Þjóðviljinn - 13.02.1965, Qupperneq 8
0 SIÐA .. .—__________________
UNDIR
MÁNASIGÐ
Skáldsaga eftir M. M. KAY E
harrn genginn í gildru. Mennim-
ir gengu ekki upp þrepin, þeir
gengu inn á milli kyndlanna
og hurfu eins og jörðin hefði
gleypt þá.
Alex heyrði mennina kringum
sig grípa andann á lofti og hann
tók eftir þvi að sepoyinn þreif-
aði eftir einhverju á brjósti sér,
6ermilega vemdargrip sem hann
bar undir skyrtunni. Svo þokað-
ist mannfjöldinn framar og Al-
ex sá nú að blysberamir stóðu
sitt hvorum megin við göng sem
lágu niður í jörðina. Þeir athug-
uðu nákvaemlega andlit allra sem
framhjá gengu. Hönd snerti
hann. Það var Jatus, leikfanga-
salinn.
— Ég fae ekki leyfi til að
fara inn. Reyndu hringinn.
Þetta var hvislað í eyra hans
og um leið var Jatus horfinn í
myrkrið.
Hægt þokaðist Alex áfram.
Hann hugsaði sem snöggvast
með hrolli um hvað myndi ger-
ast begar hann sýndi hringinn.
Myndu þeir .... ? Taugar hans
voru þandar til hins vtrasta beg-
ar líósið frá kyndlinum féll beint
á andlit hans. En höndin sem
hann rétti fram var alveg styrk.
Smurt brauð
Snittur
við Óðinstorg.
Sími 20-4-90.
FLJUGUM
ÞRIÐJUDAGA
FIMMTUDAGA
LAUGARDAGA
FRÁ RVIK KL. 9.30
FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12
flugs ý n
SIMAR: 18410 18823
HÁRGRPN^S* AN
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU og DÖDO Laugavegi 18
III hæð flvftal =;TMI S 46 16
P E R M A Garðsenda 21 —
StMI: 33-9-68 Hárgreiðslu- og
snyrtistofa
D ö M U R I
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN - Tlamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SIMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA AUST-
URBÆJAR — María Guðmunds-
dóttir Laugavegi 13 — SlMI
14 6 56 — NUDDSTOFAN ER A
SAMA STAÐ.
Hringur Kishan Prasads virtist
svo lítffl og ómerkilegur en
blysberamir virtust þekkja hann.
Annar þeirra starði á hann,
tautaði eitthvað ógreinilegt og
hneigði sig djúpt. Alex gekk
framhjá þeim og niður þröngan
stigann. Lófar hans voru rakir
og kaldur sviti spratt fram á
enni hans.
32
Risastór flatur steinn hafði
hulið opið á göngunum og áður
fyrr hafði honum verið iyft með
reipum, en til þess hefði þurft
tvo menn eða fleiri. Veggimir
í göngunum voru sléttir og þurr-
ir og þrepin svo mjó og brött
að aðeins einn gat farið eftir
þeim í senn. Alex undraðist hve
djúpt þau lágu niður og aftur
fannst honum sem hann væri
genginn í gildru. Loks stóð hann
fyrir neðan þrepin og var nú
staddur í sal með hvolfþaki. sem
borið var uppi af grófgerðum,
höggnum steinsúlum.
Það var ómögulegt að átta sig
á stærð salarins, þvi að eina
birtan kom frá glóðarfati á tré-
fæti og þaðan teygðu flöktandi
eldslogar sig upp í hvelfinguna.
Héma niðri voru bæði veggir og
súlur rök og slímug og Alex sá
í bjarmanum sverar trjárætur
sem sprengt höfðu rifur í loftið.
Gegnum þessar rifur komst loft
niður, svo að hægt var að anda
þama niðri. Ef til vffl hafði
þessi salur verið fjárhirzla ein-
hvers konungs eða þá að hann
hafði verið til trúarathafnar; fá-
einar myndir á veggjunum gátu
bent til hins síðara.
Alex sýndust vera þama um
þrjátíu eða fjörutíu mejm, en
hann gat ekki gert sér grein
fyrir hvort fleiri voru að baki
í myrkrinu. Hann færði sig
framar og settist á hækjur upp
við súlu. Þama var ramur þef-
ur af óþvegnum líkömum, og
begar hann hafði vanizt myrkr-
inu sá hann, að margir hinna
viðstöddu voru sadhuar af ýms-
um trúflokkum og gráðum og
ofstækið lýsti úr augum þeirra;
beir voru ýmist naktir og at-
aöir ösku eða klæddir illa sút-
uðum. óhreinum dýraskinnum.
Þeir voru meðal annars Aghor-
inum sem stálu kjöti af líkum
til að éta; bar voru djöfladýrk-
endur. galdralæknar og dulspek-
ingar.
