Þjóðviljinn - 20.02.1965, Page 1

Þjóðviljinn - 20.02.1965, Page 1
DIMIINN Laugardagur 20. febrúar 1965 — 30. árgangur — 42. tölublað Svo í Saigon sem / Kairo, erlend tíðindi MTÓ á 7 síðu Kaupdeilu yfir- manna á farskip- um vísað til sáttasemjara ★ Fulltrúar stéttarfélaga yfirmanna á farskipunum og fulltrúar skipafélaganna hafa að undanförnu ræðzt við um breytingar á kaup- og kjarasamningum yfir- mannanna. ☆ Samkomulag náðist ekki á fundum þessum, og hafa báðir aðilar komið sér saman um að vísa deilunni til sáttasemjara. Óhapp íísafjarð- arhöfn í gærdag Síðdegis í gær vildi það óhapp til í ísafjarðarhöfn að bóma á Langjökli rakst á siglutré brezks togara. Brotnaði ofan af mastri togarans og loftnet s.litnaði, en bóma Langjökuls lagðist saman. Nguyen Khanh Khanh hershöfðingja steypt af valdastólnum í gærdag! Sendiherrann í Washington á að taka við stjórnartaum- unum og er sagður væntanlegur til Saigon innan skamms SAIGON 19/2 — Nokkrir hershöfðingjar í Suður- Víetnam undir forystu Thao ofursta steyptu í dag Nguyen Khanh af stóli. Thao lýsti því yfir, að núverandi sendiherra Suður-Víetnam í Washing- ton, Tham Thien Kiem, hershöfðingi, muni koma til Saigon þegar á laugardag og taka þá við stjóm- artaumunum. Jafnframt var Khanh lýst sem valdagráðugum svikara og stjómmálaupplausnin í landinu undanfarið talin honum að kenna! Ríkisútvarpið tók í notkun í gær 100 kílówatta nýjan útsendi ■ f gær var tekinn í notkun á Vatnsendahæð hinn nýi 100 kílówatta sendir Ríkisútvarpsins. í ræðu er Vilhjálmur Þ. Gíslason flutti við bað tækifæri, kvað hann langdrægni stöðvarinnar hafa aukizt um 60% við tilkomu þessa send- is, frá því sem áður var. Ekki fara sögur af blóðsút- hellingum í sambandi við þessa byltingu, en spenna er sögð mikil í Saigon og herflugvélar á sveimi stöðugt yfir borginní. Fréttir eru harla óljósar enn frá Suður-Víetnam, fréttaritarar segja óvíst hvort byltingin hali heppnazt eins og til var ætlazt; ekki sé vitað hve mikill hluti hersins fylgi uppreisnarmönn- um að málum. Khanh á flótta. Þegar síðast fréttist til Khanhs á föstudag var hann á leiðinni í átt að miðhluta landsins eftir að hafa árangurslaust reynt að ná stuðningi Bandaríkjanna. Meðal annars átti hann langt símtal við William Westermore- land, jrfirmann bandaríska hers- Myndin var tekin í SAIGON, höfuðborg Suður-V ietnam, fyrir nokkrum dögum, skömmu eftir sveitir þjóðfrelsishersins höfðu sprengt í loft upp og kveikt í birgðastöðvum stjórnarhersins. ins . í Suðúr-Vietnam. Frétta- menn segja, að hvernig sem allt kunni að veltast sé þó senni- legast að Khanh sé úr sög- unni þar eð svo virðist sem helztu menn innan hersins séu honum andsnúnir. Kiem hershöfðingi og sendi- Framhald á 9. síðu. Það var árið 1957, sem á- kveðið var að endumýja gamla 100 k.watta magnarann sem verið hafði í notkun frá 1938, þar sem hætta var vaxandi á bil- unum og hann orðinn mjög dýr í rekstri. Auk þessa var hann mjög orkufrekur og er sparnað- ur við tilkomu hins nýja send- is talinn um 3000 w. á sólar- hring. Leitað var eftir tilboðum í nýjan sendi og árið 1901 var gerður samningur við svissneska fyrirtækið Brown Boveri er hafði boðið hagstæðust kjör, eða 693.890,00 svissneska franka og afgreiðslutíma 3 ár. Framkvæmdir voru síðan Eitthvað fyrir Sinfóníuhljómsveitin hefur ákveðið að efna til aukatón- leika á miðvikudag’nn kem- ur í Háskólabíói og flytja þá nokkur vinsælustu tónverk 20. aldarinnar og aldarinnar sem leið, allt frá Bizet til R. Rodgers. — Sinfóníuhljóm- sveitir í öllum löndum efna annað kastið til svona hljóm- leika, sem ævinlega njóta mikilla vinsælda, enda gefur þar að heyra „eitthvað fyrir alla”, — og Sinfóníuhljóm- sveitin okkar hefur nokkrum sinnum á undanfömum ár- um haldið út á bessa braut. Framhald á 9. síðu. hafnar. Til þess að koma hin- um nýja sendi fyrir þurfti að fjarlægja gamla sendinn og var á meðan á uppsetningu stóð því notaður 20 kílówatta sendir, gamall, og verður hann fram- vegis notaður til vara. Fram- kvæmdum seinkaði nokkuð og var ekki unnt að Ijúka upp- setningu