Þjóðviljinn - 29.12.1964, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 29.12.1964, Qupperneq 7
ÞrMtfuífagur 29. desember 1964 ----------------------- -----------------------------------------ÞJÖÐVILJINN Sparnaður í rekstrarútgjöldum Framhald af 2. síðu sjóður endurgreiðir 1/3. Hér er að nauðsynjalausu haldið uppi 5 starfsmönnum, með til- heyrandi útgjöldum eins og heildarupphæðin sýnir. At- vinnuástandið hefur ekki í rúman áratug krafizt bessarar kostnaðarsömu starfsemi, en eigi að síður er henni haldið uppi óskertri ár frá ári, og virðist enginn vita hvað starfs- fólkið hefur fyrir stafni. Hér er augljóslega unnt að draga saman seglin^ og spara ef vilji er fyrir heridi, en því miður virðist hann skorta. Lagt er til að þessi útgjöld verði • áætluð 340 þús. og lækki því um 200 þús. kr. Önnur tillagan er um að lið- urinn Kirkjubyggingarsjóður 1.6 milj. kr. verði felldur niður. Engin ástæða er til að borgar- sjóður leggi stórfé á borgarbúa árlega til styrktar kirkjubygg- ingum. Hér vantar margt ann- að húsnæði á undan kirkjum, sem stendur boirgarsjóði nær að annast af meiri myndar- skap en verið hefur. Hallgríms- kirkia er átakanlegt dæmi um meðferð þess fjár, sem með þessum hætti hefur verið lagt á borgarbúa og er mál að linni áður en lengra er haldið á kostnað almennings í Reykja- vík. Þriðja tillagan er um að fella niður liðinn Almanna- varnir 1 milj. kr. Þessi út- gjöld eru algerlega óþörf og engin ástæða til að áætla fyrir þeim í fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar Svokallaðar „al- mannavarnir“ eru af flestum sem vit hafa á, taldar tilgangs- lausar ef til ófriðar dregur með nútíma drápstækjum. Her- veldin draga nú stórlega úr hemaðarútgjöldum sínum og sjaldan hefur verið friðvæn- legra þeirra í milli en síðustu árin. Hemaðarbækistöðvum er fækkað ár frá ári. Þeir, sem trúa á styrjöld, og vilja hér efna til eins konar „hernaðar- útgjalda“ þess vegna, ættu fremur að snúa sér að því að fjarlægja sjálfa hættuna, þ.e., herbækistöðvar Bandaríkjanna á íslandi, en að efna til út- gjaldabákns sem er þungt á skattþegnunum, en engum kæmi að gagni, þótt hættu bæri að höndum vegna hernáms lands- ins og herstöðva hér á landi, sem annað mesta herveldi heims hefur yfir að ráða. Fjórða tillagan gerir ráð fyrir að liðurinn Framkvæmd framfærslumála verði áætlað- Ur 2,milj. 496 þús. kr. í stað 2 milj. 646 þús. kr. í frum- varpinu. Lækkunin nemur 150 þús. ' kr. í ár er áætlað til framfærsluskrifstofunnar 2,4 milj. og sýnist óþarfi að hækka þá upphæð verulega, enda ekki um nema fjölgun eins starfs- manns að ræða. Fimmta og sjötta till. snerta meðlög með skilgetnum og ó- skilgetnum börnum. Lagt er til að hækka áætl. endur- greiðslur samkv. fyrri liðnum um 300 þús. kr. og samkv. síðari liðnum um 2 milj. kr Það er almenn skoðun og studd sterkum rökum að í þessum efnum megi herða inn- heimtu hjá bamsfeðrum og að sú innheimta sé í megnasta ó- lagi af hálfu borgarinnar og jafnvel mönnum mismunað sv'o áberandi sé. Stofnun og rekst- ur Kvíabryggju átti að auð- velda þessa innheimtu og kann að hafa gert það að einhverju leyti. Hitt virðist fráleitt að á borgarsjóði þurfi að lenda af þessum sökum 12 milj. og 400 þús. kr., en innheimt sé aðeins 9,5 milj. Hér þarf að gera átak og er till. við það miðuð að svo sé gert. Framkvæmdir Við gjaldabáklinn Gatna- og holræsagerð, er aðeins flutt ein breytingartillaga. Þessi gjalda- bákur er í frumv. áætl. 126.8 milj. en var í ár áætl. 102,1 milj. Hækkun 24,7 milj. Hér við bætist svo hluti borgar- sjóðs af benzínskatti 14 milj. og haskkun lóðagjalda á ný- byggingum um 5,6 milj. Þann- ig nemur hækkun liðsins raun- verulega 44,3 milj. kr. Mun þó ekki af veita til að hraða gatna- og holræsagerð svo sem æskilegt og nauðsynlegt er. Þrátt fyrir góðan gang á mal- bikunarframkv. í ár, hefur und- irbúningur nýrra