Þjóðviljinn - 26.01.1965, Side 3
Þriðjudagur 26. janúar 1965
ÞIÖDVIUINN
SIÐA
Kröfugöngur víða í
Suður-Víetnam í gær
SAIGON 25/1 — Ríkisstjómin í Suður-Víetnam lýsti í
kvöld yfir hernaðarástandi í bænum Hue, sem er norð-
arlega í landinu ekki langt frá landamærunum að Norður-
Víetnam. Þetta er gert samkvæmt áskorun hemaðaryfir-
valdanna í Saigon. Jafnframt var ákveðið að refsing fyr-
ir hermdarverk í Saigon skyldi vera líflát.
------------------------------$>
Sovétríkin
gefa skýrsiu
WASHINGTON 25/1 — 1 dag
svaraði stjóm Sovétríkjanna til-
mælum bandarísku stjórnarinnar
um að fá nákvæmar upplýsingar
um síðustu kjamorkusprengju-
tilraun Sovétríkjanna, sem var
nýlega framkvæmd neðanjarðar
í Smeipalatinsk héraði í Síberíu.
Bandaríska kjamorkunefndin
segir að vegna sprengjunnar
hafi geislavirkt ryk fallið á land
utan Sovétríkjanna, en sam-
kvæmt sáttmálanum um bann
við sprengjutilraunum er það
brot á honum.
☆ ☆ ☆
Sendiherra Sovétríkjanna í
Washington, Anatolin Dobrjmin,
afhenti svarið sem er mikil
skýrsla á 15 mínútna fundi með
Dean Rusk í dag.
1 dag vom víða farnar kröfu-
göngur gegn Bandaríkjamönnum
og ríkisstjórn Huong.
1 Hue fóm 20.000 manns í
kröfugöngu í dag gegn banda-
ríska sendiherranum í landinu.
Þátttakendur bám kröfuspjöld
og kröfðust þess að Huong færi
frá og Maxwell Taylor úr landi.
í Danang 600 km norð-austur
af Saigon fóm 500 manns í
kröfugöngu gegn Bandaríkja-
mönnum og ríkisstjóminni.
Svipuð kröfuganga var farin í
bæ nokkmm norður af Hue.
1 Saigon notuðu lögregla og
fallhlífaliðar táragas til að
dreifa mannfjöldanum, sem ætl-
aði í mótmælagöngu að banda-
ríska sendiráðinu.
Herdeildir em nú á verði við
sendiráðið, forsetahöllina og
aðra staði, þar sem búizt er við
að kröfugöngur kæmu til.
Bandaríska sendiráðið er víg-
girt með múrsteinshleðslum og
gaddavír.
1 óeirðum í dag vom 71 mað-
ur handtekinn í Saigon.
Páll páfí átnefnir
nýja karénáia
RÓM 25/1 — Páll páfi út-
nefndi í dag 27 nýja kardinála
og em nú 103 kardínálar í
rómversk-kaþólsku kirkjunni og
hafa aldrei verið fleiri í sögu
kirkjunnar.
Nokkrir hinna nýju kardínála
em framsæknir og mjög um-
deildar persónur.
Kardínálarnir em úr 21 landi,
þeir fá virðingartákn sitt, rauð-
an hatt, við hátíðlega athöfn
22. febrúar,
Aðeins sex af hinum nýju
kardfnálum ' eru Italir' og ekki
em nema 32 ítalir af hinum
103 kardínálum og hafa aldrei
verið hlutfallslega færri.
Þrír prelátar frá kommúnista-
löndum verða nú gerðir kardí-
nálar. Einn er tékkneskur, ann-
ar frá Júgóslavíu og þriðji er
Ukraníumaður sem hefur lifað
landflótta í Róm síðan 1963.
Phan Khan Suu forseti lands-
ins skrifaði undir tilskipunina
um hernaðarástand í Hue en
þar var ráðist á bandaríska
bókasafnið í fyrradag og það
brennt.
Hue er talin miðstöð andstöðu
Búddatrúarmanna gegn stjórn-
inni. í dag ásakaði Toch Kim
leiðtogi æskulýðshreyfingar
Búddista í Hue Bandaríkin um
dáðleysi í baráttunni við Víet-
kong.
Samkvæmt heimildum frá
hernum f Suður-Víetnam hefur
Víetkong ákveðið einhliða vopna-
hlé í viku frá 1. febr. í tilefni af
því að þá em hátíðleg haldin
áramót í landinu og er það
mesta hátíð í Víetnam.
