Þjóðviljinn - 30.09.1964, Síða 10
JQ SÍÐA
ÞJÖÐVILJINN
Miðvikudagur 30 september 1964
ANDRÉ BJERKE:
EIN-
HYRNINGURINN
iyrir einhverju yfimáttúrlegu?
Á arinhillunni stóð lítil stytta
af einhymingi. Hann var skor-
inn út úr mjög ljósum viði;
langa homið í enninu var snú-
ið og úr skínandi hvítu beini;
það vissi upp í loftið. Norberg
hafði tekið sér stöðu við arininn
og sneri litlu styttunni milli
fingranna.
— Orðið fyrir einhverju yfir-
náttúrlegu? Hann ýtti með vísi-
fingri á endann á hominu. Það
höfum við allir Við höfum allir
orðið fyrir homi einhymingsins.
Ef við vitum það ekki, þá er
það vegna þess að við viljum
ekki vita það. Þorum ekki að
vita það. Vegna þess að við er-
um hraeddir við — hann band-
aði í áttina til Kahrs, við sál-
fræðinginn.
— Orðið fyrir homi einhyrn-
ingsins? Doktorinn bragðaði á
orðunum eins og súrum brjóst-
sykri. Mjög skáldlegt, verð ég
að segja. Mjög skáldlegt. En
hvers konar skepna er það eig-
inlega? Hann reis snöggt á fæt-
ur og gekk i áttina að bóka-
skáp. Ég sé þér eigið þama al-
fræðiorðabók. Eigum við að
fletta upp í henni?
Bók var dregin út. Þessi hönd
kunni að handfjatla uppsláttar-
bækur; fingumir flettu fimlega.
Jahá, héma kemur það. Og hann
las með rödd sem var jafnþurr-
leg og textinn:
Einhyrningur. Kynjadýr. leit
út sem hestur en með stórt,
framstæætt, hvasst og oft snúið
hom í enninu. Aristoteles og
Plinius lýsa dýrinu og þar sem
nafnið kom oft fyrir í hinni op-
inberu biblíuþýðingu, töldu allir
að það ætti heimkynni í Xnd-
landi eða Afríku. Hugsanlegt að
honum sé ruglað saman við nas-
hyming. Ýmiss konar hjátrú var
bundin við hom einhymingsins,
það átti að hafa lækningamátt,
og hom af náhveli hafa oft verið
talin einhyrningshom.
Bókinni var skellt aftur og
hún sett á sama stað. Sjálfsagt
eiga margir eftir að verða fyrir
homi kynjadýra hjátrúarinnar.
En við nánari athugun reynist
homið jafnan eiga sér býsna
eðlilegan uppruna. Doktorinn
stikaði að stól sínum.
— Nei. það er ekki hugsanlegt
að honum sé ruglað saman við
nashyming. Nordberg gekk að
hillunni, tók fram annað bindi
af alfræðibókinni og fletti upp
f því. Nú skal ég kynna fyrir
ykkur nútíma nashyming. Hlust-
ið þið á. Hann apaði eftir hinn
þurrlega raddhreim vísinda-
mannsins:
Biotin, vítamín af B-samstæð-
unni, er meðvirkt enzymum sem
hvetja karboksyleringu sam-
HÁRGREiÐSLAN
HárgTeiðslu og
snyrtistofu STEINH og DÓDÓ
Laugavegi 18. III h (lyftaj
SfMT 2 4616
P E R M A Garðsenda 21. —
SÍMI: 83 9 68 Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D O M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN. — Tjamar
götu 10 — Vonarstrætismegír -
SfMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOF A
AUSTURBÆJAR — (Marn
Ouðmundsdóttirl Laugavegi 13
— SIMI: 14 6 56. — Nuddstofa 3
sama stað.
banda sem verða f innri efna-
skiptingum.
Nýr smellur og bókin inn í
skápinn aftur. Þannig talar sá
nashymingur sem nefnist vís-
indi; það er engin hætta á, að
neinn ruglist á honum og kynja-
dýri. Því að þetta er ekkert
óljóst og dularfullt; þessari
skepnu er hægt að treysta. Hann
sneri sér að Böhmer og Srand:
Þið fenguð tilhlýðilegar upplýs-
ingar, var ekki svo?
