Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 2
’ SIÐA MÖÐVILIINN FISKIMÁL — Eftir ióhann J. E. Kúltf uppfinning í þágu fiskiðnaðar Magnús Andrésson er Mýra- maður í báðar ættir. Hann fór ungnr í búnaðarskólann á Hvanneyri, en að námi þar loknu, stundaði hann háskóla- nám í landbúnaðarvisindum í Danmörku og lauk prófi það- an. Næstu árin á eftir vann hann að rannsókpum og kennslu í þágu dansks land- búnaðar, en sneri sér seinna að umsvifamikilli kaupsýslu í Kaupmannahöfn og víðar. Það má segja að Magnús hafi verið búsettur erlendis frá 1912—1939, en kom þá heim og rak hér útgerð og kaupsýslu stríðsárin. Flutti svo út aftur, en er kominn hingað heim fyrir nokkrum árum og býr nú að Bjarnarstíg 7 hér í borg. Á árunum milli styrjaldanna var Magnús um skeið stærsti síldarseljandi á Mið-Evrópu- markaði héðan og rak til- raunasöltunarsstöð fyrir söltun á matjessíld norður í Hrísey um nokkur ár, áður en hann opn- aði þann markað, og hef ég áður getið um þá starfsemi hans hér f þættinum: Hér að framan hef ég stikl- að á nokkrum stórum þáttum í atvinnusögu Magnúsar And- réssonar, en að rekja þá sögu væri efni í stóra bók. ... EyEÍT.. nokkrum árum frétti. ég, að Magnús Andrésson væri ' farinn að gera tilraunir með nýtingu á fiskúrgangi frá frystihúsum í því augnamiði að gera úrganginn verðmeiri. Og nú er þessum tilraunum lokið með glæsilegum árangri. f tilefni af þessu hef ég átt við Magnús stutt spjall um hina nýju uppfinningu hans. — Magnús, er langt siðan þú fékkst hugmyndina að þessari uppfinningu þinni? — Ég fékk hugmyndina árið ir hef ég notið ýmissar fyrir- greiðslu Jóns Brnjólfssonar vélaverkfræðings. — Nú langar mig til þess Magnús að þú segir mér í stórum dráttum, í hverju þessi nýja aðferð þín; að vinna vöru til manneldis úr fiskúrgangi er fólgin? — Já. Jóhann, það hefur nú komið lýsing á þessari aðferð minni í riti Iðnaðarmálastofn- unar íslands, Iðnaðarmálum, Samtal við Magnús Andrésson um nýju uppfinninguna hans 1956 og árið eftir hóf ég til- raunirnar og naut við þær að- stoðar Rannsóknarstofu Fiski- félagsins og Stálsmiðjunnar h.f., því eins og gefur að skilja, þá varð að hafa einhver tæki í höndum, svo hægt væri að gera þessar tilraunir. Strax árið 1957 lét ég gera nokkrar blokkir úr fiskúrgangi til reynslu, svo að hægt væri að sannprófa hvaða geymslu þær þyldu. Síðan hafa þessar til- raunir haldið áfram þar til þeim árangri var náð sem get- ið hefur verið um í. þlöðum. í sambandi við þessar tilraun- Frið- þæging Kenningin um friðþæging- una er. sem kunnugt er kjami hins lútherska rétttrúnaðar; „enda þótt einhver syndgi, þá höfum vér ámaðarmann hjá föðumum, Jesúm Krist hinn réttláta, og hann er friðþæg- ing fyrir syndir vorar, og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins .... 1 þessu er kær- leikurinn: ekki að vér elsk- uðum guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar”, segir í fyrsta bréfi Jóhannesar. Samkvæmt þessari kenningu tók Kristur saklaus á sig þjáningar og . dauða til þess að létta af mannkyninu syndum og refs- ingu, og af því tiiefni halda kristnir menn árlega friðþæg- ingarhátfð með ýmsum dular- fullum helgiathöfnum sem m. a. geyma leifar af fomum kanníbalisma. Menn eta lík- ama Krists og drekka blóð hans til þess að verða aðilar að friðþségingunni. Það getur þvf ekki verið nein tilviljun að hið sannlút- herska Morgunblað komst svo að orði í stórri fyrirsögn á hinum fyrsta dymbildegi; '„Hætta á friðþægingu ekki fyrir