Þjóðviljinn - 18.10.1964, Blaðsíða 12
I
UNGT BINDINDISFÖLK HEFUR ORÐIÐ
Almenningsálitinu verður að breyta
þörf er á aukinni fræðslu um málin
■ Þrír ungir bindindismenn og ein stúlka hafa rit-
að fyrir ÞJÓÐVILJANN fáein orð um bindindismál
í tilefni Bindindisdagsins. Einn pilturinn, Jóhann Lar-
sen, prentnemi, fékk hina til að skrifa þetta fyrir okk-
ur og lagði fyrir þá spurningarnar. Öllu þessu unga
fólki þökkum við fyrir aðstoðina um leið og við gef-
um því orðið:
Spurningarnar eru svohljóðandi:
A Hvað á að gera til að sporna við
áfengisneyzlu unglinga ?
B Er skemmtanalíf ungs fólks rekið
á réttum grundvelli?
C Hverjum er ástandið í dag að
kenna ?
D Er bindindishreyfingin hérlendis
byggð á réttum grundvelli?
E Hverjir eiga að hafa forgöngu um
skemmtanalíf unglinga?
Jóhann Larsen
Jóhann Larsen, prentnemi
Hafnarfirði, svaraði spurn-
ingunum á þennan veg:
A) Mín persónulega skoð-
un er sú, að fyrst og fremst
þurfi að auka bindindisfraeðsl-
una. Einnig þarf að leiða ung-
lingum fyrir sjónir, hve al-
varlegar afleiðingar óhófleg ó-
Jóhann Larsen
fengisnautn hlýtur að leiða af
sér.
Ég tel það vera stórt spor
í rétta átt að halda vínlausar
skemmtanir og vínlaus sum-
arferðalög, eins og mjög virð-
ist hafa færzt í vöxt að und-
anfömu og náð auknihm vin-
sældum.
B) Nei, síður en svo, t.d.
er hvergi staður þar sem
ungt fólk getur skemmt sér
án áfengis og er það mín
persónulega skoðun, að á
þessu verði að ráða bráða
bót.
C) Það er kannski fullmik-
ið að ætla að kenna einhverj-
um ákveðnum aðila ástandið.
En almenningsálitið er eins
og nú er að miklu leyti vald-
ur að ástandinu. Nú er svo
komið að sú skoðun er yfir-
gnæfandi meðal unglinga, að
sá sé mestur maðurinn, sem
er fyllstur og skepnulegastur.
Hvaðan hafa unglingarnir
fengið þessar skoðanir? Hafa
þeir mótað þær sjálfir, er það
þeirra sök hvernig þeir haga
sér? Nei, mitt álit 'er að með-
an foreldramir og aðrir „á-
byrgir“ geta ekki skemmt sér
ódrukknir þá geti ástandið
ekki lagazt, því eins og form-
kveðið er, ungur nemur hvs*
gamall temur.
í þessu sambandi er einn:
ástæða til að nefna ábyrgðar
leysi þeirra, sem hafa leyf;
til að selja áfenei Unglingar
innan 21 árs virðast eiga a,uð-
velt með að verða sér úti um
áfengi og það er því mjög að-
kallandi að eftirlitið verði
hert.
D) Að mörgu leyti, en þó
er nauðsynlegt að auka bind-
indisfræðsluna að miklum
mun og gætu skólar landsins
þá haft forgöngu þar um. Að
vissu má finna það vissri
bindindisstarfsemi til lasts að
hún haldi of mikið í gamla
siði, sem þjóna ekki lengur
neinum tilgangi.
Aðalandstæðingar bindind-
ishreyfingarinnar nú á dögum
virðast mest vera fólk, sem
er liðlega miðaldra. Þetta fólk
sem nú er stærsti hlutinn í
uppalendastétt qg á því að
vera hinum yngri til fyrir-
myndar, er að yfirgnæfandi
meirihl. haldið þeirri firru, að
bindindi sé eigi til heilla.
Bindindisstarf sé starf fyrir
sérvitringa og bjána. En fólk
sem svona hugsar er engum
til bölvunar nema sjálfum sér
og niðjum sínum enda ræðir
það ekki þessi mál á opin-
berum vettvangi.
Gylfi Hjálmarss.
