Þjóðviljinn - 23.12.1964, Side 2
2 SÍÐA
MðÐVIUINN
Midvikudagur 23. desember 1964
HREINSUN
Hreinsum teppi og húsgögn fyrir jól.
SÍMI 37434.
Húseigendafélag Reykjavíkur mót
mælir hækkun á fasteignaskötfum
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi frá stjórn Húseigenda-
félags Reykjavíkur:
Stjóm Húseigendafélags R-
víkur leyfir sér hér með að
mótmæla hugmyndinni um
nýja fasteignaskatta og færir
fyrir þvi eftirfarandi rök:
Allt frá byrjun síðari heims-
styrjaldar hefur viðleitni lög-
gjafarvald&ins beinzt í þá átt
að þrengja kost húseigenda
ýmist með húsaleigulögum eða
sérstökum eignasköttum.
Má þar fyrst nefna húsa-
leigulögin, sem enn eru að
nokkru í gildi, nr. 30 frá 1952,
og ennfremur lög nr. 22 frá
1950, og nr. 44 frá 1957, þar '
sem sérstakir eignaskattar
námu allt að 25% í hvort
skipti.
Algengara mun vera á ís-
landh en í nokkru öðru landi,
sem til er vitað, að íbúðir séú
í sjálfseign íbúanna.
Meginþorri allra íbúða í
Kaupstöðum jafnt sem sveit
um er f sjálfsábúð eigenda.
Þessi þróun er tiltölulega
nýtt fyrirbæri. og ber flestum
saman um að hún stefni í
rétta átt. Hin síðari ár hefur
mikill fjöldi heimilisfeðra
komið sér upp eigin húsnæði
með frábærum dugnaði, og er
frámtak þeirra lofsvert.
Hins vegar er einnig nauð-
synlegt að ávallt sé til nægj-
anlegt leiguhúsnæði fyrir þá,
sem ekki hafa bolmagn til
þess að koma sér upp eigin
húsnæði. Undanfarin ár hefur
eigi verið árennilegt fyrir
menn að leggja í byggingu
slíkra húsa, en öruggt má telja
að alveg taki fyrir slíka við-
leitni með tilkomu nýrra
fasteignaskatta, og væri slíkt
miður, því nóg er húsnæðis-
eklan samt.
Tillitslaus hækkun fasteigna-
skatta á fbúðir myndi því eigi
aðeins fæla menn frá bygg-
ingu leiguhúsa, heldur einnig
valda því að fjöldi heimila
missti eigin íbúðir. Sérstaklega
kæmi þetta illa við barnmarg-
ar fjölskyldur, því þær búa
eðlilega í stærra húsnæði, og
skattabyrðin leggðist því þyngra
á þær.
Stjórn Húseigendafélags
Reykjavíkur varar stranglega
við því, að nú sé gripið til op-
inberra úrræða, sem torveldi
mönnum að eignast þak yfir
höfuðið, og bendir á nauðsyn
þess, að leitað verði annarra
ráðstafana til lausnar á efna-
hagsvandamálum.
Fjölsóttar sam-
komur íslend-
Félag íslendinga í London
hélt fullveldisfagnað og aðai-
fund 5. desember s.l. Um 130
félagsmenn og gestir voru
mættir.
Formaður félagsins, Jóhann
Sigurðsson flutti skýrslu um
starfsemi félagSins á árinu.
Haldnir voru 5 skemmtifundir,
auk stjórnarfunda, og' mættu
á skemmtunum félagsins um
500 manns.
Formaður gat þess að ritari
félagsins, Sigurður Markússon,
hefði flutzt búferlum til Þýzka-
lands, en við störfum ritara
tók Gylfi Sigurjónsson.
I stjórn félagsins voru kjörn-
ir: Formaður Jóhann Sigurðs-
son, ritari Gylfi Sigurjónsson,
gjaldkeri Helga Kalman og
meðstjórnendur Elínborg Ferr-
ier og Ray Mountain. Endur-
skoðendur voru kjörnir Eiríkur
Benedikz og Karl Strand.
Lang-
rækni
Glaumbær
Salir Glaumbæjar verða opnir á gamlárs-
kvöld. t—
☆ ☆ ☆
Tvær hljómsveitir leika til kl. 4 e.m.n.
☆ ☆ ☆
Matarkort afhent á skrifstofu Glaumbæjar
daglega frá kl. 1—5.
☆ ☆ ☆•
ATH.: Um síðustu áramót seldust ALLIR miðar upp á
svipstundu.
Nú er að ljúka þeirri miklu
kauptíð sem kennd er við
fæðingu Jesú frá Nazaret.