Flugvöllur
eyðslagður
VIETNAM 25/1 — Fjölmargar
sprengingar sem eyðilögðu flug-
völlinn f Vientíane höfuðborg
Laos á sunnudag, em taldar
stafa af óhappi.
Sprengingamar era mikið áfall
fyrir flugher og sérstaklega með
tilliti til aðgerða hans gegn
skæmliðum kommúnista í land-
inu, en síauknar loftárásir hafa
verið gerðar á stöðvar þeirra.
Talið er að sprengingamar
hafi orðið vegna straumhlaups
í rafmagnsknúinni vélbyssu, sem
fór að skjóta af sjálfu sér og
lentu skotin meðal annars í
benzíntank sem sprakk og síðan
breiddist eldur frá honum í
sprengjugeymslur og sprengjur í
flugvélunum á vellinum.
Manntjón varð ekkert.
NICE 25/1 — Italski kvik-
myndaframleiðandinn Carlo
Ponti gerðist í dag franskur rík-
isborgari til að verða laus mála
vegna ítalskrar ákæm um tví-
kvæni.
Carlo Ponti sagði blaðamönn-
um í‘ dag að ef til vill mundi
hann láta gifta þau Sofíu aftur
til þess að hún gæti líka orðið
franskur ríkisborgari.
CZÐ
CEH
BETT
RAIVIGT j—
1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 I I 1 1 1
Leiðbeiningar til ökumanna
AKREIN AG ATN AMÓT:
Beygið ekki til vinstri úr hægri akrein, né til hægri úr vinstri akrein. Færið
heldur bifreiðina tímanlega yfir í rétta akrein, en gætið þess að gefa fyrst
stefnumerki og fullvissa yður um að ekki stafi hætta af umferð um þá akrein
er þér hyggist nota.
Laugavegi 178, sími 21120.
Þótt erfitt sé að greina
, milli þess sem er satt os
logið, heilt og svikið í skmm-
flóði fjölmiðlunartækja nú-
tímans er ekki ástæða til að
véfengja þær fréttir sem bár-
ust frá Bretlandi dagana sem
Winston Churchill háði
dauðastríð sitt að aldrei fyrr
hefði brezka þjóðin kvatt
neinn forystumann sinn af
jafnmikilli og einlægri hlut-
tekningu. Það mun allt að
því einsdæmi að stjórnmála-
maður með jafnlangan og oft
brösóttan feril að baki og sir
Winston kveðji að lokum svo
sáttur við alla, og allir við
hann. Þessi viðskilnaður
Churchills var síðasta þver-
stæðan af mörgum sem mót-
uðu allt líf hans, gerðu hann
að þeim litríka persónuleika
sem stakk svo mjög í stúf
við allan þorrann af sam-
tíðarmönnum hans á vett-
vangi stjómmálanna í Bret-
landi — og þótt víðar væri
skyggnzt. Þótt enginn mætti
halda það sem nú les há-
stemmdar lofgreinar um
manninn látinn var því þó
svo varið um Winston Chur-
chill að enginn enskur stjóm-
málamaður, jafnvel enginn
Englendingur, hafði á þess-
ari öld verið verr þokkaður
af löndum sínum, hataður af
alþýðu manna, tortryggður af
aðli og auðstétt og þá auð-
vitað fyrirlitinn af smáborg-
uranum. Sonur hans, Rand-
olph, sagði frá þv£ nýlega að
þegar hann kom ungur dreng-
ur í skóla vildi enginn fé-
laga hans við honum líta.
Þegar hann kom í hóp þeirra,
snem þeir óðar við honum
baki. Loks fékk hann einn
þeirra til þess að segja sér
hvernig á því stóð. Hann
sagði aðeins eitt orð: „Galli-
poli”.
Þetta var í fyrri heimsstyrj-
_ öldinni þegar Winston
Churchill hafði orðið fyrir
fyrsta mikla áfallinu á um-
hleypingasamri ævi sinni,
verið hrakinn úr embætti
flotamálaráðherra og látinn
bera alla sök á Dardanella-
leiðangrinum sem hafði átt
að valda þáttaskilum í. .stríð-
inu, en lauk með hörmuleg-
um ófömm brezka hersins á
Gallipoliskaga: Tvö hundmð
þúsund manns féllu eða vora
óvígir eftir. Því fór fjarri að
Churchill ætti alla sök á því
hvernig til tókst og reyndar
var Dardanella-ævintýrið að-
eins óvemlegur þáttur í
þeirri allsherjar slátmn sem
fyrra stríðið var og mistök-
in sem þar vom framin varla
meiri eða dýrkeyptari en þau
sem herstjómir allra aðila
gerðu sig sekar um hvað eft-
ir annað frá upphafi til enda-
loka þess voðalega þlóðbaðs.
