Þjóðviljinn - 20.02.1965, Side 10
J0 SÍÐA .- .. .
UNDIR
MÁNASIGÐ
Skáldsaga eftir M. M. KAYE
á hjarta hans né tilfinningar, svo
að hann taldi sjálfan sig ónæm-
an fyrir þvílíkri vitleysu. Það
kom honum á óvart og fyllti
hann gremju að hann — Arthur
Veryan St. Maur Carlyon —
skyldi vera orðinn ástfanginn í
sautján ára stelpukrakka. Það
var engu að síður staðreynd og
hann þurfti að ganga í gegnum
öll þau geðbrigði sem því sálar-
ástandi fylgdu. Hann notfærði
sér ekki hin listrænu brögð sem
hann hafði tileinkað sér af langri
reynslu, heldur hagaði sér
heimskulega. Frú Abuthnot varð
hrædd, frú Gardener-Smith
móðguð; rosknu mennimir litu
á hann áf meiri skilningi en eig-
inkonur þeirra hefðu trúað þeim
til, og Delía var í fýlu. Vetra
hélt sig inni í skel sinni. Ferða-
lagið varð hreinasta plága,
og Carlyon var sá eini úr hópn-
um sem ekki varð guðsfeginn
þegar rósrauðir múrveggimir í
Delhi komu í ljós.
Abuthnotfjölskyldan átti hús
sitt við herbúðimar, sem voru
svo sem fjórar mílur utan við
borgina. Áður en ferðin var á
enda hafði frú Abuthnot iðrazt
þess sérlega að hafa boðið Carly-
on að búa hjá þeim. Nú hefði
hún viljað gefa mikið til að kom-
Smurt brauð
Snittur
við Óðinstorg.
Sími 20-4-90.
FLJÚGUM:
ÞRIDJUDAGA
FIMMTUDAGA
LAUGARDAGA
FRÁ RVÍK KL. 9.30
FRÁ NORÐFIRDI KL. 12
FLUGSÝN
SIMAR: 18410 18823
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu- og snyrttstofa
STEINU og DÖDO Laugavegi 18
III hæð flvfta) SIMI 1 4fi 16
P E R M A Garðsenda 21 —
SIMI: 33-9-68 Hárgrelðslu- og
snyrtistofa
D 0 M 0 R I
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN - Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SIMI: 14 6 62,
HARGREIÐSLUSTOF A AUST
URBÆJAR — María Guðmunds-
dóttit Laugavegi 13 — SÍMl
14 6 56 - NUDDSTOFAN ER A
SAMA STAÐ.
ast hjá heimsókn hans. Það yrði
léttir að hitta herra Barton.
Hann var trúlega kominn nú
þegar og átti að búa í Ludlow
kastala hjá herra Símoni Fras-
er, sendiherra í Delhi, þar til
brúðkaupið hefði farið fram.
Hann kæmi sjálfsagt til þeirra
strax og þau væru komin á leið-
arenda. Bara hann gæfi nú
Vetru tíma til að baða sig og
skipta um föt; hún yrði að vera
eins lagleg og unnt væri. Sex
ár ..! Hún fylltist viðkvæmni
við tilhugsunina og sagði upp-
38
örvandi að eftir hálfa klukku-
stund yrði ferðin á enda.
Það voru ekki færri en sjö
þykk innsigluð bréf sem biðu
eftir Lottu, öll frá Eðvarði Eng-
lish. En það var hvorki bréf né
skilaboð til condesu de los Agu-
ilares.
Það var líka óþarfi að senda
bréf úr þessu, hugsaði Vetra
sjálfri sér til uppörvunar. Con-
way var í Ludlow kastala, að-
eins mílu vegar frá herbúðun-
um. Eftir klukkutíma — kannski
fyrr — myndi hún hitta hann.
Hún varð að flýta sér að fara
í fallegasta kjólinn sinn. Fljótt
— fljótt!
Klukkutíma seinna leit hún á
spegilmynd sína; bara að hún
hefði haft bláu augun hennar
Lottu og ljósu lokkana. Hún
flýtti sér gegnum ganginn og inn
í dagstofuna, þaðan sem hún sá
út á innkeyrsluna. Þjónustuliðið
var fa’rí6 áð léggia á borð. svo
að klukkan var bátt' f'fimm. Nú
hlaut hann að fara að koma.
Hún heyrði einhvern koma inn
og loka á eftir sér; hún sneri
sér við í beirri trú að það væri
frú Abufhnot.
— Að hverjum eruð þér aðgá?
Hinum síðbúna elskhuga? spurði
Carlyon lávarður.
Vetra stóð grafkyrr. Auga-
steinamir stækkuðu og hún fékk
suðu fyrir eyrun. Hún sá undir
eins að Carlyon lávarður hafði
drukkið. Hann var alls ekki ölv-
aður, en rjótt andlit hans, gljá-
andi augun og ósvífnishreimur-
inn í röddinni gáfu til kynna að
hann væri ekki allsgáður.
