Þjóðviljinn - 21.02.1965, Page 6
6 SIÐA
UTVARPS-
GEISLUN FRÁ
TUNGLINU
Eftir dr. Vsjevolod Troitskíj, prófessor
í stærðfræði og eðlisfræði
Það er talsverður munur á eðlisfræðilegri og
bergfræðilegri samsetningu efnanna á yfirborði
tunglsins og efnanna sem neðar liggja. Á síðustu
árum hafa verið gerðar athuganir á útvarpsbylgj-
um, sem tunglið sendir með margvíslegri tíðni.
Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós margt nýtt og
áður óþekkt um eðli tunglsins á yfirborði þess,
og efnin, sem þar eru, allt niður í nokkurra metra
dýpt.
Otvarps-stjömufr. hafa ný-
lega náð mjög eftirtektarverð-
um árangri við að athuga
tunglið á meðan á tuglmyrkva
stendur. Prófessor Troitskij,
sem starfar við útvarpseðlis-
fræðivísindastofnunina í borg-
inni Gorki, hefur látið frá sér
fara þessa greinargerð:
— Otvarpsbylgjur þasr, sem
tunglið sendir, koma frá tungi-
berginu. Með því að rannsaka
bylgjur þessar, má fá vitn-
eskju um hitastig og breyting-
ar á því í berglögunum undir
yfirborði tunglsins, og vegna
þess að breytingar þessar eru
háðar eðli þessara efna, má
afla sér þekkingar á samsetn-
ingu og eðli þeirra með því
að athuga hitastigið í hinum
ýmsu berglögum tunglsins. At-
huganir á hitabreytingum á
einum „sólarhring“ á tunglinu
taka mánuð, því sólarhringur
tunglsins er mánuður, en þeg-
ar tunglið myrkvast, gerist
breytingin miklu hraðar, en
tunglmyrkvi stendur aldrei
lengur en 4—5 klst. Af mæl-
ingum á útvarpsgeislun á
„tungl-sólarhring”, eða mán-
uði, hefur mátt ráða margt um
eðli og eigindir efnanna í
tunglinu niður í allt að því
hálfan annan metra. Þegar
tunglið myrkvast þ.e.a.s., þeg-
ar skuggi jarðarinnar fellur á
tunglið, kólnar það ekki að
marki lengra niður en rétt
undir yfirborðið, eða um 10
cm., og kallast betta efsta lag
„lunit”.
Hingað til hafa menn ekki
haft neina áreiðanlega vit-
neskju um það hve miklar
hitabreytingarnar verða meðan
á tunglmyrkva stendur, og
stafar það af því hve smávægi-
legar þær eru. Þær eru ekki
nema 3—5 af hundraði eða 6
til 10 gráður miðað við það
hitastig, sem fyrir er (mælt í
útvarpsbylgjum) og auk þess
gerast breytingarnar hægt
fyrstu 3—4 klst. eftir að
myrkvinn byrjar. Á þessum
tíma verða breytingar á magn-
arakerfi útvarpsfirðsjárinnar,
og tunglið nær að renna nærri
helminginn af braut sinni yfir
himininn. Þetta breytir mót-
I
I
I
I
*
Nokkur orð vegna
ræðu Lagercrantz
i.
