Þjóðviljinn - 20.02.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.02.1965, Blaðsíða 5
kaugardagur 20. febrúar 1965 ÞIÓÐVILIINN SÍÐA 5 Reykjavíkurmétii í svigi háð á morgun Reykjavíkurmótið i svigi verður að öllu forfallalausu haldið í Bláfjöllum n.k. sunnudag; nafnakall verður í Ármannsskálanum kl. 10. Þar sem snjólítið er í Jósefsdal mun keppnin fara fram í Bláfjöllum. Allir beztu skíðamenn Reykja- víkur eru skráðir í keppni þessa og verður þar tví- mælalaust mjög spennandi keppni. Bílferðir verða frá B.S.R. kl. 9 á sunnudagsmorgun. Ef um breytingu verður að ræða verður það til- kynnt í útvarpinu á laugar- dagskvöld á milli kl. 7 og 8. -<$> Ný íþróttamann- virki í Leníngrad Drengjameistaramót Íslands innanhúss: Erlendur Valdimarsson sigr- aði í öllum keppnisgreinum Þó að mikið hafi verið byggt í Leningrad, hefur unnizt að reisa margar íþróttabygg- ingar. Byggð hefur verið stór sundhöll með mörgum mis- munandi deildum til að kenna og æfa sundíþróttir. Stóra sundlaugin, sem ætluð er til keppni, hefur 8 brautir, og geta því allmargir keppt í einu. Handa börnunum er sér- stök laug, þar sem þau geta lært byrjunaratriðin við ör- ugga leiðsögn. Sérfróðir menn segja, að þessi nýja sundhöll í Leningrad sé ein með hinum beztu í Evrópu. Fyrir skautamenn hefur, ver- ið reist ný skautahöll, og er hún um 400 fermetrar. Erlendur Valdimarsson, hinn efnilegi íþrótta- maður ÍR, bar sigur úr býtum í öllum fjórum keppnisgreinum á drengjameistaramóti íslands, innanhúss, sem háð var um síðustu helgi. Sundmót Ármanns og KR háð hinn 23. og 24. þm Sundmót Ármanns og KR verður haldið í Sundhöli Reykjavíkur, þriðjudaginn 23. og miðvikudaginn 24. febrúar. Þátttökutilkynningar berist til Siggeirs Siggeirssonar, sími, 10565, fyrir laugardaginn 20, febrúar. Keppnisgreinar: (fyrri dagur) 100 m. skriðsund karla. 200 m. bringusund karla. 200 m. fjór- sund karla, 100 m. bringusund kvenna, 100 m. skriðsund kv„ 100 m. skriðsund drengja f. 1949, 100 m. bringusund sveina f. 1951, 50 m. baksund stúlkna f. 1949, 3x100 m. þrísund karla, 4x50 m. skriðsund kv. Keppnisgreinar: (seinni dagur). 200 m. skriðsund karla, 100 m. bringusund karla, 100 m. flug- sund karla, 100 m. baksund karla, 200 m. bringusund kv„ 50 m. flugsund kvenna, 100 m skriðsund sveina f. 1951, 50 m. skriðsund telpna f. 1951, 4x50 m. skriðsund karla 4x50 m. bringusund kvenna. Keppnin fór fram í íþrótta- húsi Háskólans s.l. sunnudag og náðist allgóður árangur í einstökum greinum. Úrslitin urðu sem hér segir: Langstökk án atr.: 1. Erl. Valdemarsson ÍR 3,00 2. Ragnar Guðm.son Á. 2,94 3. Bergþór Halldórss. HSK 2,87 4. Rúnar Lárusson KR 2,76 5. Guðm. Þórðarson HSK 2,75 6. Magnús Jónsson Árm. 2,73 Þrístökk án atr.: .1111 1. Erl. Valdemarsson fR 9,16 2. Ragnar Guðm.son Árm. 8,69 3. Bergþór Halldórss. HSK 8,62 4. Ásbjörn Karlsson fR 8,58 5. Rúnar Lárusson KR 8,16 6. Einar Þorgrímsson IR 8,16 Hástökk án atr.: 1. Erl. Valdemarsson ÍR 1,45 2. Bergþór Halldórss. HSK 1,40 3. Einar Þorgrímsson ÍR 1,35 4. Guðm. Þórðars. HSK 1,35 Hástökk með atr.: 1. Erl. Valdemarsson ÍR 1,86 2. Einar Þorgrímsson ÍR 1,70 3. Ásbjörn Karlsson IR 1,65 4: Bergþór- Halldórss: HSK 1,69 5. Snorri Ásgeirsson KR 1,40 ö - SIGURJÓN BJÖRNSSON Ur hugarheimi Þættir um afbrigðiiega og klíniska sál- fræði. Yfirlit — Rannsóknaraðferðir Kenningar — Sálsýki — Sállækn- ingar — Geðvernd. Verð ib. kr. 300,00 (+ söluskattur) HE • * > ' ) " * íslandsmótið í körfuknattleik: Fjögur utanbæjarlii leika í 2. deild helgardagana ■ Islandsmótinu í körfuknattleik verður haldið áfram nú um helgina hér í Reykjavík og þá leiknir fjórir leik- ir í annarri deild. Kl. 20.15 á laugardagskvöld- ið hefst leikur milli Ung- mennafél. Snæfells í Stykkis- hólmi og íþróttaféla'gs Mennta- skólans á Laugarvatni. Strax á eftir leika íþróttafélag Kefla- víkurflugvallar og Héraðssam- bandið Skarphéðinn. Á sunnudagskvöldið leika svo Ungmennafélagið Snæfell og íþróttafélag Keflavíkurflug- vallar og íþróttafélag Mennta- skólans á Laugarvafni og UMF Skarphéðinn„ Leikið er bæði kvöldin í íþróttahúsinu að Hálogalandi. Þess má geta að þetta er í fj'rsta skipti sem Ungmenna- félagið Snæfell í Sykkishólmi sendir flokk til keppni á körfu- knattleiksmeistaramótinu. Einn- ig má og minna á að flokkur Iþróttafélags Menntaskólans á Laugarvatni sigraði í 1. flokki á síðasta íslandsmóti í körfu- knattleik. Sóttu jj/álf- aranámskeiB Eins og skýrt var frá hér á síðunni í fyrradag var efnt til mjög fjölsótts þjálfaranám- skeiðs á vegum Knattspyrnu- sa.mbands Islands fyrir fáum dögum. — Myndin er frá þátt- takendum í námskciði þessu. Bæjarkeppni á mánudagskvöld BÆJARKEPPNIN í handknatt- leik milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar fer fram eins og áður hefur verið skýrt frá hér á sfðunni. Reykjavíkurliðin hafa verið valin og eru birt á 2. siðu. Hafiö þér iitiö í SPEGILINN?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.