Þjóðviljinn - 17.10.1964, Síða 1
NÝ KYNSLÓÐ TEKUR VIÐ
Magnús Torfi Ólafsson skrifar „erlend tíðindi“ um at-
burði. síðustu daga á 7 síðu Þjóðviljans í dag.
DHHMUINN
Laugardagur [17. október ;1964 — 29, árgangur — 236. tölublað,
KÍNVERJAR SPRENGDU FYRSTU
KJARNASPRENGJU SÍNA í GÆR
Heita því gafnframt að beita aldrei slíku vopni að fyrra bragði og leggja til að
öll ríki heims komi saman á ráðsfefnu til að setja algert bann við kjarnavopnum
PEKING 16/10 — Kínverjar sprengdu í dag fyrstu kjarnasprengju sína og
urðu þar með fimmta kjarnorkuveldið. í tilkynningu sem kínverska stjórn-
in gaf út um þessa fyrstu kjarnasprengingu í Kína er því heitið að Kín-
verjar muni aldrei nota kjarnavopn að fyrra bragði, heldur muni þeir heita
sér fyrir því að sett verði algert bann við kjarnavopnum og leggja til að
haldin verði ráðstefna allra þjóða heims til að koma á slíku banni.
Fréttastofan „Nýja Kína“
skýrði frá því síðdegis í dag
að í vesturhluta Kína hefði
verið sprengd kjarnasprengja kl.
15 eftir staðartíma (7 eftir ísl.
tíma) og hefði það verið fyrsta
kjamasprenging Kínverja. EkK-
ert var tekið fram um gerð
sprengjunnar eða spi-engimátt,
en samkvæmt mælingum Banda-
ríkjamanna mun sprengimáttur-
inn hafa verið tiltölulega lítill.
„Pappírstígrisdýr“
1 tilkynningunni var síðan
komizt svo að orði: „Kjama-
sprengjunnj má líkja við papp-
írstígrisdýr — en þau fleygu orð
Mao Tsetungs þekkja allir.
Þetta hefur áður verið skoð-
un okkar og svo er enn. Kín-
verska stjórnin lýsir því hátíð-
lega yfir að Kína mun aldrei
nokkru sinni. hvemig sem á
stendur, verða fyrri til að beita | þjððir heims. Bandaríkin hafa
kjamavopnum. Kínverska þjóð- | undanfarið ár ekkert hló gert á
in getur reitt sig á það“, segir: kjarnavopnasmiði sinni, banda-
í yfirlýsingunni og lagt er til j r]'skir kafbátar með Polarisflug-
að öll ríki heims komi saman skeyti eru á sveimi á Formósu-
á ráðstefnu til að fjalla um
algert bann við kjamavopnum.
ynnu að því að treysta varnir
landsins. Tilraunin væri mikið
afrek hinnar kínversku þjóðar
til vamar föðurlandinu og varð-
veizlu heimsfriðarins. Síðan
sagði í vfirlýsingu kínversku
stjórnarinnar:
„Kína gat ekki setið auðum
höndum meðan Bandaríkin ógn-
uðu því með kjarnavopnum
sínum. Kínverjar eru neyddir
til að gera kjarnatilraunir og
smíða kjarnavopn Kínverska
stjórnin hefur hvað eftir annað
lagt til að komið yrði á algeru
banni við kjamavopnun og
eyðileggingu allra birgða slikra'
vopna Hefði verið farið að
þeim ráðum, hefðu Kínverjar
ekkj þurft að smíða sín eigin
kjarnavopn. Kína hefur fyrir
löngu bent á að sáttmálinn um
stöðvun kjarnatilrauna sem und-
irritaður var í Moskvu var til
þess eins ætlaður að blekkja
kjarnavopn vegna þess að þeir
trúi á almætti þeirra eða að þeir
hafi í hyggju að beita þeim. Síð-
ur en svo. Markmið Kínverja er
að rjúfa einokun kjarmorkuveld-
anna á kjamorkuvopnum og út-
rýma á þann hátt þeim vopn-
um. Það er fólkið en ekki
vopnabúnaðurinn sem ræður úr-
slitum styrjalda. Kínverjar smíða
kjamavopn til að treysta land-
vamir sínar og til vemdar gegn
hótunum Bandaríkjamanna um
árásarstríð með kjamavopnum.