byggingar- svæða gengið svo hörmulega ■ seint, að borgin hefur raun- verulega stöðvað nýjar bygg- ingarframkvæmdir allt þetta ár. Við skulum vona að sú saga endurtaki sig ekki á næs.ta ári. Ég vil lýsa því yfir að sú skoðun Alþýðubandalagsins er óbreytt, að leita hefði átt heim- ildar\ Alþingis til álagningar sérstaks skatts á stóreignir miðbæjarins í Reykjavík til framkvæmda á gatnagerðaráæti- uninni í stað þess að taka upp- hæðina svo að segja alla með útsvörum, svo sem er stefna borgarstjórnarmeirihlutans og greinilegast kemur fram af þessu frumv. Það eru vissu- lega takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á almenn- ing í útsvörum, jafnvel þó framkvæmdir séu æskilegar og nauðsynlegar. Till. sem flutt er til lækkun- ar er um að liðurinn Aðrar framkvæmdir verði ákveðinn 100 þús. í stað 200 þús. kr. Kostn. þessi reyndist 61 bús. 1963 og sýnist þessi mi'kla hækkun miðað við þá reynslu óþörf, enda þegar búið að á- ætla 48 mili. til nýrra holræsa- og viðhalds eldri holræsa, samkv. frumv. Við gjaldabálkinn Fasteignir er flutt sú breytingartillaga að áætlað framlag til kaupa á fasteignum og erfðafestu- löndum, verði 5 milj. í stað 6 milj. í frumv. þ.e. lækki um 1 milj. kr. Þessi kostnaðar- liður reyndist 659 þús. 1963 og er áætlaður í ár 3 mili. kr. Virðist ofrausn að tvöfalda hann á einu ári og nær tí- falda hann frá 1963. Lagt er til að gjaldabálkur Vextir og kostnaður við Ián verði ákveðinn 1 milj. kr. í stað 1,2 milj. í frumv. Ekki virðist ástæða til að hækka hessa áætl. frá þessu ári og árið 1963 reyndist þessi kostn. aðeins 442 þús. kr. Tvær breytingartill. eru við gjaldabálk önnur útgjöld. Sú fyrri við lið Ráðstefnur. Lagt er til að liðurinn lækki úr 450 þús. í 400 þús. þ.e. um 50 þús. kr. Er þá miðað við að halda óbreyttri áætlun þessa árs, enda nauðsynlegt að hafa gát á kostnaði sem þessum. Síðari till. til lækkunar á þessum gjaldabálki er um að Óviss útgjöld lækki um 200 þús. kr. eða úr 1 milj. í frumv. í 800 þús. Er það sama upp- hæð og áætluð er í þlssu skyni á þessu ári. Aðgæzlu ber að hafa á slíkum lið sem þessum, ekki sízt þegar fjárhagsáætlun er há og rúm í flestum grein- um og auðvelt að koma all- flestum greiðslum fyrir á þá gjaldaliði sem fyrir eru og bú- ið að áætla ríflega til. Sýningarskáli Þær breytingartillögur til lækkunar á rekstrarútgjöldum sem við Alþýðubandalagsmenn flytjum og ég hefi gert grein fyrir lækka rekstraráætl. borg- arsjóðs um 13 milj. 775 þús. kr. Verður það þá ekki nettó- lækkun rekstrarútgjalda, þar eð við flytjum tvær till. til útgjaldaukingar á rekstrará- ætlun borgarsjóðs. Félag ísl. myndlistarmanna hefur snúið sér til borgar- stjórnar með beiðni um styrk til byggingar nýs sýningarskála, er ákveðið er að reistur verði á Miklatúni. Mikil nauðsyn er á því að slíkur sýningarskáli verði reistur hið allra fyrsta, og þess er engin von að lista- mennirnir geti byggt þetta hús, sem áætlað er að kosti 5—6 milj. kr., án fjárstuðnings frá ríki og borg. Ég hygg að flest- ir séu líka sammála um að veita þeim nokkurn stuðning. Á eignabreytingaáætlun er gert ráð fyrir 2 milj. kr. framlagi til framkvæmda á Miklatúni og þar af 500 þús. til bygg- ingar sýningarskála. Réttara virðist þó, eðli málsins samk'’., að færa byggingarstyrk til sýningarskála á rekstraráæti- un, þar sem skálinn verður ekki eign borgarinnar heldur samtaka myndlistarmanna. Með þetta í huga höfum við talið rétt að gera ráð fyrir þessum styrk á rekst.raráætlun og lækka þá framlag til Mikla- túns um 500 þús. kr. á eigna- breytiogaáætlun. Hins vegar teljum við ekki verða hjá því komizt að ætla Fél. fsl. mynd- listarmanna 1 milj. kr. styrk í þessu skyni á árinu og er þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir að Alþingi og rfkisstjórn sýni bessu málefni einnig skilning. Gert er ráð fyrir að útgjöld þessi komi á sem nýr liður. Húsnæðismálin