Þjóðviljinn - 30.09.1964, Qupperneq 7
Miðvikudagur 30. september 1964
ÞIÖÐVILIINN
Hraðfleygar farþegaþotur
skapa margvísleg vandamál
■ Stjórnarvöld víða um heim eru farin að hafa
áhyggjur af ferðum hinna stóru farþegaþota,
sem fara munu hraðar en hljóðið. Það er fyrst
og fremst hinn mikli hávaði, sem farkostum
þessum er samfara, sem áhyggjunum veldur.
ililiii
★ Um liðlega misseris skeið
hefur borgin Oklahoma í
Bandarikjunum verið eins kon-
ar tilraunaborg; þar hefur ver-
ið kannað með margvíslegum
tilraunum, hver áhrif hávaðinn
frá hinum hraðfleygu þotum
hefur á íbúana, — og með
þeim afleiðingum, að einn af
hverjum hundrað íbúum borg-
arinnar hefur lagt fram skaða-
bótakröfur gegn bandarísku
flugmálastjóminni.
★ Einn af forustumönnum
Federal Aviation Agency i
Bandaríkjunum, Najeeb Hala-
by, hefur látið í Ijós efasemd-
ir sínar um framtiðina með
svofelldum orðum: — Flugvél,
sem fiskar einir geta afborið,
mun varla komast inn á stór-
an markað . • • .
★ En jafnvel fiskarnir þola
ekki hávaðann: Tímaritið Flight
International skýrði frá því
fyrir nokkru að áströlsk þota
af gerðinni Mirage hefði vald-
ið svo ofsalegum hávaða í lág-
flugi yfir sjó, að fiskitorfa
hefði flotið upp á yfirborðið
Skipstjórí og báts-
maður báru sökina á
strandi togarans
■ Brezka vikublaðið Fishing News skýrði frá
því á dögunum, að George Harrison, skipstjóri
og John James Larkin bátsmaður á brezka tog-
aranum Lord Stanhope hafi verið taldir sýna
vítavert aðgæzluleysi, er togarinn strandaði á
Skeiðarársandi aðfaranótt fimmtudagsins 7. nóv-
ember í fyrra.
Þetta var niðurstaða rann-
sóknar, sem gerð var að frum-
kvaeði sámgöngumálaráðuneyt.-
isins brezka. Var Harrison
skipstjóri, sem er 49 ára að
aldri, sviptur skipstjórnarrétt-
indum sínum í 12 mánuði og
honum gert að greiða 100
sterlingspund, 12 þúsund krón-
ur, í málskostnað. Larkin
bátsmaður, 30 ára gamall
slapp með áminningu.
Skipstjórinn var ekki talinn
hafa gaett nauðsynlegrar var-
kárni við siglingu togarans
upp að ströndinni, en sök
bátsmannsins, sem var '
stjórnpalli, þegar skipið strand-
aði, var einkum sú að fylgj-
ast ekki nægilega með sigl-
-<?>
Eggert E. Laxdal
svnir á Mokka
Mokkakaffi býður nú upp á
sýningu á 24 svartlistarmyndum,
sem unnar eru úr skinni, eftir
Egffert E. Laxdal.
Eggert E. Laxdal er fæddur
á Akureyri 1925, sonum Eggerts
M. Laxdals, listmálara.
Frá barnæsku hefur Eggert
yngri fengizt við myndlist og
hefur af og til tekið þátt í mál-
verkasýningum. Mest hefur
hann málað vatnslitamyndir og
fengizt við teikningar. Á síðari
árum hefur hann einnig málað
olíumyndir og notað við mynd-
ir sínar alls konar önnur efni,
m. a. klúta og skinn. Þá 'hefur
hann fengizt við ritstörf og tón-
smíðar.
Hann vinnur nú af kappi að
koma upp sjálfstæðri sýningu á
myndum, sem byggðar eru upp
af alls konar klútum. Það mun
vera nýjung í myndlist hér á
landi.
