Þjóðviljinn - 29.12.1964, Page 5
HÚDVILJINN
ú-iðjudagur 29. desember 1964
SlÐA
Sfeindór Árnason skipstjóri
Trillan ekki fær um að halda uppi
menningarlífi n útímaþjóifélags
Eg álít hið mesta glapræði
að leggja niður útgerð stórra
togara. Þeir eru beztu tækin
sem við eigum til þess að
stunda veiðar á djúpmiðum og
fjarlægum miðum. En þótt þeir
hafi yfirburði á þeim vöstum,
er ekkert réttlæti að meina
þeim hin grynnri miðin. Það
ssm hér verður drepið á mið-
ast við það eitt að hefja um-
ræður um orsakir þess hvernig
hag togaranna er nú komið, ef
verða mætti að ráð finndust til
úrbóta, þannig að togaraútgerð
yrði á ný blómleg atvinnu-
grein.
Andar köldu
Engum þeim sem fylgzt hafa
með togaraútgerð íslendinga
undanfarna áratugi getur hafa
dulizt sá kuldagjóstur er blás-
ið hefur um þann atvinnu-
rekstur, og það frá ýmsum
þeim aðiljum, er sízt höggva
skyldu.
Nú er svo málum koínið að
aldrei hefur verið eins svart í
álinn varðandi þennan útveg
og framtíð hans. Þegar fyrst
var farið að ræða um áð end-
urnýja togaraflotann í stríðs-
lok, sem þá var mjög við ald-
ur og úrelt kolaskip, og nota
til þess hluta af gjaldeyriseign
þjóðarinnar, ætlaði verzlunar-
lýðurinn vitlaus að verða, og
gerði kröfur til þess að fá
gjaldeyrinn allan til umráða.
Ekki er gott að leiða getum
að því, hvað þá hefði verið
keypt, en eitt er öruggt, að þá
mundu engin skip hafa verið á
þeim óskalista. Þó höfðu þessi
gömlu skip skilað óhemju auði
í þjóðarbúið, en það er oft
gleymt þegar gleypt er. Hvern-
ig er nú komið högum togara-
útgerðarinnar verður því mið-
ur að verulegum hluta að
skrifast á reikning þeirra
manna er honum hafa stjórn-
að. Við hverja árás á þeirra
hagsmuni, sem gerð hefur ver-
ið, hafa þeir lyppazt niður á
hinn dularfyllsta hátt, og nú
er útlitið það bágborið, að ós-
inn virðist blasa við stefni.
Það er ekki seinna vænna fyr-
ir þá togaraútgerðarmenn sem
halda vilja tryggð við þennan
rekstur að krefjast síns réttar
af einurð, og hörku ef með
barf, og standa eða falla með
honum.
Til þess nú að rökstyðja þær
sakir er ég hefi á borð borið
verð ég að tilfæra nokkur
dæmi af sanngirni valin. Strax
við úthlutun nýsköpunartogar-
anna kom hlutdrægnin skýrt
og ótvírætt í ijós. Hlutafélög
og bæjarfélög í Reykjavík og
Hafnarfirði voru stórkostlega
hlunnfærð fjárhagslega við
kaup skipanna og þeim með
því gert miklu erfiðara að
eignast og reka skipin á hag-
kvæman hátt. Þarna var um
upphæðir að ræða er skiptu
mörgum hundruðum þúsunda
á skip, sem viðkomandi félög
hefðu að öðrum kosti getað
notað sem eigið. rekstrarfé í
stað þess að fá það til láns hjá
banka með okurkjörum. Þessi
ráðstöfun átti eftir að hefna
sín grimmilega. Skipunum var
ráðstafað hingað og þangað út-
um landsbyggðina, hvort sem
nokkur aðstaða var til togara-
útgerðar á staðnum, eður ei.
En Reykvíkingar, sem hafa
langbezta aðstöðu til togaraút-
gerðar á landi hér, drógu að
sér hendur og hættu við tog-
arakaup, með ófyrirsjáanlegum
afieiðingum fyrir landsbyggð
alla. Vegna þessa urðu togara-
sjómennirnir að hypja sig í
land í stórhópum, og áttu
margir hverjir ekki aftur-
kvæmt á togara. Þetta atriði
verður ekki metið til fjár.
