Þjóðviljinn - 09.01.1965, Side 12

Þjóðviljinn - 09.01.1965, Side 12
Utvegsbankamálið fer aftur til saksóknara: STJÓRN STARFSMANNAFÉLAGS- INS TÓK EKKI ÁMINNINGUNNI! Laugardagur 9. janúar 1965 — 30. árgangur — 6. tölublað. Frá aðalfundi ÆFR er Sigríður Sigurðardóttir með silfurbikarinn og nokkrir íþróttamenn er hlutu Fremst á ■ í gær var mál stjórnar^ Starfsmannafélags Útvegs- bankans tekið fyrir í saka- dómi Reykjavíkur og var öll stjómin þar mætt. Lýstu stjórnarmenn því allir yfir að þeir myndu ekki taka á- minningu fyrir brot gegn lögum nr. 35/1915, sem þeir voru ákærðir fyrir, þar sem þeir viðurkenndu ekki að hafa gerzt brotlegir við þau lög. Verður málið því sent saksóknara ríkisins á nýjan leik til fyrirsagnar. í gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá Halldóri Þorbjörnssyni saka- dómara um afgreiðslu málsins fyrir sakadómi í gær. „Hinn 12. nóvember f.á. sendi saksóknari ríkisins sakadómi Reykjavíkur beiðni um að rann- sókn færi fram út af því atviki, að starfsmenn Útvegsbanka ís- lands komu eigi til vinnu mánu- daginn 2. nóvember 1964. Rannsókn þessi fór síðan fram og var endurrit af henni afgreitt til saksóknara 20. nóv- ember. Með bréfi dags. 7. þ.m. hefur saksóknari sent sakadómi málið á ný, og segir í bréfinu: .... „samþykkt er að máli þessu verði lokið með áminningu á hendur stjórn Starfsmannafélags Útvegsbankans, þeim Adolfi Björnssyni, bankafulltrúa, Aust- urbrún 2, Gunnlaugi Björns- syni, bankafulltrúa, Bogahlíð 26, Sigurði Guttormssyni, banka- fulltrúa, Kaplaskjólsvegi 49, Þorsteini Kjartani Friðrikssyni, deildarstjóra, Álfheimum 62, og Þóru Ásmundsdóttur, bankafull- trúa, Laufásvegi 75, öllum í Reykjavík, fyrir brot gegn 1. gr. nefndra laga nr. 33, 1915, enda láti allir stjórnarmenn við þau málalok sitja.“ Málið var tekið fyrir í saka- dómi hinn 8. janúar. Komu hin ákærðu þá fyrir dóm. Lýstu þau öll yfir því, að þau myndu ekki taka áminningu fyrir brot gegn lögum nr. 33, 1915, þar sem þau viðurkenni eigi að þau hafi gerzt brotleg við þau lög. Framhald á 9. síðu Maðuriisn esm ekki fundinn Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum hefur Ieitin að sjómanninum, sem verið hefur týndur síðan á þriðjudagskvöld, enn engan á- rangur borið. Var í gær gerð viðtæk leit að manninum í bænum og nágrenni hans, en eins og fyrr greinir bar hún engan árangur. í dag mun hans verða leitað í höfninni. Hér er um að ræða Stefán Pálsson sjómann til heimilis að Háteigsvegi 13 í Vestmannaeyj- um. Er hann kvæntur og á 7 börn. Þorsteinn Marelsson prentarí var kjörínn íormaður Aðalfundur Æskulýðsfylking- arinnar í Reykjavík var haldinn í fyrrakvöld og var hann all- fjölsóttur. Ólafur Einarsson, fráfarandi form., setti fundinn og flutti skýrslu fráfarandi stjórnar. Guðvarður Kjartansson las síð- an reikningana. Þá var tekið til við stjórnar- kjör og hlutu þessir kosningu. Formaður; Þorsteinn Marels- son, prentari, varaformaður Guðvarður Kjartansson, skrif- stofumaður, ritari Rannveig Haraldsdóttir, prófarkalesari, gjaldkeri Bjarni _ Zópóníasson, spjaldskrárritari Ólafur Orms- son verkamaður og meðstjórn- endur eru þeir Arnmundur Bachmann, stud. ju., Gunnar Óskarsson, Guðmundur Magnús- son og Sævar Númason. Endurskoðendur voru kjömir þeir Gísli B. Björnsson og Einar Ásgeirsson og varaendurskoð- andi Gísli Gunnarsson. Að stjórnarkosningunni lok- inni var Suður-Afríkumálið rætt og urðu um það fjörugar um- ræður svo að ekki gafst tími til að afgreiða endanlega stofnun fulltrúaráðs ÆFR. Nánar verður sagt frá fund- inum í Æskulýðssíðunni' á fimmtudaginn kemur. stig við kjörið. Talið frá vinstri: Eyleifur Hafstein sson, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Gíslason, Jón