Þjóðviljinn - 18.10.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.10.1964, Blaðsíða 2
H0ÐVIUINN Sunnudagur 18. október 1964 WANTED Wtó MAfi «* *»#FVhwí IfUémtoM \ 3 4. •gwnMMif Y4 M»* Commumvt kwp- . $. H* )mm *»**#«<$ * fovon- ' t<*4**d firoop*. ■ 6 H* h*s eon***f*rrt4y »o IWn’M »?f f*«;; 'if% A/*tí>CHn«fi«h ruí>na» ‘ AÍwms md known Cofnm«ni*tí, *k«un<i ir F*<i*r,al off»ce* 7 H* fuiS'b»«fl C*s^h! ln <»nta»Hc Hio’íi:.#»■«*«* :H* hhéftewfm® oor frtJ&rwUfCwk*. ■ orx»i»»N>» Pusawt. Twpotll- . vm. JPækmé f, t 'H*. !>«#«: W%ÖW<3 '!|Í|Í!|Í|Í:í tfe#. ;^(ÍÍiÉiis<:?n»;f:iF«!|!f «r«J d«vone*j SÍÐA „Menn neituðu að trúa því, að einn maður geðbilaður stæði bak við ódæðið“. Víðbrögð Bandaríkja- manna við forseta ■ morðinu í Dallas Fáeinum klukkustundum eftir forsetamorðið í Dallas 22. nóv. 1963 kom hópur vísindamanna saman til þess að skipuleggja skyndirannsókn á viðbrögðum bandarísku þjóðarinnar. Að sjálf- sögðu var almenningur sem lamaður, en á hvern hátt? Hér gafst einstakt tækifæri til þess að rannsaka það, hvernig þjóðin brygðist við for- setamorði. Og nú hafa niðurstöðurnar verið birt- ar í blaðinu „Public Opinion Quarterly“. Jjórum sinnum hefur for- seti Bandaríkjanna verið myrt- ur, en að sjálfsögðu yfirleitt ekki á jafn dramatískan hátt og John F. Kennedy Þáttur fjölmiðlunartækja svo sem sjónvarps og blaða hefur enn orðið til þess að „frægja“ þennan atburð. Enginn atburð- ur veraldarsögunnar hefur frétzt jafn snemma til fólks og morðið á Kennedy. Nú er áður vitað, að undir venjuleg- um kringumstæðum eru það aðeins 80% bandarísku þjóðar- innar, sem yfirleitt hefur á- huga á „venjulegum" viðburð- um og þekkir helztu stjórn- málamenn sinnar tíðar. En dauði Kennedys forseta sprengdi þennan áður kunna ramma, sem vonlegt var. Morð- ið var framið kl. hálf eitt þann 22. nóvember. Innan hálftíma vissi 68% þjóðarlnnar, hvað skeð hafði. Hálfri annarri klukkustund síðar hafði fregn- in borizt 92% allrar bandarísku þjóðarinnar. Þetta er óeðlilega skjót fréttaþjónusta. Af rannsókninni kemur i ljós, að 47% fengu fréttina í útvarpi eða sjónvarpi; 49% heyrðu um morðið frá vinum og kunningjum, ýmist í einka- Bókin um apann er varnarrit fyrir manninn, segir danski rithöfundurinn Hans Scherfig um nýútkomna skáldsögu sína. Síðastliðinn þriðjudag kom út ný bók eftir danska rit- höfundinn Hans Scherfig, sem lesenduni Þjóðviljans er að góðu kunnur, m.a. af fram- haldssögunni „Glötuð æska“ í samtali við „Land og Folk“ lýsir höfundur svo bókinni, en hún nefnist „Den fortabte abe“; — Eftir „Frydenholm" er það hressing fyrir mig að skrifa stutta skáldsögu á ný. „Glataður api“ er af svipaðri stærð og fyrsta bók mín, „Den döde mand“, og megin- þráður bókarinnar er að nokkru leyti hinn sami. Per- sónur bókarinnar eru lista- menn og hálflistamenn og sagan gerist. í Danmörk og Frakklandi Fyrirmyndin hef- ur verið stuttar, sígildar sög- ur frá 18 öld eins og t.d. .,Birtingur“ — Og hver cr svo tilgangur bókarinnar? — Bókin fjallar um þetta -ilífa vandamál listarinnar, •nismuninn á því sem satt er og logið. svikið og ósvikið Bókin er ekki árás á neina sérstaka iistastefnu og held- ur ekki árás á tilraunir í listsköpun. Ég hef nú í mannsaldur að minnsta kosti haldið bví fram. að það sé ekki aðeins réttur heldur einnie ;kylda listarinnar — eins oe vísindanna — að gera tilraunir — Og að hverjuin beinist svo háðið? — Framar öllu að hinni fjárhagslegu hliðinni. Eins og málin standa í dag er svikin vara seld sem ósvikin væri, og listamennirnir eru keyptr ir upp af fjársterkum aðil- um. Auk þess reyni ég, er ég dæmi nýjar tilraunir, að greina milli þess