Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. apríl 1965 MMlllim SlÐA 2 Kynþáttavandamá! Framhald af 5. síðu. brezkt og franskt, hefur streymt til landsins síðustu ár- in, og er það vegna hins mikla gróða, sem ódýrt vinnuafl negr- anna skapar. Fallvaltleik og óvinsældir þessarar stefnu má marka af því, að stjóm Suður-Afríku hefur stóraukið her sinn og lögreglu, síaukinn fjöldi hvítra manna leggst ekki til svefns nema með hlaðna skammbyssu undir koddanum, og íbúða- hverfi ráðherranna og aeðstu embættismanna ríkisins hefur verið umlukið gaddavírsgirð- ingu og múrveggjum líkt og minkar og önnur óargadýr ann- ars staðar í heiminum. Þannig er ljóst, að kynþátta- vandamálin á okkar dögum eru að nokkru leyti illur arfur frá fortíðinni, en að langmestu leyti stéttabarátta, þannig að hvít forréttindastétt neitar að viðurkenna jafnan rétt kyn- þáttanna og eiga jafnframt á hættu að glata forréttindum sínum. í Bandaríkjunum er málstaður blökkumanna í hægri en öruggri sókn, ráðandi öfl þar vilja ekki eiga neinar þjóð- félagsbyltingar á hættu og reyna því að stuðla að því, að hinn vonlausi málstaður gefist upp smátt og smátt. Auk þess stangast misrétti kynþátta al- gjörlega á við grundvallarhug- myndir bandarískrar borgara- stéttar, eins bg þær eru fram settar í sjálfstæðisyfirlýsing- unni og stjómarskránni. í Suður-Afriku aftur á móti er kynþáttamisrétti beinlínis stefna ráðandi stéttar, og til- gangurinn að baki hinna mis- jafnlega faguryrtu kynþáttaað- skilnaðarlaga er beint fram- hald af þessu stjórnarskrárá- kvæði Búalýðveldanna frá öld- inni sem leið: „Þjóðin leyfir ekkert jafnrétti kynþáttanna, hvttrk innan ríkis né kirkju“. Hingað til hefur verið raett um kynþætti sem skýrt af- markaða hópa manna. Ef það væri algjörlega rétt, væri öll kynþáttalöggjöf einfaldari i framkvæmd og ekki jafn hjá- kátlega viðbjóðsleg og raun ber vitni um. Vissulega er mik- ill útlitsmunur á fslendingi annars vegar og Ghanabúa hins vegar. En í löndum þar sem ólíkir kynþættir hafa búið saman í margar kynslóðir, hafa þeir blandazt margvislega, því hér er aðeins um að ræða mannverur hver annari ólíkar en ekki tvær spendýrategundir. Oft getur verig erfitt að segja til um. hvaða kvnþætti kyn- blendingur tilheyrir, og hér er bað sem aðskilnaðarstefnan birtist okkur í sinni ómannúð- legustu og átakanlegustu mynd Suðurafríkustjóm hefur reynt að ákvarða mörkin millj kyn- þátt.anna með eins konar pró- sentkerfi. og setti á sfnum tíma á fót eins konar rannsóknar- rétt. sem grófst fvrir um ætt- ir manna og dró þá í dilka eftir kynþáttum Árangurinn varg sá. að einstaklingar, sem enginn hafði vitað betur en væru hvítir. voru nú ' eftir langar rannsóknir og vanga- veltur úrskurðaðir svartir. Fjölskyldum, sem fram að þeim tíma höfðu lifað eðlilegu og hamingjusömu lífi, var nú skyndilega tvístrað, vegna þess að á daginn kom, að hjónin voru sitt- af hvorum kynþætti, en sl’Kt er ekki heimilt sam- kvæmt suðurafrískum lögum. Þó má segja, að þá fyrst taki steininn úr, þegar Japanir eru ákvarðaðir hvítir en Kínverj- ar litaðir. Allt sýnir þetta ljós- lega hinn viti firrta fáránleik aðskilna ðar stefnunn ar. — ★ — Kynþáttavandamál eru á vor- um tímum fyrst og fremst til staðar í þróuðum þjóðfélögum eins og Bandaríkjunum og Suð- ur-Afríku, þar sem hörunds- dökkir menn hafa kynslóðum saman lifað í nábýli við hvíta menn, tileinkað sér menningu