Þjóðviljinn - 08.04.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.04.1965, Blaðsíða 4
4 STÖA Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. .. Ll Undir kostnaðarverði 'r- •. \ fundi þeim sem stúdentasamtökin í Reykjavík héldu um stóriðju og erlent fjármagn benti Sig- urður Thoroddsen verkfræðingur á það í athygl- isverðri ræðu að Búrfellsvirkjun er aðeins fyrsti áfangi í heildarvirkjun Þjórsár. Til þess að nýta vatnsafl árinnar í heild, eins og við munum gera á næstu áratugum, þarf að gera mikil miðlunar- mannvirki og dýr, en sá kostnaður sem af þeim leiðir mun að sjálfsögðu birtast í raforkuverðinu að lokum. Því fæst ekki rétt hugmynd um raun- verulegt kostnaðarverð á raforku frá Þjórsá nema gerð sé heildaráætlun um hagnýtingu alls vatna- sviðsins og þannig fundið meðalverð rafmagns frá Þjórsárvirkjunum. En engin slík áætlun hefur verið gerð. Tr\ J staðinn er valin sú virkjun sem 'fyrirsjáanlega verður ódýrust og lagt til að erlent auðfyrir- íæ.ki fái að hagnýta raforkuna frá henni fyrir verð, sem margir sérfræðingar telja að verða muni und- ir kostnaðarverði á þeim eina virkjunarstað. En jafnvel þótt kostnaðarverð næðist þar, verður hinu ekki mótmælt að næstu virkjanir verða mun dýrariymg að auðhringurinn fær allavegana raf- orku langt undir meðalkostnaðarverði. Fái auð- hringurinn meirihluta orkunnar frá Búrfells- virkjun verður þeim framkvæmdum varla fyrr lokið en íslendingar verða að ráðast í nýjar virkj- anir í sína þágu. Þá blasir það ástand við að lands- menn sjálfir verða að búa við dýrari raforku vegna þess að e'rlendur auðhringur fékk að velja handa sjálfum sér þá virkjun sem hagkvæmust er 'talin í landinu. Þannig eru viðskiptin við hringinn ekki að auðvelda okkur raforkuframkvæmdirnar, held- ur torvelda þær okkur áframhaldið þegar til lengdar lætur; við erum að stela frá framtíðinni til þess að erlendir auðmenn geti spunnið sér gull úr orkulindum okkar. Tvískinnungur 'r' ■ miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins urðu al- úmínmenn í miklum minnihluta, og í stjórn- málaályktun fundarins voru samþykkt svo marg- háttuð og stórfelld skilyrði fyrir samningum við alúmínhringinn að þau jafngiltu algerri andstöðu. Þessi niðurstaða fundarins varð Framsóknarmönn- um um land allt mikið ánægjuefni, því hinn átak- anlegi tvískinnungur forustunnar í þessu máli hafði valdið óhug. Hér í blaðinu var látin í ljós sú von að samþykkt fundarins myndi binda fulltrúa flokksins í stofnunum þeim sem um málið fjalla op 4 Alþingi íslendinga. gn skrif Tímans síðan spá ekki góðu. Umtalið um alúmínmálið mótast af sama óhreinlyndinu og fyrr, og nú er blaðið farið að leggja áherzlu á að hér sé í rauninni um smámál að ræða. Það geíur auðvitað ekki talizt til meiriháttar afbrota þótt samþykkt miðstjórnarfundar um smámál komi aldrei til framkvæmda. — m. ÞIÖÐVILnNN Fimmtudagur 8. apríl 1903 Sigurður Þórðarson tónskáld sjötugur Eitt af öndvegistónskáldum íslendinga er 70 ára í dag, 8. apríl: Sigurður Þórðarson skrifstofustjóri Ríkisútvarps- ins og fyrrum söngstjóri Karlakórs Reykjavíkur. Þess- ir tveir aðilar, sem notið hafa starfskrafta Sigurðar öðrum _ fremur um áratuga skeið, Útvarpið og Karlakór- inn, minnast sjötugsafmælis- ins með hátíðartónleikum í Háskólabíói í kvöld klukkan 9. Á efnisskránni verða ein- göngu tónsmíðar eftir Sig- urð Þórðarson, en flytjend- ur verða Karlakór Reykja- yíkur, Svala Nielsen, Guðrún Á. Símonar, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Guð- IIIIIIIIIIVIIIIIIiniHIIIKtllllltlllVtlUIRII jónsson, Kristinn Hallsson, Guðrún Kristinsdóttir, Björn Ólafsson og Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Stjórnandi er Páli Pampichler Pálsson. Sigurður Þórðarson er fæddur í Dýrafirði 8. apríl 1895. Hann hóf ungur tón- listarnám og fór utan til Þýzkalands, þar sem hann stundaði nám við tónlistar- háskólann í Leipzig. Einnig