En einhver varð að gjalda
fyrir ófarimar og Churchill
lá vel við höggi. Jafningjar
hans höfðu lítið dálæti á
honum; hann var einþykkur
og óvæginn og ótvíræðir
hæfileikar hans — sem hann
vissi vel af sjálfur — vöktu
öfund. Flokksbræður hans f
Frjálslynda flokknum báru
takmarkað traust til hans;
stutt var síðan hann hafði
setið á bekk með íhalds-
mönnum á þingi og fyrri fé-
lagar hans litu hann hom-
auga. Háaðallinn hafði ekki
fyrirgefið honum þá, að hann,
afsprengur einnar tignustu
ættar landsins, hafði lagt
hönd að því að skerða völd
lávarðadeildarinnar. Og eng-
inn fór í grafgötur með hvern
hug hinn stéttvísi verkalýður
bar til mannsins sem fjór-
um—fimm ámm áður, þá í
embætti innanríkisráðherra,
hafði sigað hermönnum á
námumenn f verkfalli; þá
höfðu tveir legið eftir í valn-
um. Bernard Shaw sendi
Churchill tvo miða á frum-
sýningu eins af leikritum
Málverk Grahams Sutherland.
Winston Churdiill
sínum: „Ef þér skylduð enn
eiga einn vin”, (Sagan er
sögð vegna svars Churchills,
sem þá sem endranær kunni
að koma fyrir sig orði:
„Kemst ekki á fmmsýning-
una, kem á aðra sýningu, ef
úr henni skyldi verða”).
Enginn hreyfði því hönd
honum til varnar þegar lán-
ið loks brást honum sem
annars hafði jafnan leikið við
hann, þegar hann komst í
hann krappan, bæði á vett-
vangi stjómmála og á víg-
völlum í þremur heimsálf-
um.
En tveimur ámm síðar var
hann farinn að klífa upp
metorðastigann aftur; hann
var hermálaráðherra í og
eftir lok stríðsins og það var
þá sem hann skipulagði þátt
Breta í herferð heimsauð-
valdsins á hendur hinum
ungu sovétlýðveldum sem
tuttugu ámm síðar áttu eftir
að bjarga þeim úr úlfa-
kreppunni, verða fyrir klóm
og kjafti ú óargadýri þýzka
nazismans svo að þeir yrðu
því ekki að bráð.
Fjandskapur Churchills í
garð Sovétríkjartna var í
fullu samræmf* "ýfð *' ®t®-''
haldseðli hans; hann reis
oftast öndverður gegn þeim
umbótum á þjóðfélaginu sem
sfðar’ töldust ' sjá'lfg'agðastár.'
Þannig var hann alla ævi
andvígur jafnrétti kvenna;
barðist harðri baráttu gegn
kosningarétti og kjörgengi
þeirra, og leit aldrei réttu
auga flokks- og stéttarsyst-
ur sína lafði Astor sem
kvenna fyrst tók sæti á
brezka þinginu. Andúð hans
á Sovétríkjunum var einnig
í samræmi við afstöðu hans
til frelsisbaráttu undirokaðra
þjóða. Hafi landar hans ekki
haft hann í hávegum lengst
af ævinni, þá hötuðu hinar
kúguðu þjóðir brezka heims-
veldisins hann (hann var
tvívegis nýlendumálaráð-
herra) og enn mun honum
formælt í mörgum hreysum
og höllum Indlands og Ir-
lands. Fáir urðu til að harma
það þégar Churchill hrapaði
öðm sinni. Það var 1922. 1-
haldsflokkurinn rauf þá
stjórnarsamvinnu við Frjáls-
lynda, ráðuneyti Lloyds Ge-
orge féll og efnt var til kosn-
inga. Churehill var fárveikur
af botnlangakasti og gat því
ekki beitt kjósendur töfra-
brögðum ræðulistar sinnar.
