Þjóðviljinn - 18.10.1964, Blaðsíða 6
g StÐA
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 18. október 1964
\ i \
^iiiiajiaa
y™ 0$$%$ i
w/í'.-y.
Tm
RHH
.. ”
r í f!|
w/.ýt'/,
U.UJ'1 •""■
BERLINARMURINN
□ I síðasta mánuði, mjög um sama leyti,
lágu leiðir tveggja blaðamanna Þjóðviljans
að múrnum fræga í Berlín annar leit múr-
inn að vestan verðu, horfði af áhorfenda-
palli yfir til austurhluta borgarinnar og
hlýddi á skýringar og sjónarmið Vestur-
Berlínarbúans; hinn kom að múrnum að
austan verðu, steig upp á áhorfendapall
þeim megin og sá yfir í vestrið og hlustaði
á lýsingu austur-þýzks landamæravarðar á
Berlínarmálinu.
□ Frásagnir beggja blaðamannanna eru
birtar hér í opnunni. Er þar skýrt í stuttu
máli frá þeim sjónarmiðum, sem lýst mun
að öllum jafnaði fyrir útlendum gestum, er
að múrnum koma — svo að austan sem
vestan.
AD AUSTAN
Við vorum samferða fjórtán
blaðamenn frá ýmsum löndum
heims í austri og vestri og
höfðum ferðast um Þýzka al-
þýðulýðveldið nokkra daga í
boði austur-þýzkra stjómar-
valda: fjórir Bretar og meðal
þeirra einn af Austur-Evrópu-
sérfræðingum Financial Times
í London, fjórir Grikkir,
Frakki, Bolivíumaður, Finni,
Libanonsmaður, Mexíkani og
undirritaður frá Islandi Til
Berlínar vorum við komnir,
það var síðasti áfangi ferðar-
innar, og nú skyldi farin skoð-
imarferð um höfuðborg Aust-
ur-Þýzkalands. Og fyrst átti að
líta á múrinn.
Tákn Berlínar
Áustur-Þjóðverjar sýna gest-
um sfnum múrinn við Brand-
enborgarhliðið fraega, en þar
hefur hjarta Berlínar löngum
staðið. því að Brandenborgar-
hliðið er tákn Berlínarborgar,
reist af Karli arkitekt Gotthard
Langhans á árunum 1789 til
1791.
Það er ekki löng leið frá
Hotel Berolina við Karl Marx
Allé, nýjasta og stærsta gisti-
húsinu í Austur-Berlín, um Al-
exanderplatz og Unter den
Linden að hliðinu; leiðin er þó
ekki greiðfær því að miklar
framkvæmdir eru við síðast-
nefndu götuna. stórbyggingar i
smiðum og gatnagerð, og ak-
brautir lokaðar á köflum af
þeim sökum. Þegar að Brand-
enborgarhliðinu er komið sjást
vinnupallar utan á hliðsúlun-
um. það er unnið að viðgerð
og endurbótum á þessu fom-
fræga mannvirki.
Til hliðar við þau, sitt hvor-
um megin og áfastir því, eru
byggingar, ekki stórar um sig’
og reistar í sama súlnastiln-
um og hliðið. Að annarri
byggingunni er ekið og þar
tekur grannholda maður í ljós-
gráum hermannabúningi á móti
gestum. Hann segist vera Eb-
el höfuðsmaðúr og býður okk-
ur inn í fyrmefnt hús og upp
á aðra hæð. Þar er lítill sal-
ur, 20 til 30 stólum raðað á
mitt gólfið, ljósmyndir, teikn-
ingar og blaðaúrklippur hanga
á þrem veggjum en fjórða
vegginn, gegnt sætaröðunum,
hylur að mestu gríðarmikið
kort af Berlín. Markalínur
milli borgarhlutanna í austri
og vestri og takmörk hemáms-
svæðanna þriggja í vestur-
hlutanum eru rækilega færð
inn á kortið; á mörkum
Austur-Berlínar er þétt röð
af raúðum ljósaperum. litl-
um. Fjöldinn allur af græn-
um perum er sýnilegur á
kortinu af Vestur-Berlín og
líka bláar perur greyptar í
myndir af köngulóm. Það er
greinilegt á öllu, að hér er allt
það til taks af Austur-Þjóð-
verja hálfu sem þarf til grein-
argóðrar skýringár þeirra á
Berlínarmálinu.
Fyrir 13. ágúst
1961
Og Ebel höfuðsmaður tekur
sér stöðu við Berlínarkortið
stóra og hefur frásögnina.
Hann segir frá því fyrst,
hvemig Rauði herinn hafi
frelsað Berlínarborg úr klóm
nazista í aprílmánuði 1945 og
minnir á. að hersveitir Banda-
ríkjamanna, Breta og Frakka
hafi komið til borgarinnar 10
vikum síðar, samkvæmt á-
kvæðum Potsdamsáttmálans,
sem meðal annars gerði ráð
fyrir að Berlín yrði, þrátt fyr-
ir skiptinguna í fjögur her-
námssvæði, eftir sem áður
efnahagsleg heild og að ibúar
allra borgarhluta nytu sama
réttar.
Er fram liðu stundir viku
Bandaríkjamenn, Bretar og
Frakkar æ meir í framkvæmd-
inni frá ákvæðum þessa sam-
komulags og þegar sérstakur
gjaldmiðill var tekinn í not-
kun í Vestur-Berlín að frum-
kvæði hemámsyfirvalda Vest-
urveldanna vorið 1948 var
borginni í rauninni skipt í
tvennt. Upp frá því urðu her-
námssvæði þríveldanna í borg-
inni miðstöðvar njósna, undir-
róðurs og skemmdarverka.
