Þjóðviljinn - 21.02.1965, Síða 1

Þjóðviljinn - 21.02.1965, Síða 1
Sunnudagur 21. febrúar 1965 — 30. árgangur — 43. tölublað. ÍSRÖNDIN FYRIR YEST- FJÖRÐUM í GÆR LANDHELCISCÆZLAN /f/./OOO í FYRRA JÓKST HEILDARVERÐ- MÆTI ÚTFLUTNINGSINS UM 187« ■ Á síðastliðnu ári hækkaði heildarverðmæti útflutn- ingsins um hvorki meira né minna en 18 af hundraði, að því er Jóhannes Nordal seðlabankastjóri sagði í frétta- auka sem hann flutti í útvarpið í gærkvöld fyrir hönd banka síns. Ýmsum mun finnast þetta fagnaðarefni og augljós undirstaða bættra lífskjara launþega, en banka- stjórinn sagði hins vegar að hann teldi „nyjar hættur fólgnar í þeirri aukningu peningamagns og greiðslugetu sem átt hefur sér stað á árinu“! ■ Greinargerð bankastjórans fjallar annars einkum um ástandið í gjaldeyris- og peningamálum og var í heild á þessa leið: „Upplýsingar liggja nú fyrir um ýmsa mikilvæga þætti efna- hagsmálanna á árinu 1964, svo að hægt er að draga í megin- dráttum upp mynd af þróuninni á árinu, enda þótt margt eigi eftir að skýrast betur og endur- skoðast, þegar lokið er öflun ná- kvæmari tölulegra gagna. Ég mun hér fyrst og fremst gera að umræðuefni þróunina í gjald- eyris- og peningamálum. Enginn einn þáttur í íslenzk- um þjóðarbúskap er . eins af- drifaríkur fyrir afkomu þjóðar- innar og þróunin í utanríkis- viðskiptum og gjaldeyrismálum. í þeim efnum má segja, að árið 1964 hafi verið hagstætt, heild- arverðmæti útflutningsins hækk- ★ Á sjöttu síðu blaðsins í dag ★ er birtur kafli úr bók eftir ★ bandaríska skáldið James ★ Baldwin sem nefnist „Æska ★ í Harlem”. aði um 18% frá árinu áður og var það að þakka bæði auknum sjávarafla og hagstæðara verði á erlendum mörkuðum. Einnig er útlit fyrir, að duldar tekjur hafi aukizt verulega, einkum þo af flugsamgöngum og ferða- mönnum. Á móti þessum auknu gjaldeyristekjum kom hinsvegar enn meiri aukningur innflutn- ings, svo að vöruskiptajöfnuður- inn varð óhagstæður um 874 milj. króna, á móti 670 milj. ár- ið 1963. Þessar tölur gefa þó engan veginn rétta mynd af raunverulegri þróun gjaldeyris- málanna á árinu 1964. í fyrsta lagi er þess að geta, að á árinu voru flutt inn skip og flugvélar fyrir 950 milj. kr., þar af námu flugvélakaup 460 milj. og inn- flutningur fiskiskipa 391 milj. Er þetta 570 milj. kr. meiri inn- flutningur skipa og flugvéla en á árinu 1963, sem þó var yfir meðallagi í þeim efnum. Mun- aði hér mestu um tvær vélar Loftleiða, sem til samans kost- uðu 435 milj. kr. Séu þessi skipa- og flugvélakaup frá talin reynd- ist aukning innflutnings á árinu aðeins 8%, eða miklu minni en aukning útflutningsins, svo að vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla batnaði um 370 milj. kr. frá árinu 1963. F.nnþá eru ekki fyrir hendi nægilega traustar upplýsingar til þess að hægt sé að áætla greiðslujöfnuðinn við útlönd í heild með nokkurri nákvæmni. Lauslegar áætlanir benda þó til þess, að þrátt fyrir hinn gífur- lega innflutning skipa og flug- véla hafi greiðsluhallinn á við- skiptum með vörur og þjónustu í heild verið innan við 300 milj. kr. eða aðeins lítið eitt meiri en 1963. Með því einu að sleppa hinum tveimur flugvélum Loft- leiða úr innflutningstölunum. hefði orðið lítilsháttar greiðslu- afgangur á árinu. Verður að telja þetta hagstæða niðurstöðu, ekki