Rödd hennar var einbeitt og
kuldaleg: Ég á von á herra Bar-
ton. Ég held ég bíði hans úti í
garði; þar er orðið hæfilega
svalt. Hún hagræddi pífunum á
pilsi sínu og gekk til dyra.
Carlyon beið þar til hún var
komin á móts við hann og gekk
þá þvert f veg fyrir hana. Það
held ég ekki. Ég hef ekki feng-
ið svona tækifæri fyrr. Þér hafið
forðazt mig viljandi, er ekki
svo? Hvers vegna viljið þér ekki
leyfa mér að tala við yður?
Vetra reyndi að tala frjálslega
og óþvingað: Já, en þér hafið oft
talað við mig.
Hún hafði reynt að komast
framhiá honum. en hann tók
sér aftur stöðu milli hennar og
dyranna. Carlyon lávarður, gerið
svo vel að hleypa mér framhjá.
Ég .... mér heyrist ég heyra
fótatak ....
— Nei, það gerið þér ekki. Og
ég heiti Arthur. Þarf ég að segja
þér það? Þarf ég ég að segja þér,
að þú ert sú dásamlegasta. mest
freistandi kvenmaður sem ég hef
nokkum tíma þekkt. Að ég ..
— Caryon lávarður ....
— Arthur, er það ekki? Og að
ég elska þig.
— Carlyon lávarður, þér hafið
ekki leyfi til að tala þannig við
mig, sagði Vetra reiðilega. Þér
vitið að ég ætla bráðum að
gifta mig og ....
ÞIÓÐVILJINN
Laugardagur 20. febrúar 1965
— Þessum sendiherra? En sá
þvættingur. Hlægilegur dónaleg-
ur þvættingur. Þú veizt að það
er fráleitt, er það ekki — snæ-
drottningin mín. Á ég að bræða
ísinn og kenna þér að verða heit
eins og sumarið en ekki ísköld
eins og nafnið þitt? Á ég að
gera það?
Vetra heyrði hófatak úti fyrir.
Conway! Hún reyndi aftur að
komast framhjá, en hann þreif
um handlegginn á henni. Heitir
fingur hans fylltu hana viðbjóði,
en henni var Ijóst að það gat
verið hættulegt að streitast á
móti. Eftir andartak myndu
dyrnar opnast og það yrði komið
inn að leita að henni. Hún heyrði
raddir á veröndinni. Hún mátti
ekki láta Conway finna sig í
faðmi annars manns! Hvað
skyldi hann halda? Honum gæti
meira að segja dottið í hug að
hún hefði gefið Carlyon undir.
fótinn. Hún varð að vera full-
komlega róleg.
Henni tókst að tala styrkri
röddu: Ef þér sleppið mér ekki,
þá kalla ég á hjálp.
Carlyon hló. Nei, það gerirðu
ekki. Það yrði þér til van-
sæmdar og þetta er ekki rétta
stundin til að valda hneyksli, ef
það er bóndadurgurinn þ}nn sem
er að koma. En þar sem tíminn
er naumur ....
Áður en hún gat vömum við
komið var hann búinn að draga
hana að sér, þrýsta handleggjum
hennar svo þétt að líkamanum
að hún fann til og svo kyssti
hann hana með þvílíkum ofsa að
hún tók andköf. Hún barðist um
án þess að gefa frá sér hljóð;
reiði hennar og viðbjóður yfir-
gnæfðu óttann við hneyksli og
á meðan færði gráðugur
munnur hans sig eftir hálsi
hennar og kyssti hvítt hörundið
af ofsa og ástríðu.
Hún reyndi að hrópa, en gaf
aðeins frá sér hálfkæfða stunu.
Svo opnuðust dymar og hann
sleppti takinu og hún skjögraði
afturábak og varð að grípa um
stólbak. En það var ekki Conway
sem stóð þar. Það var Randall
kapteinn.
— Alex! Hún gerði sér ekki
ljóst að hún hafði kallað hann
skímamafni og rödd hennar var
aðeins hvisl.
Carlyon sneri sér við. Hann
var fullkomlega róleffur; það var
óskiljanlegt að þettá skyldi vera
sami maðurinn og fyrir andar-
taki hafði haldið henni i örmum
sér í trylltri ástríðu. Ó, sagði
hann með ýktri kurteisi. Herra
Barton, býst ég við?
Hörkuleg grá augu Alexar
mældu hann íhugandi frá hvirfli
til ilja; hann lyfti brúnum. Nei,
herra minn! Er það svo að skilja,
að þér hafið átt von á honum?
Hann horfði framhjá Carlyon og
leit á Vetru og hneigði sig: Yð-
ar þjónn, condesa.
Blóðið þaut fram í kinnar
Carlyons, og hann kipraði var-
irnar. Hann rétti úr sér og sagði
með drafandi röddu: Þér farið
herbergjavillt, herra kapteinn;
ofurstinn er f skrifstofu sinni.