Berlín varð einskonar útvörð-
ur kalda stíðsins í austri.
Og nú styður Ebel höfuðs-
maður á hnapp við hliðina á
Berlínarkortinu og það kvikna
blá Ijós á bökunum á fjölmörg-
um köngulóm víðsvegar í vest-
urhlutanum. Höfuðsmaðurinn
segir jafnframt. að um 100
njósnarmiðstöðvar hafi verið
starfræktar víðsvegar í Vestur-
Berlín; þar hafi verið um að
ræða njósnarstofnanir og
hringi allt frá CIA hinu
bandaríska til njósnarkerfis
Gehlens, þess sem lét sem
mest að sér kveða á velmekt-
ardögum nazista en gekk í
þjónustu Vesturveldanna í
stríðslok.
Næst kvikna mörg græn ljós
í vesturborginni og Ebel gefur
þá skýringu, að þar sé
finna helztu herstöðvar
veldanna í þeim borgav
Hann segir að 14.500 NAiO-
hermenn dveljist þar að jafn-
aði, þar af 7000 Bandaríkja-
menn. 4500 Bretar og 3000
Frakkar; þar við bætist vopn-
uð lögregla Vestur-Berlínar,
tollverðir og varalið vestur-
þýzka hersins — herstyrkur
sem nemur tugum þúsunda.
Ebel segir sem dæmi um hinn
gífurlega vígbúnað Vesturveld-
anna í Vestur-Berlín, að her-
styrkurinn þar og herbúnaður-
inn sé meiri en í allri Svfþjóð.
Agentar og undirróðursmenn
þessara fjölmörgu njósna-
stofnana færðu sér óspart i
nyt frelsi til hindrunarlausra
ferða milli borgarhlutanna;
þeim reyndist auðvelt að leyn-
ast í hinum mikla fjölda sem
lagði leið sína yfir austur-vest-
ur mörkin, en fyrir 13. ágúst
1961 fóru meira en 100 þúsund
manns yfir markalínumar.
— Og mörkum borgarhlut-
anna var lokað fyrmefndan
dag til þess að stöðva þennan
mikla straum njósnara og und-
irróðursmanna, segir Ebel höf-
uðsmaður, — stöðva það nið-
urrifsstarf sem agentar Vestur-
veldanna unnu innan landa-
mæra Þýzka alþýðulýðveldis-
ins og varð æ meiri ógnun
friöi í Evrópu eftir þvi sem
fram liðu stundir.
Landamærin og
múrinn
Síðan gerir höfuðsmaðurinn
nokkra grein fyrir borgarmörk-
unum, landamærum Þýzka al-
þýðulýðveldisins á þessum
slóðum.
Þau eru samtals 164 kíló-
metrar að lengd. þ.e. mörkin
milli Vestur-Berlínar og DDR,
Austur-Þýzkalands. Mahnvirki
verður þetta ekki kallað nema
í miðborginni, á 45 kílómetra
löngum kafla, og þar af eru
aðeins 17 km múrveggur —
þ.e. hinn eiginlegi múr. Þessi
Múrinn skiptir Bcrlínarborg í tvo hluta. Myndin er tekijn þar
sem mannvirki þetta er hvað viðamest, vestan við Brandenborg-
a.rhliðið. Þar hefur vcrið komið fyrir áhorfendapöllum begg.ja
vegna múrsins — og húparnir sem pallana fylla oft á dag horfa
hvor á annan.
veggur er 1.60—1.80 m að hæð,
breidd hans er mest hálfur
annar metri í háifhrignum
vestan við Brandenborgarhlið-
ið.
Nú kveikir Ebel á öllum
rauðu ljósunum sem sýna
borgarmörkin á kortinu og
bendir á þá sjö staði. þar ssm
umferð er heimil milli aust-
Svona byggja þeir í Austur-Berlín. Stórhýsið á miðri myndinni er bygging auctur-þýzku kennarasamtakanna, nýlega tckin í notkun.
ur og vestur hlutanna þeim
sem fararleyfi hafa, en í þeirra
hópi eru fyrst og fremst allir
útlendingar sem hafa í hönd-
um gild vegabréf með nauð-
synlegum stimplum. Otlending-
ar komast þó einungis yfir
mörkin í Friedrichstrasse og
næstu brautarstöð (Bretar og
Bandaríkjamenn kalla þennan
stað Check Point Charlie), en
Vestur-Þjóðverjar, sem nauð-
synleg skilríki hafa, leggja
leið sína um hliðin í Bom-
holmerstrasse eða Heinrich-
Heine-Strasse, auk þess staðar
sem áður var getið.
I framhaldi af þessu minnir
höfuðsmaðurinn á að 1.3 milj-
ón Vestur-Berlín arbúa hafi um
síðustu jól farið yfir borgar-
mörkin f heimsókn til ætt-
'ngja, vina og venzlamanna í
^ustur-Berlín, en sem kunn-
’gt er voru þessar heimsókn-
’’ árangur samninga, sem tók-
'st á sínum tíma milli ríkis-
’iórnar Þýzka alþýðulýðveld-
ms og senatsins í Vestur-Ber-
n
— Annars segir Ebel, leggja
^ jafnaði á fjórða þúsund
nanns leið sína yfir borgar-
-nörkin dag hvern