Þjóðviljinn - 15.12.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.12.1964, Blaðsíða 10
JQ SÍÐA ÞI6ÐVILIINN Þriðjudagur 15. desember 1964 Ét S áBiP EP& Sk Jonathan ff. g gWm WÆ M Goodman wmÉTvhB II JhH HNEIGÐIR ddd. Hrukkur aflöguðu enni for-1 stjórans. Þér vitið það ekki? | — Alveg rétt. Þú ert ekki heymarlaus, er það? Hrukkurnar dreifðust víðar ttm andlitið á forstjóranum og kinnamar tútnuðu út. Þér vitið það efeki? — Ég veit það ekki, sagði diff hárri röddu. Löng þögn. Forstjórinn studdi saman fingurgómunum, einblíndi á þá eins og hann væri ekki viss um að það væru hans eig- in gómar. Haltu áfram, haltu áfram, hugsaði Cliff; ég hef ekfei allan daginn. Tími minn er dýr- mætur, maður minn. Loks tautaði forstjórinn: Jæja, jæja, jæja.... — Þrjú göt í gólfið, sagði Cliff talsvert hærra en áður. Forstjórinn starði. — Móðir- mín er vöri að segja þetta, útskýrði Cliff með þolin- mæði. Hann studdi saman eigin fingurgómum. Þegar einhver segir það sem þér sögðuð rétt í þessu, þá segir hún alltaf það sem ég sagði — þrjú göt í gólf- ið. Skiljið þér? Forstjórinn hélt áfram að stara. Cliff varpaði öndinni. Ég get ómögulega verið að útskýra þetta í mörgum orðum. Jæja er orð sem táknar ekfei neitt — eiginlega gat, skiljið þér. Og þrjú ^öt — * — Ég hef ekki áhuga á móður yðar, hvíslaði forstjórinn. . Cliff reis skyndilega á fætur. Hann studdi höndunum á skrif- borðsbrúnina og hallaði sér fram á það. Eruð þér með dónaskap? — Ég hef bara ekki áhuga á móður yðar, það er allt og sumt. Ég hef áhuga á. .. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SlMI 2 4616 P E R M A Sarðsenda 21 — SÍMÞ 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa D ö M U R » Hárgreiðsla við allra hæfl — TJABNAR'JTOFAN - Tjarnar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMT’ 14 6 62 HARGREIÐSLUSTOFA AUST- URBðf.iAR — Marfa Ouðmunds- dóttiT Laugaveö 13 — ^tMI: 14 6 56 - NTJDDSTOFAN ER A SAMA STAÐ. — Eigum við ekki að halda móður minni utan við þetta? — En það voruð þér sem — — Ég heyrði, hvað þér sögðuð. Verið ekki að reyna að koma yður undan því. Móðir mín er bezta móðir sem til er í heimin- um og ég kæri mig ekki um að — — Móðir yðar er ekki — — Verið ekki að grípa fram í. Það er hámark ruddaskaparins. Og þetta segir móðir mín líka Jæja, móðir mín er ekki — hvað? Út með það. Af hverju segið þér það ekki? Ætluðuð þér að segja að hún væri engin dama, ha? 21 Forstjórinn starði upp til Cliffs. starði niður á forstjórann. — Ég bíð, sagði Cliff. Forstjórinn leitaði að orðum. Hann stamaði. Farið samstundis út af þessari skrifstofu, ungi maður. Ef þér haldið að ég ætli að fara að bjóða yður vinnu — Cliff sagði tvö orð. Það voru sömu tvö orðin og hann hafði sagt við móður sína. En í þetta skipti lét hann ekki þar við sitja. Hann byggði upp langa ræðu kringum þau, útskýrði með einföldum orðum hvað hann ætti við. Hann hafði aldrei áður sagt svona mikið í einu. Hann hikaði aldrei; hann var mælskur. Þegar hann hafði lokið máli sínu, sneri hann sér við og gekk útúr skrif- stofunni. Um leið og hann gekk yfir fremri