hendi”. Fyrirsögninni fylgdi mynd af Johnson Bandaríkjaforseta og frásögn þar sem m.al var komfet svo að orðí: „Það er einkar eðli- legt, að þeir menn í flokki repúblikana, sem fylgja hinni einörðu stefnu Johnsons for- seta f Víetnam, láti f ijós á- hyggjur um, að tilboð hans um „skilyrðislausar viðræð- ur” kunni að leiða hann í gildnu friðþægingar. Þetta er eðlileg aðvörun. ' Þetta er heiðarleg aðvörun. Hætta af þessu tagi er fyrir hendi. En ég fæ ekki séð, að í uppá- stungu forsetans um „viðræð- ur og vamir” sé minnsti vott- ur friðþægingar. Ég sé ekkert f anda og efni ræðu hans við Johns Hopkins-háskólann, sem eefi til kynna neina bama- lega linku í afstöðu ríkis- stjórnarinnar”. Vafalaust hafa þessi hug- hreystingarorð tryggt ýmsum Morgunblaðsmönnum óvenju gleðilega dymbilviku. Þegar þeir gengu í kirkju á skírdag og reyndu að komast í dul- spekileg tengsl við friðþæg- inguna með altarisgöngu, hlýtur hugur þeirra að hafa upptendrazt sérstaklega af þeirri vitneskju að guð vest- ursins hefði þó altént vit á því að láta ekki leiða sig „í gildru friðþægingar”. Þegar þeir rifjuðu upp með hátíð- legum svip á langafrjádegi hvemig Kristur bjó sig undir friðþægingardauðann með því að banna félögum sínum að bregða sverði, gátu þeir nm leið hlakkað yfir þvf í leynd- um hjarta sfns að forseti Bandarífcjauna gerír sig efcfci sefcan vrri svo i,femaíega Tínku“. T31 þess eru vítin að varast þau. — Austri. 5.—6. hefti, þessa árs, þar sem ritstjórinn, Sveinn Björnsson, skrifar um uppfinningu mína. — Já, en ég vil helzt fá þetta þeint frá þér í viðtals- formi og þar sem við erum nú þáðir Mýramenn, þá finnst mér fara bezt á því. Magnús hagræðir sér í stóln- um og segir; — Já, þú, hefur nú áður skrifað um markaðstilraunir mínar á árum áður viðvíkj- andi síldinni og farið þar með rétt mál, svo að ég stend í þakkarskuld við þig, •• og við skulum því hafa þetta eins og þú vilt. Eins og þú veizt þá fara oft allt upp í % hlutar fisks- ins í úrgang, þegar hann er unninn í flök til hraðfrysting- ar. Ur öllu þessu mikla hrá- efni hefur fram að þessum tima verið unnið fiskimjöl, en ég vil með aðferð minni skapa á því möguleika að greiða hærra verð fyrir þennan úr- gang heldur en hægt er að fá >með fiskimjölsframleiðslu. Þegar fiskúrgangur frá frystihúsi væri unninn sam-^ kvæmt minni aðferð, þá væri þessi úrgangur tekinn, og það sem ekki teldist hæft til manneldis, skilið frá en hitt skorið í hæfilega stór stykki sem síðan væru þvegin úr gerilseyðandi efnum, sem við- urkennd eru við matvælafram- leiðslu. Að þessu loknu er bæði fiskvöðvi, bein og roð þurrkað með sérstakri aðferð. — Er þetta þá þurkað með sömu aðferð og fiskimjöl? — Nei, svarar Magnús. — Það má ekki þurrka þetta á sama hátt. Það þolir ekki svo mikinn hita, því að meiningin er að ná sama eða líku bragði og er af góðri skreið, en til þess verður þurrkunin að vera miklu seinvirkari svo að efna- breyting geti orðið í hráefninu meðan á þurrkun stendur. Þegar þetta hefur svo vérið þurrkað þá er það malað i fíngert mjöl, allt saman, bein, roð og vöðvi, að því loknu er þetta pressað saman í fast form og má þá bæta í mjölið mjólkurdufti ef vill, og gera það á þann hátt að ennþá kraftmeiri fæðu. Ég hef hugs- að mér að þetta yrði í fer- köntuðum blokkum, en hins- vegar var sýnishornið sem ég sendi til Afríku í rúnnu formi. Þessi vara á að innihalda rúmlega 80% af eggjahvítu- efnum og steinefnum, og rakainnihald blokkanna verð- trr svo lítið, að gerlagróður