Þjóðviljinn - 26.01.1965, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 26.01.1965, Qupperneq 2
2 SIÐA ÞJ6ÐVILJIM Þriðjudagur 26. janúar 1965 Upplýsingar norska sjávar- útvegsmálaráðherrans Um sl. áramót átti Magnús Andersen sjávarútvegsmálaráð- herra Noregs viðtal við NTB og gaf ýmsar upplýsingar við- víkjandi sjávarútvegi Norð- manna á sl. ári. Ráðherrann sagði að fiskafli Norðmanna á árinu 1964 hefði numið 1,4 milj. tonna, að verð- mæti upp úr sjó 780 milj. n. kr. Til samanburðar sagði hann, að á árinu 1963 hefði fiskaflinn verið reiknaður á sama hátt 1,18 miljón tonn, og verðmætið þá upp úr sjó ca. 700 miljón n. kr. Þorskaflinn sl. ár var 170 þús. tonn, og því 3,300 tonn- um minni en árið áður. Hins- vegar óx síldaraflinn miðað við árið á undan, um 212 þús. tonn. Eftir þeim tölum sem fyrir lágu taldi ráðherrann, að út- flutningsverðmæti fiskafurða mundi aukast um ca. 100 mili. n. kr. samanborið við 1963. og þá verða ca. 1100 miljónir norskra króna. Ráðherrann sagði að selveiði Norðmanna í Nýfundnalands- ísnum hefði verið góð á ár- inu, en frekar léleg í Vest- urísnum. 1 allt veiddu Norð- menn 253 þús. seli, að verð- mæti 37,6 miljónir n. kr. mið- að við aflann óunninn. Þetta er talin þeirra verðmesta sel- veiði síðan heimsstyrjöld lauk. Þá kom ráðherrann inn á það að þorskaflinn við Norð- ur-Noreg hefði verið í rýrara lagi á árinu, en hinsvegar hefði ufsaveiðin við Norður-Noreg orðið ein sú allra mesta og á tímabili valdið nokkrum erfiðleikum hjá vinnslustöðv- unum, enda hefði ársaflinn hækkað úr 107 þús. tonnum 1963 í 143 þús. tonn 1964. Ráðherrann taldi að Norð- mönnum hefði yfirleitt gengið vel á fiskmörkuðum heimsins, að undanteknum saltfiskmark- aðnum i Brasilíu sem hefði að --------—------------------------<$> ýmsu leyti brugðizt. Síldar- mjöls- og síldarlýsismarkaðinn taldi hann vera tryggan nú. Magnus Andersen sjávarút- vegsmálaráðherra lýsti áhyggj- um sínum í viðtalinu útaf minnkandi fiskigengd í Norð- ur-Atlanzhafi. Taldi hann hik- laust að um ofveiði væri að ræða og þyrfti að |era rót- tækar ráðstafanir gegn vax- andi fiskleysi í norðurhöfum. Hann sagði að Norðmenn hefðu reynt að ljá þessu máli lið á vettvangi alþjóðastofnana, en meira yrði að gera. Hans taldi að aukning möskvavíddar hamlaði að vísu gegn ofveiði, en taldi hinsvegar slíkar sam- þykktir, þó góðar væru, ekki. fullnægjandi eins og á stæði. Hann talaði um nauðsyn víð- tækrar samvinnu þjóða á milli til að stöðva ofveiðina, og tal- aði um í því sambandi að koma þyrfti á ströngu eftirliti á úthafinu, þar sem hver þjóð hefði rétt til að rannsaka í annarra þjóða skipum hvort sambykktum væri hlýtt. Þá kom ráöherrann inn á nauðsyn þess að auka fiski- rannsóknir stórlega tii að skapa meiri og víðtækari bekkingu en nú væri fyrir fyrir hendi á þessu sviði. • Ráðherrann taldi líka mikla nauðsyn á því að vinna sjáv- araflann í miklu stærri stíl til manneldis heldur en gert hefur verið til þessa, og auka þannig stórlega verðmæti þess fisks sem veiddur er. Taldi hann þarna mikla möguleika fyrir hendi og mikið verk ó- unnið. Þá boðaði hann aukna leiðbeiningarstarfsemi viðvíkj- andi, allri ..meðferð. á fiski. Þetta eru aðeins sýnishom af viðhorfum ráðherrans, eins og þau komu fram i þessu merka viðtali við NTB. Annars virðast flestir sem um þessi mál rita, hafa miklar áhyggj- ur, sérstaklega vegna ört þverrandi þorskafla í Norður- Atlanzhafi. Stórsíldarverð í Noregi í vetnr Kanadastjórn á nú í erfiileikum OTTAWA 23/1 — Minnihluta- stjóm Frjálslynda flokksins í Kanada á nú við erfiðleika að stríða eftir að einn ráðherrann hefur verið rekinn úr stöðu sinni. Lester Pearson, forsætis- ráðherra, sem hafði ætlað að dveljast í Toronto yfir helgina, kom í gærkvöld til Ottawa eftir að hafa fvrr um daginn mælzt til þess við Yvon Dupuis. þekkt- an franskættaðan stjórnmála- mann og ráðherra án ráðuneyt- is, að hann hyrfi úr ríkisstjóm- inni Dupuis skýrði fréttamönnum