skrifstofuna deplaði hann augunum framaní einkaritara forstjórans. Henni varð svo hverft við, að hún drap ósjálf- rátt tittlinga á móti. Alltaf batn- ar það, hugsaði Cliff; ofaná allt saman er ég nú líka að verða kvennagull. Biðröðin náði frá afgreiðslu- borðinu, niður með einum veggnum og út með næsta vegg að útidyrunum að skráningar- 'skrifstofunni. Þetta er hlægilegt, hugsaði Alex; tvö hundruð þús- und pund í svefnherberginu mínu og héma stend ég. í bið- röð eftir fimmtíu og sjö shilling- um og sexpensum. Heilbrigð skynsemi, gamli vinur — það hafði Bemard sagt; vertu eins og þú átt að þér, bljúgur og elsfeulegur, svo að enginn taki eftir þér. Láttu ekkert fara fyr- ir þér, það er lóðið. Enda gefur það auga leið? Ha, ertu ekki sammála? Farðu ekki að koma þér upp dýrum lífsvenjum. Ef einhver býður þér eitthvað, þá þiggðu það kurteislega. Skilurðu hvað ég á við? Alex færði sig ögn nær af- greiðsluborðinu. Ég ætti að horfa á heiminn gegnum rósrauð gleraugu, hugs- aði hann. Ekkert fer nokkum tíma á þann hátt sem þú heldur .... á þann hátt sem þú helzt vildir. Þetta er hugsun dagsins. Og hyað skyldi Anna vera að gera? Sennilega í kaffihléinu núna, að hlæja og flissa með hinum skrifstofustúlkunum og vona að maðurinn frá endur- skoðunarskrifstofunni spyrji hana hvað hún ætli að gera í kvöld. Hún er ekki að hugsa um mig. Eða að minnsta kosti hugsar hún þá um mig í fortið. Gamall flammi, einn af æsku- mistökunum, náungi sem hún sóaði nokkrum árum í. Haltu þér við efnið, i guðs bænum. Þessi vitlausa systir hennar — hátfvitinn hann mágur hennar .. .. og vangefna afkvæmið þeirra .... þetta er allt þeim að kenna fyrir að vera að flækjast í leyfi. Alveg dæmigert. Þau bíða þess að sumrinu ljúki, og svo þeys- ast þau niður að ströndinni í hálfan mánuð. Ég þori að veðja að þau eru í Butlin. Hi-di-hi-, ho-di-ho...... Elsku Anna — Hér er afskaplega gaman, Madge og Eric. E. S. Glynis sendir marga x. — Flyttu þig, kunningi, sagði maðurinn bakvið Alex. — Fyrirgefðu. — Dagdraumar? Við erum gerðir úr sama efni- viði og draumar, hugsaði Alex. Hvernig er nú aftur hin setning- in .... Það er ekki í stjömum ökkar, kæri Erutus, að við séum undirmálsmenn. Það er í-í-í.... Hann hafði ekki sofið dúr nóttina áður. Þegar hann var búinn að undirrita skýrslu, hafði honum verið ekið heim aftur í lögreglubíl. Allir lögregluþjón- amir svo kurteisir, svo þakklát- ir. Yður er hætt núna, er það ekki, herra minn? Ef einhverjir blaðamenn skyldu berja að dyr- um, þá verið ekki að hafa fyr- ir að svara. Kærar þakkir fyrir hjálpina, herra minn. Þegar hann kom inn, þá opn- aöi hann ekki svefnherbergið. Hann reyndi að sofa á bekknum i setustofunni, gafst fljótiega upp. Hann stiliti útvarpið á AFN, reyndi að lesa bók, bjó til te í stórum stíl, gekk hvað eftir annað út að glugganum og horfði á upplýsta gluggana í verksmiðjunum, á lögregluþjón- ana sem virtust ganga fram og aftur fyrir utan í algeru til- gangsleysi. Gráleit og rauöbleik dagskíma færðist uppá himin- inn. Hann rakaði sig uppúr köldu vatni. Klukkan átta var morgunblaðinu stungið