Þjóðviljinn - 23.03.1965, Blaðsíða 2
2 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Þriðjudagur 23. marz 1965
FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld
Síldarflutninga þarf ai
undirbúa ffyrir sumarið
Flutningur á síld til hagnýt-
ingar i salt og í bræðslu hafa
mikið verið til umræðu nú á
þessum vetri og er það að von-
um. Á sumarsíldveiðum er hver
afladagur dýr, og veltur á
miklú að hann sé vel hagnýtt-
ur. Ef skip tefjast að óþörfu
frá veiðum sökum þess að þau
losna ekki við aflann í nær-
liggjandi höfnum, þar sem sölt-
unarstöðvar, verksmiðjur hafa
ekki undan, þá verður að leita
annarra úrræða. Við þekkjum
slíkt ástand, það hefur endur-
tekið sig hér hvert einasta sum-
ar í miklum síldarárum. En
þrátt fyrir þessa bitru reynslu,
þá eru þeir lærdómar sem af
henni hafa verið dregnir harla
litlir. Skipulagsmál þessa mik-
ilvirka atvinnuvegar, sem þjóð-
arbúskapur okkar oft stendur
eða fellur með, virðist ennþá
í dag vera í ótrúlega miklum
molum.
Sé síldin á Austfjörðum og
vinnslustöðvar hafi þar ekki
undan þá vantar öll úrræði til
að flýtja bræðslusíld til Norð-
urlandshafna til vinnslu þar.
Þannig hefur þetta verið. Þó
hafa Norðmenn í tugi ára flutt
og skipulagt flutninga á síld
heima hjá sér að vetrarlagi og
þá farið með hana ekki
skemmri vegalengdir, heldur en
hér þarf að gera. Og um
margra ára skeið hafa þeir flutt
bræðslusíld af sumarsíldarmið-
unum hér við land, bæði á
veiðiskipunum sjálfum og flutn-
ingaskipum sem fermd hafa
verið á hafi úti.
Ég held því að reynsluna
skorti ekki á þessu sviði ef
menn vilja eitthvað af henni
læra. Flutningar á bræðslusíld
þurfa ekki að vera vandamikið
mál, það þarf aðeins einhvem
aðila sem skipuleggur þessa
flutninga og stendur ábyrgur
fyrir því að þeir séu fram-
kvæmdir þeghr með þarf. I
í veiðihrotum bíða sildarskipin oft langtímum löndunar.
Að
beygjí
ja sig
1 hinu tætingslega Reykja-
víkurbréfi sem Bjami Bene-
diktsson sendi frá sér í fyrra-
dag er að finna kafla sem
heitir „Góðir gestir”. Þar eru
talin upp nöfn nokkurra
kunnra manna sem eiga það
eitt sameiginlegt að þeir hafa
einhvem tíma stigið fæti á ls-
land. Er forsætisráðherra ekki
sízt hugleikið að ,,nú fyrir ;
nokkrum dögum mátti lesa
um, að hershöfðingi að nafni
Karch, foringi landgöngulið-
anna, sem Bandaríkjastjóm
nýlega sendi til Suður-Viet-
nam, hefði á sínum tíma
dvalizt um skeið á Islandi,
sennilega þegar Bandaríkja-
menn komu hingað fyrst 1941.
Þá hefur hann verið ungur að
árum og er ólíklegt, að nokk-
ur hér minnist hans síðan”.
Enda þótt Karch þessi hafi
ekki látið eftir sig nein spor
hérlendis er hann engu að
síður flokkaður til „góðra
gesta“, og geta gæðin þá ekki
verið fólgin í öðru en því að
forsætisráðherra Islands finnst
hann þannig eftir krókaleið-
um komast í persónulega
snertingu við hina saurugu
styrjöld Bandaríkjamanna í
Vietnam. Er slíkt harla ein-
kennilegt og ógeðfellt keppi-
ReffC
En kannski er gleði Bjama
Benediktssonar yfir því að
hafa um skeið dvalizt í nám-
unda við þann mánn sem nú
stjórnar morðárásum í Viet-
nam hugsuð sem hæfilegur
aðdragandi að annarri setn-
ingu í sama pistli: „í marg-
háttuðum samskiptum Banda-
ríkjanna og Islands síðustu
25 ár, hafa Bandaríkin, sem
eru voldugusí allra, aldrei
látið lsland, sem er fámenn-
ast hinna Sameinuðu þjóða,
kenna aflsmunar”. Islending-
ar eiga trúlega að þakka
Bandaríkjunum þá mildi að
þau skuli þó ekki senda
Karch hingað aftur eftir að
hann er orðinn fullnuma í
starfi sínu, svo að við losnum
við að verða fyrir sprengju-
árásum og loga í benzínhlaupi
þess ríkis sem’ er „voldugast
allra”.