fór hann námsferðir um Þýzkaland, Danmörku og Austurríki. Liðlega þrítugur að aldri átti hann hlut að stofnun Karlakórs Reykja- víkur og var síðan stjórnandi kórsins á fjórða áratug og setti mjög svip á tónlistar- lífið hér á landi á því tíma- bili. Ótaldar eru þær söng- skemmtanir kórsins, sem Sig- urður hefur stjómað frá upp- hafi hér á landi og á all- mörgum' tónleikaferðum er- lendis, í Bandaríkjunum, á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Frá stofnun Ríkisútvarps- ins 1930 hefur Sigurður Þórð- arson gegnt þar störfum skrif- stofustjóra, en tómstundirn- ar hefur hann helgað tónlist- inni, tímafrekri söngstjórn og tónlistarleiðbeiningum og tónsmíðum. Fjölmörg tón- verka hans eru landskunn, ekki hvað sízt sönglögin, bæði fyrir einsöngvara og ■ ■■•■■■■■■■■■■■■i ■■■■■■■■■■■•■■! Um verkefni og störf Kjararannsóknarnefndar ■ í „Fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar“, sem nýlega kom út, var í inngangi gerð grein fyrir verkefni og störf- um nefndarinnar. ■ Þjóðviljinn hefur fengið leyfi formanns nefndarinnar til að birta þennan kafla úr fréttabréfinu, enda er hér um stofnun að ræða sem full þörf er á að fólk í alþýðu- samtökunum fylgist með og stuðli að því að starf hennar geti orðið að sem mestu gagni. Kjararannsóknamefnd var upphaflega ætlað það verkefni að vinna að öflun gagna, sem yrðu til að styðjast við í samn- ingagerð atvinaurekenda og launþega, er búizt var við að hæfist 15. október 1963. Þar sem hér var um viðamikið brautryðjendaverkefni að ræða og tíminn naumur, varð raun- in sú, að verkefni nefndarinn- ar var ekki nema að takmörk- uðu leyti leyst innan tilsetts tíma. Kjararannsóknarnefnd telur, að framhald starfa hliðstæðra þeim, sem unnin hafa verið af nefndinni fram að þessu, geti í framtíðinni komið að miklu gagni og auðveldað og greitt fyrir gerð kjarasamninga. Hinsvegar vill nefndin taka það fram, að rannsóknir henn- ar eiga ekki að leiða til dóms- niðurstöðu eða úrskurðar nefndarinnar um kaup og kjör, heldur er það verkefni samn- ingsaðilanna að draga ályktan- ir af þeim staðreyndum, sem aflað hefur verið, og semja á grundvelli þeirra. En eitt af frumskilyrðum þess, að góður árangur náist, er að samtök at- vinnurekenda og verkalýðs hafi jákvæða afstöðu til þess starfs, sem unnið er, og veiti þann stuðning, sem þau mega. Af þeirri reynslu, sem feng- izt hefur, þykir ljóst, að slík starfsemi getur því aðeins kom- ið að verulegu gagni, að hún sé unnin á varanlegum grund- velli. Það er því álit nefndar- innar, að auk þess sem bæta þurfi nýjum upplýsingum við þau gögn, sem hún hefur látið frá sér fara, hljóti verkefnið á næstunni að vera að leggja grundvöll að framtíðarstarf- semi hennar. Fer hér á eftir lauslegt yfirlit- um hugmyndir verkefna: 1. Almenn verkefni Höfuðverkefni Kjararann- sóknarnefndar er að vera sam- tökum launþega og atvinnuveit- enda til ráðuneytis f hagfræði- iegum efnum, er máli skipta. við gerð kjarasamninga. I þeim tiigangi léti nefndin samtökum, er að henni standa, f té fréttabréf um efnahagsmál. t.d. á 2—3 mánaða fresti. I þessu fréttabréfi væru teknar saman í stuttu en glöggu máli helztu upplýsingar, er fyrir lægju hjá öðrum hagstofnunum um þróun verðlags, kaupgjalds, gjaldeyris- og peningamála, innflutning og útflutning, af- komu ríkissjóðs, framleiðslu o.fl. Að fenginnl reynslu myndi komast fast form á slíkt frétta- bréf. Einu sinni á ári verði samin skýrsla, þar sem nefndin gerði grein fyrir störfum sínum, auk þess fylgdu upplýsingar um efnahagsþróun næstliðins árs og um ástand og horfur í efnahagsmálum. Næðu þessar upplýsingar m.a. til: a) afkomu launþega, b) afkomu hinna ýmsu at- vinnugreina, c) búskapar hins opinbera og tiltækra þjóðhagsreiknings- stærða. Samtök launþega og vinnu- veitenda ættu þess kost að fá unnar skýrslur um ákveðin efni, þegar sérstaklega stendur á, t.d. þegar endurskoðun'®* kjarasamninga er £ aðsigi eða vinnudeilur standa yfir. 2. Sérstök verkefnl 1) Vinna ber að því að gera skrá um alla gildandi kjara- samninga félagssamtaka og launþega og fyrirtækja, er samningamir ná til. Ennfrem- ur eftir því sem tök eru á, væri vísað til innihalds samning- anna, gildistíma o. sv. frv. Þá væru þessar upplýsingar að- gengilegar eftir atvinnugreinum og landshlutum, og ennfremur skal reynt að skipa launaá- kvæðum í greinagóð kerfi til yfirlits. 