Þjóðviljinn - 23.03.1965, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 23.03.1965, Qupperneq 1
dmiinn Þriðjudagur 23. marz 1965 — 30. árgangur — 68. tölublað Hvað er apartheid? — 7. síða Árni Bergmann: Menn og menntir — 6. síða Viðurkennt í Washington Bandaríkin beita eiturgasi í stríðinu í Suður- Vietnam Nýjar loftórásir á staði í Norður-Vietnam um helgina SAIGON OG WASHINGTON 22/3 — Sú frétt sem borizt hafði frá Saigon var staðfest í Washington í dag, að Bandaríkjamenn notuðu eiturgas í hern- aði sínum í Suður-Víetnam. Bandarískir talsmenn hafa varizt allra frétta þegfar þeir hafa verið spurð- ir hvaða gas væri um að ræða, aðeins sagt að það væri ekki banvænt. Bandarískar og suðurvíet- namskar flugvélar gerðu enn um helgina loftárás- ir á staði í Norður-Víetnam. Varðskipið Óðinn búið myndratsjá — eitt af 15 fyrstu skipunum í heimf! □ Landhelgisgæzlan hefur nú látið koma fyrir í Óðni svokallaðri myndratsjá og mun Óðinn eitt 15 skipa 1 víðri veröld, sem hafa slíkt tæki. Myndratsjáin hefur einkum 4>þýöingu sem sönnunargagn fyrir landhelgisdóminn. Fréttin um að Bandaríkjamenn hefðu notað eiturgas í Suður- Vietnam var fyrst höfð eftir tals- manni bandarísku herstjómar- innar í Saigon. Hann harðneitaði að segja hvers konar gas væri um að raeða og hann neitaði einnig að segja nokkuð um hvort gasið væri enn notað. — í>etta er gas sem veldipr óþægindum og er notað þegar miklar róstur eru, sagði tals- maðurinn í Saigon og annað höfðu blaðamenn ekki upp úr honum. f Washington hafa talsmenn landvarnaráðuneytisins sagt að gasið sem um ræðir sé ekki banvænt. Það sé notað til að „koma í veg fyrir að óbreyttir borgarar séu beittir ofbeldi“. Þeir eru sagðir benda á að í fréttinni frá Saigon hafi verið sagt að gasið hafi verið notað í hemaðaraðgerðum þegar „skæraliðar Vietcongs hafi dreift sér meðal óbreyttra borgara eða hafi ætlað að taka þá höndum“, og af því má ráða að gasið hefur ekki verið notað í eigin- legum bardögum, heldur hefur því verið sáldrað yfir byggðar- íög þar sem skæruliðar hafast við, en þeir hafa sem kunnugt er meirihluta landsins á valdi sínu. Isinn rekur nær landi Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar í gærkvöld var norðvestan átt fyrir norðan og norðaustan land í gær og rekur ísinn til suðvesturs og færðist hann heldur nær land- inu. í skeyti frá Grímsey kl. 5 síðdegis í gær sagði að það- an sæist samfelld ísbreiða frá norðvestri til austurs 4—6 sjómílur undan landi og rak hana hægt til suðvesturs. Við Horn og Langanes var ísinn svipaður og undanfarna daga en hann rekur þar fram og aftur og er landfastur annað slagið. í gær var ísinn farið að reka suður með Austurlandi allt suður undir Glettinganes og er sigling viðsjál á þessum slóðum nema í björtu. Samkvæmt frásögn norsku fréttastofunnar NTB sem hefur frétt sína eftir Keuter virðast talsmenn bandaríska utanríkis- ráðuneytisins hafa farið undan í flæmingi þegar þeir voru spurðir um þessa eiturgasnotkun Bandaríkjamanna enda er notk- un eiturgasg í hemaði bönnuð í alþjóðasáttmála. Við spumingu um hvort Bandaríkin legðu til eiturgasið var svarið að það yirtist augljóst mál, en viður- kennt var að þyrlum sem dreifa eiturgasinu væri stjómað af bandarískum flugmönnum. Nýjar loftárásir Á sunnudag gerðu sprengju- Clugvélar stjórnarinnar í Saigon studdar bandarískum orustuþot- um miklar loftárásir á skotmörk í Norður-Vietnam. Þetta var fjórða árásarferðin á átta dög- um. 26 sprengjuflugvélar af gerð- inni Skyraider réðust á stöðvar um 30 km. fyrir norðan 17. breiddarbauginn sem skiptir Vietnam. Sprengjum var varpað á um 40 byggingar við Vu Cong og skotið úr byssum á þær. Bandarísku orustuþoturnar sem voru með í ferðinni skutu eld- flaugarskotum á loftvamavirki. í dag réðust svo bandarrísk- ar þotur á radarstöð um 95 km frá landamærunum. Viðurkennt er að ein bandarísku árásarflug- vélanna hafi verið skotin niður, en sagt að þyrla hafi bjargað flugmanninum. Viðureign við Da Nang Samtímis loftárásinni á Norð- ur-Vietnam í dag voru hersveitir Saigonstjómar sendar gegn skæruliðum þjóðfrelsishersins í