Gylfi Hjálmarsson, prent-
nemi, Reykjavík, sagði:
A) Koma á fót virkri fé-
lagsstarfsemi, sem mundi laða
að sér unglinga með frjálsum
skemmtunum og fræðslufund-
um um hin ýmsu áhugamál
þeirra í starfi og leik. Einn-
ig þyrfti að koma á fót í skól-
um landsins rækilegri kynn-
ingu á eyðileggingarmætti á-
fengis.
B) Áfengisneyzla unglinga
hefur komið mjög niður á
heilbrigðu skemmtanalífi
þeirra. Það er nauðsyn rót-
tækra aðgerða til úrbóta sök-
um þess að hinn sanni
Gylfi Iljálmarsson
skemmtanaandi er enginn orð-
inn.
C) Yfirvöldunum vegna lé-
legrar löggæzlu. Foreldrunum
vegna ónógs eftirlits með
bömum sínum. íþróttahreyf-
ingunni vegna áhugaleysis til
að fræða æskuna um mesta
bölvald mannslíkamans. ís-
lenzkum unglingum vegna í-
stöðuleysis og áhrifagirni.
D) Starfssvið bindindis-
hreyfingarinnar er mjög vítt
og starfið kringum hana
verður því að vera mjög líf-
legt. Það verður því miður
ekki sagt með réttu að svo
sé. Rólega en örugglega hef-
ur allt líf verið að hverfa úr
hreyfingunni og er nú ekki
svipur hjá sjón miðað við það
sem áður var. Við höfum ekki
efni á að láta starfsemi sem
þessa deyja út, hún þarf nýtt
blóð og nýja krafta. Einnig
væri mjög þarft að fleygja
ýmsum aldamótakreddum fyr-
ir borð og reyna að fylgjast
með tímanum.
E) Fyrst Qg fremst æsku-
lýðssamtökin, þá hin ýmsu
íþróttafélög, einnig skólarnir.
Einna helzt ættu það a.m.k.
alltaf að vera unglingamir
sjálfir, sem sæju um sínar
skemmtanir og stjórnuðu
þeim. Að öllum líkindum
verður samt mikið vatn runn-
ið til sjávar áður en svo get-
ur orðið svo að vel fari á.
Hólmfríður
Árnadóttir
kennaraskólanemi í Hafnar-
‘firði svaraði spurningunum á
þessa leið:
A) Fyrst og fremst að hafa
mun strangara eftirlit með
því að unglingamir komist
ekki inn á vínveitingahús og
undantekningarlaust að krefj-
ast vegabréfs af hverjum
unglingi, sem hyggst fara inn
á dansstað.
Æskulýðsstarfsemi þarf
Hólmfríður Árnadóttir
einnig að aukast að miklum
mun, halda skemmtanir, án
áfengig auðvitað, fyrir ung-
linga, með vinsælum skemmti-
kröftum, og draga þannig ung-
lingana að heilbrigðu lífi, frá
áfenginu.
B) Allt skemmtanalíf ungs
fólks án áfengis tel ég á
réttum grundvelli.
C) Fullorðna fólkinu segj-
um við, sem yngri erum. Það
sem að er, er að almennings-1
álitið er með áfenginu. f
mörgum tilfellum eru börn
alin upp við það, að vín sé
bara sjálfsagður hlutur á
hverju heimili og „hvað höfð-
ingjarnir hafast að, hinir ætla
ið sér leyfist það“.
D) Bindindisstarfsemi hér-
tendis er ábótavant en hefur
>ó farið batnandi hvað snert-
tr unglingana t.d. með hinurri
fjölmennu bindindismótum,
en þau þyrftu að vera fleiri
því unglingar nú á dögum
skemmta sér mikið, og nóg
er um staði þar sem áfengi
er og þangað flykkjast ung-
lingar, þegar ekki er um aðra
staði að velja.
E) Æskulýðsráð ætti að
hafa forgöngu um skemmtan-
ir unglinga, einnig skólarnir
og svo bindindissamtökin í
landinu.
Ingvar Birgir
Friðleifsson
Ingvar Birgir Friðleifsson,
menntaskólanemi, Hafnarfirði,
kaus að rita sjálfstæða grein
um málið í stað þess að svara
spurningunum, og fer hún
hér á eftir:
Ingvar Birgir Friðleifsson
Undanfarin ár hefur í vax-
andi mæli verið rætt um á-
fengisneyzlu landsmanna, og
þó sérílagi kynni íslenzkra
ungmenna af þessum göruga
drykk. Margir, ef til vill flest-
ir, sem ræða þessi mál, eru
fullir hneykslunar Qg vand-
lætingar. Hinir, sem kunna
að fylgjast af velþóknun með
vaxandi drykkju, láta aldrei
til sín heyra. Eða hefur þú
kennski einhvern tíma heyrt
mann hrósa hinni auknu á-
fengisneyzlu á opinberum
vettvangi?