2) Unnið skal að því að safna upplýsingum um vinnumarkað- inn, þ.e. framboð og eftirspum vinnuafls eftir atvinnugreinum, fjölda atvinnuleysingja eða fjölda af lausum stöðum eftir atvinnugreinum. Ennfremur um flutninga vinnuafls innanlands. 3) Haft verði samstarf við opinbera aðila um, að unnið verði að aukinni hagskýrslu- gerð, m.a. á eftirfarandi svið- um: a) Launastatistik svo sem tíðkast í öllum nágrannalönd- um okkar. Slík launastatistik veiti m.a. nákvæma mynd af því, hverjar kaupgreiðslur raunverulega eru við hin ýmsu störf og vinnutími. b) Skráning fyrirtækja með upplýsingum um verksvið, starfsmannahald o.þ.h. d) Ath. á afkomu atvinnu- reksturs, skipt eftir atvinnu- greinum. 1 því sambandi væri æskilegt, að af opinberri hálfu yrði komið á ákveðnum regl- um um bókhald fyrirtækja eft- ir eðli atvinnureksturs (kont- óranna). Mætti með þeim hætti auðvelda upplýsingasöfnun og úrvinnslu. . 3. Sérstakar upplýsingar. Þá télur nefndin æskilegt að eiga þess kost að fá eftirfar- andi þjóðhagslegar upplýsingar umfram þær, sem að framan eru taldar: 1) Upplýsingar um þjóðar- tekjur, myndun, þeirra, notk- un þeirra og skiptingu, þar sem í ljós kæmi m.a., hver væri hlutdeild launþega í þeim. 2) Upplýsingar um þjóðar- auðinn, skiptingu hans eft.ir þátttöku í framleiðslu og eign- arhaldi. 3) Upplýsingar um greiðslu- jöfnuðinn og þróun gjaldeyr- ismála. I því sambandi væri æskilegt, að upplýsingar fylgdu Sigurður Þórðarson kór, en einnig ýmis hinna stærri verka í kantötu- ög messuformi og óperettan í á- lögum, sem frumflutt var 1944. Þá hefur Sigurður og samið verk fyrir hljómsveit og smærri verk fyrir píanó. !■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ um verðlagsþróun út- og inn- flutnings. 4) Upplýsingar um fjármál hins opinbera með tilliti til áhrifa á þjóðartekjur og skipt- ingu þjóðartekna milli stétta. Hér er um mjög lauslega upptalningu að ræða, sem þyrfti nánari skilgreiningar við. En auðsætt er^ að þau rannsóknarverkefni, sem hár hafa verið talin, eru mörg þess eðlisv að ekki er nú að finna neinar viðhlítandi skýr- ingar um þau, Þarf því hvort- tveggja að koma til, að Kjara- rannsóknamefnd vinni sumt skýrslna frá grunni, og að hún þrýsti á opinberar stofnanirog aðila að gera slíkar skýrslur fullkomnari en þær eru nú, þar sem sérstakra úrbóta er þörf. Kjararannsóknamefnd vill að síðustu leggja áherzlu á það, að hvorki hún né aðrar þjóðhagslega upplýsandi eða , ráðgefandi stofnanir geta vald- ið verkefni sínu til nokkurrar hlítar fyrr en: a) verðþenslan í efnahags- kerfinu minnkar verulega, b) skattaframtöl einstaklinga og fyrirtækja verða áreiðanleg og komið í veg fyrir undan- drátt. 4. Störf og vcrkaskipting. Kjararannsóknarnefnd telur það höfuðnauðsyn, að ákyeð- inni verkaskiptingu verði korn- ið á milli þeirra aðila, sem upplýsinga afla um efnahags- kerfið í heild eða sérstaka þætti þess, svo að komið verði í veg fyrir það erfiði og ó- þægindi, sem af því hljótist, þegar margir aðilar eru að leita eftir sömu eða svipuðum upplýsingum. Til 1. febrúar s.l. hafði Framhald á 9. síðu. KÓPA VOGSBÚAR Hinn 11. maí n.k. á bærinn okkar 10 ára afmæli. Tökum nú höndum saman um að gera hann sem snyrtilegastan fyrir þann tíma. Kópavogi, 6. apríl 1965. Heilbrigðisfulltrúi. Heilsuhæli N. L. F. L Hveragerði vantar gangastúlku nú þegar. Upplýsingar í skrifstofu 'Heilsuhælisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.