George Harrison er gamall
kunningi Lalitlhclgisgæzlunn-
ar íslenzku Á myndinni sést
hann ganga í réttarsal fyrir
nokkrum árum, þcgar mál
hans vcgna ólöglcgra botn-
vörpuveiða í landhelgi var hér
tekið fyrir. Þá var Harrison
skipstjóri á brczka togaranum
Lord Montgomery.
ingu skipsins né stöðu.
Eins og skýrt var frá í
fréttum á sínum tíma, bjarg-
aði slysavamardeildin á Fag-
urhólsmýri skipshöfninni, 1S
mönnum í land, en síðan voru
skipverjarnir fluttir flugleiðs
til Heykjavíkur. Við réttar-
höldin í Fleetwood á dögun-
um lét lögfræðingur ráðuneyt-
isins m.a. orð falla um skjóta
og árangursríka björgun og
bað réttinn flytja íslenzkum
yfirvöldum og björgunarsveit-
inni beztu þakkir fyrir störf
sin.
og fiskarnir legið þar nokkr-
ar mínútur í roti ....
★ Yfirverkfræðingur banda-
rísku Lockheed-flugvélaverk-
smiðjanna, Kelly Johnson, hef-
ur sagt að meginástæðan fyrir
því að bandarísk stjórnarvöld
hafi dregið mjög á langinn á-
kvörðun um fjárhagslegan
stuðning við einhverja tiltekna
gerð farþegaþota, sem flogið
geti hraðar en hljóðið, sé það
vandamál sem hinn gifurlegi
hávaði valdi. Enn sé óyfirstig-
inn tæknilegur þröskuldur sem
er á leiðinnl til lausnar á
vandamálinu . •
Þetta er bakgrunnur hug-
leiðinga flugmálasérfræðings
brezka blaðsins The Guardians
um þau vandamál, -sem upp
munu koma ef farþegaþotum.
sem.fljúga hraðar en hljóðið,
verður ekki leyft að fliúga yf-
ir þéttbýli eða jafnvel megin-
lönd hvort sem byggð er þar
þétt eða ekki. Sú ákvörðun
ylli því að breyta yrði fjöl-
mörgum flugleiðum og þá nán-
ast binda þær siglingaleiðum
hinna gömlu seglskipa — á
Afríkuleiðum t.d. suður fyrir
Góðrarvonarhöfða o.s.frv.
Verði hins vegar farið inn
á þá braut að beina þotunum
ákveðnar afmarkáðar flugleið-
ir, þar sem forðazt verður að
fljúga yfir þéttbýl landsvæði.
þá verða ýmis pólitísk vanda-
mál vandleyst. Um það segir
The Guardian;
— í þeim löndum sem byggð-<5>
in er dreifð munu menn láta
sig litlu skipta þó hljóðbylgj-
urnar lendi á eyðimörkum eða
frumskógum, en þeim mun
frekar verður hugsað um
trompið sem á hendinni er.
Afleiðingin verður sú, að al-
þjóðlegum loftferðasamningum
verður beint inn á erfíðar
brautir og voru þeir þó nógu
vandleystir fyrir.
Samkomulag þess efnis að
hraðfleygar þotur skuli draga
úr hraðanum á ákveðnum
stöðum er að sjálfsögðu tækni-
lega séð mögulegt, en þá kem-
ur hinn fjárhagslegi rekstrar-
grundvöllur til athugunar.
í Englandi vænta menn þess
að Rússar leyfi áætlunarflug
með þotum sem fljúga hraðar
en hljóðið á langleiðinni yfir
Síberíu milli Lundúna og
Tokio. Fáist þetta leyfi — sem
engan veginn er víst — rís
spurningin: Verður unnt að
reikna með nægilega mörgum
farþegum á svona löngum flug-
leiðum? Er hugsanlegt að halda
uppi ferðum á fyrrnefndri leið
án þess að viðkoma sé höfð í
Frankfurt. Róm, Teheran, Kar-
achi, Kalkútta, Bangkok og
Hqngkong? Munu flugfélögin
geta haldið uppi bæði bein-
um ferðum til Austurlanda
með hraðfleygum þotum og
jafnframt með hægfara þotum,
ferðum þar sem lent er á all-
mörgum stöðum á leiðinni?
Yfir þessum málum öllum
velta menn vöngum og leita
svars við margvíslegum spurn-
ingum.