Hverskonar kaupsýslumenn
hafa auglýst varning sinn af
Sívaxandi ástríðuþunga, og
allir hafa reynt að taka þátt í
peningakapphlaupinu mikla,
ef þeir höfðu eitthvað það á
boðstólum sem laðað gæti al-
• menning til viðskipta. Þannig
kemst maður alltaf í öruggt
jólaskapum leið og maður sér
hina árvissu auglýsingu frá
Austurbæjarbíói í tilefni af
fæðingu frelsarans um „hina
vinsælu og djörfu nektardans-
mynd Strip tease“ ásamt
mynd af kvenmanni nokkrum
sem er ber ofan að nafla og
hefur framan á sér brjóst
sem minna á þann ágæta
kodda, rest-best. Þessi aug-
lýsing varð þó í ár áhrifa-
meirj en nokkru sinnj fyrr,
þvi næst undir henni skip-
aði Morgunblaðið annarri,
svohljóðandi:
„Safnaðarfólk! — Finnið
muninn á því að taka þátt
f guðsþjónustu í kirkjunni
sjálfri og hlusta á guðsþjón-
ustu við útvarostækið yðar
— Margeir J. Magnússon.
Miðstræti 3 A.“
Sá Margeir sem þannig
auglýsir selur ekki guðsþjón.
ustur svo vitað. sé, hvorki i
kirkju né útvarpi. Hins veg-
ar hefur hann ekki síður en
aðrir fundið ástæðu til að
minna á tilveru sína í bess-
ari jólakaupt.íð. Hann verzl-
ar semaé með frá, rejklu bjsiiS~
synjavöru sem peningar nefn-
ast og leigir mönnum þá gegn
hæfilegum tryggingum og
góðum vöxtum. Ef menn
þurfa á smáláni að halda fyr-
ir jólin, til að mynda vegna
þess að þeir hafa fundið ein-
tómar kvittanir í launaum-
slaginu sínu, minnir. auglýs-
ingin í Morgunblaðinu þá á
hvar hinn góða Samverja sé
að finna. Og þótt þent sé á
annað í auglýsingunni er það
eflaust aðeins til marks um
sannkristilegt hugarþel hins
hjálpsama manns, bótt. vel
megi raunar vera að hann
hafi komið sér upp víxlara-
borði í einhverri kirkjunni.
Sá maður, sem Margeir J.
Magnússon telur sig vera orð-
inn auglýsingastjóra fyrir í
hjáverkum, kom eitt sinn inn
í musteri í Jerúsalem: „Og
hann fann í helgidóminum þá
sem seldu naut óg sauði og
dúfur, og víxlarana sitjandi
þar. Og hann gjörði sér svipu
úr köðlum o.g rak allt út úr
helgidóminum, bæði sauðina
og nautin; og bann steypti
niður smápeqingum víxlar-
anna og hratt um borðum
þeirra. Og við dúfnasalana
sagði hann; Takið þetta þurt
héðan; gjörið ekki hús föður
míns að verzhmarbúð.“ Fyrir
þessar sakir var hann sem
kunnugt er handtekinn og
dæmdur og krossfestur lif-
andi sem b-''ltinoarrnagUr ,cg
ofbeldisseggur En sú stétt
sem rekin var út úr muster-
inu forðum heldu„ áfram að
hrósa sigri öld eftir öld og
tengja athafnir s;nar við ör-
lög hans Það er mikil lang-
’-ekai —
GLÆSILEGT
URVAL AF
YETRARKÁPUM, REGNKÁPUM,
REGNHLÍFUM, REGNHÖTTUM,
TÖSKUM og FÓÐRUÐUM
SKINNHÖNZKUM.
Kjörgarði.
BERNHARÐ LAXDAL
Kjörgarði.
[C
AMERÍSKAR
BAÐVOGIR
15 gerðir. — Verð kr. 340,00.
*
Helgi Magnusson & Co.
Hafnarstræti 19 — Sími 13184 og 17227.
!» v!; £
Bótagreiðslur almanna-
trygginga í Reykjavík.
Bótagreiðslum lýkur á þessu ári kl. 12 á
hádegi á aðfangadag og hefjast ekki aftur
fyrr en á venjulegum greiðslutíma bóta í
janúar.
Tryggingastofnun ríkisins.
Vélstiórafélag fslands og
Mótorvélsffórafél. fslands
halda sameiginlega jólatrésskemmtun fyrir
börn félagsmanna sunnudaginn 27. des.
n.k. kl. 15,30 að Hótel Borg.
Miðasala á skrifstofumum.
Skemmtinefndirnar.
NÝ SENDINC
af SVÖRTUM GLANSANDI
REGNKÁPUM.
Verð kr. 595,00.
BERNHAim LAXDAL
Kjörgarði.