Hann bandaði í áttina til dyra.
En í þetta sinn ;!kom yfirlætis-
full framkoma hans honum að
engu haldi.
— Það má vel vera, sagði Alex
og gekk inn í stofuna. En ég er
ekki hingað kominn til að hitta
Abuthnot ofursta. Ég er með
skilaboð til condesu de los Ag-
uilares.
— Gerið þá svo vel að afhenda
þau og farið síðan, hvæsti Carly-
on lávarður. Þér truflið okkur.
— Ég sé það, sagði Alex og
leit á rauðu blettina á hálsi og
öxlum Vetru. En skilaboðin eru
býsna persónuleg, og þegar þér
heyrið að þau eru frá tilvonandi
eiginmanni ungfrúarinnar, er ég
sannfærður um að þér fallizt á
að ég flytji condesunni þau í
einrúmi. Ég skal ekki tefja yður
nema nokkrar mínútur.
Hann gekk að dyrunum og
hélt þeim opnum fyrir Carlyon
og brosti. Vinir Alexar hefðu
skilið það bros. Carlyon lávarð-
ur gerði það ekki. Reiðin hvarf
úr svip hans. Hann sagði við
Vetru: Andartak, kæra mín, og
gekk fram í anddyrið. Alex lok-
aði dyrunum á eftir honum og
Vetra lét fallast niður á stól;
fætumir skulfu undir henni og
hún var gráti nær.
— Hver var þetta? spurði Al-
ex kæruleysislega.
Vetra leit undan og stamaði:
Carlyon lávarður. Hann .. var
samferða okkur .. og býr hérna.
En þér megið ekki halda .. að
.. þér megið ekki halda ..
Hún þagnaði og beit á vörina.
Hún þurfti ekki að réttlæta sig
fyrir Randall kapteini og hann
gat ómögulega haldið að þetta
hefði gerzt með hennar góða
vilja. En hversu mikið hafði
hann séð? Carlyon hafði verið
svo fljótur að sleppa henni. En
Alex vissi að sjálfsögðu að hún
hafði ekki hrópað á hjálp, ann-
ars hefði hann heyrt það ....
Hélt hann í raun og veru?
Hún leit upp í skyndi og sagði:
Ég veit það hlýtur að líta und-
arlega út, en .. Hún sá allt í
einu að Alex var með höndina
í fatla og gleymdi því sem hún
ætlaði að segja: Þér eruð særð-
ur! hrópaði hún. Hvað hefur
komið fyrir?
— Smáskothríð, svaraði Alex.
— Skothríð? Frásagnir af upp-
hotum og morðum í fjarlægum
héruðum rifjuðust upp fyrir
hqgjji og hún fölnaði. Hún reis
snöggt á fætur: Conway! Hafa
verið óeirðir í Lunjore? Eruð
hér .hingað kominn til að segja
mér. það? Er hann veikur?
— Ekki svo ég viti, sagði Alex
hljómlaust.
— En af hverju komið þér þá?
— Vegna þess að sendiherrann
sá sér ekki fært að koma til Del-
hi þrátt fyrir allt. Hann bað mig
að skýra yður frá því og reyna
að koma því í kring að þér gæt-
uð haldið áfram til Lunjore með
Gardener-Smith fjölskyldunni,
begar hún fer þangað áður en
langt um líður.
— En .. Vetra rétti út hand-
legginn og greip um stólbak ..
En þau halda ekki áfram fyrr en
eftir brjár vikur!
— Ég veit það. Mér þykir það
leitt, en það lítur ekki út fyrir
að aðrir ætli þessa leið í svip-
inn og þér getið ekki farið einar.
— Af hverju get ég ekki farið
með yður?
— Sendiherrann álítur það
ekki viðeigandi, sagði Alex þurr-
lega. Auk þess fer ég ekki til
baka fyrr en eftir tvær vikur.
SKOTTA
VÖRUR
FCartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó.
KROJN - BtTÐIRNAR.
CONSUL CORTINA
bUalelga
ma-nusar
sklpholtl 21
símar: 21190-211815
^íaukur <§u&mundóðon
HEIMASÍMI 21037
Gettu hvað . . . ég er efst af 9u ,0 af mínum bekk.
Flugferðir um heim ullun
Flugferð strax — Fargjald greitt síðar.
Viðskiptavinir eru beðnir að hafa sam-
band í síma 22890 og 30568 (eftir kl. 7).
FERÐASKRIFSTOFAN
LAND SY
* BILLINN
Rent an Icecar
Sími 1 8 8 3 3
Ulpur — Kuldujukkur
og gallonblússur í úrvali.
VERZLUN Ó.L.
Traðarkotssundi — (á móti ÞjóðleikhúsinuT.
BLADADREIFING
Þjóðviljann vantar nú þegar blaðbera í eft-
irtalin hverfi:
VESTURBÆR: AUSTURBÆR:
Framnesvegur Brúnir
ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500.