Þjóðviljinn - 20.02.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1965, Blaðsíða 6
g SÍDA M6ÐVILJINN Laugardagur 20. febrúar 1965 ^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■t ■—■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■—•— « ,Bondisminn' og hættur hans Því miður gerist það alltof oft, að yfir hinn enska áhorf- anda er dembt kvikmyndum þar sem hvert annað reka at- riði er sýna hugvitssamlegar sálrænar pyndingar, afskap- lega villimennsku og „djarfar” kynlífslýsingar. - Áður fyrr var aetlazt til að þau kæmu skjálfta í áhorfendur. Nú reyna menn með slíkum myndum að pressa hlátur út úr fólki. Þessar tilhneigingar koma hvað skýrast fram I kvik- myndum sem byggðar eru á leynilögreglusögum Ian sál- uga Flemmings. Þrjár myndir eru þekktast- ar úr þessu flokki: Doktor No. Með ástarkveðju frá Rússlandi, Herra Gullfingur. Og um þær verður ekki ann- að sagt, en að leikarar, leik- stjórar og myndatökumenn sýna mikla kunnáttu í beit- ingu allra þeirra aðferða sem geta haldið mönnum í æsingi. Allar eru þessar myndir furðu líkar hver annarri. James Bond, enskur höfuð- spæjari leikur allsstaðar fyrstu fiðlu, leiðinlega snoppufriður, miskunnarlaus, fífldjarfur. Þessi kappi hleyp- ur úr einni kvikmynd í aðra með aðra höndina kreppta um byssuskefti, en hina um kvenmannsmitti. Ó- vinir hans eru honum næsta auðveld bráð, og hverju skoti eða snarlegu kylfuhöggi fylgir „indæl” skrýtla eða hlátur. Þess á milli liggur hann konur, sex eða átta stykki í hverri mynd. Ofstopafullur andkommún- ismi, sem hvarvetna blasir við í bókum Flemmings, er að nokkru leyti grímuklæddur í kvikmyndunum um James Bond. En andi kalda striðs- ins svífur jafnan dyggilega yfir vötnunum. 1 myndinni „Gullfingur” er sagt frá alþjóðlegum félags- skap sem stjómað er af band- óðum einsýnismanni, sem Til að vera með einhverjum.. Enskir kvikmyndaframleið- endur sneru sér fyrir skömmu til sérfræðings í skoðana- könnun til að fá það upp gefið hvar þeir væru á vegi staddir og hvemig þeirra hjörð væri samsett. Meðal þess sem þeir fengu að vita var þetta: 17% þeirra sem spurðir voru fara í kvikmyndahús einu sinni í viku (til saman- burðar má geta þess, að fyr- ir fimm árum kváðust 85% aðspurðra bregða sér í bíó einu sinni í viku). 3% sögðust ekki hafa verið í bíó í tvö ár. 35% sögðust aðeins fara í kvikmyndahús til þess að „vera með einhverjum”. Og fjórði hver maður sagð- ist hafa lagt niður bíóferðir fyrir fullt og allt. Annálar Mars Ray Bradbury, þekktur höf- undur „vísindaskáldsagna” hefur samið kvikmyndahand- rit sem nefnist „Annálar Mars”. Þar segir frá því, hvernig jarðarbúar nema land á Mars. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■•■■■ 1 KVIKMYNDAKREPPAN ER EKKI ÖLL ÞAR SEM HÚN ER SÉÐ nunoi liiacHman og Sean Connery í siðustu Bond-mynd- inni. lætur sig helzt dreyma um það að eyðileggja gullforða Bandaríkjanna. Hann áform- ar að varpa vetnissprengju á gullhirzlur Kana. Illvirkinn ætlar að svipta Bandarikin þeirra „gullveldi”. Hér virð- ist fara venjulegur vitfirring- ur sem ekki kemur stjóm- málum við. En hugmyndir „kalda” stríðsins birtast þótt ekki nema í því að meðlimir þessa