fyrr en um jól 1964. Síðan hefur verið unnið að stillingum á mælum og tækjum. Tæki eru öll af fullko.mnustu gerð eins og þau beztu er nú gefast. Eins og áður er sagt eykst langdrægni stöðvarinnar um 60% og gæði útsendinga munu einnig batna. Þessi send- ir mun þó ekki leysa erfiðleika hlustenda á Austurlandi, en í ræðu Vilhjálms Þ. Gíslasonar kom fram, að unnið væri að úrbótum í þeim efnum. Búrfellsvirkjun ber á góma í borgarstjórn: íhaldið er andvígt skipun nefndar til ráðuneytis um raforkumálin ■ íhaldsfulltrúarnir í borgarstjórn Reykjavíkur sner- ust í fyrrakvöld sem einn maður gegn tillögu Öddu Báru Sigfúsdóttur, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, um skip- un nefndar til ráðuneytis um raforkumál, en samkvæmt tillögunni átti nefndin sérstaklega að kanna hvort áætluð stórvirkjun við Búrfell, ásamt olíukyntum varastöðvum, muni veita raforku til almennra nota með hagstæðari kjör- um en aðrar virkjanir sem til g'reina koma. 10,8% hækkun út ísafirði svara a ISAFIRÐI, 18/2 — Fjárhagsá- ætlun ísafjarðarkaupstaðar fyr- ir árið 1965 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í nótt. Hófst fundurinn kl. 8 í gærkvöld og stóð til kl. 3 í nótt. Niðurstöðutölur gjaldamegin á fjárhagsáætluninni eru 23 milj- ónir 815 þúsund krónur. Hæstu útgjaldaliðirnir eru þessir; Til menntamála kr. 5 milj. 252 þús., til vatnsveitu, vega- og skipu- lagsmála kr. 4 milj. 836 þús„ til liftrygginga og lýðhjálpar kr. 1 milj. 680 þús., til stjórnar bæj- arins kr. 1 milj. 786 þús., til heilbrigðismála kr. 1 milj. 191 þúsund. lítsvör fyrir árið 1965 eru á- ætluð 11 miljónir 352 þúsund krónur en voru áætluð í fyrra 10 miljónir 247 þúsund krónur. Hækka þau því um rösklega 1,1 miljón eða 10,8%, Aðstöðugjöld eru áætluð kr. 2 miljónir og 400 þúsund og er það sama upphæð og í fyrra. — H.Ó. Tillaga Öddu Báru Sigfús- dóttur var svohljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að kjósa fimm borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa í nefnd, er verði borgarráði og borgarstjórn til ráðuneytis um samninga við ríkið um raforkumál. Nefndinni er sérstaklega fal- ið að kanna ýtarlega, hvort á- ætluð stórvirkjun við Búrfell, ásamt oliukyntum varastöðvum, muni veita raforku til almennra nota með hagstæðari kjörum en aðrar virkjanir, er til greina koma. í því sambandi skal nefndin kanna, hvort áætlunin um Búr- fellsvirkjun byggist á nægjan- lega traustri þekkingu á ísmynd- unum og aurburði á fyrirhug- uðum virkjunarstað“. Flutningsmaður flutti mjög efnislega og greinargóða fram- söguræðu, er tillagan kom til umræðu á borgarstjórnarfundin- um í fyrrakvöld og verður hún birt hér í blaðinu í heild síðar. í ræðu sinni lagði Adda Bára áherzlu á að borgarfulltrúarnir yrðu að gera sér sjálfir grein fyrir þeim kostum sem völ er á. Þó að látið sé að því liggja að þegar hafi verið tekin á- kvörðun um Búrfellsvirkjun mætti ekki gersamlega gleyma því að líta á aðra kosti, ekki sízt þegar við blasir að hreint vandræðaástand muni skapast verði ekki ný virkjun komin f gagnið í lok næsta árs eða í ársbyrjun 1967, en vitað væri að fyrsti áfangi Búrfellsvirkjun- ar mundi koma seinna í gagndð en minni virkjun sem byrjað yrði jafnsnemma á. f ræðu sinni rakti Adda Bára fjölmörg efnisatriði, er vafi leikur á um, og verður nánar rakið síðar sem fyrr var sagt. Flugskýli reist á Akureyrarflugvelli Flugráð og flugmálastjóri, Agnar Kofoed-Hansen, hafa nú tekið ákvörðun um að reist verði flugskýli á Akureyrarflug- velli. Flugskýli þetta verður nægi- lega stórt til að geta hýst stærstu flugvélarnar, sem nú eru nctað- ar í innanlandsfluginu, þ. e. fjögurra hreyfla vélar af gerð- inni DC 6B (Cloudmaster-flug- vélarnar). Þetta verður járn- klætt stálgrindahús. Mun þáð bæta úr brýnni þörf, þar sem ekkert flugskýli hefur til þessa verið á Akureyrarflugvelli. Laxá vatnsmikil f gær flæddi Laxá í Þingeyj- arsýslu enn yfir bakka sína og þjóðveginn fyrir norðan Knúts- staði í Aðaldal. Övenjumikið vatnsmagn er nú í ánni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.