Einhverjum að kenna?
Allt frá því, að sögur hóf-
ust, hefur mannskepnan þekkt
mátt áfengisins. Ef litið er í
hinar dáðu, íslenzku fornbók-
menntir, getur fjölda frá-
sagna af mögnuðum svallsam-
komum. Það er sem sagt ekki
ný bóla, að ættmenni okkar
séu hænd að áfenginu. En
þrátt fyrir mikla drykkju-
mennsku til foma, hafa ung-
mennin aldrei staðið eins
framarlega á þessu sviði, eins
og nú í dag. Ef til vill brosir
einhver í kampinn, og hugsar
um hinar miklu framfarir á
öllum sviðum. En, ef sá hinn
sami grandskoðaði nú vel það,
sem er staðsett fyrir innan
kampinn, býst ég við, að
hann efist með mér um hag-
kvæmni þessara framfara. —
En hvað skal gera til að
spoma við þessum neikvæðu
framförum? Það þarf hvorki
meira né minna, en að breyta
hugsunarhætti heiUar þjóðar.
Og satt bezt að segja hefur
margt hlassið oltið um smærri
Þúfu.
Ekki einblína á Þjórs-
árdalsfara
Ég tel, að ekki sé hægt að
ásaka einn eða neinn fyrir
það ástand, sem hefur skap-
azt. Líðandi kynslóð hefur
orðið að þola hörmungar
tveggja heimsstyrjalda, og þv
engin furða, þótt víðar sr
pottur brotinn. — Það fyrst.a
sem ber að gera til að bæt;
ástandið, er að stuðla a?
auknu, heilbrigðu félagslífi
Framhald á 7. síðu.
Sunnudagur 18. október 1964 — 29. árgangur — 237. tölublað.
Barnaskólahúsi breytt í tugthús
Raufarhöfn, 14 Raufarhöfn,
14/10 — Hvað verður um gamla
húsnæði barnaskólans á Raufar-
höfn, en það er staðsett upp í
ásnum yzt í þorpinu.
Þegar munu vera til reiðu
teikningar að breyttri . innrétt-
ingu, og er ætlunin að breyta
barnaskólanum í tugthús og
fangageymslu.
Þar er gert ráð fyrir sex fanga-
klefum, varðstofu fyrir lögreglu-
þjóna og tveim svefnstofum með
tilheyrandi snyrtíherbergjum.
Er þetta talin sómasamleg
gisting fyrir verðandi Iögbrjóta
í framtíðinni. — S.G.
Ólsarar biðja Sandara um hjálp
Hellissandi, 13/10 — Hér er nú
búið að stöðva allar fram-
kvæmdir við Rifshöfn og verður
svo næstu daga. Skarð brotn-
aði í hinn landsfræga hafn-
argarð í Ölafsvik um helgina og
báðu Ölsarar um aðstoð til
þess að fylla upp í þetta skarð.
Eru nú tíu vörubílar í stanz-
lausum flutningi á grjóti úr
grjótnáminu í Rifi og gera nú
tveir stórir grjótkranar ekk-
ert annað en vinna grjót á þessa
bíla.
Svona eru Sandarar almenni-
legir við Ólsara. — Skaþ
Borgarafundur á Raufarhöfn
Raufarhöfn, 13/10 — Fjöl-
mennur borgarafundur var hald-
inn hér síðastliðinn sunnudag,
og var þar tekin til umræðu
hin nýja síldarverksmiðja Jóns
Gunnarssonar á staðnum. Ætl-
unin er að byggja þessa verk-
smiðju, þar sem sjúkraflug-
völlur þorpsins er nú.
Samþykkt var einróma að
leyfa ekki þessa byggingu fyrr en
byggður hefur verið nýr sjúkra-
flugvöllur, cnda er læknislaust
á staðnum. Gott flugvallarstæði
er framan við þorpið. —
L. G
Nýtt barnaskólahús á Raufarhöfn
Raufarhöfn, 15/10 — Um
næstu mánaðamót flytur barna-
skólinnn í nýtt skólahúsnæði
fremst í þorpinu og verður
helmingur af þessu skólahús-
næði í notkun í vetur. Eru það
fjórar kennslustofur bjartar og
rúmgóðar og ein kennarastofa.