„Á einum og sama degi
missti ég ráðherradóminn,
þingsætið og botnlangann”.
sagði hann og var ekki af
baki dottinn. Hann skipti
enn um flokk, sagði skilið við
Frjálslynda sem höfðu sung-
ið sitt síðasta, Ieitaði heim í
íhaldr Jokkinn og tókst loks
í þriðju atrennu að komast
aftur á þing 1924. Enn tókst
honum að magna óvinsældir
sínar. Hann var fjármálaráð-
herra íhaldsins í fimm
kreppu- og atvinnuleysisár
og átti þannig drjúgan þátt
í þeim stjórnarráðstöfunum
sem leiddu af sér allsherjar-
verkfallið mikla 1926, en þvi
lauk eftir miklar hörmung-
ar með algerum ósigri verka-
lýðsins og vinnulöggjöf sem
skerti stómm verkfallsrétt-
inn. Þetta var slíkt áfall fyr-
ir brezka verklýðshreyfingu
að hún hefur vart náð sér
eftir það enn. En það fór
einnig að halla undan fæti
fyrir Churchill — eða svo
mátti a.m.k. virðast — því
að 1929 féll stjórn íhaldsins
og þegar það myndaði aftur
stjórn 1931 með MacDonald
var ekkert ráðherrasæti laust
handa honum. Hann var nú
orðinn hálfsextugur og flest-
ir munu hafa talið víst að
framaferill hans væri á enda.
„Hvað verður ungur efnileg-
ur stjórnmálamaður að verða
gamall til að hann verði
fullorðinn og setjist í helgan
stein?” spurði eitt Lundúna-
blaðanna.
Og þó var þá einmitt að
hefjast sá kafli í lífi
hans sem þyngstur verður á
metunum þegar sagan kveð-
ur upp sinn dóm. Á fyrsta
áratug aldarinnar hafði hann
öðmm fyrr varað við vígbún-
aði þýzka keisaradæmisins
og þó einkum eflingu þýzka
flotans. Enn var hann glögg-
skyggnari flestum stéttar-
bræðmm sínum á þá hættu
sem brezka heimsveldinu gat
stafað af þýzku herveldi og
hann varaði óspart við henni
£ ræðu og riti. Ekki jók það
á vinsældir hans; ráðandi öfl
brezka íhaldsflokksins töldu
ekkert athugavert við að
nazistar reistu „vamarvegg
gegn bolsévismanum”, þorri
brezks almennings lét sér á
sarna standa um aðvaranir
hans og fagnaði Múnchen-
samningunum eins og „Morg-
unblaðið” hér heima. Sagan
af forystu Churchills fyrir
brezku þjóðinni á stríðsámn-
um hefur svo oft verið sögð,
að ekki verður hún rakin hér.
Það þykir kannski ómaklegt
að hér skuli hafa verið tínd-
ar til ávirðingar manns sem
með framsýni sinni og hug-
prýði, glöggskyggni og stefnu-
festu reyndist þjóð sinni
bjargvættnr þegar mest lá
við. En þá er þess að minn-
ast að vegna ferils hans og
þess íhaldsflokks sem hann
hafði ýmist fylgt eða leitt
hafnaði þjóð hans sjálf for-
ystu hans þegar hildarleikn-
um lauk. Regla Rómverja um
að ekki skuli segja annað en
gott um þá sem dauðir em
kann að eiga við um með-
almenni. Hún gildir ekki
þegar stórbrotnir menn eiga
í hlut; slíkir menn geta jafn-
vel vaxið af göllum sínum.
En mannkostir Churchills
voru miklir; gáfur hans og
hæfileikar frábærir og hann
var svo lánsam-ur að rás at-
burðanna hagaði því svo til
að hann fékk um skeið að
verja þeim £ þágu fram-
vindunnar, með en ekki
á móti parwí '■■-"-■''■’r'lsins.
ás.
Churchill látínn
Framhald af 1. síðu.
Yfirleitt er Churchill minnzt
í blöðum um allan heim.
Málgagn tékkneska kornmún-
istaflokb kis segir að hann hafi
öfugt við aðra leiðtoga heims-
valdasinna séð lengra en stétt
sína og hagsmuní hennar.
Listi yfir hina opinberu gesti
við útförina á laugardag er *un
ekki fullbúinn.
Sovétríkin, Frakkland og
Bandaríkin — bandamennirni
úr heimstyrjöldinni siðari mum
senda þrjá fulltrúa hvert, Sam
veldislöndin tvo, en öðrum lönd
um, sem Bretland hefur stjórn
málatengsl við er boðið að send;
einn fulltrúa.