*
i
i
Norræn samvinna, norræn
stjómmál, norræn menn-
ing hafa nú verið rædd, étin
og drukkin um hríð í höfuð-
stað landsins og virðulegir
gestir eru farnir hver til síns
heima Og það var mikið tal-
að. Því miður er fátt úr þeim
ræðum eftirminnilegt, enda
varla til þess ætlazt Þeim
mun ánægjulegra var að
heyra allt í einu lifandi rödd
Rödd annars þeirra tveggja
manna sem að þessu sinni
voru heiðraðir sem einhverj-
ir ágætastir fulltrúar nor-
rænna bókmennta. Olofs
Gagercrantz
Flestum íslendingum mun
svo farið sem þeim er þess-
ar linur skrifar: við þekktum
ekki rithöfundinn Lager-
crantz Norðurlönd eru reynd-
ar ekk' alltaf jafn nálæs
hvert öðru og við hefðum
máske viljað Fn nú þekkjum
við nafn hans að minnsta
kosti. Og við höfum heyrt þá
ræðu sem hann flutti við af-
hendingu bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs nú i
vikunn I
Istuttri ræðu, mæltri fram
við hátíðlegt tækifæri,
kemst færra til skila en við
gjarna vildum. En þessi ræða
Lagercrantz verður okkur
engu að síður skemmtileg
lýsing á aðlaðandi og sterk-
um persónuleika, glöggsýn-
um húmanista, einlægum ást-
manni skáldskaparins.
Og honum tókst furðuvel
í stuttu máli, að tengja sam-
an það verk um Dante, sem
verðlaunin voru veitt fyrir og
trú sína á gildi skáldskapar-
ins Hann minntist á það, að
Dante og samtíð hans hafi
litið á móður náttúru og sög-
una eins og stórkostlegt rit-
verk frá hendi drottins. Þeim
var ekki nóg að sjá og finna.
segir hann, þeir vildu skilja
Allt sem skapað er á iörðn
á sér sína eigin og sjálfstæðu
merkingu. sem er æðri og
meiri en það sjálft. Okk-
ur eru sköpunarverkin einn-
ig bending. þó við trú-
um ekki á guð Við skilj-
um það þegar við horf-
um á stjömurnar, að okkur
ber að reyna áð skapa með
sjálfum okkur innri stjömu-
heim.
En til að ævintýri hins
innra stjömuheims geti haf-
izt, til að listimar verði óum-
deilanlegur þáttur af okkur
'iálfum — til þess Þarf viss-
H6ÐVILIINN
Sunnudagur 21. febrúar 1965
við útvarps-eðlisfræðistofnun
háskólans í Gorki. Það var
því að þakka að þetta þótti
tiltækilegt að komnar voru
fram nýjar útvarpsfirðsjár, sem
taka millimetrasambandið. Sá
heitir A. Kisljakof, sem rann-
sóknimar gerði og er hann
magister f eðlisfræði og stærð-
fræði, en samverkamenn hans
heita L. Fedosjév og A. Nau-
mof. Fyrstu mælingar, sem
mark var á takandi, voru
gerðar þegar tunglið myrkvað-
ist 6. júlí 1963.
Þær voru svo hafðar til hlið-
sjónar við nýjar mælingaað-
ferðir, sem hafðar hafa verið
síðan, þegar tunglmyrkvar eru
athugaðir. Hinn fyrsti var 24.
júní 1964 og hinn síðasti 19.
desember 1964. 1 öllum j>essum
rannsóknum tóku þátt margir
vísindamenn frá útvarpseðlis-
fræði- rannsóknarstofnuninni.
Það kom í ljós, að mikil
lækkun varð á magni útvarps-
geislunarinnar. Rannsóknin
leiddi í ljós gersamlega ó-
þekkta hluti viðvíkjandi á-
standinu í efsta laginu á yfir-
borði tunglsins, hinu svokall-
aða „lunit’’-lagi.
Það sannaðist, að þunnt lag,
sem liggur efst, l&iðir útvarps-
bylgjur allt að því helmingi
betur en efni þau, sem neðar
eru. Eins og kunnugt er, er
hinn virki leiðnistuðull hvers
efnis háður efnafræðilegri
samsetningu þess. Með því að
betra saman leiðni þá
sem mældist í „lunit’’-laginu
og leiðnina á sömu bylgju-
lengd hjá ýmsum steintegund-
um hér á jörðinni, þióttust þeir
verða þess vísari, að efsti hluti
„lunit’’-lagsins sé samsettur úr
venjulegum steintegundum, svo
sem eldfjallaösku, móbergi og
blágrýti mjög blönduðu járn-
kalk- og kalíumildi. Einnig
kunna að finnast þarna loft-
steinar úr grjóti eða jámgrýti.
