Þjóðviljinn - 15.12.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA
Otgefandi: Samemmgarflok.kur alþýðu — Sósialistaflokk-
uriim. —
Kitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Kitstjórj Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Kitstjóm, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Simi 17-500 (5 Unur). Áskriftarverð kl 90.00 ó mánuði
Gaffalbitapólitík
jyjorgunblaðið hefur að undanförnu stundað á-
stríðufullan áróður gegn því að íslendingar
hagnýti sér markað sem fáanlegur er í Sovétríkj-
unum fyrir fullunnar síldarvörur. Er áróður blaðs-
ins um þetta mál til marks um það hvernig að-
standendur þess láta einatt stjórnast af annarleg-
um sjónarmiðum en ekki augljósum efnahagsleg-
um rökum. Ef við tökum í vaxandi maeli að full-
vinna síldina erum við að auka útflutningsverð-
mæti framleiðslu okkar, við fáum meiri fjármuni
fyrir þann afla sem við drögum úr sjónum, við
erum að auka heildartekjur okkar, tryggja okkur
vaxandi viðskiptafrelsi. Vandséð er hvemig unnt
er að standa gegn þvílíkri þróun nema menn vilji
að við höldum áfram að flytja út hráefni sem aðr-
ir ífullvinna, nema menn séu andvígir því að í ljós
komi að tækifæri þau sem ónotuð bíða á sviði
fiskiðnaðar taka fram öllum öðrum kostum sem
okkur bjóðast á sviði efnahagsmála, nema menn
séu svo gagnteknir af pólitísku ofstæki að þeir
geti ekki hugsað sér að fullunnar síldarafurðir
hafni í vanþóknanlegum meltingarfærum. En
hverja skýringuna sem Morgunblaðsmenn kunna
að vilja tileinka sér halda þeir áfram áróðri sín-
um gegn fullvinnslu síldar og hafa náð þeim ár-
angri að jafnvel ólíklegustu menn hafa lýst yfir
því að stjórnmálaflokkar eigi ekki að vera að
skipta sér af framleiðslu og afurðasölu á íslandi!
Jjað er létt verk og löðurmannlegt að ber ja saman
forustugreinar um þetta efni í Morgunblaðs-
höllinni í Reykjavík, og kannski líta skriffinnar
þess stórhýsis aðeins á iðju sína sem venjulegt
pólitískt pex. En það er til fólk á íslandi sem veit
af eigin raun að þetta vandamál er veruleikinn
sjálfur. Á sama tíma og stjórnarblöðin hér syðra
tala mikið um velmegun og velferðarríki er neyð-
arástand á stað eins og Skagaströnd, atvinnurekst^
ur í kaldakoli og menn hafa orðið að fella niður
vinnu vegna þess að þeir hafa ekkert fengið greitt
fyrir störf sín langtímum saman. í sjávarpláss-
únum fyrir norðan og austan myndi nýr síldar-
iðnaður gerbreyta atvinnuháttum og lífsafkomu
almennins's. trv«?gia örugga atvinnu allt árið í stað
bess að nú verða fjórir heimilisfeður af hverjum
fimm að flvia heimkvnni sín langtímum saman.
Rithöfundar Morgnnblaðsins skvldu minnast þess,
næst begar beir skrifa um gaffalbitapólitík, að þeir
eru að fjalla um lífskjör og öryggi og framtíð
almennings í heilum landshlutum. Það er oft sagt
að stór orð séu marklaus og innantóm, en íbúamir
á Skagaströnd eiga auðvelt með að umreikna öll
gaffalbitaskrif Morgunblaðsins í krónur og aura.
— m.
ÞTðDVIUINN
Þessar fjórar ungu og íallcgu stúlkur, réðust sl. vor til flugfreyjustarfa hjá bandaríska flugfélaginu
Pan American. I jólablaði Þjóðviljans er rætt við eina þeirra, Valgerði Ingólfsdóttur, um dvölina
erlendis. Stúlkumar scm þarna sitja að snæðingi á hóteli í Honolulu era talið frá vinstri: Valgerð-
ur Ingólfsdóttir, Gerða S. Jónsdóttir, Svanborg Dahlmann og Katrín Kristjánsdóttir.
Jólablað Þjóðviljans er 104
síður og fjölbreytt að efni
■ Jólablað Þjóðviljans i ár verður stærra en nokkru sinni áð-
ur, 104 blaðsíður í SUNNUDAGS-broti, og mjög fjölbreytt að
efni. Verður blaðið boríð til áskrifenda næstu daga Qg til Sölu
í öllum blaðsölustöðum í vikunni.
Ef við flettum blaðinu sjáum
við fyrst fallegar barnagælur frá
miððldum. Þessu næst kveða sér
hljóðs fjórir þingeyskir hagyrð-
ingar, þeir Baldur Baldvinsson,
Karl Sigtryggsson, Steingrímur
Baldvinsson og Egill Jöriasson.
Allir eru þeir löngu landskunnir
fyrir ljóðagerð sína og hafa ófá-
ar stökur eftir þá komið fram í
útvarpsþættinum „Vel mælt”.
Þá er rætt við Hallfreð öra Ei-
ríksson magister um söfnun
þjóðsagna og rímnalaga, en Hall-
freður ferðaðist um Snæfellsnes
og Austfirði sl. sumar og tók
upp á segulband ýmsan þjóðleg-
an fróðleik. Þrjár smásögur eru
í blaðinu, Sönnunin eftir O.