félagsskapar og höfð- ingjar þeirra eru staðsettir á Kúbu. I myndinni er kyn- þáttahatur einnig látið í ljós á óbeinan hátt. ÖU hin „ó- hreinu” störf, það er að segja hugvitsamlegar pyndingar og villimannleg morð, eru fram- kvaemd af fulltrúum hins gula kynstofns. „Bondisminn” er mjög dýrkaður orðinn á Englandi. Og „Bondistar” eru fárnir að þekkja goð sitt svo náið, að jafnvel löngu áður en hann lemur fómarlamb sitt í kvið- irm eða hendir því á óein- angraðan rafstreng, þá taka þeir að hristast af móðursjúk- um hláturskviðum. Og snar- ræði hans í kvennamálum þeysir þeim upp í óumræði- lega hrífningarvímu. Að sjálfsögðu tekur enginn alvarlega þessar .ógnþrungnu’ sögur, sem lifna á tjaldinu fyrir augum okkar. En hætt- an er fólgin í því, að svo lítið beri á sé áhorfandanum kennt að dást að fullkominni hunzku, að senum sem sýna Hkamlegar kvalir og eyðilegg- ingu. Margir borgaralegir gagmýnendur láta sér af á- settu ráði sjást yfir þennan greinilega neðanmálstexta mjmdanna, og lýsa kvikmynd- unum um James Bond einna helzt sem sakleysislegu ,,grót- esku” sjónarspili, sem allt í einu hafi verið uppgötvað nú á sjöunda tugi okkar aldar. Og mjög fáir þeirra, sem skilja allt það tjón sem slíkar myndir valda, dirfast að for- dæma þær á síðum blaðanna. Geri þeir það, elga þeir vísa reiði ritstjóranna, sem telja það hagsmunamál að taka þátt f því að auglýsa upp slíka framleiðslu. Kvikmyndagagnrýnandi eins af sunnudagsblöðunum (hann vinnur þar ekki lengur) dirfð- ist að kalla þessar kvikmynd- ir fasistískar. Líklega hefur öðrum ekki tekizt betur að lýsa inntaki þeirra í stuttu máli. Það er sífellt verið að ala áhorfendur á grimmd, skammtamir verða æ stærri, en um leið fer þessi þróun mjög laumulega. Oftast án þess, að menn taki neitt eftir. I því er hættan af James Bond og hans nótum öðru fremur fólgin. í síðustu fimmtán árum Íl hafa kvikmyndimar misst hvorki meira né minna en hundrað og þrjátíu miljónir áhorfenda í Frakklandi, segja nýlegar rannsóknir. Á sama tima hefur árleg fólksfjölgun í landinu numið um það bil einum af hundraði. Kvik- myndaneyzla á hvern íbúa hefur minnkað um helming. Venjulega er þetta fyrir- bæri útskýrt á tiltölulega ein- faldan hátt: kvikmyndin hef- ur ekki lengur einokunarað- , stöðu sína í skemmtanaiðnað- inum, einkum hefur heims- veldi sjónvarpsins skert stór- lega lendur hennar. Sjónvarp- ið dæmir kvikmyndimar til skipsbrots, nema þá nokkrar risamyndir. Það endar með því að sjónvarp í hverju húsi og bílar í hverri fjölskyldu sameinast um að drepa kvik- myndina. En nú hefur franska menntamálaráðuneytið látið fara fram rannsókn á þessu máli, og það kemur á daginn að málið er ekki svo einfalt. Því má til ,að mynda ekki gleyma, að þessi fækkun kvikmyndahúsagesta er alls ekki álög sem ekki verður undan komizt. Það má nefna til dæmis, að Italía er ekki aðeins það land í vestrænum heimi þar sem kvikmynda- neyzlan er mest, heldur hefur þessi neyzla heldur aukizt þótt sjónvarpið hafi þar þró- azt hraðar en í Frakklandi. Á Englandi hefur sýningar- gestum fækkað stöðugt síðan 1946 þegar þriðja hvert fjög- urra ára bam fór í bíó að minnsta kosti einu sinni í viku. En samt