Reykvíkingar áttu sögulega
„Nú er svo málum komij að aldrei hefur verið eins svart í álinn varðandi togaraútveginn og
framtíð hans“.
heimtingu á sínum hluta nýju
skipanna, og mundu án efa
hafa notfært sér það, hefðu
þeir fengið notið sömu kjara
og aðrir þegnar íslenzkir.
Skipin hefðu þá verið staðsett
þar sem aðstaða er bezt til út-
gerðar, og miklum mun hag-
kvæmara er að gera út marga
togara en fáa. Allt jaðrar þetta
við skemmdarverk, og fram-
haldið ekki síður.
Fljótlega gáfust flest byggð-
arlög upp á togaraútgerðinni
vegna fjárskorts. Þá kom til
kasta veðhafa að annast eigna-
umsjón skipanna. Það tókst nú
ekki betur en svo að veðin
voru látin drabbast niður,
stundum umhirðulaus með öllu
og þá ofurseld þjófum og bóf-
um. Nú hafa sum þessara
glæsilegu skipa' verið seld úr
landi sem brotajárn, en önnur
eru tjóðruð við festar, hvort-
tveggja til mikillar vanvirðu
heimsins mestu fiskveiðiþjóð.
Eg fullyrði, að öll þessi skip
hefðu aldrei þurft að skorta
verkefni. Verkefnin eru á
hverju strái. Alls konar flutn-
ingar, veiðar, rannsóknarstörf,
fiskleit og fleira.
Illa er komið okkar málum,
ef allur áhuginn beinist að því
einu að gera úr okkur alumin-
íumþræla. Ekki má ég gleyma
því sem vel er gert, og á ég
þar við Þorskabítsævintýrið.
þar var líka skömmin á góðri
leið með að hljóta heimsfrægð.
Þegar farið var að flytja út
freðfisk í stórum stíl og gera
samninga um mikið magn til
langs tíma, var sá ósvífni við-
skiptamáti upptekinn að selja
karfaflökin á mjög lágu verði,
til þess að fá þeim mun hærra
verð fyrir þorskflök bátaflot-
ans, en karfaaflinn er eingöngu
togaranna eins og kunnugt er.
Maður skyldi nú ætla að nægi-
legt hefði þótt að gert með
þessari ráðstöfun, en því var
ekki að heilsa, heldur var
þorskverðið sem togararnir
fengu um 20°/p lægra heldur en
bátunum var greitt fyrir neta-
framleiðslu sína.
Þetta lága fiskverð til tog-
aranna var því tilfinnanlegra
þegar það er haft í huga að
fiskverð hér er það lægsta sem
til þekkist á Norðurlöndum og
þótt víðar væri leitað, hvernig
svo sem á því stendur.
Þegar mikla gengisfellingin
kom til framkvæmda 1949, þá
voru það togararnir einir skipa
sem ekki fengu að njóta þeirr-
ar ráðstöfunar að fullu, heldur
var sala erlendis skalttlögð um
10°/( þegar löndunarkostnaður
hafði verið frádreginn. Hugar-
farið brást ekki þá frekar en
endranær. Togurunum skal
blæða.
Togararnir sem
síldveiðiskip
' Fljótlega eftir að íslending-
ir eignuðust togara voru þeir
gerðir út á síldveiðar með á-
gætum árangri. Fyrst í stað
fiskuðu þeir eingöngu í salt, en
eftir 1925 voru þeir meira látn-
ir afia fyrir bræðslurnar. Og
það þótti ganga vel á stóra
togara sem á þá minni. En
með tilkomu kraftblakkarinnar
virðist hafa komið til sögunn-
ar tæknilegt vandamál í sam-
bandi við síldveiðar á stórum
togurum. Bæjarútgerð Reykja-
víkur gerði lofsverða tilraun
til þess að leysa þennan vanda,
en því miður án verulegs ár-
angurs
Það er ekki á færi eins út-
gerðarfélags að standa undir
fjárhagslegum tilraunum sem
þessum. Þessi gordionshnútur
verður að leysast á félagsleg-
um grundvelli, annað er ekki
sæmandi. Enginn fær mig til
þess að trúa öðru en að hin
tæknilega hlið verði auðleyst
þegar fjármagn er fyrir hendi
til þess að standa undir nauð-
synlegum tilraunum. Að bess-
um vanda leystum, verða stóru
togararnir ekki síður góð síld-
veiðiskip en þau se.j. bezt eru^
nú talin. En áhöfn doriunnar
er víst á öðru máli.