Ef til vill er yfirborð tunglsins
úr gljúpu, samanhnoðuðu loft-
steinaryki, sem hefur verið að
falla á tunglið um miljónir
ára. Litlir loftsteinar úr jám-
grýti kunna einnig að hafa átt
mikinn þátt í myndun jám-
ilda á yfirborði tunglsins.
Það er raunar ekki óhugs-
andi, að hin mikla leiðni á yf-
irborði þess geti staðið í sam-
bandi við hið sífellda aðstreymi
af prótónum að yfirborðinu og
áhrifum frá jóniseruðum
geislunum utan úr geimi.
Sænskur námsstyrkur
Samkvæmt tilkynningu frá
sænska sendiráðinu í Reykjavík
hafa sænsk stjómarvöld ákveð-
ið að veita Islendingi styrk til
náms í Svíþjóð skólaárið 1965-
1966. Styrkurinn miðast við átta
mánaða námsdvöl og nemur
600.00 sænskum krónum, þ.e. 700.
00 krónum á mánuði Ef styrk-
þegi stundar nám sitt í Stokk-
hólmi getur hann fengið sér-
staka staðaruppbót á styrkinn.
Til greina kemur að skipta
styrknum milli tveggja eða
fleiri umsækjenda, ef henta þyk-
ir.
Umsóknir sendist menntamála-
ráðuneytinu, stjómarráðshúsinu
við Lækjartorg, fyrir 1. apríl n.
k. og fylgi staðfest afrit próf-
skírteina og meðmæli. Umsókn-
areyðublöð fást í menntamála-
ráðuneytinu og hjá sendiráðum
íslands erlendis.
(Frá menntamálaráðu-
neytinu).
tökuskilyrðunum, þannig að
boðin frá tunglinu rangfærast
á ýmsan hátt. Til þess að kom-
ið verði í veg fyrir þetta þarf
fyrst og fremst að sjá um að
hátíðnimagnari útvarpsfirð-
sjárinnar vinni verk sitt stöð-
ugt og jafnt.
Á millimetrabylgjunum, sem
koma frá yzta laginu í yfir-
borði tunglsins, gerist meiri
Iækkun á magni útvarpsgeisl-
unarinnar meðan á tungl-
myrkva stendur (allt að þvi
20—25%). Ekki auðveldar þetta
mælingarnar, því að viðtöku-
tækin eru miklu ónæmari fyr-
ir millimetrabylgjum en sentí-
metrabylgjum. Auk þess drekk-
ur lofthjúpur jarðarinnar í sig
millimetrabylgjurnar í miklu
ríkara mæli en sentímetra-
bylgjurnar. Þess vegna eru
slíkar athuganir oftast nær
gerðar í háfjöllum, 3—5 km
ofan við sjávarmál.
Árið 1963 voru hafnar mæl-
ingar á geislum tunglsins bæði
við tunglmyrkva á millimetra-
bylgjum og sentímetrabylgjum
Merkjasöludagur Kvenna-
deildar SVFR í dag
Hinn árlegi merkjasöludagur Eins og að undanfömu rennur
Kvennadeildar Slysavamafélags- allur ágóði af merkjasölunni til
ins i Reykjavik er í dag starfsemi S.V.F.l. og nú í ár sér-
s-unnudag, sem er Góudagurinn. staklega til kaupa á þyril-
1 dag verða því merki deild- vængju.
arinnar afhent sölubömum í öll- Það eru vinsamleg tilmæli
um bamaskólum borgarinnar og Kvennadeildarinnar til foreldra
einnig í Sjómannaskólanum, að leyfa bömunum að selja
merkjasalan hefst klukkan 9 ár- merkin, og styrkja þannig gott
degis. málefni.