sízt samanborið við árið 1963, en þá versnaði greiðslu- jöfnuðurinn mjög verulega. Mik- ið erlent lánsfé kom inn á árinu enda voru flugvéla- og skipa- kaupin að verulegu leyti greidd með erlendum lánum. Greiðslu- hallinn kom því ekki fram í gjaldeyrisviðskiptum bankanna og batnaði gjaldcyrisstaðan á árinu um 281 milj kr., en jafn- framt lækkuðu stutt vörukaupa- lán erlendis um 78 milj. kr., enda höfðu verið settar strang- ari reglur um notkun þeirra. Heildarlántökur til langs tíma á árinu numu 880 milj. kr., þar af voru lán einkaaðila um 740 milj. kr., en þau voru að lang miestu leyti vegna skipa- og flugvélakaupa. Endurgreiðslur lána námu um 420 milj., svo að útistandandi lán í heild hækk- uðu um 460 milj. Útistandandi lán ríkis og annarra opinberra aðila lækkuðu hins vegar um 90 milj. kr. á árinu. Námu ný opinber lán um 140 milj. kr., en endurgreiðslur 230 milj. kr. Sný ég mér þá að þróun pen- ingamála, en gagnkvæm áhrifa- tengsl eru á milli hennar og annarra meginþátta í þróun efnahagsmála, svo sem fram- leiðslu, utanríkisviðskipta og verðlags. Mun hagstæðara hlut- fall varð á milli útlána og inn- lána bankama á árinu 1964 en árið áður. Endurspeglaðist þetta í batnandi stöðu bankakerfisins gagnvart Seðlabankanum og bættri gjaldeyrisstöðu. Heildaraukning í útlánum banka og sparisjóða áárinuvarð 707 milj kr., sem er nokkru minna en 1963, en þá var út- lánaaukningin 763 milj. Spari- fjáraukning varð einnig nokkru minni, 715 milj. á móti 724 milj. árið áður. Meginbreytingin fólst í því, að veltiinnlán í bönkum og sparisjóðum jukust nú um 314 milj., en höfðu lækkað um 64 milj. á árinu 1963. Bar þetta vott um bætta lausafjárstöðu fyrirtækja, og endurheimt þess trausts sem um skeið virtist glatað síðari hluta árs 1963. Hið hagstæða hlutfall milli útlána og innlána bankakerfisins, sem þannig skapaðist, kom fram í því, að heildarstaða banka og sparisjóða og annarra innláns- stofnana gagnvart Seðlabankan- um batmaði um 400 milj. kr. á árinu, þar af var aukning inn- lánsbindingar 305 mil. Allt þetta hefur sivo leitt til þess, að pen- ingamagn og greiðslugeta í höndum almennings, fyrirtækja og banka var mun meiri í árs- lok 1964 en í lok undanfarins árs. Ein meginbreytingin í þróun Framhald á 9. síðu. X roef/9/>/?,? VOC ^ 1 gærmorgun fór flugvél Landhelgisgæzlunnar í ískömiunarflug og flaug hún fyrst noröur fyrir Vestfirði og síðan austur með landi. Meðfylgjandi kort er teiknað samkvæmt upplýsingum er áhðfn flugvélarinnar gaf kl. 10 í gærmorgun og skýrir það sig að mestu sjálft. Þess er þó rétt að geta að ísröndin er ekki samfelld heldnr er hér um íshroða að ræða og nær ísröndin miklu Iengra austur með Norðurlandi en kortið nær. Þá tákna tölurnar á kortinu f jölda togara og báta er voru að veiðum á hverjum stað. Voru togaram- ir flest allir brezkir. Kortið er teiknað af Landhelgisgæzlunni. Pólitískt fjör í Saigon Khanh aftur við vðld SAIGON 20/2. — Atburðir gerast nú hraðar í Suður-Viet- nam en frá verði sagt. í gær var skýrt frá því í blöðum að Khanh hershöfðingja hafi verið steypt af stóli. En í dag berast svo þær fréttir, að hershöfðingjabylting sú sem stefnt var gegn Khanh, hafi mistekizt og hafi hann nú aftur tryggt sér yfirráð yfir hernaðarlega mikilvægum stöðum í borginni. Uppreisnarmenn höfðu