Glöggt er það enn
hvað þeir vilja
Þegar togararnir byrjuðu
veiðar með flotvörpu sendi
einn skipstjórinn skeyti í land
og spurðist fyrir um bað, hvort
ekki væri leyfilegt að fiska
með henni hvar sem pag
stóð ekki á svarinu: Öll veiði
með flotvörpu skyldi með-
hönd^uð á sama há+t .is og
um botnvörpu væri að ræða.
Þetta er vægast sagt mög vafa-
söm túlkun laganna um botn-
vörpuveiðar. Þeir sem ábyrgð
bera á þessari túlkun, geta
hælt sér af því að hafa valdið
togaraútgerðinni tugmiljóna
króna sköðum síðastliðinn
hálfan annan áratug, og hefur
margur orðið að hírast fyrir
minni sakir undir slá og lás.
Ekkert vitnar gegn því að
nota flotvörpu við þorskveiðar.
en allt mælir með þeirri að-
ferð. Hún er lang hagkvæmust,
fjárhagslega séð, og engin
veiðiaðferð skilar annarri eins
gæðavöru. Þoli þorskstofninn
við S og SV-ströndina til dæm-
is fimm hundruð þúsund tonna
veiði árlega, þá er það ekkert
smáatriði hver kostnaðurinn
er við að koma þeim afla á
land. Við það starf er flot-
varpan án efa samkeppnisfær
við hvert annað veiðarfæri.
Hvort þessi 600 þús. tonn eru
fiskuð djúpt eða grunnt hefur
engin áhrif, svo vitað sé, á
viðhald borskstofnsins. Þess
vegna er það sanngirniskrafa,
að á þeim hafsvæðum þar sem
nælonnet eru leyfð, megi einn-
ig nota öll önnur veiðarfæri,
þar með talin flotvarpa og
botnvarpa.
Það er mannúðarmál
að drepa
sandafiskinn
Það er ekki úr vegi að nefna
hér eitt dæmi um nauðsyn
þess að fara stundum grunnt
til fanga
Þegar þorskurinn hefur étið
yfir sig af loðnu upp við sand-
ana, og fengið fínasta jökulleir
inn í tálknin, þá leggst hann
á meltuna, verður sofandaleg-
ur og hreyfir sig lítið úr stað.
Skaftfellingar hafa sagt mér
að mjög lítill hluti hans eigi
afturkvæmt til eðlilegs lífernis.
Eitt er víst að hann verður
um lengri tíma auðveld bráð
rándýra og brimið skolar hon-
um oft á land unnvörpum. Það
virðist styðja tilgátu Skaftfell-
inganna að þorskurinn er að
flækjast þarna við sandana
stundum allt til hausts. Þess
vegna getur það ekki talizt
nein goðgá, að veiða þerinan
fisk hvar sem .til hans næst og
með hverju því veiðarfæri sem
hemtugast þýkir. nii'iVic
Hvað er landhelgi?
Það er, að mér hefur skilizt,
sá hluti af hafinu, ásamt land-
grunninu undir því, sem er
einkaeign hvers ríkis, er að
hafi liggur. Þar er allt frjálst
eiganda, er að veiðum lýtur.
Meðan Danir réðu hér ríkj-
um og sömdu við aðrar þjóðir
um fiskveiðar hér við land,
létu þeir okkur togarasjó-
mennina sitja á sama bekk og
útlendinga.
Eftir að við tókum þessi mál
í okkar hendur og allt fram á
þetta ár, hafa íslenzkir lög-
gjafar meðhöndlað togara-
mennina nákvæmlega á danska
vísu.
Þetta er þjóðarforsmán.
Svartur blettur á íslenzkri lög-
gjöf, frelsissvipting.
Það verður þegar í stað að
taka þessi mál til rækilegrar
endurskoðunar, áður en fleiri
íslenzkir sjómenn verða dæmd-
ir í tugthúsið fyrir að fiska
sér til lífsviðurværis.