á þar engum skemmdum að geta valdið. Blokkirnar eiga því að geta þolað hitabeltisloftslag þegar þúið verður að pakka þeim inn i rakaþéttar umhóð- ir, gerðar úr þrem lögum, sem sé alúmínþynnu, cellulose acete og gúmhydrochloride. En þó að þetta séu mjög vandað- ar umbúðir, þá eru þær alls ekki dýrar. — Hvar hugsarðu þér svo markað fyrir þessar afurðir? — í hitabeltislöndum, Af- ríku og Asíu, þar sem fólkið þjáist vegna vöntunar á eggja- hvítu og steinefnum í fæð- unni. Þar á að vera greiður aðgangur inn á markað fyrir þessa vöru, vegna þess , að hana beinlinis vantar þar. Geymsla á matvælum sem eru auðug af eggjahvítuefnum hef- ur reynzt þarna mjög erfið sökum loftslagsins og hættu af völdum margvíslegra skor- dýra sem eta fæðuna upp á stuttum tíma. En þama er kælihúsarekstur dýr og þau sjaldgæf. En eins og ég sagði áðan, þá eiga þessar fiskblokk- ir að þola loftslagið og um- búðimar eiga að reynast al- gjör vörn gegn skordýrahætt- unni. Þá á það að vega þungt á metum að með samanþjöpp- un á efninu, er unnt að spara mikið flutningskostnað á svo langri leið á markað. Þessar fiskblokkir má svo matreiða á sama hátt og menn matbúa skreiðina í Afríku nú, en hún er aðallega soðin í súpu sem síðan er blönduð kryddefnum. Einkaleyfi — Magnús, hefurðu ekki sótt um einkaleyfi á fram- leiðslu úr fiskúrgangi með þessari aðferð? — Jú, það er búið að veita mér einkaleyfi á aðferðinni í Bretlandi og Kanada, en auk þess hef ég sótt um einkaleyfi hér heima og í Noregi.. Ég var árið 1963 vestur í Kanada þessara erinda og ég geri ráð fyrir að fara til Noregs á næstunni. Annars er erfitt að eiga við þetta í sumum lönd- um, þar sem sumstaðar eru í gildi sérstök ákvæði hvað á- hrærir uppfinningar í matvæla- iðnaði. — Heldurðu ekki, Magnús, að þessi iðnaður geti hafið göngu sína hér hjá okkur mjög bráðlega? — Jú, það er nú minn draumur og til þess-hef ég nú fyrst og fremst barizt áfram í þessu, að íslenzkur fiskiðnað- ur fengi að njóta þess árang- urs sem ég hef náð. Það er því einlæg von min að í þetta fáist fjármagn og að nægur áhugi sé til staðar hér heima, að hrinda þessu í framkvæmd. Og ef við íslendingar eigum þann stórhug að við teljum okkur geta veitt vanþróuðum þjóðum suðursins hjálp okkar, þá yrði það varla gert á ann- an betri né raunhæfari hátt, heldur en að við sendum þeim þá fæðu sem þær nú mest þarfnast og líða skort fyrir að hafa ekki. En einmitt fisk- blokkirnar unnar úr fiskúr- gangi eru mjög auðugar af eggjahvítuefnum, eins og ég kom inn á hér að framan. Það ætti því að vera frekar auð- velt verk, að ryðja þessari fæðutegund braut verði að því unnið skipúlega með markaðs- ferðum til þeirra heimshluta þar sem slíka vöru vantar nú, og fólk beinlínis þjáist í tug- miljóna tali vegna skorts á þessum efnum í fæðunni. Eins og þú sérð, Jóhann, þá er ég að verða gamall maður, og get því ekki gert mér von um, að njóta lengi mikilla launa sjálfur gegnum þessa uppfinningu mína, þó hún kæmist strax í gagnið. En hvað um það, ef aðrir fá að nióta þess um langa framtíð, þá hef ég þó ekki til einskis barizt með því að hrinda þessu af stað. Að síðustu vil ég biðja þig að skila innilegu þakklæti til allra þeirra sem hafa viljað greiða götu mína til að þess- um árangri yrði náð. Sérstak- lega vil ég í þessu sambandi nefna, Braga Eiríksson for- stjóra Skreiðarsamlagsins, dr. Þórð Þorbjarnarson forstöðu- Miðvikudagur 21. apríl 1965 <$>- Magnús Andrésson mann Rannsóknarstofu Fiski- félagsins og Svein