Þjóðviljinn - 24.12.1964, Page 5

Þjóðviljinn - 24.12.1964, Page 5
Fimmtudagur 24. desember 1964 ÞJðÐVILJINN SÍÐA g Hér á landi eru nú hafnar rannsóknir á norðurljósum. Þegar hefur verið unnið mikið undirbúningsstarf, og áætlanir hafa verið gerðar um frekari útvíkkun rannsóknanna. f því tilefni komum við að máli við dr. Þorstein Sæmundsson stjörnufræð- ing, við Eðlisfræðistofnun Hásk ólans, og skýrði hann okkur frá mikilvægustu atriðunum í sambandi við rannsóknirnar. Brotna svciglaga strikalínan sýnir legu háljósabaugsins á norðurhveli jarðar samkvæmt beztu upplýsingum, sem fyrir liggja. Eins og sjá má Iiggur háljósa- baugurinn m.a. yfír nyrzta odda Noregs, syðsta odda Grænlands, norður hluta lslands, Novaya Zemlya, Xaimir- skaga, Alaska og Norður-Kanada. Víðtækur undirbúningur að hefjast hérlendis við NORÐURLJÓSA- RANNSÓKNIR 9 8 7 e 8 4 3 ð 1 24 23 22 21 20 19 18 17 18 A myndinni sjást Ijósaskipti f Reykjavfk þ.e. hvenær nægilega dimmt er til norðurljósaathugana um hver mánaðamót (punkta- línur). Tölurnar hægra og vinstra megin sýna íslenzkan tíma. Dæmi: Mánaðamótin júlí — ágúst, dimmt í 3 tíma. Mánaðamót- ih desember — janúar 17 tíma. Eins og kunnugt er, liggur ísland sérstaklega vel við norð- urljósarannsóknum, og telja vísindamenn mjög mikilvægt, að sem ítarlegastar athuganir séu gerðar hér á landi. Hér fer á eftir stutt viðtal við dr. Þorstein um fram- kvæmd rannsóknanna. — Hvernig er þessum rann- sóknum hagað? — Sjálfar athuganirnar, þ. e. gagnasöfnunin, fara aðallega fram á tvennan hátt, í fyrsta lagi með ljósmyndatökum með sérstökum myi.davélum og svo í öðru lagi með „sjónathugun- um“, sem einstakir athugun- armenn framkvæma og skrá skýrslur um. Úr þessum gögn- um er svo unnið á kerfisbund- inn hátt, meðfram í samvinnu við vísindamenn annarra landa. — Kannski þú vildir segja okkur nánar frá Ijósmyndatök- unum? — Eins og stendur höfum við eina norðurljósamyndavél í stöðugri notkun. Sú mynda- vél stendur hér á Rjúpnahæð sunnan við Reykjavík. Vél þessi er sænsk smíði, og keypti Veðurstofan hana hing- að vegna Alþjóðlega jarðeðlis- fræðiársins 1957, vegna mjög eindreginna tilmæla, sem bor- izt höfðu erlendis frá. Hafði Eysteinn Xryggvason þá um- sjón með myndatökunum sem haldið var áfram við og við til ársins 1960. Þá féllumynda- tökur alveg niður, unz þær voru teknar upp aftur á veg- um Eðlisfræðistofnunar Há- skólans í nóvember 1963. Síð- an hefur Rjúpnahæðarvélin stöðugt verið í gangi. — En nú er komin hingað ný myndavél. — Já, hún er smíðuð í Bandaríkjunum og er að mörgu leyti ólík hinni fyrri og ætl- unin er að setja hana upp austur á Héraði, að Eyvindará nærri Egilsstöðum. Það er afar mikilvægt, að slíkar vélar séu á fleiri en einum stað á land- inu því að myndatökur á hverjum stað geta stöðvazt langtímum vegna skýja. Með staðsetningu nýju myndavélar- innar að Eyvindará aukast til muna líkumar fyrir því, að samfelldar upplýsingar fáist um norðurljósin nótt eftir nótt. — Er hægt að segja frá þvi í stuttu máli, hvemig mynda- vélarnar vinna? — Jú, ef við stiklum á stóru mætti segja, að kjarni mynda- vélanna, bæði þeirrar sænsku og bandarísku, sé Bolex kvik- myndavél, sem er svissnesk tegund, mjög vönduð að gerð. Með sérstökum speglaútbúnaði, sem komið er fyrir ofan við kvikmyndavélina, fæst fram mynd af öllum himninum í einu, þ. e. niður að sjóndeild- arhring allt í kring. Merkja- ljós sýna áttir á bverri mynd og hæð yfir sjóndeildarhring. Við vélina er tengdur raf- magnsmótor, sem sér um, að hún taki mynd alltaf á ,mínútu fresti, og er þá myndavélin opin í fáeinar sekúndur í einu. Notaðar eru 16 mm filmur, af- ar ljósnæmar. Á hverri filmu komast fyrir um 4000 myndir, og endist filman því í fjórar nætur nú þegar nótt er lengst. Vegna samanburðarrann- sókna er nauðsynlegt, að hver mynd sé nákvæmlega