eru þeir nú til- tölulega fleiri en í Frakk- landi. Amerísk kvikmyndahús urðu einnig fyrir miklum skell þegar sjónvarpsaldan flæddi yfir, en hjömuðu við á árunum 1955—56 þegar breiðtjöld gerðust almenn, og hafa síðan haldið stöðu sinni með því að leggja töluvert i nýjan tæknilegan útbúnað og að endurbæta salarkynnin. Kvikmyndakreppan í Frakk- landi hófst hinsvegar áður en sjónvarpið kom til sögunnar eða í árslok 1947. En einkum fer að bera alvarlega á henni frá og með árinu 1957. Og þá Kvikmynd um Sacco og Vanzetti Fyrir júmum þrjátíu árum voru réttarhöldin yfir þeim ítölskættuðu verkalýðsleiðtog- um Sacco og Vancetti á hvers manns vörum. En þrátt fyrir mótmæli margra áhrifamik- illa manna og ágætra voru þeir teknir af lífi. Tvö ár eru síðan gengið vai frá kvikmyndahandriti um þessa atburði, en ekki hefur enn verið hafizt handa um töku myndarinnar. Og svn hefur farið vegna þess a' erkibiskupinn yfir Boston, þar sem réttarmorð þetta var framið, er andvígur því að myndin verði gerð, svo og ekkja Sacco, sem hefur mót- mælt ýmsum atriðum í hand- ritinu. Minna má á það, að af svipuðum ástæðurp hefur ekki tekizt að gera kvikmynd um æfi Nísjínskís, þess manns sem kallaður hefur verið mesti listdansari allra tíma. En ekkja hans, Romola, hef- ur ekki fengizt til að leggja blessun sína yfir þá kvik- myndatöku. hefst einmitt þýðingarmikil þróun: Frakkar taka að flytja búferlum í stórum stíl. Um það bil þriðjungur íbúa landsins hefur skipt um bústað á síðustu sex árum. Og það er ekki lengur leitað inn í borgirnar miðjar. I mörg- um stórborgum ber einmitt mikið á gagnstæðri þróun: menn leita úr miðbiki þeirra út í úthverfi. Bygging kvikmjmdahúsa gengur ekki jafn greitt og bygging nýrra íbúðahverfa. Eftir því sem borgin stækkar verður það erfiðara að finna kvikmyndahús í nágrenni við bústað sinn. Og á fimm árum hafa 34% fullorðinna hætt að fara í kvikmyndahús eins oft og áður, og 15% eru með öllu hættir að fara og bætast þannig við þann álitlega hóp (18%) sem hefur aldrei leyft sér þann munað að fara í bíó. Hafi hundrað fullorðnir ekki sjónvarp, en hinsvegar kvikmyndahús í nágrenninu, þá fara 52 þeirra i kvik- myndahús að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Hafi þeir hvortveggja nenna enn 33 í bíó, hafi þeir • sjónvarp en ekki kvikmvndahús í næsta nágrenni þá eru ekki eftir nema átján trúfastir. Gestum fækkar aðeins f kvikmyndahúsum í hverfun- um. En hinir stóru og glassi- legu salir halda sinum við- skiptavinum — þrír fjórðu kvikmyndagesta í borg sem er stærri en 50 þúsund fara ein- mitt í slíka sali. En ein er sú breytipg, sem spáir góðu fyrir kvikmyndina sem listgrein. Þeir áhorféndur sem halda áfram tíðúm kvik- myndahúsaferðum eftir að þeir hafa komið sér í hjónaband — það eru einmitt þeir sem hafa öðlazt vissa menntun, hafa náð ákveðnum menning- arlegum þroska. Orson Welles / samvinnu við Shakespeare Sá mikli atkvæðamaður kvikmyndalistarinnar, Orson Welles, vinnur að.nýju verki, sem vafalaust verður mjög fróðlegt að kynnast. Welles hefur um þrjátíu ára skeið átt vinsamleg sam- skipti við Shakespeare sáluga. Hann hefur leikið í verkum hans, sett þau á svið, gert tvær