Það fór hrollur um Alex. Það
voru ekki aðeins hindúamein-
lætamennimir sem vöktu ugg
með honum. heldur umhugsunin
um bað að bama inni væru líka
sikhar og múhameðstrúarmenn.
Ahangendur spámannsins. sem
litu annars á alla hindúa sem
vantrúaða hunda. sátu hér á
hækjum við hliðina á áhang-
endum Siva. Vishu og Brahma
og Ganesh með fílshausinn og
hinnar margarma móður Kali og
margra annarra hiáguða. Það
var bá satt að beir myndu
standa saman gegn nönnunum
frá John Comnanv — gegn hin-
um framandi hvítu sigurvegur-
um. sem höfðu haldið yfirráðum
f hundrað ár. Aðeins sameigin-
loírt hatur og fiameieinlegt mark-
mið hefðj getað komið á þessum
'^-mnanlega fundi.
Maður reis á fætur f hinum
enda salarins. Hann sneri baki
að eldinum. svo að Alex ea*
°kki greint andlit tam. on bún-
ingurinn og rödriin 06 fu til
Vvrrna V*oÁ Arr»ri r*"»i?>iprrw*A<;-
+ri'innTr<"S'’r o-o"n _ :i ndo
uor Lán.i-Inn moflilf QP
V, o _ i---- - -• Kmto fn-n (Tjj
Uíloon mo^ Vl pp rf íl p Cf P. regltJ-
hlió^fpni talafli hann urn
sigraða þjóð — kúgað, tmdirok-
ÞJðÐVILJINN
Laugardagur 13. febrúar 1965
að, rænt og ruplað af mönnun-
um úr vestri sem komu yfir haf-
ið mikla. Hann talaði tun kónga
og fursta sem barizt höfðu gegn
félaginu eða höfðu verið rændir
eigum sínum og réttindum. Um
lögmál og erfðavenjur og trú
sem höfðu verið fótumtroðin.
Um konumar úr kvennabúrun-
um, drottningar og prinsessur,
sem höfðu tilneyddar orðið að
betla á strætunum til að svelta
ekki í hel.
Rödd hans hófst og hneig og
áheyrendur hans vögguðu í takt
eins og leikbrúður á snúru.
Jafnvel Alex, sem vissi hve mik-
ið af þessu var satt og hve mik-
ið ósatt og ýkt, jafnvel hann
fann til reiði og óbærilegrar
sorgar yfir þessari bitru og öm-
urlegu frásögn. Hann gleymdi
því að hann var Englendingur
og í þjónustu félagsins og stundi
og vaggaði í takt við hina.
Hann hafði enga hugmynd um
hversu lengi maðurinn hafði tal-
að, hvort það var einn, tveir
eða þrír klukkutímar. Logamir
blökiu og skuggi ræðumannsins
hófst og hneig yfir hina hlust-
andi menn og var alveg jafn
sefjandi og hin sérkennilega
rödd. Hann lauk máli sínu með
ákafri hvöt um að standa sam-
an. Mennimir frá félaginu eru
fáir! Aðeins fáir menn og dreifð-
ir um landið allt. Við, böm
þessa lands, höfum oft risið upp
gegn þeim — en án árangurs.
Það hefur mistekizt, vegna þess
að við erum klofnir og sundrað-
ir. En það er vitamál, að tiu
menn sem standa saman eru
jafnsterkir og hundrað menn
með sundrung í huga, og við
þurfum þvf aðeins að standa
sameinaðir til bess að losa okk-
ur við þá fyrir fullt og allt.
Við skulum standa saman og
láta höggið rfða á sömu stundu!
Hann teygði upp handleggina
og mennimir tóku andköf, þvf að
bað var eins og grænleitur logi
leitaði upp handleggi hans og
stæði út frá fingurgómunum.
Alex brá ekki við þetta; hann
hafði séð betta bragð leikið
áður. En allt í einu kom hann
til sjálfs sfn og fékk nístandi
hugboð um yfirvofandi hættu.
Þessi maður var þráðhættulegur,
á bví var ernginn minnsti vafi.
Hindúi reis á fætur og talaði.
Efnið var.—hið. .sama-. jm skræk
og ofsafengin rödd hans hafði
ekki sama sefjunarmáttinn og
rödd hins ræðumannsins. Alex
renndi augunum milli andlit-
anna og hann fhugaði bau ná-
kvæmlega til þess að geta mun-
að eftir þeim, ef hann þyrfti á
bvf að halda seinna meir. Það
var ekki auðvelt í flöktandi liós-
inu, en þó voru nokkur andlit,
sem hann taldi víst að hann
gæti hekkt aftur.
Ræðumaðurinn lét dæluna
ganga. Alex færði sig til órólega.