tímasett. Með tilliti til þessa höfum við látið smíða kristalklukkur sem eiga að stjórna myndatökun- um. Klukkur þessar eru svo nákvæmar, að skekkjan nem- ur ekki meiru en sekúndu á mánuði, eða jafnvel sekúndu á ári, þegar gangurinn hefur verið stilltur rétt. Björn Krist- insson verkfræðingur í Raf- agnatækni hf. hefur smíðað þessar kristalklukkur, sem eru hin mesta völundarsmíði. í sambandi við myndatök- urnar er þess að gæta, að raf- magnsstraumurinn má aldrei rofna, því að þá kemur skekkja 1 tímasetninguna, og getur slíkt valdið alvarlegum ruglingi við úrvinnslu myndanna. Til þess að koma í veg fyrir þetta er rafgeymir tengdur við kristal- klukkuna og myndavélina, og tekur geymirinn við samstund- is, ef rafmagnið frá kerfinu rofnar. Þess á milli helzt geym- irinn í fullri hleðslu. Á Rjúpnahæð hafa starfs- menn Landssímans séð um að opna myndavélarhúsið og se<tja vélina í gang þegar rökkvar, og slökkva á henni aftur þeg- ar birtir eða veður spillist. Hafa þeir rækt þetta starf með. prýðv Nýja vélin að ará verður í umsjá bóndans þar, Vilhjálms Jónssonar, sem jafnframt sér um veðurathug- anir fjrrir Veðurstofuna. Sú vél verður mun betur varin fyrir veðri en hin fyrri, þar sem hún er undir plasthjálmi. Einn- ig er hægt að láta myndavél- ina með plasthjálmi og öllum útbúnaði síga niður í þar til gert hús, sem undir henni er og loka þaki hússins fullkom- lega. Myndatökuútbúnaður all- ur er að sjálfsögðu upphitaður með rafmagni, og svo er einn- ig um vélina á Rjúpnahæð. Húsið utan um bandarísku vél- ina var teiknað og smiðað hér; var það Óskar Ágústsson hús- gagnasmiður hér í borg sem það gerði og fórst honum það afbragðsvel úr hendi. — En hvað er svo að segja um athugunarmennina? — Það er umfram allt nauð- synlegt að fá glögga menn I sem flestum sveitum landsins til að fylgjast með norðurljós- unum. Myndavélarnar eru að vísu fullkomnar, en þó er margt í fari norðurljósanna, sem ekki kemur skýrt fram á myndum, og eins er hitt at- hugandi, að skýjað getur verið á þeim stöðum, sem mynda- vélarnar eru, þótt heiðskírt sé annars staðar. Enn fremur er ekki víst, að þau norðurljós, sem sjást t.d. frá Vestfjörðum, sjáist alltaf héðan frá Reykja- vík, a.m.k. ekki ef þau eru langt í norðri. Til glöggvunar og leiðbein- ingar fyrir norðurljósaathug- unarmenn hef ég tekið saman bækling um norðurljós og norðurljósaathuganir. Bæk- lingnum er skipt í tvo hluta, fyrri hlutinn fjallar um eðli og einkenni norðurljósa og skýrir markmið rannsóknanna en síðari hlutinn er útskýring á táknkerfi því, sem nú er notað við lýsingu norðurljós- unarmenn í hendur sérstök eyðublöð, sem þeim er gert að útfylla og auk þess leið- beiningar um útfyllingu beirra. — Kannski þú segir mér eitt- hvað um það sem við hefðum að réttu lagi átt að byrja á að tala um þ.e. norðurljósin sjálf. — Norðurljósin eru mest í 2000 — 3000 km fjarlægð frá norðurskautinu og mynda sveiglaga belti umhverfis það. Miðja sveigsins er segulskaut jarðarinnar en ekki heimskaut- ið. Hliðstæð norðurljósunum eru suðurljósin, sem eru í rauninni sama fyrirbærið og norðurljós- in. Það væri í rauninni þörf fyrir eitt heiti yfir bæði fyrir- bærin til að komast hjá mis- skilningi og hef ég í leiðbedn- ingabókinni, sem við ræddum um áðan leyft mér að nota samheitið segulljós fyrir hvort- tveggja. Norðurljósin eru oftast nær í liðlega 100 km fjarlægð frá jörðu en hæðin hefur komizt upp í 1000 km og niður í 70 km. Framhald á 7. siðu. « Þarna er hluti úr norðurljósafilmu. Stóri hringurinn sýnir allan himininn niður að sjóndeildarhringnum. HáJfhringirnir eru hlut- ar af öðrum norðurljósamyndum og teknar á mínútu fresti. Eyvmd- gildi í byrjun hins alþjóðlega „Sólkyrrðarárs“, sem nú stend- ur yfir. • ... » , . . Auk bækllngsins. fá ' athug-'

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.