Henry í þýðingu Málfríðar Ein-
arsdóttur, I röstinni eftir Edgar
Alan Poe en þetta mun vera
ein af hans beztu sögum, einnig
í þýðingu Málfríðar og Sagan
af Álfa-Arna, éin af sögunum
í álfariti Ölafs í Purkey, og seg-
ir þar frá samskiptum Álfa-Árna
og huldufólksins. Benda má á
athyglisverðan kafla úr endur-
minningum Ilja Erenbúrgs.
Fjallar hann um samskipti
þeirra Erenbúrgs og mexíkanska
málarans Diego Rivera.
Margir muna eflaust hið bráð-
snjalla kvæði Böðvars Guðlaugs-
sonar sem birtist í Jólablaði
Þjóðviljans í fvrra. Kvæði Böðv-
ars í jólablaðinu I ár heitir
Nýja kirkjan í Kreppudal. Við
Peizvötnin nefnist frásögn um
stærstu fiskeldis- og fiskiræktar-
stöð Þýzka alþýðulýðveldisins,
en þar hefur fiskeldi verið
stundað f tæpar fjórar aldir.
Grein nefnist Honaré Daumier,
maðurinn sem nefndur hefur
verið Michelangero skopmjmd-
arínnar. Greinin fjallar um lista-
manninn heimsfræga og einnig
eru nokkrar myndir af frægum
verkum Daumiers. Allir vita að
Rakarinn í Sevilla er nafn einn-
ar vinsælustu óperu sem samin
hefur verið og flestir myndu ef-
laust segja að Rossini væri höf-
undur hennar. 1 jólablaði Þjóð-
viljans getum við hins vegar
lesið það svart á hvítu að ítalska
tónskáldið Paisíello samdi óperu
við sögu Beumarchais alllðngu
á undan Rossini. Brauðið helga
nefnist Triagnaður kafli úr skáld-
sögunni „Christianus Sextus"
eftir norska rithöfundinn Jóhann
Falkberget. Jón Böðvarsson
cand. mag. skrifar grein tim
skáldið Einar Benediktsson sem
hann nefnir Iliigieiðingar vegna
aldarafmælis. Þá er rætt við
unga íslenzka stúlku sem um
skeið starfaði sem flugfreyja hjá
bandarísku flugfélagi og ferðað-
ist þá heimsálfanna i milli.
Krossferðirnar kristilegar vík-
ingaferðir, sem höfðu það tak-
mark að frelsa Jórsali og hina
helgu _ gröf undan oki múham-
eðstrútrúarmanria, er enn ein
greinin, prýdd gðmlum myndum.
Jól með heiðnum nefnist mjög
sérstæð frásögn eftir danskan
rithöfund og blaðamann.
Hefur hér verið skýrt frá því
helzta sem í jólablaðinu má
finna en auk þessa eru heila^
brot, skrýtlur og ótalmargt ann-
að smærra efni sem of langt
yrði upp að telja.
Sérstaka athygli viljum við
vekja á því að verð blaðsins er
aðeiris 25.09 kr.
Sunnudagur 13. desember 1964
Hættan af
Freon 12
kælimiðli
Dauðaslys varð ekki alls fyr-
ir löngu í kælirúmi um borð
í norsku skipi, var orsök talin
vera sú, að andrúmsloftið
hafði mengazt Freon 12 kæli-
miðli.
Athygli skal vaktn á því, að
Freon-lof ttegundir geta við
sumar aðstæður sérstaklega við
hátt hitastig, eins og td. víð
notkun lóðbolta, logsuðutækja
o.s.frv., ldofnað í mjög eitrað-
ar lofttegundir.
T. d. nægir logandi vindling-
ur til slíkrar eiturmyndunar f
sambandi við Freon 12.
Lofttegundir þær, sem mynd-
ast við upþhitun á Freon 12
era klór, fosgen, flussýra og
saltsýragufa.
Þegar unnið ’er við Freon 12
kælikerfið er því nauðsynlegt-
að gæta varúðar við notkun
lóðbolta, logsuðutækja, töbaks
o.s.frv. Þess vegna má ekki
framkvæma viðgerðir á kæli-
kerfum sem krefjast hita,
nema séð verði fyrir rækilegri
loftræstingu.
Þar sem verulegt magn af
freongasi er í andrúmslofti,
veita venjulegar gasgrímur
ekki næga vörn gegn eitran.
Komast ætti hjá því að
menn séu einir að vinnu á
þeim stöðum, sem . hætta get-
ur stafað af freongasi.
(Frá skipaskoðun arstjóra).
Ú/pur — Kuldajakkar
og gallonblússurí úrvali
ViRZLUH Ó.L
Traðarkotssundi 3. (á móti Þjóðleikhúsinu)''
Karlmannaföt
Verð frá kr. 1.998,00.
TERYLENEBUXUR
Verð kr. 698,00.
Klæðaverzlunin
Klapparstíg 40 — Sími 14415.
EINN
TVEIR
SMELLIÐ AF
Agfa Rapid myndavélina lærið þér á, á
einni mínútu og fáið fyrsta flokks myndir.
-►.í)
V4Á
FLUGELDAR OG BLYS
!
50 gerðir af þýzkum og japönskum flugeldum, falleg og góð vara, Kagstætt verð.
^ Pantið áramótaflugeldana strax, meðan tími er til að koma sendingum
til viðtakanda.
HEILÐSALAN VITASTÍG 8 A
Sími 16205.