Þjóðviljinn - 24.12.1964, Side 4
4 SlÐA
HðÐVIUINN
r'immtudagur 24. desember 1964
Teikningar Karols Baraniecki
Pólverjar hafa allgott skopskjm enda
veitir ekki af, búsettum á milli erfiðra
stórþjóða-
Á síðari árum hafa skoptímarit upplifað
mikið blómaskeið þar í landi, og skal fyrst
nefna það fræga rit Szpilki, sem hefur
stungið á mörgum blásnum belg valdgír-
ugra manna og hrokafullra. Og því má
heldur ekki gleyma að pólsk blöð og tíma-
rit eru full af svipuðu efni og hin eigin-
le?u skooblöð.
Mikið ber á skopteikningum — kannski
stendur skopteikningin hvergi með slíkum
blóma sem í Póllandi. Hér fara mareskon-
ar teikningar — sumar ákaflega pólitískar
og er þá gjarna stefnt gegn hemaðarbrölti
Þjóðverja, aðrar grípa á einhverfu öðru
furðulegu úr daglegu lífi, en líklega ber
einna mest á sérkennilegum leik að fjar-
stæðum, og þar hafa pólskir máske náð
lengst.
Teikningar þær sem hér birtast á síð-
unni eru eftir Karol Baraniecki.
Og það var dóttir teiknarans sem bar
þær inn hingað, Danuta Baraniecka, sem
hér hefur dvalizt á landinu í nokkra mán-
uði ásamt manni sínum. Og smíðað smá
skartgripi úr leir og gipsi og teiknað. Því
hún er líka skopteiknari og hefur unnið
fyrir það fræga blað Szpilki. Teiknar
textalausar seríur um ákveðin temu —
til dæmis um leik fangans að kúlunni
sem hann er hlekkjaður við, um jarðar-
farir og annað skemmtilegt.
Og hún hefur undirbúið skýrslu um fs-
landsferð handa Szpilki, þar sem stillt
verður saman ljósmyndum og teikningum
af ýmsum skoplegum og sérkennilegum
hlutum og fáum við máske að sjá eitthvað
af því síðar.
En faðir hennar, sem á myndirnar hér
á síðunni, er mjög reyndur orðinn í
faginu. Hann er fæddur í Lvov og gekk
þar á listaskóla. Árið 1928 byrjaði hann
að teikna í tímaritið Pociegiel og kom
víða við síðar. í heimsstyrjöldinni teikn-
aði hann fyrir blöð fyrsta pólska hers.
ins. Eftir stríð hefur hann unnið víða,
m. a. fyrir Szpilki, Swiat og Karuzela.
Hann hefur tekið þátt í ýmsum sýning-
um — allt frá Kína til Berlínar.
Nú skalt þú skríða inn í sjónvarpið og sjá um seinni hluta
dagskrárinnar.
Þjóðsaga og veruleiki