Bandariskir flugvélasmiðir gera ráð fyrir, að hinar liraðfleygu
farþegaþotur framtiðarinnar leggi vængina aftur mcð skrokkn-
um þegar hámarkshraða er náð í háloftunum — eins og teikn-
ingin sýnir.
-----------------SlÐA
SkipaSir fulltrú-
ar bankastjórnar
Á fundi bankaráðs Landsbank-
ans 28. september voru ráðn-
ir tveir fulltrúar bankastjórnar
þeir Sigurbjörn Sigtryggsson og
Björgvin Vilmundarson. Er
þeim ætlað að gegna störfum
bankastjóra um skemmri tíma
í forföllum þeirra og annast af-
greiðslu mála skv. nánari á-
kvörðun bankastjórnar.
Sigurbjörn hefur til þessa ver-
ið útibússtjóri Austurbæjarúti-
bús Landsbankans en Björgvin
verið fulltrúi viðskiptamálaráðu-
neytisins í gjaldeyrisdeild bank-
anna.
(Frá Landsbankanum).
Ancfstaðan
eykst gegn
Erhard
Vopnahlé það, er Ludwig
Erhard tókst að semja við
andstæðinga sína á síðasta
flQkksþingi í Bayem, varð
skammvinnt. Nú hefur blaðið
Rheinischer Merkur, sem er
málgagn svartasta afturhalds-
ins innan flokksins, hafið nýja
herferð gegn kanzlaranum og
Schröder utanrílrisráðherra.
Þetta birtist m.a. i grein,
sem ritstjórinn, Paul-Wilhelm
Wenger að nafni, skrifaði ný-
lega. Þar kemst hann að þeirri
niðurstöðu, að frá því Adenan-
er hvarf úr þýzkum stjórnmál-
um, hafi vesturþýzk utanrikis-
mál verið sem á heljarbarmi.
Þá krefst ritstjórinn þess, að
afturkallað verði heimboðið til
Krústjoffs og Schröder settur
frá embætti
BLINDRAFELAGIÐ MINN-
IST 25 ÁRA AFMÆLISINS
Blindrafélagið minntist 25
ára afmælis síns sunnudaginn
20. september, í Blindraheim-
ilinu, Hamrahlíð 17, og hófst
það með kaffidrykkju.
Boðið var blindu fólki úr
Keykjavík og aðstandendum
þess, og einnig utan af landi.
Ennfremur nokkrum öðrum
gestum.
Formaður félagsins, Margrét
Andrésdóttir, setti hófið, og
bauð gesti velkomna.
Undir borðum voru ræður
fluttar, af þeim Hannesi M.
Stephensen, ritara félagsins er
rakti nokkra þætti úr sögu fé-
lagsins, Skúla Guðjónssyni,
bónda á Ljótunnarstöðum, og
Helga Elíassyni fræðslumála-
stjóra, er flutti kveðju frá
Blindravinafélaginu.
Á eftir skemmtu leikaramir
Anna Guðmundsdóttir, og Karl
Guðmundsson. Hófið var vel
sótt og stóð fram á kvöld og
varð öllum viðstöddum til
mikillar ánægju.
Aðalfundur Blindrafélagsins
var haldinn 28. ágúst s.l. að
Hamrahlíð 17. Gefin var ýtar-
leg skýrsla um rekstur síðasta
árs, endurskoðaðir reikningar
lagðir fram og samþykktir.
Helztu niðurstöður þeirra
eru á þessa leið: Merkjasala
nam kr. 214 þús., reksturs-
hagnaður kr 1,2 milj. og
skuldlaus eign í árslok var
kr. 4 milj. 489 þús. Félagið
naut byggingastyrks frá Al-
þingi, kr. 150 þús.
FjárhagsJeg afkoma var hag-
stæð, og átti sinn þátt í þvi,
m. a. að stofnað var til happ-
drættis til ágóða fyrir bygg-
ingarsjóð félagsins er heppnað-
ist mjög vel. Einnig bárust
að vanda stærri og minni
gjafir frá ýmsum aðilum er
of langt yrði upp að telja, og
beindi fundurinn einlægu
þakklæti til allra sem þar
eiga hlut að, bæði opinberra
aðila, og fjölmargra einstakl-
inga.