sem þjónar lífi og hinu, sem bendir til glötunar og dauða. Það er t.d. athyglisverður áhugi kaþólsku kirkjunnar á svartsýnisstefn- um j listum og bókmenntum. Þegar hin efnislega tilvera skoðast hlægileg, er síðasta vonin trúarvon, hvort heldur er um að ræða kaþólska trú, zen-búddatrú eða aðra dul- trú. f bókinni hittist fyrir kaþólskur skriftafaðir, sem styður fáránlegar aðgerðir út frá kenningunni Credo quia absurdum — ég trúi af því það er fáránlegt. Hann er hlynntur hinu „infra-húm- ana“ málverki vegna þess, að „listform, sem eru án tengsla við hinn sýnilega efnisheim, skapa í óskiljan- leik sinum guðdómlega mynd af sjálfum fáránleik trúar- innar“. — Og eitthvað tilsvar- andi hefur annars mátt lesa í „Þætti kirkjunnar" í Berl- ingi. — Er „Glataður api“ lyk- ilróman? — Nei. það er skáldsagan ekki, enda þótt því verði án efa haldið fram. Apinn sjálf- ur, sem er söguhetja bókar innar, er sóttur í frásögn blaðanna af ýmsum öpum, og sagan af brottnámí hans á sér upptök í raunverulegum atburðum. En hvað hinum mannlegu vandamálum við- kemur er á engan hátt um fyrirmyndir að ræða. Hin „pneumatíska" list er mín eigin uppfinning, og dælustjórinn, sem gerir hneykslanlega „höggmynda- list“ af uppblásnum bílslöng- 'jm. er bókstaflega talað loft- ið tómt. „Avantgardisti dauð- ans“. sem þykist út á við vera kynvilltur giæpamaður að fyrirmynd Jean Genets. en er „afhjúpaður" sem lög- hlýðinn og norma!, er tákn án fyrirmyndar um samúð gróðaþjóðfélagsins meðglæpa- heiminum. Draugafrægð hans hverfur með honum, bg þeir sem bak við hann standa og borga list hans, eru þeir sömu sem fyrir þrem áratugum guldu fé við steindauðri pan- optikonkúnst Hitlers. — Og hver er það svo sem á að skera úr um það, hvaða tilraunir stefna fram á við og hverjar aftur? — Hræddur er ég um, að gagnrýnin geti það ekki. List- gagnrýni í Danmörk stend- ur á einkar lágu stigi og fylgir vita viljalaus peninga- tízkunni. Listamennirnir sjálf- ir hljóta að slá vörð um list- rænan heiðarleik. — Og hvað um lesendur? — Það er erfitt að verjast vörusvikum í verzlunarþjóð- félagi. Og fólk hefur lélega leiðbeinendur. Það er einka- réttur valdhafanna að breiða út rugling og sljóleik. Þessi litla bók, „Glataður api“, er til þess rituð að afhjúpa leik valdhafanna að menninear- Hans Scherfig málum. Bókin um apann er varnarrit fyrir manninn. Hún er ekki árás á abstraktlist, því ég tel, að öll list sé abstrakt. Það er ekki um að ræða form óg tilraunir — menningarbaráttan _ stendur um mannlega reisn. í ómann- legu þjóðfélagi er hvatt til ómannlegrar listar. Og það er ekki unnt að taka afstöðu til listrænna fyrirbrigða, ef þau eru ekki séð í samhengi við eignaafstöðu þjóðfélags- ins. Kennedy forseti á Iitlum vinsældum : fagna í Texas hafði enda vei varaður við því halda í heimsó! sína þangað. Mynd er af spjaldi m mynd af forsetani þar sem hann sakaður um lan ráð. viðræðum eða í símtali. Og hvað varð svo? Vinnustöðvun Meir en helmingur gat ekki eða vildi ekki halda áfram þeim starfa, sem þeir voru að gegna þessa stundina. Fólk yf- irgaf vinnustaði sína og fyr- irtæki og stqfnanir lokuðu eftir hádegi. Allir þustu að útvarps- eða sjónvarpstækinu. Aldrei hefur slík fjölmiðlun átt sér stað og fyrstu fjórar klukku- stundirnar eftir morðið. Það hefur reynzt erfitt að lýsa nákvæmlega því sálar- ástandi og þeim persónulegu viðbrögðum, sem forsetamorð-^ ið hafði í för með sér. Þrátt'® fyrir það, að fólk væri spurt | um þessi efni aðeins fám dög- um eftir atburðinn sjálfan, er j margt að varast. Fólk getur ! misminnt, það getur ýkt eða | lyft undir. frásögnina. En sam- ! kvæmt niðurstöðu rannsóknar- ' innar átti eftirfarandi sér stað:. Á þcssum f jórum dögum, \ 22.