gegnum bréfarifuna hjá honum. Hann las forsíðufréttina af ráninu. Það virtist eins órafjarlægt honum og Berlínardeilan. — Emð þér með spjaldið yð- ar? Hann var kominn að af- greiðsluborðinu. Hann tók spjald- ið úr vasa sínum og rétti skrif- aranum. — Engin vinna ennþá? Hann hristi höfuðið. — Gerið svo vel að kvitta. Hann kvittaði, tók aftur við spjaldinu og hvítum bréfmiða, gekk yfir að gjaldkeraborðinu og tók atvinnuleysisstyrkinn. Hann setti seðlana þrjá í veskið sitt, hálfkrónumar þrjár í vasann og gekk út af skrifstofunni. Gljáslitinn lítill maður hnippti í hann um leið og hann gekk út. Eyddu þessu nú ekki öllu í einu, góði. Alex brosti ekki á móti. Hann vissi ekki einu sinni að maður- inn hafði talað við hann. Jumbo var í sjöunda himni. Kvöldið áður hafði hann beð- ið við Acton Green, þangað til klukkan var orðin yfir níu. Hann hafði gengið burt, vonsvik- inn og niðurdreginn. Klukkan var næstum orðin hálftólf þegar hann kom tii Kapitski. — Hvar hefurðu verið, Jumbo? — Hvergi. Bara í heimsókn. — Veika ættingja eða fátæka vini, ha? Hvem varstu að heim- sækja? — Já, Jumbo, hvar varstu? — Þú ert ekki beinlínis ræð- inn í kvöld. — Ég var með vinkonu minni, sagði Jumbo. — Er maður að skjóta sig, ha? — Þetta hlýtur að vera kven- maðu.r í lagi fyrst þú talar svona mikið um hana. Hvað heftir hún, Jumbo? — Já, svona, segðu okkur hvað hún heitir, Jumbo. Eða heitir hún kannski ekki neitt? Ungfrú Mjallhvít Ekkineitt — heitir hún það? — Hættið þið þessari vitleysu, tautaði Jumbo. — Ja, héma, daman hefur svei mér komið þér í gott skap, maður. — Kannski heitir hún ekki neitt. Kannski fékk hann hana uppúr dós. — Dós — já — niðursoðinn kvenmaður. Einmitt. Sjóðið í sex mfnútur og farið með hana í rúmið meðan hún er enn volg. Hlátur. Mikill hlátUr. Jumbo lokaði augunum. Hún heitir .... (fyrsta nafnið sem honum datt í hug) .... Margrét, sagði hann hátt. Það heitir hún. Og hún á heima í Clapham. Og svo er þetta útrætt mál. Jumbo var ekki lengi hjá Kapitski. Hann gekk heim, velti þvi enn fyrir sér hver hefði getað gert honum þennan grikk; hann var enn að brjóta um bað heilann, þegar hann opnaði dyrn- ar og horfði á hvíta umslagið við fætur sér. Þegar hann sá, hvað í umslaginu var, þá trúöi hann ekki sínum eigin augum. Allir þessir peningar .... Tutt- ugu fimm-punda seðlar. Hundr- að sterlingspund .... Þetta hafði þá ekki verið gább. Auglýsinga- maðurinn var þá raunverulegur maður af holdi og blóði. Hann hafði ekki komið á stefnumótið — og hvaða mál skipti það — 9 VÖRUR Kartnflumús * Kóknmalf * Kaffi * Kakó. KKOJN BtJÐIRNAR m CONSUL CORTINA bllalelga magnúsai* skipholti 21 simar: 21190-21185 8^' 'viM cHauhur (^u&mundóóon HEIMASÍMl 21037 * / . V A- , H ; VQNDUÐ FALLE6 ODYR &co SKOTTA Hugsaðu þér. Að vilja ekki leyfa okkur að fara með nokkrar plötur inn í klefann til að hlusta á þær, bara af því að við erum með SEGULBAND. Húsmæður athugið Hreinsum teppi og húsgögn 1 heimahústim. Vanir menn — vönduð vinna. Teppa- og: húsgagnahreinsunln. Sími 18283 * ♦ <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.