Kínverjar munu forðast bæði
alla glæframennsku og uppgjaf-
arpólitik í málúm sem varða
kjamavopnin. Æ fleiri þjóðir
gera sér grein fyrir þvi að með-
an hinir bandarísku heimsvalda-
sinnar og félagar þeirra halda
einokun sinni á kjamavopnum,
er sívaxandi hætta á að kjama-
stríð brjótist út. Kínverska
stjómin vonar að slíkt komi
aldrei fyrir og hún er sannfærð
um að koma má í veg fyrir það.
Leiötogar állra ríkja ættu að
koma saman til að ná samkomu-
lagi um að kjamorkuveldi og
þau ríki sem brátt munu eign-
ast kjamavopn skuldbindi sig til
að þeita þeim aldrei, hvorfd
gegn þeim sem ekki eiga kjama-
vígbúnað né innbySðis hvort
gegn öðru“. segir að lokum í
yfirlýsingunni.
Viðbrögð
Tilboði kínversku stjómairdnn-
ar um ráðstefnu stjómarleiðtoga
til að f jalla um bann við kjama-
vopnum var umsvifalaust visað
á bug af talsmönnum Banda-
rfkjastjómar.
Framhald á 3. síðu.
Allvíðtæk mannaskipti í Moskvu er
Krústjoff hafði lagt niður embætti
„Mikið afrek“
Áherzla var lögð á það að hin
velheppnaða tilraun væri árang-
ur mikils starfs og góðrar sam-
vinnu milli verkamanna, tækni-
fræðinga og v'sindamanna sem
sur.di, Tonkinflóa, Kyrrahafi,
Miðjarðarhafi, Indlandshafi og
Atlanzhafi og ógna öllum frið-
sömum þióðum".
Rjúfa einokun
Og ennfremur segir í hinni
kínversku yfirlýsingu:
„Kínverjar framleiða ekki
^MOSKVU 16/10 — Erlendir fréttamenn í Moskvu
segjast hafa það eftir áreiðanlegnm heimildum,
að á fundi miðstjómar Kommúnistaflokks Ráð-
stjórnarríkjanna hafi Nikita Krústjoff verið sak-
aður um að halda illa á málum í sambandi við
deiluna við Kínverja, svo og mistök í landbún-
aðarmálum. Einnig hafi hann verið horinn þeim
sökum að hafa ýtt undir persónudýrkun sína. Þá
berast fréttir af allvíðtækum mannaskiptum í
Moskvu eftir að Krústjoff sagði af sér embætti,
og hefur tengdasyni hans, Alexei Adsjúbei, verið
sagt upp starfi sem ritstjóri „Isvestía“, málgagns
Sovétstjórnarinnar.
Harold Wilson, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Verkamannaflokkurinn tekur nú við
stjórn með mjög naumum meirihluta
LONDON 16/10 — Þegar aðeins var eftir að telja atkvæði
í fimm kjördæmum í Englandi hafði Verkamannaflokkur-
inn þegar tryggt sér sigur, en að vísu nauman, hafði hlot-
ið 316 þingsæti. Ihaldsflokkurinn hafði þá hlotið 303 og
Frjálslyndi flokkurinn 6. Fullvíst var talið, að Verka-
mannaflokkurinn myndi fá fjögurra þingsæta meirihluta
yfir íhaldsflokkinn og Frjálslynda flokkinn, sem talinn er
öruggur um 8 þingsæti. Ætti þá endanleg skipting þingsæta
að verða 317, 305 og 8. Harold Wilson hefur þegar tekið
til við stjórnarmyndun og birt nöfn nokkurra ráðherra
sinna.
