Þjóðviljinn - 21.02.1965, Page 7

Þjóðviljinn - 21.02.1965, Page 7
1 Sunnudagur 21. febrtíar 1965 James Baldwin og lítill frændi hans. ----------- ÞJÖÐVILJINN --------------- □ Með skáldsögum sínum og bókum um hlutskipti svertingja í Bandaríkjunum hef- ur blökkumaðurinn James Baldwin kom- izt í fremstu röð bandarískra rithöfunda á einum áratug. Fyrsta skáldsaga hans kom út 1954 Go Tell it on the Mountain, önnur, Giovannis Room 1957 og Another Country 1 963. I fyrra, 1 964, komu út tvær bækur eftir Baldwin er mikla athygli vöktu, Nobody Knows My Name og Notes of a Native Son. Nýlega er komin út mjög óvenjuleg myndabók, sem hann og ljós- myndarinn frægi, Riehard Avedon, hafa lagt saman í og heitir Nothing personal. SlÐA 2 □ I bókarkaflanum, sem hér er birtur, lýsir Baldwin æsku sinni í Harlem, svert- ingjahverfinu í New York. Málfríður Ein- arsdóttir þýddi. ÆSKA í HARLEM Sumarið sem ég varð fjórtán ára varð ég fyrir trúarreynslu, sem entist lengi. Orðið trúar- reynsla nota ég hér í almennri merkingu; það var á þessu sumri, sem ég uppgötvaði Guð og dýrlinga hans og engla, og helvíti hans, með logandi bál- inu. Og vegna þess að ég fædd- ist meðal kristinna manna, bauð mér aldrei 1 grun að Guð- dómurinn væri nema einn. Ég trúði þvi að hann væri hvergi nema innan veggja kirkjunnar, þ.e.a.s., kirkjunnar okkar — og ég hélt að gu? þýddi hið sama og öryggi; Orðið „öryggi“ fel- ur í sér hina sönnu merkingu orðsins „trú”, svo sem við skiljum það. Og svo ég skýri þetta ögn betur, skal ég játa, að á fjórtánda ári fann ég fyrst til hræðslu, hræðslu við hið illa í sjálfum mér og við hið illa fyrir utan mig. Umhverfi mitt í Harlem var hið sama og áður, engin breyting hafði orð- ið. En nú voru hórumar og drykkjusjúklingamir og glæpa- mennimir í Strætinu allt í einu orðnir mér til ama. Aldrei fyrr hafði mér dottið í hug að ég gæti orðið sem þetta fólk var, en nú sá ég glöggt að eins og staðið hafði á fyrir þeim, eins stóð á fyrir mér. Það var auð- séð að sumir voru sem kjömir til að lenda í Strætinu, og fað- ir minn hélt að svo væri ástatt um mig. Kunningjar mínir byrjuðu að drekka og reykja, og þustu líkt og líf lægi við út í ástarlíf sitt nokkuð taumlítið fyrst, síðan tók við allt að því ólund. Stúlkur. sem ekki voru eldri en ég svo teljandi væri, og sungu í söngflokk eða kenndu í sunnudagaskélum, dætur - vammlausra foreldra. breyttust mjög skyndilega og mjög óvænt i allt. aðrar verur en áður, og bar bá mest á bví hve barmurinn hvelfdist og iendar þreknuðu. en þetta var aðeins vottur um annað sem dýpra lá og lesa mátti úr aug- um beirra, líkamsvlnum, lík- amsangan og raddrómi. Það var eins og ókunnugir væru komnir f strætið, svo gagngerð varð breytingin. og svo undar- lega nálægar urðu þær. Vegna hins sérstaka unpeldis míns, vegna beirra óbæginda, sem þetta olli mér, og vegna bess að ég vissi ekki neitt hverjum skollanum rödd mín eða sál kynni að taka upp á næst. fannst mér ég hljóta að vera einhver hinn spilltasti maður í heimi. Ekki bætti það úr að mér sýndust þessar fiekklausu stúlkur hafa gaman af feimni minni, og þessum ógeðslegu, saknæmu, kvalafullu tilraun- um, sem voru í einu jafn kald- ar og ömurlegar sem steppurn- ar miklu í Rússlandi, og heit- ari, miklu heitari, en logar Vítis. Já, eitthvað var það, sem dýpra lá en þessar breytingar, og verra var að gera sér grein fyrir, sem ég hræddist. Það var til staðar bæði hjá stúlkunum og piltunum, en þó logaði ein- hvernveginn glaðara á því hjá