Hitt er algert ranghermi að
samskipti Bandaríkjanna og
Islands séu til marks um
mildi þeirra í valdbeitingu.
Engujn dettur í hug að ráða-
menn Bandaríkjanna beiti
aðrar þjóðir ofbeldi af ein-
hverskonar sálsýki; nái þeir
sinu fram án valdbeitingar
eru þeir auðvitað allshugar
fegnir, hvort sem reynir á afl
þeirra í Vietnam eða á Is-
landi. Og víst hafa Banda-
ríkjamenn látið Islendinga
fhma hverra væri rnátturinn
og dýrðin, til að mynda þeg-
ar ráðamenn hins volduga
stórveldis neituðu því í stríðs-
lok að standa við loforð
Roosevelts forseta um brottför
hersins frá landi hinnar
minnstu þjóðar. Ólafur Thors
lýsti þá yfir því að vegna afls-
munarins hefði hann neyðzt
til að gera Keflavíkursamning-
inn. Síðan er Bjarna Bene-
diktssyni og ýmsum öðrum
forustumönnum íslenzka rík-
isins orðið svo tamt að beygja
sig fyrir valdinu, að þeir eru
famir að líta á þær stellingar
sem hið qðlilega ástand.
— Austri.
Noregi ber ábyrgð á þessum
málum Síldarsamlagið sem er
sameiginlegur félagsskapur út-
gerðarinnar og sjómanna, enda
eiga norskir sjómenn mikið
meira en helming allrar fiskút-
gerðar þar í landi og ekki sízt
af þeim sökum hefur verið tek-
ið með meira viti og þekkingu
á þessum málum þar heldur en
hér. Sem sagt, flutningar á
bræðslusíld eiga ekki að vera
neitt mikið vandamál í sjálfu
sér. Þeir eru frekar skipulags-
legt og fjárhagslegt atriði, sem
þó á að vera hægt að leysa á
hagkvæman hátt ef að því er
gengið af viti og manndómi.
Flutningar á söltun-
arsild erfíðari
Vmsir hafa spurt mig, hvort
ég 'áiíti -gerlegt að flytja söltun-
arsíld frá Austfjarðamiðum til
Eyjafjarðarhafna og Siglufjarð-
ar. Þessari spumingu svara ég
hiklaust játandi, hvað við kem-
ur gæðunum á hráefninu. Hins
vegar mundu slíkir flutningar
verða talsvert dýrari heldur en
þegar um síld í bræðslu er að
ræða. En óefað má lækka þenn-
an kostnað, sé málið rétt upp
tekið frá byrjun. Hér á eftir
mun ég rifja upp nokkur úr-
ræði til að koma síldinni ó-
skemmdri á áfangastað. Ég vil
þá byrja á elztu aðferðinni,
hún er einföld og fyrir henni
er meira en hálfrar aldar
reynsla. En þessi aðferð er sú
að „skúffa” síldinni, orðið að
„skúffa” er komið úr norsku.
Norðmenn innleiddu það i ís-
lenzkt mál þegar þeir hófu hér
síldarsöltun um aldamótin. Þeg-
ar síld er skúffuð, þá er henni
mokað upp í tunnur, eins og
hún kemur úr sjónum og salti
kastað í tunnuna með hverjum
mokstursháfi. Þannig er hægt
að flytja síld til söltunar hvert
á land sem vera skal. Fyrir því
er gömul reynsla, sem þómarg-
ir virðast vera famir að gleyma
á þessum hraðfleygu tímum
tæknialdar. Þessi aðferð var
aðallega notuð á erfiðum sfld-
arsumrum, þegar lítil veiði var.
Skip sem fengu smáslatta
skúffuðu þá síldinni í tunn-
ur, svo að þau þyrftu ekki að
fara strax að landi með hana.
Eftir að Norðmenn hófu hér
söltun á síld á opnu hafi, þá
var þessi aðferð oft notuð *tii i
að bjarga síldinni þegar veður 1
spilltist og skip voru með sfld ■
á þilfari. Þannig var þáj^^in j
geynid í fáa daga þar til hægt
var að hausskera hana eða
kverka og leggja niður í tunn-
ur. Síld sem hafði verið skúff-
að var alltaf pækluð með full-
sterkum pækli væri hún hálf-
an sólarhring eða lengur geymd
til verkunar.