b?nn teldi. rétt að hann hyrfi . úr stjóminni meðan lögreglan rannsakaði það sem ráðherran-n kallaði hneykslis- mál og fjallar um það, hvort at- kvæðagreiðsla skuli fara fram um það í kiördæmi ráðherrans hvort reisa skuli veðhlaupabraut. Stjórnarandstaðan á þingi hefur krafizt þess, að ríkis- stjórnin gefi skýrslu um brott- rekstur ráðherrans. Frá þvi í nóvember hafa þrír ráðherrar frá Quebec verið sakaðir um bað að vera ekki hæfir um að gegna stöðu sinni. Stuttu eftir nýárið var aug- And- styggileg sjálfhelda Þegar hernámsliðinu var heimilað að stækka sjón- varpsstöð sína á Keflavíkur- flugvelli var flutt tillaga um það á alþingi að stækkunar- levfið yrði afturkallað, því ekki hafði verið haft fyrir því í upphafi að bera málið undir þing fremur en aðrar hernámsframkvæmdir Um- ræðum um tillöguna var út- ▼arpað. og aliir málsvarar stjórnarflokkanna voru sam- mála um það að stækkunin væri einber hégómi. með henni væri aðeins verið að bæta örlítið sjónvarnsskil- yrði dátanná á vellinum, en hitt væri hreinasta fjarstæða að sjónvarpið drægi til Reykjavíkur. enda væri her- námsiiðinu sízt í hus að reyna að smeygja sér inn í friðhelgi íslenzkra heimila. Meðal ræðumanna var Bene- dikt Gröndal, formaður út- varpsráðs, og hann lagði af sérþekkingu sinni þunga á- herzlu á það hvað stöðin á Miðnesheiði væri kraftlítil og ómerkileg Talið væri að sjónvarpsstöð í Reykjavík vrði að vera 5.000 vatta, sagði Benedikt, og hélt á- fram; „takið eftir, 5.000 vatta. . Hér er verið að rífast um 50 vatta stöð á Keflavíkur- flugvelli Eitt hundrað sinn- um sterkari verður fyrsta s'töðin okkar að vera Á þessu s.iá menn stærðarhlutföllin og hversu litlar þser stöðvar eru og eftir því lélegar sem við erum að deila um“ Ekki er að efa að bessi sér- fræðilegu ummæli Benedikt.s Gröndals hafi haft áhrif Þarna talaði sá sem gerst hlaut að vita, siálfur for- maður útvarpsráðs, sá ís- lendingur sem mest hafði beitt sér fyrir innlendu sjón- varpi og hlaut að hafa kann- að allar aðstæður gaumgæfi- lega. Var ekki meira mark takandi á honum en ðbreytt- um þingmönnum sem ekki höfðu gert siónvarn að Iífs- hlómi sínu? Við skulum kalla Benedikt Gröndal siálfan til vitnis: hann sagðf í blaði sínu fyrir nokkrum dögum: „Það er eðlilegt að hugs- andi mönnum ógni það á- stand að hið bandaríska sión- varp skuli vera komið á 5-6000 heimili. og megi því gera réð fvrir að 25—30 þús. manns horfi meira eða minna . á bað Þetta mál er ein and- stvsgileg sjálfhelda". Þetta ðgnarlega ástand og þessi andstyggilega siálfhelda stafar af því einu að tekið var mark á Benedikt Grön- dal fyrir þremur árum Og vmsir sem daglega hafa fvr- ir augum menningargálga þá sem gnæfa á 5.0CiO húsum í Revkjavík og nágrennj munu velta því fvrir sér hvort Benedikt Gröndal hafi sagt vísvitandi ósatt á Albingi fs- lendinga 28da febrviar 1962. eða hvort hinn siálfskipaði sérfræðingur hafj ekkert vit- að um það viðfangsefni sem hann þðttist vera að fræða aðra um. — Austri. lýst stórsíldarverðið á kom- andi vetrarsíldarvertíð eins og frá því er gengið með samn- ingum. Bræðsluverðið hækkar nokkuð frá því í fyrra, og er þessi hækkun sögð tilkomin vegna gróða síldarverksmiðj- anna á lýsi og mjöli sl. ár. Á hinu venjulega vetrar- og vorsíldarsvasði allt til Norður- Noregs, er samið um fast bræðslusíldarverð yfir allan tímann. Hinsvegar er bræðslu- síldarverð í Norður-Noregi bundið ákveðnu fituinnihaldi síldarinnar. Fasta stórsíldar- verðið er n. kr. 21,30 fyrir 100 lítra af síld. í íslenzkum krón- um 196,20 fyrir málið. Verð- ið á vorsíldinni n. kr. 19,50; ísl. kr. 175,50 fyrir málið. í Norður-Noregi er .stórsíld- arverðið n. kr. 19,25 miðað við 10°/r fituinnihald, og verðið á vorsíld n. kr. 15,35 miðað við 7% fitu. Þetta verður í isl. kr. 173,25 og 138,15 fyrir mál- ið. Fari fituinnihald síldarinnar yfir þessar ákveðnu prósenttöl- ur, þá hækkar verðið um n. kr. 1,07 fyrir hverja fituein- ingu, miðað við 100 