stúlkunum. Okkur sýndist þær breytast í frúr áður en þær breyttust í konur. Það kom upp í þeim einkennileg og í raun- inni hálf ískyggileg einlægni. Það er ekki gott að segja hvemig þeim tókst að láta þetta í ljós, nema verið hafi einhver óbilgjarn svipur um varimar, eitthvað fjarlægt (hvað?) í augnaráðinu, að göngulagið varð fasmeira. og röddin fyrirskipandi. Þær hættu að stríða okkur piltun- um, heldur sögðu okkur til syndanna óvægilega; Þér væri nær að hugsa um sáluhjálp þína. Því stúlkunum var Ijóst hvað við lá, þær þekktu Stræt- ið, vissu hvað eitt víxlspor gat haft að þýða, vissu að þær þörfnuðust þess að vera vernd- aðar og að það vorum við og enginn annar, sem gat bað. Þær skildu það, að þær hlutu að leggja fyrir okkur tálsnörur guðs, láta sálir okkar frelsast til Jesú, og Binda líkami okk- ar piltanna í hjónaband. Því okkur var byrjað að volgna undir uggum og „það er betra”, sagði sankti Páll, — sem var vanur að líta á sig sem vond- an mann, og hitt.a bá nákvæm- lega naglann á höfuðið, er hann lýsti því, j,að giftast en brenna”. Og ég fann að piltamir fóm að verða eitthvað svo örvingl- aðir og ringlaðir, eins ,og héldu beir sig eiga von á löngum. hörðum ævivetri. Ég vissi ekki þá hvað það var, sem ég ætl- aði mér að gera á móti. Eins og það átti fyrir stúlk- únum að Hggja að verða á- móta þreknar og mæður þeirra vom, eins var auðséð að pilt- arnir mundu ekki verða feðr- um sínum hærri né fremri. Það fór að' renna upp fyrir okkur, að skólinn væri sá bamaleikur, sem við hlytum að tapa, og piltarnir hurfu úr hon- um von bráðar og fóm að vinna fyrir sér. Faðir minn vildi að ég gerði það líka. Ég þýbbaðist móti, og það þó að ég hefði enga trú á því að skólagangan mundi gera mér nokkurt gagn, það hafði églært af því að kynnast ýmsum há- skólagengnum þúsundþjala- smiðum. Kunningjar mínir vom famir að atast í ýmsu, og kallaðist það að ryðja sér til rúms hjá „manninum”. Þeim fór að standa á sama um það hvemig þeir vom útlits, hvem- ig klæddir, hvað þeir gerðu, og hittust þeir gjama tveir og þrír og fjórir saman í anddymm, þar sem þeir vom að staupa sig úr sömu vin- eða viskí- flösku allir, þvaðrandi, blót- andi, í áflogum, stundum grát- andi, yfirkomnir af angist en gátu þó ekki sagt hvað að þeim amaði, nema það var „maðurinn” — hviti maðurinn — sem upptökin átti, enginn annar. Og það virtist engin leið að þoka þessu svarta skýi, sem stóð milli þeirra og sólar- innar, milli þeirra og gleðinn- ar og lífsins, ástar og valds, milli þeirra og alls sem þeir þörfnuðust. Það þurfti ekki mikið vit til að sjá hve litlu varð um þokað, ekki sérlega næmar tilfinningar til þess að þessar endalausu auðmýkingar allan liðlangan daginn, ásamt ótal hættum, kæmu við kvikuna fyrr eða síðár. Ekki vom þessar kárínur eingöngu bundnar við virku dagana né heldur vom það eingöngu verkamenn, sem fyrir þeim urðu. Þegar ég var þrettán ára var ég einu sinni að fara yfir Fimmtutröð á leið inn í Fer- tugasta og annað stræt.i eftir bókum og mætti þá strákahóp, og einn úr hópnum segir við mig: „Hvað ert þú að flækjast hér? -Af hverju ertu ekki í negrahverfinu?” Þegar ég var tíu ára (og sýndist ekki vera eldri) fóm tveir lögregluþjónar að skemmta sér við að bukla mig, hæðast (á hryllilegan hátt) að ættemi mínu, og geta sér til um getu mína eða van- getu. Síðan skildu þeir við mig liggjandi uppíloft á afvikn- um stað í Harlem. Skömmu áður en þetta gerðist, eða á stríðsámnum, flýðu margir af stallbræðram mínum í herinn, og