—25. nóv., grétu 53% við eitthvert tækifæri, 43% misstu matarlyst og 29% reyktu venju fremur mikið. 25% þjáðust af höfuðverk, 48% áttu erfitt um svefn og 68% voru almennt æst og ill á taugum. ’'4eirihluti þeirra, er spurðir voru, minntist einskis atburðar, er eins djúpt hefði snortið þá. Að eigin sögn hafði 'jafnvel ástvinamissir ekki slík áhrif á þá og dauði forsetans. k Stjórnmála- viðhorf Skýringarinnar á þessum viðbrögðum er að leita í ein- stakri stöðu Bandaríkjaforseta í bandarískri þjóðarvitund. Margt hefur verið skrifað og skráð um þjóðsagnirnar og táknmyndimar í sambandi við þetta æðsta embætti þjóðar- innar. Þær sterku tilfinningar, sem vaktar voru með forseta- morðinu, verða skiljanlegri, ef þetta almenna baksvið er haft i huga. Stjómmálaviðhorf Banda- ríkjamanna speglast einnig i viðbrögðunum við þessari hrottalegu fregn. Einn fjórði hluti þeirra, sem spurðir voru, dró óðara þá ályktun, að kommúnisti, Gastróliði eða „vinstrisinnaður öfgamaður" hlyti að vera hinn seki. Einn áttundi hluti hélt, að hægri- sinnaðir öfgamenn eða æsinga- menn í k.ynþáttamálum hefðu framið glæpinn. Repúblikanar þeir, er spurðir voru, höfðu til- hneigingu til þess að leggja umhugsunarlítið sökina á herð- ar kommúnistum, blökkumönn- um eða „vinstrisinnum“; demó- kratar hylltust meir til þess að eigna öfgafullum hægri mönn- um glæpinn. Samsæri Sameiginlegt þessum skyndi- legu, frumstæðu viðbrögðum var tilhneiging til þess að sjá víðtækt samsæri bak við morð- ið. Menn neituðu að trúa þvi, að einn maður geðbilaður stæði bak við ódæðið. Almenningur krafðist skýringa og hélt því fram, að forsetamorð gæti ekki verið nein venjuleg tilviljun. Ályktanir sem þessar eru ekkert einstakt bandarískt fyr- irbrigði. Samsæriskenndin fékk byr undir báða vængi, ekki hvað sízt utan Bandaríkjanna og í kjölfar hennar fylgdi al- mennt vantraust á Bandarikj- unum og hættulegum stjóm- málaöflum vestra. Aldrei fyrr hefur heimssögu- legur harmleikur hlotið slíka athygli og forsetamorðið í Dall- as. Og enn mun það um langa hríð verða vísindamönnum og öðrum' viðfangsefni. (Þýtt úr „Journalisten"). Skyndiárás BKASILÍA — Stormsveitir úr fjórða hernum gerðu f lok sfð- asta mánaðar skyndiárás á aðalstöðvar stúdentasamtakanna í Pernambucó f Brasilíu. Var þetta gert að fyrirmælum Olimpo Filho, hershöfðingja. Yfirvöldin í landinu líta stúdentasamtök- in illu auga og vilja þau feig, en forystumenn stúdenta hafa hinsvegar hvatt til mótmælaaðgerða vegna þessara og annarra væntanlegra ofbeldisaðgerða. Vill verzla GOSTA RICA — „Ef Iönd með þjóðfélagskerfi sósíalismans bjóða betra verð mun Costa Rica bjóða þeim afurðir sínar“, sagði Francisco Orlich forseti nýlega j viðtali við franska frétta- stofu. Ekki er nú ofstækið þar þegar fé er í aðra hönd og gætu jafnvel nokkrir íslendingar sitthvað af forsetanum Iært. Falshundar MEXICO — Starfsmenn innanríkisráðuneytisins í Mexico hafa nú haft hendur í hári sjö meðlima í bandarískum glæpaflokki sem einkum falsaði vegabréf og landvistarleyfi fyrir kúbanska útlaga, sem hugðust halda andbyltingarbaráttu sir.ni áfram á heimavelll. Menningarandúð VENEZUELA — Rektor háskdlans i Caracas, Jesus Maria Blanco, hefur látið svo um mælt, að ef ríkisstjórnin láti ekki af ofsóknum gegn háskólanum geti það haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir allt menntalíf í landinu, sem sízt má þó við slíku. Ríkisstjórnin hefur þrjózkazt við að láta af liendi rakna við háskólann fé til einföldustu framkvæmda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.