Þ. Ólafsson, Hrafnhildur Guðmundsdótti r og Ragnar Jónsson. (Ljósm. Þjóðv. G.M.) arsans Mikil pressugleði var í Nausti í gærdag og blússuðu þar marg- ar myndavélar og íþróttafrétta- ritarar blaðanna voru með skrif- færin á lofti, en þarna var lýst kjöri íþróttamanns ársins á veg- um félags íþróttafréttaritara. Að þessu sinni var kjörin ung handboltastúlka að nafni Sig- ríður Sigurðardóttir í Val og var henni afhentur skínandi fagur silfurbikar við þetta tæki- færi að viðstöddum heiðursfor- seta ÍSÍ Benedikt G. Waage og forseta ÍSÍ Gísla Halldórssyni. Þá útdeildi Atli Steinarsson, formaður félagsins aukaverð- launum til níu annarra íþrótta- manna fyrir athyglisverðan á- rangur á síðastliðnu ári. Annars urðu úrslitin í þessu kjöri sem hér segir: Sigríður Sigurðardóttir, hand- knattleikur, 66 _ stig, Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR, körfuknatt- leikúr, 47 stig, Valbjörn Þor- láksson, KR, frjálsar íþróttir, 40 stig, Guðmundur Gíslason, ÍR, sund, 35 stig. Ragnar Jóns- son, FH, handknattleikur, 22 stig, Kjartan Guðjónsson, ÍR, frjálsar íþróttir, 17 stig, Hrafn- hildur Guðmundsdótir, ÍR, sund, 15 stig, Þórólfur Beck, Glasgow Rangers, knattspyrna, 15 stig, Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram, handknattleikur, 14 stig, Eyleif- ur Hafsteinsson, ÍA, knatt- spyrna, 14 stig. Þá hlutu eftirtaldir átta í- þróttamenn stig. Magnús Guð- mundsson, ÍBA, Sigríður Sigurð- ardóttir ÍR, Ólafur Guðmunds- son, KR, Jón Þ. Ólafsson, ÍR, Hörður Kristinsson, Ármanni, Óskar Guðmundsson, KR, Hall- grímur Jónsson, ÍBV, og Ingólf- ur_ Óskarsson, Fram. íþróttamaður ársins var sem sagt kjörin Sigríður Sigurðar- dóttir úr Val fyrir hæfni í handknattleik. Sigríður er ein £if þessum reykvísku húsmæðrum er vinn- ur úti og stundar barnagæzlu í Barónsborg og er gift Guðjóni Jónssyni, sem er íslandsmeistari í handknattleik. Það er Sigríður líka. Þau eiga þriggja ára dóttur. Sigríður æfir tvö kvöld í viku og segist hafa fómað sauma- klúbbum fyrir íþróttir. tafir við sorp- hreinsunina vegna snjóa Þjóðviljinn sneri sér í gær til sorphreinsunar Reykjavíkur og Ieitaði upplýsinga um það hvern- ig gengi með sorphreinsunina í borginni en undanfarna daga hafa verið mikil vandræði með sorphreinsunina vegna snjókom- unnar um daginn. Guðjón Þorsteinsson starfs- maður hjá borgarverkfræðingi sem hefur yfirumsjón þessara mála á hendi skýrði svo frá að í dag myndi verða lokið yfirferð um borgina og ætti þá mestu vandræðunum að verða lokið. Hann sagði að mjög víða hefði ástandið verið orðið slæmt en þó einna verst í stórum íbúða- blokkum. Við sorphreinsunina starfa nú 93 menn með 19 bíla og milli jóla og nýárs unnu einnig að henni 12—15 skólapiltar og unnu þeir í tveim flokkum á nóttunni. Eru þeir nú hættir þar sem skólamir eru byrjaðir aftur. Vegna snjókomunnar um dag- inn urðu mjög miklar tafir á sorphreinsuninni bæði vegna ó- færðar á götunum og eins sök- um þess að víða var seinlegt og erfitt að komast að sorptunnun- um við húsin vegna skafla. Það bætti svo ekki úr skák að um jól og nýjár fellst alltaf til miklu meira sorp en venjulega og gat snjókoman því ekki kom- ið á öllu óheppilegri tíma. Bóndi í Álftafirði hlaut bíl og bát Ungur bóndi í Álftafirði á Austurlandi, Snorri Guðlaugs- son, hlaut vinninginn í haþp- drætti Krabbameinsfélagsins, bifreið og bát. Þau tvö happ- drætti, sem Krabbameinsfélagið hélt á sl. ári, gengu mjög vel og er félagið þakklátt öllum landsmönnum fyrir veittan stuðning. (Frá Krabbameinsfélaginu)'. 