næsta námunda við Da Nang, þar sem Bandaríkjamenn hafa mestu flugstöð sína í Suður-Viet- nam. en hennar er nú gætt af nokkur þúsund landgönguliðum flotans, Um 60 bandarískar her- þyrlur voru sendar með hermenn Saigonstjómarinnar eina 20 km frá Da Nang, en aðrir fóru landleiðina. Ekkert hefur nánar spurzt af þessari viðureign, en Bandaríkjamenn hafa óttazt rð skæruliðar væru að undirbúa meiriháttar áhlaup á Da Nang. Sagt er að þeir hafi komið fyrir 105 mm fallstykkjum þar í grenndinni. Hörð gagnrýni Brezka blaðið „Guardian“ fer Framhald á 9. síðu Fréttamenn vora í gær boðnir út f varðskipið Óðin, en þar var til sýnis myndratsjá sú, sem getið hefur verið í fréttum í sambandi við töku togarans Bradman GY frá Grimsby fimm mílur innan við fiskveiðilögsögu- mörkin út af Stigahlíð við Isa- fjarðardjúp 18. marz sl. 1 þetta skipti var skipið í reynsluför en atvikin höguðu því svo til að togarinn var tékin í sama skipti. Pétur Sigurðsson forstjóri skýrði hið nýja tæki út fyrir blaðamönnum. Sagði hann, að það væri nánast útfærsla á rat- sjánni sjálfri. Þetta er myndavéb sem tekur mjmdir af ratsjárskif- unni á fárra sekúndna fresti og inn á myndina kemur svo klukka, dagsetning o.fl. svo unnt er að sjá staðsetningu landhelg- isbrjótsins nákvæmlega út. Að sjálfsögðu kemur tækið fyrst og fremst að gagni, er framvísa þarf sönnunum fyrir dómi og eru myndir þessar hinar ákjós- anlegustu í því skyni. Það var árið 1961, að Iand- helgisgæzlan fékk nasasjón af því, að enskir ynnu að slíku tæki við teikniborð og það hjá sama fyrirtæki og framleitt hef- ur ratsjámar í mörg varðskip- anna þ.á.m. Óðin. Strax og full- ljóst var, að hafin yrði fram- leiðsla á myndsjánum var ákveð- Framhald á 9. síðu. <0 Þetta er mynd úr mynd- ratsjá Óðins. Hvíti litur- inn er Reykjavík. MenntamálaráÍherra kvartar vegna ,misskilnings' utan þingdagskrár Menntamálaráðherra kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár í efri deild Alþingis í gær og kvartaði undan „misskilningi“ á ummælum sínum um kvikmynda- eftirlit og sjónvarpið á Keflavíkurflugvelli. Eink- um bar ráðherra sig illa að því er virtist vegna um- mæla Þjóðviljans, en þau voru einungis byggð á frásögn Alþýðublaðsins, Aðalbjargar Sigurðardótt- ur og Guðjóns Guðjónssonar. Ráðherrann hrakti ekki orð Aðalbjargar og Guðjóns svo að „misskiln- ingurinn“ hlýtur að skrifast á reikning Alþýðu- blaðsins! Gylfi Þ. Gíslason kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær í tilefni skrifa Þjóðviljans um orð hans þess efnis að hann vissi ekki til að í Keflavíkur- sjónvarpinu hefðu verið sýndar myndir, sem bannaðar mundu hafa verið í kvikmyndahúsum í Reykjavík. í frásögn Þjóðviljans var sú ályktun dregin, að menntamála- ráðherra vissi um að ósæmilegar myndir hefðu verið sýndar í Keflavíkursjónvárpinu m. a. vegna þess að Guðjón Guðjóns- son kvikmyndaeftirlitsmaður tjáði blaðinu, að hann hefði af- hent fcrmanni menntamála- nefndar neðri deildar, Benedikt Gröndal, flokksbróður Gylfa, lista yfir 10 myndir sem hefðu verið sýndar í Keflavíkursjón- varpinu en hofðu aldrei fengizt sýndar börnum í kvlkmynda- Gylfi Þ. Gíslason húsum hér. Ráðherrann fullyrti hins vegar, að hann hefði ekk- ert um þennan lista vitað. Ekki hrakti ráðherrann á neinn hátt, það sem Þjóðviljinn sagði, um þetta mál, enda vitn- isburður blaðsins byggður á upp- lýsingum Aðalbjargar Sigurðar- dóttur og Guðjóns Guðjónssonar, sem annazt hafa kvikmyndaeft- irlit hér um tíma og frásögn Alþýðublaðsins. Sagði ráðherra síðan, að það væri fullkomlega á valdi ís- lenzkra stjórnarvalda að banna myndir í hermannasjónvarpinu og endurtók síðan ummæli sín frá umræðunum fyrir helgina, sem hann taldi, að hefðu verið misskilin. Hafísinn hindrar nú útgerð á Skagaströnd Ljótt er nú ástandið hjá þeim Skagstrendingum. Ofan á lang- varandi verkfall bætist nú haf- ís, sem kemur í veg fyrir allar fiskveiðar. Hefur ekkert fiskazt á Skagaströnd í mánuð. Þá er olíulítið á staðnum og mikill kuldi af völdum íssins. Má segja að þar nyrðra jaðri við hreint neyðarástand. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.