kvikmyndir sem byggja á leikritum hans — enda er Shakespeare sagður cin; lista- maður heimsins sem Welles muni hneigja sig fyrir með virðingu. Og nú hefur hann tekið sér það fyrir hendur, að skrifa kvikmyndahandrit ■í samvinnu við þann mikla brezka meistara. Myndin á að heita „Miðnæturhringing”. Einstaklega skemmtileg hugmynd liggur þessari kvik- mynd til grundvallar. Vinsæla persónu hefur Shakespeare skapað sem nefnist Falstaff. Falstaff þessi er ákaflega skemmtilegur maður, orðhák- ur með afbrigðum, vínsvelg- ur, gortari, spaugilega hunzk- ur heimspekingur f þokkabót. Fræg var kvikmyndun Wclles á sögu Kafka „Réttarhald”. Anthony Pcrkins fór með að- aihlutvcrkiö. Þessi kappi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá Shake- speare sjálfum, því hann læt- ur Falstaff koma fram í hvorki meira né minna en fimm leikritum sínum (báðum hlutum Hinriks fjórða, Hin- rik fimmta, Ríkharði öðrum og Kátu kellingamar í Winds- or) Welles tekur Falstaff út úr þessum verkum öllum og setur saman kvikmynd þar sem öll helztu ævintýri og til- svör þessa náunga koma við sögu. Að þessu starfar Welles nú með ofurkappi því sem honum er eiginlegt — og enginn furðar sig á því, þótt hann hafi skikkað sjálfan sig ekki aðeins til að skrifa kvik- myndahandritið, heldur og til að gera „leik”-tjöld, stjóma kvikmyndinni og leika aðal- hlulverkið sjálfur. Það sið- astnefnda var víst ráðið eftir nokkra umhugsun, því Welles er óánægður með sinn amer- íska málhreim í Shakespeare- verki. En hann situr sem fast- ast í Seville á Spáni fullur af óstýrilátri sköpunargleði og vinnur að Falstaff. Fyrir tíu árum byrjaði Welles á kvikmyndinni um Don Quijote í samvinnu við Regueira, spánskan kvik- myndamann — sagt er að nú eigi um leið að nota tækifær- ið til að bæta nokkrum sen- um við þá mynd, sem verður víst sex tímar að sýningar- lengd og er hvergi nærri lok- ið ennþá. Sovézkur Hamlet lofaður CR HAMLET. Ófelía (Anastasia Vcrtínskaja) fær tilsögn í dansi. Hamletkvikmynd sú, sem Rússar gerðu í fyrra til heið- urs Shakespeare fjögra alda gömlum, hefur víða vakið mikla athygli. Og hlotið góða dóma. Ekki sízt á Englandi sjálfu, en Englendingar hljóta af eðiilegum ástæðum að vera mjög strangir dómarar á allar tilraunir til að flytja Shake- speareleikrit yfir á tjaldið. Heima fyrir voru flestir á- kaflega hrifnir af frammi- stöðu Innokentís Smotkún- ovskís í hlutverki Hamlet.s; enginn vafi er á því að þessi ungi leikari er ört vaxandi listamaður — Hamlet er reyndar aðeins annað stóra hlutverkið sem honum er falið. En Englendingar kalla ekki allt ömmu sína í Hamlet- leik. K. Tynan (í „Observer”) segir Smotkúnovskí ekki neinn fyrirmyndarhamlet, hann hafi séð tíu Hamleta betri. Og John Coleman í ,New Statesman’ tekur í svip- aða strengi — segir að veik- leiki myndarinnar sé fyrst og fremst fólginn í óákyeðnum leik Smotúnovskís, sem lýsa Framhald á 9. síðu. ■■■■■■■■■■■i ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i ■■■■■■■■•■ ■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■ ■■■■!■■■■■•■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■«■■■■■■«■1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.