24 útköll og 8 slys á 8 dögum Á þeim átta dögum, sem liðn- ir eru ‘ af nýja árinu hefur slökkviliðið í Reykjavík verið kallað 24 sinnum út, eða þrisv- ar sinnum að meðaltali á dag. En á sama tíma hafa orðið 8 slys á mönnum. Hildur iosnaði úr strandinu ■ Vélskipið Hildur RE 380 strandaði í fyrradag um kl. 3 miðdegis fvrir utan Krossanes en innan við Nunnuhólma á Eyjafirði um 300 m. frá landi. Skipið var á leið til Akureyrar með sement. Svartaþoka var yf- ir en gott veður að öðru leyti. Er skipið strandaði var það komið talsvert vestur fyrir venjulega siglingaleið og sáu skipverjar allt í einu svarta þúst fram undan skipinu og var það Nunnuhólmi. Sveigðu þeir þá af leið til að forðast strand en skipið lenti þá á skeri og sat þar fast. Ekkert fréttist til Hildar fyrr en kl. 9 í fyrrakvöld, er bónd- inn á Brávöllum i Glæsibæjar- hreppi Pétur Guðjónsson sá ljósaffang nndan landi. Fór hann á flatbytnu út í skipið. Ekki var hafizt hsnda við björgunaraðgerðir þar serp ætl- uinin var að ná skipinu ’út á ftóðinu sL nótt. En ekki þurfti að bíða svo lengi, því Hildur losnaði skömmu fyrir hádegi í gær. Var Hún ósködduð með öllu svo og sá vamingur, sem hún hafði innahborðs. Hildur er 366 smálestir, eikar- skip, smíðuð 1945. Hún er eign Kristjáns Eiríkssonar, útgerðar- manns I Reykjavík. Hún hét áð- ur Baldur og þar áður Pólstjarn- an. Ávarp til þjóðarinnar í,Að Bjarkarstíg 6 á Akur- eyri stendur hús Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi. Hús þetta lét Davíð sjálfur reisa og bjó þar meir en tvo ára- tugi. Húsið með öllu sem i því er minnir á Davíð einan. Hver hlutur. geymir brot af hugsun hans og smekk. Hér kvað hann ýmis fegurstu ljóð sín og segja má, að sjálf þögn hússins sé eitt af ljóðum skáldsins. Þegar við andlát Davíðs var um það rætt, að heimili þjóð- skáldsins yrði að varðveita eins og hann skildi við Það hinzta sinni. Tækifærið var einstakt tii þess að geyma minningu and- legs höfðingja og mikils Is- Iendings. Allir virtust sam- mála. Aðeins þyrfti einhverja til að hefjast handa. Nú hefur riðið á vaðið með því að kaupa hið dýrmæta bókasafn skáldsins. Erfingjar hafa gef- ið húsmuni Davíðs og list- muni. Eftir er húsið eitt, og virðist einsætt, að hér komi til hlutur þjóðarinnar allrar. Davíð var meira en Akureyr- ingur eða Eyfirðingur. Hann var Islendingur, þjóðskáldið, sem langa ævi naut meiri ást- sældar en flest, ef ekki öli íslenzk skáld fyrr og síðar. List hans öll stóð djúpum rótum í íslenzkri þjóðmenn- ingu og þjóðarsál. Hér er það einmitt þjóð- arinnar allrar að sýna þakk- læti í verki og ræktarsemi. Á því vaxa allir. Áhugamenn á Akureyri, á- samt stúdentafélaginu á Ak- ureyri hafa tekið höndum saman um að efna til sam- skota með þinðinni til kaupa á húsi Daviðs. Vér treystum því, að þeim mörgu Islendingum viðsvegar um land, sem sótt hafa yndi f ljós Davíðs Stefánssonar á Akureyrarbær , liðnum árum, sé bað l.iúft að gjalda svo skuld sína við skáldið. að þeir leggi eitthvað af mörkum til þess að heimili Daviðs frá Fagraskógi megi varðveitast sem eitt af véum íslenzkrar menningar. . Dagblöðin í Reykjavík sem og önnur blöð í bæjum lands- ins eru beðin að birta ávarp þetta og jafnframt pr þess væntzt, að þau taki á móti framlögum. Einnig er mælzt til þess við unnendur Dav- íðs út um land f sveit og við sæ, að þeir hafi forgöngu um fjársöfnun og geta þeir snú- ið sér til einhvers úr fram- kvæmdanefnd og fengið serida söfnunarlista. Verða nöfn _ einstakra gefenda færð inn i j sérstaka bók, sem verður ! geymd í húsi Davíðs. Gjald- keri söfnunarinnar er Harald- ur Sigurðsson. Útvegsbankan- um. Akureyri. Pósthólf 112. f framkvæmdanefnd. Guðmundur Karl Pétursson. Þórarinn Bjömsson, Brynjólfur Sveinsson. Sigurður O. Bjömsson, Sverrir Pálss^^. Freyja Eiriksdóttir, Ragnheiður Árnadóttir. Aðalgeir Pálsson. Haraldur Sigurðsson.”

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.