— Skilgreining alfræðibókar-
innar er fullkomlega rétt! Geð-
læknirinn var sýnilega gramur
yfir orðhengilshætti skáldsins.
2
— Fullkomlega rétt. já — og
hreinn orðágaldur. Miklu svart-
ari galdur en sá sem þér teljið
hjátrú. Galdur án leyndardóms.
Norðberg hafði aftur tekið sér
stöðu hjá litlu styttunni á arin-
hillunni. Vítamín; það virðist svo
raunverulegt og auðskilið. Við
getum keypt þau í töflum í
næstu búð. Og samt sem áður
eru þau hluti af hinni óleystu
lífsgátu. Vísindamennimir hljóta
að skilja það einn góðan veð-
urdag: menn vita ekki hvað
vítamín eru, fyrr en þeir vita
eitthvað um einhyminginn!
Doktorinn strauk sér um enn-
in. Þessi bókmenntafræðingur
traðkaði á yfirráðasvði hans
eins og elgur í skrautgarði.
Jæja, það var að taka því með
stillingu. Hann brosti blíðlega:
A ég að skilja þetta svo, að þér
álítið að einhyrningurinn sé í
raun og veru til?
— Já! Vísifingurinn benti á
oddinn á hominu.
— Og hvar hafið þér rekizt á
hann, ef ég mætti spyrja?
Nú var komið að Nordberg að
brosa. Til að mynda hjá einum
af starfsbræðrum yðar. Einum
þekktasta sálfræðingi og geð-
lækni þessarar aldar. G. G. Jung
ættuð þér að kannast við?
— Jú. þakk! Kahrs ýtti gler-
augunum ofar á nefið. Nafnið
gladdi hann ekki. Og hvað seg-
ir hann um skepnuna?
— Að hún sé arkitýpa. Ein af
frummyndum mannkynsins.
Arkitýpumar eru ævafom útrás
á reynslu kynsióðanna í dulvit-
und okkar. Við hittum þær á
hverri nóttu þegar við sofum.
Og einhymingurinn birtist alls
staðar þar sem mannkjmið
dreymir stóra drauma: 1 Veda-
bókum Indverja og „Bundahis"
Persanna. 1 hinum helgu bókum
Kínverja. þar sem hann heitir
Kóiiin og i Talmud Gyðinganna.
þar sem hann er stór eins og
fjallið Tabor. Hann valhoppar
um skógana í gervallri kristn-
inni. Hann lyftir homunum hjá
gnostikunum og rosenkreutzun-
um. Hjá alkymistunum stend-
ur hann undir lífstrénu í hring
Mandala. Paracelsus og Jacob
Böhme hafði séð hann ..
— Sem sé hugaifóstur, sagði
Kahrs ósnortinn.
— Hugmynd, já en raun-
veruleg hugmynd, ímyndun.
Nordberg laut niður og lagði
sprek á eldinn. Sálkönnuðir eins
og doktor Kahrs kalla rejmsiuna
sér til vitnis. En hvers vegna
afneita beir elztu og dýrustu
reynslu sálarinnar. arkitýpun-
um? Hversu lengi hefur skyn-
semin verið til, sem við erum
svo hreyknir af, hve gömul er
hin skýra vitund okkar? Sögu-
lega séð er hún á bamsaldri. Er
það sanngjarnt að þessi ungling-
ur þykist vitrari en dulvitundin,
sem hefur hundrað þúsund ára
skráða reynslu.
— Já, það þykir mér mjög
sanngjamt. svaraði læknirinn.
Ég hef ekki haft þánn heiður
að rekast á arkitýpumar í starfi
mínu. En kannski getur Nord-
berg leitt mig í allan sannleika
um þær. Hvar er einhymingur-
inn?
— Alls staðar! Svarið kom
samstundis. Rétt fyrir utan
heiminn sem við skynjum. Hann
er rétt hjá okkur, í miðjum
hversdagsleikanum. Hann getur
strokizt við okkur á götunni.
Hann getur horft á okkur úr
gömlum spegli eða úr frostrós-
unum á glugga. Hann getur ver-
ið bakvið bam sem er að pissa.
Hann getur komið með spreki
sem brotnar í garðinum og
gluggatjaldi sem blaktir ....