Allur almenningur á Bretlands-
eyjum fylgdist með því af feiki-
legum áhuga hvemig að því er
virtist traustur meirihluti Verka-
mannaflpkksins rýrnaði þegar á
munaði aðeins 12 atkvæðum í
einu kjördæminu og 11 í öðru,
sjö sinnum var talið upp í einu
kjördæminu og vannst það með
sjö atkvæða meirihluta. Sá litli
daginn leið. Víða var kosningin I munur sem er á meginflokkun-
mjög harðsótt og tvísýn, þannig I um tveim, er í algerri mótsögn
við spár sérfræðinga og raf-
eindaheila, sem spáðu Verka-
mannaflokknum 60 þingsæta
meirihluta um morguninn og 11
um miðjan dag. Skoðanakönnun
hafði hinsvegar ætíð gert ráð
fyrir mjög litlum mun flokk-
anna.
Á fund drottiiingar
Þeir Wilson og Douglas-PIome
gengu báðir um daginn á fund
Elizabetar Englandsdrottningar,
annar til þess að leggja fram
lausnarbeiðni sína, hinn til þess
að taka við þvi verkefni að
mynda nýja stjóm, f fyrstu út-
varpsræðu sinni sem forsætisráð-
herra lét Harold Wilson svq um
mælt, að meirihluti hinnar nýju
stjórnar væri að vísu naumur,
en hefði þó engin áhrif á hæfi-
leika hennar til þess að stjórna
landinu. Hann minnti á þau alv-
arlegu fjárhagsvandræði, sem
landið ætti nú við að etja, og
kvað stjórn sína mundu taka
þau mál til gaumgæfilegrar yfir-
vegunar hið fyrsta. Miklar breyt-
ingar yrðu á öllum sviðum
stjórnarstarfanna, en þar eð enn
væru aðeins fáar klukkustundir
frá stj órnarmyndun, gæti hann
ekki rætt það nánar að sinni.
Walker utanríkisráðlierra
Þá skýrði Wilson frá því á
föstudagskvöld, að hann hefði
skipað Patrick Gordon-Walker í
embætti utanríkisráðherra. Gord-
on-Walker féll í kjördæmi sínu,
Framhald á 3. síðu.
Það er haft eftir diplómat-
ískum heimildum í Moskvu, að
miðstjórnin hafi hvergi nærri
verið sammála um að Kústjoff
skyldi vikið frá, en þó hafi hann
orðið undir við atkvæðagreiðsl-
una. Á Krústjoff að hafa varizt
lengi sem bezt hann mátti og
sagt er að von sé á yfirlýs-
ingu frá honum um þessi mál
öll. „Pi-avda“, málgagn Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna, seg-
ir í forystugrein um þessi mál
á laugardag, að flokkurinn sé
andvígur skipulagsleysi í hinni
kommúnistísku uppbyggingu, ó-
þroskuðum ályktunum og van-
hugsuðum ákvörðunum.
Ekki rekinn
Fréttastofa Reuters og ýmsar
aði-ar fi’éttastofur vesturlanda
skýrðu svo frá á föstudag, að
Dimitrí Gorjúnof, yfirmanni
Tass-fi-éttastofunnar. hefði ver-
ið sagt upp starfi. Þessi frétt
reyndist röng og hefur frétta-
ritari Reuters beðið Gorjúnof
afsökunar, en Gorjúnof var við-
staddur móttöku í Kreml.
Aðrir missa stöðuna
Hinsvegar er það haft eftir
áreiðanlegum heimildum, að
pavel Satjúkof, ritstjóra
,,Pravda“, verði sagt upp starfi,
er hann kemur til Moskvu frá
París eftir helgina. Stjómarfor-
maðurinn í útvarps- og sjón-
varpsnefnd ríkisins, Mikhael
Karlamof, hefur misst stöðu
Framhald á 3. síðu.
Kínvergar
óska til
hamingju
PEKING 16/10 — Kín-
versku kommúnistaleiðtog-
arnir Maó Tsetúng og Sjú
Enlæ, sendu á föstudag
heillaóskaskeyti til þeirra
Leoníd Bresnéf og Alcxei
Kosygin. Það er kínverska
fréttastofan Hið nýja Kína
sem frá þessu skýrir. —
xT’éttaritari Rcuters í Pek-
ing skýrir svo frá, að
lxelztu leiðtogar kínvei-skra
kommúnista hafi tekið
fregninni um það að Krúst-
joff hefði lagt niður emb-
ætti, nieð augljósri gleði.
i