um tíma ýmsa þýðingarmikla staði á valdi sínu, m.a. útvarpsstöð- ina. En Khan gat tryggt sér stuðning ýmsra aðila innan hers- ins, þeirra á meðal yfirmanns flughersins. Tókst liði hans að endurheimta útvarpsstöðina skömmu eftir miðnætti í nótt leið, og kvaðst það þá vera á góðum vegi með að umkringja höfuðstöðvar uppreisnarmanna. Tilkynnt hafði verið að Kiem, sendiherra Suður-Vietnam í Washington, myndi fljúga sem Borgar- sjúkra- húsið í Fossvogi Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi og sleif- arlagið við bygg- ingarframkvæmd- ir þar var mjög til umræðu á fundi borgarstjórnar R- víkur sl. fimmtu- dag. Frá ræðu Guð- mundar J. Guð- mundssonar borg- arfulltrúa Alþýðu- bandalagsins er nánar sagt á 5. s. blaðsins í dag — en hér er mynd af iúkrahússbygg- ->gunni eins og hún nú lítur út. Sjá síðu © snarast heim og taka við stjóm- artaumum, og hafði hann haft bjartsýn ummæli þar um sjSlfi- ur. Hinsvegar hefur Kiem ekki fengizt til að láta neitt uppi um þessa síðustu atburði. Sá maður sem ber forsetataðl í Suður-Víetnam, kom fram f út- varpi nokkru síðar og _ sagði að stjómmálaforingjar og herfoiv ingjar þjóðarinnar myndu senn koma saman á sáttafundi tii að ræða síðustu atburðL Ranger á tungíinu PASADENA 19/2. f morgun lenti tunglfar Bandaríkjamanna á tunglinu og hefur þessi tilraun tekizt með ágætum. Geimfarið, sem var 366 kiló að þyngd, skall á yfirþorði tungls- ins með 9440 kílómetra hraða á klukkustund. Ljósmyndunar- tæki geimfarsins störfuðu ágæt- lega og sendu um fjögur þúsund myndir til jarðar. Þær myndir eru sagðar sérstaklega góðar sem komu frá geimfarinu rétt áður en það lenti á tunglinu. Bandaríkjamenn sendu í fyrra upp geimfar, sem fór mjög nó- lægt tunglinu og sendu þá mikinn fjölda ágætra mynda til jarðar, en ekki hafa bandarísk- ar sendingar áður lent á þessum næsta nágranna okkar í geimn- um. Ljósmyndunar- og útsending- artækin áttu að sterfa síðustu tólf mínúturnar áður en Ranger lenti, en þá yrði geimfarið kom- ið í 2100 km fjarlægð frá yfir- borði tunglsins. Amerískar sjónvarpsstöðvar bjuggust við að geta sýnt fyrstu myndirnar 8—12 klukkustund- um eftir lendinguna. Flytur erindi um sprungu- myndanir í steyptum húsum Eins og kunnugt er gætir þess talsvert, að sprungur komi fram í gólfum og veggjum steyptra húsa hér á landi. Ýmsar orsalí- ir munu vera hér að verki, en til þess,a hafa markvissar athug- anir ó þessu vandamáli ekki farið fram. Ýmsir aðilar hafa látið í ljósi áhuga á því, að vandamál þetta væri tekið til gaumgæfilegrar athugunar, en lítt hefur verið aðhafzt, þar sem byggihgafrasðilegar rannsóknir hafa að mestu legið í láginni undanfarin ár. Nú standa von- ir til að Byggingafræðideild At- vinnudeildar Háskólans hefji rannsóknarstarfsemi í þágn byggingaiðnaðarins á víðari grundvelli, en áður hefur verið og láti m. a. til sín taka ofan- greint vandapiál. Iðnaðarmálastofnun Islands og Byggingaþjónusta Arkitekta- félags Islands hafa gengizt fyr- ir því í samráði við Bygginga- fræðideild Húsnæðismálastofn- unarinnar, Meistarasamband byggingamanna, byggingafulltrú- ann í Reykjavík, Verkfrasðinga- félag ísfands o.fl. aðila að fá hingað sérfróðan mann til fyr- irlestrahalds og viðræðna um sprungur í steinhúsum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.