Fyrstu árin f Indlandi hafði
hann f veiðiferðum sínum með
Niaz lært að sitja á hækjum og
hvfla á hælunum eins og
heimamenn gerðu. Hann hafði
haft gaman af að rannsaka og
eftirlíkja venjur og tungu hinna
innfæddu — og Niaz, sem sjálfur
var fæddur leikari, hafði örvað
hann — en gráu augun gerðu
bað að verkum, að hann gat að-
eins leikið fjallabúa úr norður-
héruðunum, og því hafði hann
lagt sig fram við að leika það
hlutverk. Hann hafði oft not-
fært sér þetta í félagsskap Ni-
azar, þegar þeir voru á hnot-
skóg eftir nauðsynlegum upp-
lýsingum. En eftir heilt ár í Evr-
ópu var hann kominn úr þjálf-
un og hann verkjaði f vöðvana.
Hann var búinn að heyra nóg og
vonaðist nú aðeins eftir að þetta
tæki enda.
Enn einn maður tók til máls.
1 þetta sinn var það Sadhu.
Boðskapur hans var Ijósari: Lát-
ið orðið berast! Látið það berast
í hverja borg og hvert þorp.
Segið hverjum einasta manni að
vera til reiðu, útvega vópn og
fela þau, stela þeim ef þörf kref-
ur, hvetja sverð sitt, exi sína
og hníf og slá staf sinn jámi.
Hið komandi ár er árið þegar
spádómurinn rætist, þegar við
munum losna undan okinu, þeg-
ar sérhver karl, kona og bam
kúgara okkar munu falla, svo
að enginn komist af til að flvtja
boðin til vesturs.
— Látið orðið berast! Hás og
ofsaleg röddin bergmálaði um
hvelfinguna. Eins og í gamla
daga gefum við ykkur nú teikn,
svo að allir geti skilið það!
Prestur reis upp og fleygði
einhverju í eldfatið, svo að log-
amir blossuðu upp og vörpuðu
sterkum bjarma á æst andlitin.
Eldurinn dofnaði, og annar
prestur hóf söng og fleiri tóku
undir.
Enn blossaði eldurinn upp og
prestar hreyfðu sig fram og aft-
ur kringum tréfótinn. Áheyrend-
ur teygðu úr sér til að sjá hvað
væri á seyði. Alex þorði ekki að
rísa upp til að draga ekki að
sér athygli. Ata (grófmalað
hveiti) var sett á málmbakka.
Maður sem sat nærri glóðarfat-
inu fór að slá á litla trumbu.
1 fýrstu með daufum. taktföst-
um slögum, eins og sem undir-
leikur við lágan einradda söng.
Smátt og smátt hækkaði söng-
urinn og breyttist í æðislega
særingaþulu, sem Alex þekkti
sem óðinn til Kali.
— Kali! Kali! Þú vel-tennta
gyðja! Dreptu, afmáðu alla hina
öfundsjúku. Griptu bá, brenndu
þá og bíttu þá! Drekk blóð!
Við heilsum þér, Kali!
Aftur fóru mennimir að vagga
og riða f takt og aftur fleygði
prestur einhverju á glóðina, en
í þetta skipti kom þéttur reyk-
ur sem þyriaðist upp undir þak-
ið og gaf frá sér kæfandi þef.
Hinn presturinn kom fram úr
myrkrinu og bar eitthvað sem
gaf frá sér einkennilegt, titrandi
hljóð. Fóm, hugsaði Alex. Hvft
geit handa Kali! Nú myndu beir
skera hana á háls eftir sérstök-
um siðvenjum.
Hann sá ljósið glampa á langt
hnffsblað. Þeir sem næstir stóðu
hörfuðu til baka með andköfum
og það var eins og ólga færi um
hóoinn. Alex fylltist allt f einu
óskiljanlegri, lamandi skelflngu,
svo að honum varð óglatt, kverk-
ar hans urðu þurrar og kaldur
svitj spratt fram á enni hans.
Hann var lamaður af ótta.
Ekki ótta við dauðann, heldur
grimmdina ......... Andardráttur
mannanna f kringum hann
minnti á úlfahóp vakkandi yfir
særðum hafri.
TSonten’s VORUR
Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó.
KROIN'BtJÐIRNAR
SKOTTA
— Þegar pabbi er að útfylla skattaskýrsluna sina þá klappar
hann mér alltaf svo vingjamlega á kollinn. Ég hugsa að þessi
vinsemd stafi af frádrættinum sem hann fær fyrir mig af því
að ég er í skóla.
LOKAÐ
Lokað fyrst um sinn vegna flutninga.
Viðskiptavinir eru beðnir að hafa sam-
band í síma 22890 og 30568 (eftir kl. 7).
FERÐASKRIFSTOFAN
LAND SYN ^
CONSUL CORTINA
bflalelga
magnúsar
sklpholtl 21
sfmar: 21190-21185
^Caukur <§uömuHclódOH
HFIMASÍMI 21037
RÚÐUGLER
Fyrirliggjandi 3, 4, 5 mm. gler.
Fljót afgreiðsla.
MÁLNINGAVÖRUR S.F.
Bergstaðastræti 19. Sími 15166.