lítra mál. Og á sama hátt lækkar verð- ið um sömu upphæð fyrir hverja fitueiningu fari fitu- innihald síldarinnar lengra nið- ur en umtalað er, einnig mið- að við 100 lítra mál. Stórsíldar- og vor- síldarverð til mann- eldis Fyrir síld til ísunar og út- flutnings, frystingar, sérverk- unar í salt og niðursuðu, greið- ist eftirfarandi verð: Fyrir stórsíld n. kr. 31,00 og fyrir vorsíld n. kr. 29,00 fyrir upp- mælda 100 lítra. Þetta verður í ísl. kr. 186,00 og kr. 174,00 fyrir hverja 100 lítra. Ef ríkið greiðir uppbætur á stórsíldar- eða vorsíldarverðið þá kemur það til viðbótar þessu verði hér að framan, sem er án uppbóta. 'Verðið á síldinni til mann- eldis í vetur er, lægra heldur en það var í fyrra, og er það rökstutt með því, að mein- ingin sé að verka miklu meira þannig af síld í ár heldur en gert var í fýrtá, 'Ög"til þéss að það sé mögulegt þurfi verð- ið að lækka. 1 fyrra var lág- marksverð á stórsíld og vor- síld til manneldis, en nú er samið um fast verð. Lágmarksverðið , fyrra var hannig fyrir stórsíld n. kr. 33,00 og n. kr. 32.00 fyrir vor- síld; í ísl. kr. 198,00 og 192,00 fyrir hverja 100 lítra. Stórsíld- in Iækkar þannig um ísl. kr. 12,00 hundrað lítrarnir. Og vorsíldin lækkar um fsl. kr. 18.00 hundrað lítrarnir. Eins og að framan segir er þessi verðlækkun á stórsíld og vór- síld til manneldis gjörð til að auka og auðvelda markaðsöfl- un fyrir þessa mögru síld. Lifandi fisknr fluttur landleið til Svílbióðar I vetur fluttu Norðmenn lif- andi fisk frá Þrándheimi ti'I Svíþjóðar. Hér var um að ræða 2 tonn sem flutt voru í bar til gerðum tankbíl. Þessir flutningar tókust með ágæt- um og kom fiskurinn s.nrell- lifandi á markað í Svíþjóð, þar sem hann seldist fyrír geypihátt verð. Búizt er við að framhald verði á slíkum fiskflutningum með tankbílum í Noregi fyrst svo vel tókst til í þessari reynsluferð. Á undangengnum árum hafa margar tilraunir verið gerðar með flutning á lifandi fiski með tankbflum og hafa þær gengið misjafnlega. Þannig hefur því verið slegið föstu, að með áður jDekktum aðferð- um, gæti fiskur lifað lengst í 14 klukkustundir á slíku land- ferðalagi. En með þeirri að- ferð sem Norðmenn notuðu við fiskflutninginn í vefcur er talið að lengja megi líf fisks- ins upp í 20 klukkustundir i slíkum flutningum með tank- bílum. Hér getur því orðið um talsvert verðmæta uppfinningu að ræða. TRÉSMIÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR heUur félagsfund í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 20.30. Fundarefni: Nýir samningar. Stjómin. Meisturaféfag húsasmiða heldur félagsfund í Baðstofu iðnaðarmanna þriðju- daginn 26- þ.m. kl. 8.30. DAGSKRÁ: 1. Kaup_ og kjarasamningar. 2. Önnur mál. Stjórnin. Senéisveinn ósí fyrir hádegi. — Gott kaup. 1 : m&rs Tradmg Compan Klapparstíg 20. y h.f. Tilboð óskast í mótorbátinn Jón Helgason, ÁR 150, í því ástandi sem hann nú er í á strandstað á Eyrarbakka. Tilboð sendist Samábyrgð íslands, Reykjavík, eða Vélbátaábyrgðarfélaginu Heklu, Stokkseyri, fyrir 28. janúar næstkomandi. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Laust starf Gjaldheimtan í Reykjavik óskar að ráða skrif- stofumann með* verzlunarskólaprófi eða hliðstæðri menntun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Reykja- víkurborgar. Ums'óknir, er greini aldur og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 6. febrúar n.k. Gjaldheimtustjórinn. Ritari óskast Staða ritara við Flókadeild Kleppsspítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyr- ir 6. febrúar 1965. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. i Handavinnukennari éskast Handavinnukennari óskast að Flókadeild Klepps- spítalans. Laun samkvæmt reglum um láun opin- berra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur. menntun og fyrri störf sendist Skrif- stofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 6. febrú- ar 1965. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.