Hin till. okkar til hækkunar gjaldamegin á rekstraráætlun er um að upp verði tekinn nýr liður er verði Aðstoð við hús- næðislausar fjölskyldur 1 milj. kr. Fyrir ári fluttum við sömu till. við umræður um fjár- hagsáætlun, en hún náði ekki fram að ganga. Sízt hefur á- standið í húsnæðismálum batnað síðan - þá, barnafjöl- skyldur eiga einkum mjög ó- hægt með að fá inni þegar bær lenda í húsnæðishraki. f- búðir fást ekki leigðar nema greitt sé fyrirfram hálft ár. heilt ár eða meira. Er það mörgum ofviða og bá oft eina úrræðið að leita til borgarfé- T I L S Ö L U : EINBÝLISHÚS — TVÍBÝLISHÚS og íbúðir af ýmsum stærðum í Reykjavík, Kópavogi og nágrenni. * OG EIGNA Bankastr. ( sími 16631 MADE IN U.S.A „Camel stund er ánægju stund!u Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af gæðatóbaki, mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN. strax í dag! i ------------------- SIÐA lagsins um aðstoð. Sama á sér stað ef fólk ræðst í að kaupa íbúð. Oft vantar bá herzlumuninn til að geta fest kaupin og tryggt sér þannig húsnæði. Er vissulega kominn tími til að borgarstjórnin geri sér grein fyrir því að óhjá- kvæmlegt er að ætla nokkurt fé á fjárhagsáætlun til aðstoð- ar fólki sem lendir í húsnæð- ishraki og hefur ekki í annað hús að venda en leita til síns bæjarfélags um nokkra fjár- hagsaðstoð til að leysa vand- ann. Útgjöld af þessum tveimur till. til hækkunar á rekstrar- áætlun nema 2 milj. kr. og koma þær til frádráttar þeim 13 milj. 775 þús. kr., er till. okkar til útgjaldhækkunar námu, þannig að nettólækkun útgjalda á rekstraráætlun nem- ur samkv. breytingartill. okk- ar Alþýðubandalagsmanna 11 milj. 775 þús: kr. og myndu heildarrekstrargjöld borgar- sjóðs samkv. því lækka úr 527 milj. 947 þús. í 516 milj. Í72 þús. kr. Er það till. og ætlun okkar Alþýðubandalagsmanna, að þessi beina lækkun rekstrarútgjalda borgarsjóðs, svo og sú hækk- un annarra tekjuliða en út- svara á tekjuáætlun, er af breytingartillögum okkar leiddi, ef samþykktar yrðu, verði til þess notuð að lækka útsvars- upphæðina. Tekjuhækkunartill. námu eins og fyrr segir 73 milj. 150 þús. kr., og er því með þeirri upphæð, ásamt því sem sparast á rekstrarútgjöld- um, unnt að lækka áæltaða út- svarsupphæð úr 446 milj. 297 þús. í 361 milj. 372 þús. kr. eða um 84 milj. 925 þús. kr. þ.e.a.s. rúm 19%. Tríllan Framhald af 5. síðu. Ef hann lánaði eingöngu útá afla ætti hann að vera tryggður gegn öllum töpum. Þá m"ndi slík voldug peningastofnun verða sá burðarás útgerð ís- lendinga, sem ásamt öðrum viturlegum ráðstöfunum gæti haft úrslitaáhrif á starfsgrund- völl hennar. Atvinnulega og menningarlega séð, getur eng- in fjárfesting orðið heilla- drýgri okkar fiskveiðiþjóð. Tveggja miljarða aluminí- umverksmiðja, sem fengi hálf- gefins rafmagn, yrði aldrei annað en hismið eitt, saman- borið við fiskveiðar og fiskiðn- að landsmanna sjálfra. Við erum forustuþjóð heims á þessu sviði. Þess vegna er áhættulaust með öllu að taka erlent stórlán til þess að halda þeirri aðstöðu, meðan sjór er sóttur af kappi og aflinn sem á land kemst er fullnýttur af vísindalegri hagsýni. Eg læt hér staðar numið að sinni. Þó get ég ekki endað þetta rabb án þess að nefna hið algjöra kæruleysi sem rikt hefur varðandi botnlagsrann- sóknir djúpmiða og kortlagn- ingu þeirra, þrátt fyrir síend- urteknar kröfur fiskimanna til úrbóta. Hvenær mun sá dagur ljóma, er af grunni rís íslenzk vís- indastofnun, er hefir það hlut- verk eitt að endurbæta eldri gerðir veiðu a ov finna upp ný og afkasta. i’-il veiðitæki? TIL SðLU: 2. herb. íbúð í tví- 'wlishúsi. Sér inngangur Sér hiti. Stærð 75 ferm Stórfal- leg lóð Alveg sér — rbúðin eT laus upp úr aramótum lutnlne*skrt4»tof«s- [ÞorvaiSyr K. Þorsleíi 'MjklubrauF 74. _• •. |Fa»lflðn«vl8«l<Stli , ij/tfmurtöur" Tr.ýððVai

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.