Þjóðviljinn - 15.12.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.12.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Þriðjudagur 15. desember 1964 FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kúld Erlendar fréttir Norskt aflaskip Síldveiðiskipið Toriss frá Norður-Noregi var í október sl. búið að veiða 97 þús. hektó- lítra af síld á árinu. (Þetta er 64.330 mál.) Hásetahlutur úr þessum afla er sagðuf að vefa kr. 68.000 norskar, sem verð- ur í íslenzkum krónum 408.000. Útgerðarfélagið sem á Torrin gerði einnig út tvö önnur síld* veiðiskip á árinu, og var sam- anlagður afii þeirra beggja á sama tíma 154 þús. hektólítrar af síld. Þorsknótin bönnuð áfram við Lofot Nýlega tilkynnti norska sjáv- arútvegsmálaráðuneytið, að engin breyting yrði gerð fyrir næstkomandi þorskvertíð við- komandi banni því sem í gildi hefur verið um nokkur ár, við þorskveiðum með nót á mið- unum við Lofot. Hinsvegar hefur ráðuneytið falið fiski- málastjóra Noregs að taka tvö skip á leigu til nótaveiða á Lofotmiðum á vertíðinni f þágu fiskirannsóknanna. Það verður því þar algjörlega bann- að að stunda borskveiðar með nót á komandi vertíð. þegar frá enu talin þessi tvö skip fiskimáíastjómarinnar. Hins- vegar var þess getið þegar sagt var frá úrskurði sjávarútvegs- málaráðuneytisins i þessu máli, að i athugun vseri hvort leyfa aetti borskveiðar með drasnót á''*Hjðtmum við Lofot á kom- andi vertíð. Færevinírar selia r*vi- an fisk í Noregi í nóvemþer sl. seldu tveir faereyskir línuveiðarar afla sinn í Noregi. Annað skipið seldi 80 smálestir af ísvörðum fiski í Álasundi, og hitt skip* ið seldi milli 70 og 80 smá- lestir f Kristjansundi. Tekið er fram að þetta muni vera í fyrsta skipti sem út- lend skip selji nýjan fisk f Noregi. Hinsvegár er i gildi bann gegn sölu á togarafiski úr erlendum skipum. Þess var getið f fréttum, að fiskur Fær- eyinganna hefði verið mjög góður. Grænlandsverzlun lætur smíða toerbáta Hin konunglega danska Grænlandsverzlun hefur nú í haust gert samning um smíði tveggja togbáta. Þetta verða 150 smálesta stálskip með 460 hestafla Alpha Diselvélum búin fullkofnnustu tækjum svo sem Radar- og Asdic taeki- um. Skipin verða ísvarin og mjög sterkbyggð. Gert er ráð fyrir að skipin verði hólfuð f sundur með 5 vatnsþéttum skilrúmum. Skip þessi eru hugsuð sem tilraunaskip til að stunda togveiðar við Græn- land, og verða gerð út.þaðan. Á þeim verður tólf manna á- höfn. Sagt er að kaupverð skipanpa sem eiga að smíðast í Danmörku sé kringum 3 milj- ónir og 100 þús. danskar krón- ur. Brezka Po«s-f“U»»í3 notar antibiofíka-ís Ross-félagið sem hefur um hálfs árs skeið gert tilráunir með notkun á fs sem bland- aður er með antibiotika, um borð f fjórum af togurum sín- um, hefur nú eftir þessa reynslu ákveðið að nota slíkan ís um borð í 30 togurum á næsta ári. Undanfari þess að farið var að nota antibiotika-ís um borð í togurum félagsins, voru um- fangsmiklar tilraunir sem Ross-félagið hafði látið gera með þetta efni á rannsóknar- stofum. Það þykir hafa komið í ljós, bæði við tilraunimar á rannsóknarstofum og eins um borð í þessum fjórum reynslutogurum, að hægt er að lengja geymslúþol fisksins til muna, sé hæfilegu magni af antibiotika blandað í vatn- ið sem notað er í ísinn. Og það þykir sannað, að þessi ís hafi engar skaðlegar verk- anir. Nýfundnalandsmenn láta smí^a verk- smió.mskuttogara Félagið Fishery Products Ltd. í Nýfundnalandi hefur ný- lega samið um smfði á 4 skuttogurum í Hollandi. Lengd togaranna verður 53 m, breidd 9,2 m. og dýpt 6,75 m. Tog- aramir verða með 1250 hest- afla Werkspoor diselvélum. Fiskurinn á að fullvinnast um borð í skipunum, og verða til þess notaðar Baader 338 og tvær