Blindravinnustofan starfaði
á sama hátt og fyrr við næg
verkefni; vörusala nam kr.
552 þús., og tekjuafgangur
varð 75 þús kr. Þar starfa að
jafnaði 11 blindir menn, og
auk þeirra nokkrir er stunda
önnur störf í borginni.
Fundurinn ræddi mikið ýms
Umsóknarfrestur um FB styrki tii 10. okt
\ Menntastofnun Bandaríkj-
anna á íslandi, Fulbright-stofn-
unin, hefur beðið Þjóðviljann
að minna á, að fresturinn lil
að sækja um náms- og ferða-
styrki fyrir árið 1965—66 er
útrunnin 10. okt, n.k. Styrkir
bessir n veittir lslendingum
sem þegar hafa lokið háskóla-
prófi og hyggja á frekara nám
við bandaríska háskóla á skóla-
árinu 1965—66.
Umsækjendur um styrki
þessa verða að vera íslenzkir
ríkisborgarar og hafa lokið há-
skólaprófi, annaðhvort hér á
landi eða annarsstaðar utan
Bandaríkjanna. Þeir sem eru
ekki t-ldri en 35 ára að aldri
verða að öðru jöfnu látnir
ganga fyrir um styrkveitingar.
Nauðsynlegt er, að umsækj-
enclur hafi gott vald á enskri
tungu.
Þeir, sem sjálfir kunna að
hafa aflað sér námsvistar við
bandarískan háskóla, geta sótt
uni sérstakan ferðastyrk, sem
stofnunin mun auglýsa til um-
sóknar i aprilmánuði næsta
ár
★
Umsóknareyðublöð eru af-
hent á skrifstofu Menntastofn-
unarinnar. Kirkjutorgi 6, 3.
hæð, sem opin er frá 1—6
alla virka daga nema laugar-
daga. Umsóknirnar skulu síð-
an sendar í pósthólf Mennta-
stofnunar Bandaríkjanna nr.
1059, Reykjavík, fyrir 10. okt-
óber n.k.
þau nauðsynjamál, er nú varða
félagið mest í næstu framtíð,
þar á meðal að það efli fram-
leiðslu sína enn betur og gjöri
hana fjölbreyttari en nú er,
og að opnuð verði solubúð á
vegum þess.
Ennfremur var lögð áherzla
á það meginverkefni og mesta
áhugamál allra félagsmanna,
að ekki líði langur tími þar
til möguleikar verði að hefja
byggingu síðari hluta Blindra-
heimilisins í Hamrahlíð 17,
því eins og nú horfir er íbúð-
arhúsnæði að verða fullskipað
og fyrr getur félagið ekki rækt
að fullu það hlutverk, að veita
sem flestum blindum mönnum
heimilisvist og öll skilyrði til
menntunar og þjálfunar í
hverskonar störfum, en þetta
verður framkvæmt.
Og með hliðsjón af því að
Blindrafélagið átti 25 ára af-
mæli 19. ágúst s.l., og hefir
með starfi sínu orðið vel á-
gengt um mörg verkefni er
ákveðið var að vinna að er
félagið hóf göngu sína, heitir
bað enn á alla velunnara sína,
er jafnan hafa í verki stutt
blinda fólkið í starfi. að leggj-
ast nú enn fastar á sveif með
því, svo að takast megi að
leysa þau verkefni, sem bíða,
sem allra fyrst. Vill félagið í
bessu sambandi minna aLa* á
merkjasölu félagsins er verður
annan sunnudag í nóvember.
Fundurinn kaus tvo fulltrúa
til að mæta á þingi blindra
manna frá Norðurlöndunum,
er hald ð verður í Finnlandi,
dasana i—3 okt, n.k.
Stjórn félagsins var endur-
kjörin og skipa hana Margrét
"idrésdóttir, Rósa- Guðmunds-
dóttir, Guðmundur Jóhannes-
son, K Guðmurdur Guð-
mundsson, og Hannes M. Step-
hensen.
i