Ætlunin er að ljúka innrétt-
ingu fyrir næsta haust og
verður þá komið gott rými fyr-
ir bömin. I kringum skólann
cru fimmtán íbúðarhús í smíð-
um og er þama að rjúka upp
nýtt hverfi. Þegar hefur verið
flutt inn í sum húsin. — L.G.
Bariztvið mink í Fnjóskadal
Vatnsleysu, 16/10 — Mink-
kvikindi gerði sig heimakomið
á bænum Steinkirkju á dögun-
um og drap þar tvær hænur
og bjó síðan um sig inni í vegg
í hænsnahúsinu, sem var hlað-
ið úr torfi og grjóti. Minka-
baninn í sveitinni, Ármann á
Vatnsleysu, fór á staðinn með
hunda sína, en þá var minksi
ekki viðlátinn Hundarnir gátu
ekki upplýst hvar hann var
þá stundina, og urðu þeir
frá að hverfa. En dauðu hæn-
urnar voru látnar liggja úti
fyrir kofadyrum.
Morguninn eftir var minksi
búinn að bera hænur sínar inn
og fá sér af þeim bita, og
aftur fór Ármann á staðinn
og hafði nú með sér nokkra
minkaboga. Og nú var kvik-
indið heima og hundamir sögðu
þegar til hvar hann væri í
veggnum. Til þess að ekki þyrfti
að rjúfa veginn, voru bogamir
spenntir og settir við inngangs-
holu og huldir með fiðri. Strax
þennan dag lét minkurinn Hf
sitt í einum boganum. —OL.
Ennþá dreymir gömlu konuna
Vatnsleysu, 16/19 Enn aukast
brestir í gömlu Fnjóskárbrúnni
við Vaglaskóg og enn dreymir
gömlu konuna erfiða drauma.
Stjórn samgöngumála hefur nú
lá.tið framkvæma athugun á
nýju brúarstæði og eru horfur
á að áin verði brúuð sunnanvert
við bæinn Hrísagerði.
Það er tæpum þrem kílómetr-
um norðar en gamla brúin. —
Þegar ný brú verður komin á
þessum stað virðist álitlegt. að
leggja veg yfir Víkurskarð, sem
er tvö hundruð metrum neðar
en Steinsskarð, þar sem gamli
heiðarvegurinn er nú. Víkur-
skarðsleiðin er tvímælalaust
bezta vetrarsamgönguleiðin um
Vaðlaheiði vegna snjóflóðahættu
í Dalsmynni Gamla Steins-
skarðsveginn mætti eftir sem
áður nota til þess að létta á
sumarumferð með litlu viðhaldi,
— endá er erfitt að fá í hann
ofaníburð. — O.L.
500 leiguíbúSir
Framhald af 1. síðu.
arverð slíkra ibúða að geta orð-
ið 20—30% lægra en venju-
legra einkaíþúða.
Ymsum sjóðum er með 6. gr.
gefinn kostur á að lána ríkinu
fé og — ef það er fest til
a.m.k. 10 ára — að fá rétt til
að selja þær íbúðir, sem xé
þeirra hefur farið í, að þessum
tíma liðnum.
Þar sem frv. þetta miðast við
að bæta úr brýnni þörf þess-
ara ára <jig ílutningsmenn hafa
trú á, að að 10 árum liðnum
yrði búið að koma á skynsam-
legum ráðstöfunum til frambúð-
arlausnar húsnæðisvandamáls-
ins, er lagt til, að selja megi
íbúðum þá.
Ákvarðanirnar um, að leiga
megi ekki fara fram úr 8% af
kostnaðai’verði íbúðanna, ætti
að geta orðið til þess að halda
nokkuð niðri húsaleigu á nýj-
ustu íbúðunum. Sökum skorts-
ins á leiguhúsnæði er nú mán-
aðarleiga á 2—3 herbergja
íbúðum orðin miklu hærri en
samsvarar byggingarkostnaði, og
eru þess dæmi í Reykjavík, að
slikar íbúðir séu leigðar yfir
5000 kr á mánuðj og jafnvel
fríðindi, svo sem fyrirframborg-
anir, að auki. En í þeim ríkis-
íbúðum, sem fyrirhugaðar eru
samkv. þessu frv., ætti leiga
að geta orðið allt að því helm-
ingi lægri og er samt há miðað
við kaupgjald þorra verka-
manna.
A ‘