Baader vélar no. 47. Fiskflökin verða hraðfryst við -=-40° C. Gert er ráð fyrir því að fyrsta togaranum af þess- um fjórum verði hleypt af stokkunum einhvern tíma nassta sumar. Vöntun á vinnslufiski í Norður-Noregi Mikil vöntun hefur verið nú f haust á nýjum fiski til vinnslu hjá frystihúsum í Norður-Noregi. Eftir þvf sem, fram hefur komið f norskum blöðum, hefur þetta leitt til þess, að almennt hefur verið greitt 10% hærra verð en aug-' lýst hefur verið. í ýmsum bæium er sagt að yfirgreiðsla hafi verið kringum 15 aura norska á kg. fyrir þorsk og ýsu miðað við hausaðan fisk og slægðan. Norska blaðið „Norlys" talar um hreínt stríðsástand á milli kaupenda I -------------—— --------«>l vegna þessarar fiskvöntunar. Þorskafli hefúr verið mjög rýr á grunnmiðum við norður- Noreg í haust og það sem af er vetri. Saltfískverð til Ítalíu 1 sl. ménuði stóðú Færeying- ar í samningum við ltali um sölu á saltfiski af færeysk- um skipum. Italirnir buðu að- eins 130 sterlingspund fyrir tonnið. Færeyingarnir SÖgðu nei og seldu ekki. Skömmu síðar buðu ítalimir 140 sterl- ingspund og fyrir það verð svo og 142 sterlingspund var selt. Þetta er í íslenzkum krón- um 16,75 og kr. 16,98 fyrir kg. landað í Esbjerg í . Danmörku. HÚSGAGNAVERZLUNIN Álfhólsvegi fi-Kópavogi (Næsta hús við apótekið) BÝÐUR YÐUR NÝTÍZKU HÚSGÖGN Á GÓÐU VERÐI í DAGSTOFU, HÚSBÓNDAHERBERGI. M FYRIR UNGU DÖMUNA OG HERRANN: Skrifborð — Skrifborðsstóla — Innskotsborð — Vegghúsgögn — Saumaborð — Kommóður. Eldhúshúsgögn. Eins og tveggja manna sófar á hagstaeðu verði. EINNIG FALLEGA ÍSLENZKA LISTMUNI OG GJAFAVÖRUR Opið til kl. 22 alla föstudaga. — Næg bílastæði. HÚSGAGNAVERZLUNIN ÁLFHÓLSVEGI II - SÍMI 40-8-97 Sig- ur tækninnar „Hefur minn herra nokkru sinni siglt undir ísland?” spurði Amas Arnæus þegar sá þýðverski van Úffelen skýrði honum frá því að Hamborgurum hefði verið boðið ísland til kaups. Og hann hélt áfram: „Minn herra hefur ekki séð Island risa úr hafi eftir lánga og erfiða siglíngu .... Þar rísa hreggbarin fjöll úr úfnum sjó og iökultindar slúngnir storm- skýum .... Ég hef staðið til hlés í kuggi í sporum þeirra veðurbitnu sjóræníngja af Norvegi, sem leingi létu und- an drífast. fyrir veðrum í hafi; uns altíeinu upprís þessi mynd .... Það er ekki til ægilegri sýn en ísland sem það rís úr hafi ...» Við þá sýn eina skilst sú dul að hér voru skrifaðar mestar bækur í samanlagðri kristninni .... Ég veit þér skiljið nú .... að það er ekki hægt að kaupa ísland”. Tækni nútímans hefur fyrir löngu unnið bug á tilfinninga- semi og rómantik af þessu tagi. Þeir menn sem ástunda landakaup koma nú i skamm- deginu þegar nótt er lengst; flugvél þeirra sezt eftir að myrkrið hefur grúft sig yíir landið og er horfin á braut áður en næsti dagur ris. Mr. Dean Rusk, utanrfkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að vísu í útvarpinu að sig hefði lengi langað til að Sjá Island, en þess var vandlega gætt að fyrir hann bæri þau ein fjöll og jökúltinda sem greina má í andlitsdráttum íslenzkra ráðherra. Hvorki er það ægi- leg sýn né getur hún vakið mönnum skilning á dularfull- um bókmenntaafrekum, og þaðan af sízt torveldar hún að eðlileg viðskipti séu gerð á skömmum tíma. — Austri. HEIÐURSKARLAR EFTtR: KRISTJÁN FRÁ DJÚPAIÆK 6UDMUND DANÍELSS0N STFFÁN JÚIÍUSSON GÍSLA ÁSTÞÓRSSON JÓNAS ÁRNASON m ^ m Þ Æ T Tl 8 A F f MmWÚJW HLQTIÐ HÁFAV S J ö M Á N N A D A G S i H Jólabók allra sjómanna STÓR-GLÆSLEG BÓK sem hvergi má vanta á sjómanns- heimili. * Ef þér viljið gefa vegr- lega gjöf, þá er valið ekki erfitt, þér veljið Heiðurskarla ÍSLANDSKORT GUÐBRANDS biskups. Kœrkomin jólagjöf til vina heima og erlendis 4 i Á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.