tekur til starfa 5. október.
Kenndur verður ballett í
barna- og unglingaflokk-
um fyrir og eftir hádegi.
Einnig verða hinir vin-
sælu dag- og kvöldtímar
kvenna.
Kennarar við skólann eru:
Björg Bjamadóttir, Winnie Schubert,
Kristín Kristinsdóttir, Lilja Hallgrímsdóttir.
Upplýsíngar og innritun fer daglega fram í síma
37359 kl. 4—6 e.h.
Eldri nemendur ganga fyrir og eru því beðnir að
hafa samband við okkur sem fyrst.
CONSUL CORTINA
bflalelga
magnúsar
sklpholll 21
slman 21100-21183
^iaukur Gju&mundóóon
HEIMASÍMI 21037
4
\