Björnsson framkvæmdastjóra Iðnaðar- málastofnunar íslands. Allir þessir menn hafa verið boðnir og búnir að veita mér það lið er þeir máttu. Magnús Andrésson er stað- inn upp af stólnum; samtalinu er lokið. Hann tekúr þétt í hönd mína þegar við kveðjumst og ég óska honum góðs gengis, og að uppfinning hans megi sem allra, »allra fyrst komast í gagnið hér á íslandi. Maður- inn spm sameinar það á svo virðulegan hátt, að vera ís- lendingur og um leið heims- borgari, hann er farinn, og ég horfi á hann ganga föstum rólegum skrefum upp götuna. Siðferðið í hættu í Suiur-Afríku Nýlega var dómur upp kveð- inn í Jóhannesarborg yfir 42 ára gömlum manni og konu sem er tíu árum yngri. Þau voru sek fundin um að hafa brotið landslög, nánar tiltekið siðferðislöggjöfina, sem bannar kynmök með hvítu fólki og ' þeldökku. Þau höfðtr búið saro- an í átján ár og eiga fjögur böm á aldrinum 14, 8, 6 og 2 ára. Að vísu voru hjónaleysin , ekki dæmd til fangelsisvistar,. en dómstóllinn kvað á um það, að ef þau haldi áfram sambúð sinni kunni svo að fara, hve- nær sem er, að þau verði aftur dregin fyrir dóm og þá eigi þau von á öllu illu. Konan, sem er kínversk að þjóðemi og heitir Frances Mowing, lýsti því þegar yfir, að hún muni reyna að fá yfirvöld- in til þess að úrskurða hana „hvíta”. — Við höfum aidrei reynt að leyna því, að við byggjum sam- an, segir hún. Erfiðleikamir nú stafa af því einu, að yfirvöld- unum hefur skyndilega komið til hugar að láta að sérkveða Það fylgir þessari sögtt; að bæði maðurinn og konan hafa misst atvinnu sína frá því þau yoru kvödd fyrrr dóm. ___ Síðasta útgáfa af „Enc- yclopedia Britanica" hefnr að geyma 13 blaðsíður um „Kjaraorku” en aðeins þrjár nm „Astina”. 1935 var þessu öfugt farið: Þá voru þrjár blaðsíður um kjamorkuna en þrettán um ástina. Hver hreppir hin glæsilegu verðlaun í getraun Þjóðviljans: Ferð til Rúmeníu og 12 daga dvöl þar! ★ MAMAIA, ferðamanna- borgin víðfræga, hin rómaða baðströnd, er við Svarta- hafið á svipaðrí breiddar- gráðu og Jalta í Sovét- ríkjunum, Feneyjar á ítal- íu og franska Rivieran. Þarna teygir fínn sandur- inn sig, drifhvítur, eftir ströndinni 5 kílómetra langri og 100 til 200 metra breiðri, ákjósanlegur bað- staður, því að þarna eru miklar grynningar og sól- brúnir verða menn hvergi ef ekki á þessum stað: sólskinsstundirnar eru 11 —12 dag hvern, meðal lofthiti 22 gráður, meðal- hiti sjávar við ströndina 20—22 gráður. ★ Verðlaunin í getraun Þjóðviljans — TÓLF RÉTTIR — er ferð á þennan dýrlega stað og dvöl á 1. flokks hóteli þar í 12 daga. Það er Ferða- skrifstofan Landsýn, sem sér nm ferðina, en skrif- stofan mun í sumar leggja sérstaka áherzlu á Rúm- eníuferðir. ★ Níundi getrannaseðillinn af 12 birtist hér í blaðinu í dag, en þátttakendur þurfa að halda öllum seðl- unum saman og senda með aðalgetraunaseðlinum útfylltum áður en skila- frestur er úti 12. maí n.k. Bréf með lausnarseðlum þarf að merkja „Tólf rétt- ir“ — utanáskriftin: Þjóð- viijinn, Skólavörðustíg 19, Reykjavík — eða pósthólf 310. ★ Þeir einir geta tekið þátt í getraun þessari sem eru fastir áskrifendur Þjóð- viljans og skuldlausir. Ný- ir áskrifendur geta einnig sent lausnir ef þeir greiða tveggja mánaða áskriftar- gjald fyrir fram. Getraunaseðill 0 Hvar hefur Þjóðviljinn lengst af verið til húsa? Svar: Skólavörðustíg 19 1 Þórsgötu 1 X Tjarnargötu 20 2 (Viðeigandi merkl [1 - x eða 2] á að skrifa fremst i dálkinn) < * ^ 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.