Stundum hefur það við bor-
ið, að togararnir hafa fengið
smákropp á grunni því er ligg-
ur um Kolbeinsey. Fram á síð-
asta ár hefur landhelgislög-
gjöfin ekki verið túlkuð það
hatramlega að íslenzkir togar-
ar hafa verið færðir til hafnar
og kærðir fyrir landhelgisbrot
fyrir að fiska á þessum stað.
Ofstækið gagnvart togurunum
virðist færast í aukana með
hverri tunglkomu.
Í964 skeður þ'að svo að tog-
ari frá Akureyri er tekinn út-
norður langt í .sjá af íslenzku
varðskipi, færður til heima-
hafnar, kærður fyrir landhelg-
isbrot og sektaður um hundruð
þúsunda króna, auk alls þess
tjóns sem þessi skrípaleikur
bakar útgerðinni í sambandi
við stöðvun veiðiferðarinnar.
Já, nú er illa komið íslend-
ing.
íslenzkir togarasjómenn sem
eru að „sækja börnunum
brauð og færa björgin í
grunn“ eru settir á saka-
mannabekk og dæmdir í ó-
hemju fjárútlát, rændir öllum
afla, hvort sem hann hefur
verið fiskaður á bannsvæði
löggjafans eða ekki, sviptir
veiðarfærum hvort sem þeim
hefur verið drepið í helgan
sjó eða óhelgan, einungis
vegna þess að skipstjórunum
fannst nauðsynlegt að gera til-
raun um að forða stórtapi á
veiðiferð með því eina sak-
næma að bæta við afla sinn á
sama sjó og dragnót, rækju-
troll, humartroll, snurpunót,
nælonnet, lína, og handfæra-
slóði mega fiska án allra
kvaða. Hvaða réttlæti er þetta?
Eg spyr, hver á fiskinn í sjón-
um? Eg svara, þeir einir sem
hafa manndóm tú að sækja
hann í greipar Ægis. Aðrir
koma þar ekki til greina. Þá
endurskoðun fiskveiðilöggjaf-
arinnar, sem verður að gerast
nú, eiga útgerðarmenn og
fiskimenn að ákveða að mestu.
Þeir erja hafið og þeirra eru
hagsmunirnir mestir. Þekking-
in er sjómannanna frá manni
til manns.
Þegar afmörkun friðunar-
svæða, gotstöðva og uppeldis-
stöðva verður ákveðin, kemur
ekki til greina að hægt sé að
nota þær línur sem nú gilda,
enda hafa þær ekki verið á-
kveðnar af réttum aðilum,
fiskifræðingum og sjómönnum,
Meðan beðið er eftir þeirri
endurskoðun fiskveiðilöggjaf-
arinnar, sem ég nú hef rætt,
verða togaraútgerðarmenn og
sjómenn að krefjast þess, að
íslenzku togararnir megi nú
þegar fá til frjálsra afnota, til
jafns við önnur innlend fiski-
skip, allt það hefðbundna haf-
svæði sem ranglega var af
þeim tekið við útfærslu land-
helginnar 1952 og 1958. Enn-
fremur önnur þau fiskimið
innan gömlu iandhelgislínunn-
ar þar sem hagkvæmt getur
talizt að dómi fiskimanna og
fiskifræðinga að nota troll eða
flottroll til veiðanna í von um
góðan afla.
Skilið ránsfengnum -
Breytið hugarfarinu
Til þess nú að bæta togur-
unum lítillega það óhemju
ranglæti og þá féflettingu, er
þeir hafa orðið fyrir, og ég
hefi rætt hér að framan, er
ekki til of mikils mælzt þótt
ríkisstjórnin tæki til láns eins
og 300 miljónir króna til þess
að stofna voldugan rekstrar-
sjóð til afnota íslenzkum sjáv-
arútvegi. Sjóður þessi yrði að
vera fær um að lána rekstrar-
fé með mjög lágum vöxtum,
og í engu tilfelli hærri en 2°/(»,
Framhald á 7. síðu.
Vil/um ráða nokkra
járniðnaðarmenn
eða menn vana járniðnaði til fram-
leiðslustarfa.
Vélaverkstæði
Sig. Sveinbjörnssonar h/f,
Reykjavík.
t