dreif þar ýmislega á daga þeirra, og fæst af því gott, margir fóru í hundana, aðrir dóu. Enn aðrir flýðu til ann- arra borga, annarra ríkja. Sum- ir leituðu athvarfs hjá flösk- unni, sterkum vínum eða létt- um, — eða holnálinni — og em við þetta enn. Enn aðrir flýðu á náðir kirkjunnar, og það gerði ég. Þvi laun syndar- innar vom allsstaðar sýnileg, við hvert fordyri atað vínblett- um og hlandblet.tum. í giöllum og hvellum óhljóðum í flautu slysavagnsins, í hverju öri og andlitslýti i torkennilegum andlitum vændiskvennanna og drykkjusjúklinganna, hjá hverju nýfæddu barni sem komið var inn í þennan voða- lega heim, í hverjum morðhníf og skammbyssu sem brugðið var i Strætinu, hverri óheilla- fregn; frændkona mín, sex bama móðir, hafði skyndilega misst vitið og bömunum ver- ið skipt milli manna, önnur frænka, sem ekkert virtist hafs getað bugað, látin berjast við harðan, hægan dauða í níð- þraungu kamersi, einkar vei gefinn ungur maður horfinn inn í eilífðina fyrir sjálfs síns hendi, annar gerzt rænmgi og kommn f dýblissu. Þetta var ljótt sumar. hver fréttin ann- arri verri, og þetta, sem hér var talið, ekki hið versta. Glæpamennska blasti við, fjarri því að vera óhugsandi, enda Iíkleg. Það þýddi ekki neitt að reyna að vinna og spara, því hvað mikið sem á sig væri lagt, mundi spariféð aldrei nema neinu sem um munaði, auk þess sem góð efni vora engan veginn nægileg trygging fyrir því, að afstaða þjóðfé- lagsins, jafnvel þeim til handa. sem bezt höfðu spjarað sig, breyttist til batnaðar. Hið eina sem duga mundi, var vald og ótti, já þrælsótti. Það var eng- inn minnsti vafi á því, að lög- reglan mundi halda áfram að berja okkur og setja okkur inn á meðan henni yrði stætt á því, — og að hitt fólkið, — hús- mæður, bflstjórar, lyftuþjónar, uppþvottamenn, barþjónar, lög- reglumenn, dómarar og lækn- ar, mundu aldrei gera það af einskærri góðvild, að leggja niður þann ljóta sið, að hafa okkur að skotspæni geðvonzku sinnar og illkvittni. Hvorki rök- semdir siðaðra manna né kristi- legur kærleiki mundu geta komið' nokkru af þessu fólki til að breyta við okkur eins og það vill látu breyta við sig, ekkert annað en ótti við vald okkar mundi megna það, eða virðast mundu megna það. en það hefði verið (og er) langtum betra en ekki neitt. Mikill hug- takaruglingur virðist vera í þessu efni, en ekki held ég að þeir svertingjar séu margir, sem áfjáðir era að komast í náðina hjá hvítum mönnum, því síður að binda við þá ást- vináttu. Þeir, hinir svörtu, óska sér þess framar öðru, að þurfa ekH að vera að rekast á hvíta menn i hverju spori á sinni stuttu dvöl hér á þessari plán- etu. Það er hvítum mönnum yfrið nóg verkefni, að Iæra að elska sjálfa sig og hvem annan sín á milli, og þá fyrst er því marki er náð, sem ekki verður f bráð og líklega aldrei — verður negravandamálið ekki á dagskrá framar, það hverfur þá af sjálfu sér. Fólki, sem betur er sett í þjóðfélaginu en við hér í Har- lem vorum, og erum, mun án efa finnast þessi lýsing á inn- ræti og hegðun manna ömur- legri en orð mega lýsa. En reynsla svertingja af hvítum mönnum er næsta ólíkleg til þess að vekja hjá hinum fyrr- nefndu nokkurt traust á mæli- kvarða þeirra um sæmilega hegðun. Staða þeirra sjálfra er þeim sönnun fyrir því, að hvítir menn hegða sér ekki í samræmi við nokkurn fullgild- an siðferðilegan mælikvarða. Svört vinnuhjú hafa oft laum- a-rt hurt með ýmislegt smáveg- Framhald á 9 síðu. DS m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.