Olof Lagercrantz og Karle Blrger Blomdahl cftír afhendingu
norrænna bókmcnnta- og tónlistarv crðlauna á þrit'Judag.
um skilyrðum að vera full-
nægt. Lagercrantz tekur und-
ir þau orð Dantes, að það sé
tilgangurinn með lífi manns-
ins, að hann geti þroskað
með sér allt sem í honum
bj.- af tilfinningum og gáf-
um. Til þess að svo megi
verða, þarf friður að ríkja,
menn verða að vera frjálsir
undan amstri og erfiði brauð-
stritsins.
Til að aevintýrið mikla geti
hafizt þurfum við frið og
frelsi undan brauðstriti —
þessi orð eru lesin yfir ábyrg-
um fulltrúum þeirra þjóða,
sem þrátt fyrir allt þekkja
einna bezt allra þjóða bless-
un friðarins og einna sízt
hafa áhyggjur af daglegu
brauði, Þetta er ágæt kenn-
ing, og auðvitað verða fáir
til að mótmæla henni. En hún
getur vakið upp ýmsar spurn-
ingar sem sjálfsagt yrði erf-
itt að svara. Því miður hefur
því aldrei verið svarað á full-
nægjandi hátt, hvaða þjóðfé-
lagslegar forsendur eru lík-
legar til að tryggja -það að
sköpunarverk listrænt standi
með blóma. Við höfum máske
ákveðnar grunsemdir, en það
er erfitt að fá á þeim sann-
færandi staðfestingu. Og um
framtíð skapandi listar á hin-
um tiltölulega farsælu Norð-
urlöndum vitum við auðvitað
ókaflega lítið.
En Lagercrantz minnist líka
á aðra hlið þessa máls,
þá hlið sem er um margt auð-
veldari, sem að minnsta kosti
er auðveldara að ræða um á
málþingum. Hann segir: Mér
hafa verið veitt verðlaun fyr-
ir listina að lesa bók og það
gleður mig. Ljóðið er til þótt
margir eigi bágt með að t-úa
bví. Hinn ■guðdómlegi glcði-
leikur Dante, Njálssaga! Sjö
bræður Kivis, kvæði Werge-
lands, leikrit Strindbergs og
ævintýri Andersens eru sam-
timabókmenntir. Gangið að
bókahillunni og þér munuð
sjá að bækumar standa
þama hlið við hlið. Takið
þær niður og þér munið sjá
að orð þeirra tala sínu máli
enn í dag. Ganga Dante um
Víti, Hreinsunareldinn og
Paradís var ekki gengin einu
sinni, heldur í hvert sinn
sem einhver fylgir honum
eftir. Listin að lesa er þess
vegna listin að skilja að látn-
ir lifa . Listin að lesa, að
vekja hina dauðu, er ein
hinna nauðsynlegu greina
listarinnar ■ . •
Listin að lesa — vissulega
er hún ekki ómerkur þáttur
i því mikla ævintýri sem
Lagercrantz ræðir um og
vildi að sem flestir okkar
rötuðu í. Og það hlýtur að
vera miklu fleirum en hon-
um sjálfum ánægjuefni, að
þessi list hefur nú verið
heiðruð að nokkru. Huesjóna-
menn, sem láta sig dreyma
um gullaldarríki í framtíð-
inni, útópistar, eru margir
hverjir djarfir menn; sumir
hafa látið í ljós vonir um
bjóðfélag þar sem allir skapa.
Látum svo fjarlæga hluti ó-
rædda aö sinni. Hitt er svo
annað mál, að þeir sem hafa
lært hina merku list Lager-
crantz, listina að lesa, þeir
hafa vissulega feneið aðild
að sköpunarstarfi. Útbreiðsla
þeirrar listar, fastur sess
hennar í þjóðfélaginu —
betta er verkefni, sem í þeim
löndum er hér héldu þing, er
bæðí brýnt — raunhæft.
Á. B.
I
I
!
I
!