Kannski er hann héma inni á
þessari stundu. Nordberg benti
út í dimmt skot í stofunni. Hin-
ir þrír sneru sér ósjálfrátt við.
— Hann er ekkert „hugarfóst-
ur“. Hann er staðreynd eins- og
vítamínið. Hvenær sem er getur
hann stigið útúr kjarrinu sem
er dulvitund okkar. Og þá stend-
ur hann frammi fyrir okkur í
skógarrjóðri, skínandi hvítur og
homið veit í átt að tunglinu.
Komi hann auga á okkur, stang-
ar hann! Hann otaði löngutöng
á leikrænan hátt. Ef við værum
hreinskilnir, yrðum við að við-
urkenna allir fjórir, að við höf-
um orðið fyrir því — að minnsta
kosti einu sinni á ævinni ..
Skáldð hafði talað með ákafa
sem er trúlega heldur fátíður í
norskum bridgeklúbbum. Það
var tilkomumikið að sjá hann
standa þama í eldsbjarmanum
og halda uppi vörnum fyrir
kynjadýrið sitt á arinhillunni.
En geðlæknirinn var ónæmur
fyrir skáldlegum og skrautlegum
ákafa. Hann snýtti sér og sagði
þurrlega: Ég þekki marga sem
hafa orðið fyrir einhverju álíka
og þér eruð að lýsa. Þeir eru
sjúklingamir á deildinni hjá
mér.
Böhmer og Strand höfðu þag-
að lotningarfullir meðan hin
andlegu átök voru í algleymingi.
Kaupsýslumaðurinn hugsaði: Nú
er maður búinn að auglýsa vör-
una nægilega. Nú þarf að sýna
framleiðsluna! Hann dreypti á
konjaksglasinu og sagði: Ef
Nordberg hefur á réttu að
standa, ætti hver einstakur okkar
að geta sagt sögu um sína eig-
in reynslu af leyndum heimi.
Hver vill byrja?
— Auðvitað er gestgjafinn
okkar skyldugur til að byrja,
staðhæfði Strand. Nú er hann
búinn að tala svo mikið um ein-
hyminginn, að ég heimta að fá
að vita hvar hann hefur hitt
hann. Segðu frá, skáld: Hvað
hefur komið fyrir þig? Hefurðu
til að mynda verið i draugahúsi?
Nordberg kinkaði kolli. Ég hef
kynnzt hinu furðulegasta af öll-
um draugahúsum: manninum
sjálfum. Og ég er fús til að
segja ykkur frá því. En viljið
bið ekki fá ykkur sæti? Frásögn
min útheimtir djúpa hæginda-
stóla fyrir framan eldinn. Því
að eiginlega er það draugasaga
af klassískri gerð.
Þeir tóku glösin með sér og
fluttu sig. Gestgjafinn slökkti
á lömpunum svo að eldsbjarm-
inn einn lýsti stofuna. Það
snarkaði notalega í viðarkubb-
unum Strand vætti góminn í
konjaki og hallaði sér með vel-
þókmin aftur í þægilega stóln-
inn. Já, okkur liður svo sem
bærilega, sagði hann. Nú geturðu
upphafið hryllinginn.
Nordberg blés reykjarhring í
áttina að styttunni. Sagan byrjar
endur fyrir löngu — á herra-
garðinum Hvítvangi, þar sem
Hamel kainmerherra og Daphne
htn mitra ktin& hans. réðu ríkj-
um. Það var desembemótt árið
1802 ....
Rithöfundurinn þagnaði og
teygði sig upp í bókahilluna.
— Ég ætla annars að lesa upp
fyrir ykkur fyrsta hluta sögunn-
ar. Hann opnaði skápdyr undir
hillunum og dró fram handrit.
Smáatriði njóta sín ævmJaen
bezt í skriflegum búningi,
Hann lagði handritið á hnén
á sér. Ég sfcrifaði þetta fyrir
nokkrum árurn sem undirbúning
að — jæja, ég kem að því
seinna.
Og hann hóf upplesturinn fyr-
ir eftirvæntingarfulla áheyrend-
ur sína.
SAGA SKÁLDSINS
Rjálað við gamla galdrabók.