Fæling á sfldinni
Sé hægt að kæla síld niður í
0 gráður á Celsius strax eftir að
hún er dauð, þá er með því
hægt að margfalda geymsluþol
hennar sem hráefnis. Það er
ekki nema svo sem áratugur
síðan rússneskur efnaverkfræð-
ingur uppgötvaði það að kæl-
ing sem framkvæmd er nógu
snemma getur haft úrslitaáhrif
á gæði vörunnar og bragð.
Fram að þeim tíma voru Rúss-
amir lengi búnir að glíma við(
að sjóða niður hraðfrystar sar-
dínur, en árangurinn varð sá
að sardínan var ekki jafn
bragðgóð eins og þegar hún var
soðinn niður alveg ný upp úr
sjónum. Rússamir dældu sar-
dínunni frá nótinni með fisk-
dælu. Þegar þeir höfðu upp-
götvað mátt kælingarinnar á
undan frystingunni, þá komu
þeir fyrir kæliútbúnaði í sam-
bandi við dælinguna. Með þess-
ari aðferð fengu þeir sardínuna
með sama bragði eins og hún
var soðin niður strax fersk upp
úr sjó.
Síðan hafa menn sannfærzt
68í
tói
<S>
- auðvitað veljið þér
i :i :ri
Sjónvarp.
Án hurða: kr, 20.935,00
Með hurð: kr. 22.375,00
Sjónvarp með
FM-útvarpi.
Án hurða: kr. 24.845,00
Með hurðum; kr. 26.235,00
JEJTJTTJRA.
BELUA '
s
Sjónvarp með
FM útvarpi og
STEREO-plötuspilara.
Verö kr. 32.400,00.
BELLA MUSICA
997
Flötuspilari
með FM-útvarpi,
verð kr. 6.250,00
tooi WaOVAdOONVBM-IH
Segulbandstæki
með þremur hröðum,
verð kr. 9.300,00.
úm það betur og betur, víðs-
vegar um heim, að kælífi^' áetn
framkvæmd er nógu snemma,
hún getur haft úrslitaáhrif um
gæði og geymslu á fiski og sfld.
Síld sem kæld væri niður í
0 gráður á Celcius strax og hún
hefði verið veidd, t.d. á Aust-
fjarðamiðum, hana á að vera
auðvelt að flytja í kældri lest,
eða ísvarða til hvaða hafnar
sem vera skal á Norðurlandi
til vinnslu, hvort sem er í
frystingu eða salt. Ég held Iíka
að ég muni það rétt, að í fyrra-
sumar, áður en sfldarsöltun
hafði verið leyfð, þá lét kunn-
ur athafnamaður flytja sfld til
söltunar á Siglufirði frá Aust-
fjarðamiðum og voru þeir
flutningar sagðir hafa tekizt
vel. En einmitt sú síld var kæld
niður með ís.
Væru slíkir flutningar fram-
kvæmanlegir sökum kostnaðar?
Það er mjög eðlilegt að um
það sé spurt. Náttúrlega hafa
slíkir flutningar talsverðan
kostnað í för með sér framyfir
það að geta hagnýtt sfldina til
manneldis á nærliggjandi höfn-
um við veiðisvæðið. Af þeim
sökum mundu þeir ekkj koma
til greina, svo lengi sem haegt
væri að losna við síldina á
næstu höfnum í salt. En setj-
um nú svo, að skip kæmi með
góða söltunarsíld og hvergi
væri hægt að losna við hana
í salt á höfnum f nánd við
veiðisvæðið sökum anna, en á-
ríðandi að fá þessa síld upp í
gerða samninga. Hvað væri þá
eðlilegra en að hafa einhver
úrræði með að flýtja 'hana
þangað sem söltunarstöðvar
biðu með fólk og aðstöðu til
að taka á móti henrti? Ég held
að ekkert væri eðlilegra.
1 slíku tilfelli sern þessu, ber
ekki að einblína á kostnaðar-
hliðina eina. 1 fyrsta lagi yrði
slfkur farmur unniö í saltsíld
miklu verðmætari í"útflutningi,
að öllum líkindum um helm-
ingi hærri upphæð en þá sem
flutningi nemur miðað við af-
Frarohald á 9. síðu.
t
I