Það var dansleikur á herra-
garðinum. Ömar frá spínetti,
flautu og celló bárust út í
myrkrið og í öllum gluggum
ljómuðu hátíðaljós. En náttúran
hélt líka vetrardansléik þessa
nótt: Aragrúi af blæjuklæddu
dansfólki steig menúett á vængj-
un vindanna. Það hafði snjóað
lengi. Hallargarðurinn og þung-
lamalegur greniskógurinn í
kringum hann var orðinn mik-
ilfenglegur hátíðasalur dansandi
frosts; hvert tré og hver runni
var þátttakandi, hjúpaður marr-
andi, hvítum knipplingaklæðum.
Fyrir nokkrum stundum höfðu
margir sleðar runnið upp að
flötinni milli álmanna og marg-
ir gestir höfðu gengið upp tröpp-
urnar að breiða barokk-súlna-
innganginum. Nú sást ekki leng-
ur sleðafar eða fótspor um-
hverfis bygginguna. Jafnvel veg-
urinn að húsinu var orðinn ó-
sýnilegur — hulinn dansgólfi
snævarins.
En inni undir Ijósakrónunum
var mannlíf. Vetrardansleikur
Hamels kammerherra var mik-
ill viðburður í samkvæmislífi
héraðsins. Ur öllum hlutum
amtsins komu gestir og meðal
góðborgaranna var mjög eftir-
sóknarvert að fá boðskort. Ekki
gafst betra vottorð um stöðu
manns í þjóðfélaginu en boðs-
kort á desemberdansleikinn á
Hvítvangi. Og þessi hátíð Ijóm-
aði í furðulegu litskrúði í dauf-
legum afkima heimsins; allt sem
Smálpéns-amt í Noregi hafði að
bjóða af glæsileik og heims-
mennsku fékk að njóta sín þar.
1 danssalnum á annarri hæð
lýstu kristallskrónur yfir glæsi-
konur og stássherra. samkvæm-
isbúin eftir nýjustu tízku. Þama
steig etatsráðsfrú Bloch dansinn
við Adler yfir-birgðastjóra —
hún í mittisháum línkjól með
Kashmírsjal og strútsfjöður sem
hárskraut, hann í frönskum
jakka með háum tvöföldum
kraga kringum hálsknýtið og
„föðurmorðingjann", í stuttu,
mislitu vesti og þröngum pant-
alon-brókum ....
I danssalnum var fjörugum
mazurka nýlokið og fólk tók
sér smáhvíld í dansinum. Gest-
imir höfðu dreift sér um næstu
sali og vistarverur; samkvæmið
var í svipinn skipt niður í emá-
hópa sem töluðu saman af fjöri
og glaðværð. Einn þessara hópa
hafði gestgjafinn sjálfur tekið
í sína umsjá; hann hafði byrjað
dálitla athöfn sem átti sér stað
reglulega á vetrardansleiknum á
Hvítvangi: sýningu á hinu allra
helgasta í húsinu, bókasafninu.
Veggimir voru þaktir bókahillum
frá gólf til lofts. Karbmerherr-
ann var kunnur sem ákafur
bókasafnari — hann átti eitt
stærsta safn landsins af gömlum
sjaldgæfum bókum og handrit-
um.
Roskin kona horfði forvitnis-
lega á bókakjöl gegnum gler-
rúðu. Hún rýndi gegnum lonní-
ettumar á óljósa stafina í titlin-
um De Revolutionibus Orbium
Goelestium, las hún með hægð.
Anno domini 1543 .... Hver er
höfundurinn? Hamingjan sanna!
Hún sneri sér að kammerherr-
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver tniði vinnur að meðaltali!
Hæstu vinningar 1/2 (uiiljón krórtur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. bvers mánaðar.
Innheimta
Unglingur eða eldri maður óskast til inn-
heimtustarfa nú þegar.
Sími 17-500.
Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó.
KRON" búðirnar.
Brunatryggingar
Vöru
Heimilis
Innbús
Afla
Veiðarfj
Glertryggingar
Heimistrygging
hentar yður
ITRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRr
IINDARGATA 9 REYK3AVIK SlMI 21 260 SlMNEFNl i SU.RETY
FERDIZT
MEÐ
LANDSÝN
# Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
# FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
# Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
WN D S.V.N
TÝ3GÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.