þeirra og lífshætti og láta sér ekki lengur lynda að vera 2. eða 3. flokks borgarar, sem mali öðrum gull. Þessir menn krefjast nú réttar síns til jafns við aðra menn. Margir þeirra eru jafn vel menntaðir og bezt gerist meðal hvítra manna, aðrir sjá hendur sínar og huga skapa verðmæti sem hvítir menn hrifsa til sín og hirða kúfinn ofan af. Allir eru þeir sér meðvitandi um styrk sinn og finna blóðið ólga í æðum sínum. Þeir munu berjast og njóta fulltingis allra þeirra, sem nokkurs virða félagslegt réttlæti í heiminum, og þeir munu sigra, eins og allar kúg- aðar þjóðir og stéttir hafa að lokum gert, þótt það muni kosta blóð, svita og tár sem fyrr En það' er annað kynþátta- vandamál, sem er að skjóta upp kollinum, og verður kann- ski margfalt hættulegra viður- eignar en þau kynþáttavanda- mál sem hér hefur verið fjall-. að um. Við vitum, að þjóðir heims skiptast nokkuð í tvo flokka, ríkar og fátækar, eða öllu heldur þróaðar og van- þróaðar. Ýmislegt bendir nú til þess, að megintogstreitan á sviði alþjóðamála verði æ meir milli þróaðra og vanþróaðra ríkja, þar sem höfuðandstæð- umar verða þróaðar iðnaðar- þjóðir, sem eiga auðsæld sína að þakka ódýrum hráefnum frá vanþróuðum þjóðum, sem hið alþjóðlega auðvald leitast við að hindra í að koma sér upp þróuðum iðnaði. Þar sem þessi skipting þjóða í þróaðar 02 vanþróaðar fylgir í aðalat- riðum eftir skiptingu mann-^ kynsins í kynþætti, er fyrir hendi stórhættuleg forsenda kynþáttahaturs og jafnvel kyn- þáttastríðs með þeim óskap- legu afleiðingum sem bví munu fylgja. Litaðir kynþættir byggja ýmis frjósömustu og hráefna- auðugustu svæði jarðarinnar, og þeim verður ekki að eilífu báegt frá því að hágnýta sjálfir auðævi jarðar sinnar og njóta ávaxta iðju sinnar. Það hlýtur því að vera æskilegast, að þessi þróun gerist á sem- skemmstum tíma, og þessar þjóðir hljóti sem fyrst þann sess sem þeim ber jafnfætis hinum hvítu iðnaðarþ.ióðum Evrópu og Norður-Ameríku. neitað sér um að gera þá snjöllu athugasemd, að mannát tiðkaðist í Evrópu lengi fram eftir öldum og löngu eftir að Evrópuþjóðir áttu að kallast siðmenntaðar. Dráp á hvítum konum og bömum í Kongó er vandlega tíundað til marks um villimennsku svartra uppreisn- armanna á sama tíma og hvítir málaliðar drepa þar svertingja sér til skemmtunar og haga sér eins og minkur sem kemst í hænsnagarð, en stundum gæti maður haldið að dráp á gulum konum og bömum austur í Víetnam væri vottur um hátt menningarstig bandarískra „frelsishetja“. En ef til vill er í þessu landi eins og öðrum fjöldi manna. sem telur sér Ijúft og skylt að leggja þeim málefn- um lið, sem horfa til aukins réttlætis, og vonandi verða á- hrif þeirra nógu mikil til þess að þjóðin leggi sitt lóð á rétta vogarskál. Þrátt fyrir fámenni gætu íslendingar ýmislegt gert. þeir gætu st.arfað sem sjálf- boðaliðar meðal vanþróaðra bióða. beir gætu veitt náms- fólki frá þessum þjóðum styrki til náms hér á landi, og þeir seta hætt að éta ávexti frá Suður-Afriku þótt einhverjir heildsalar, sem vita engan skepnuskap of lúalegan ef hægt er að græða á honum í nafni frjálsrar verzlunar, þrjózkist við að hætta innflutningi þeirra, auki viðskiptj sin við Suður-Afríku. Enda þótt segja megi, að slík góðgerðastarfsemi sé sambærileg við að gefa hungruðum manni rúsínu, ef ekki kemur einnig til nauðsyn- leg breyting á þjóðskipulagi þessara rikja, þá getum við tæpast varið fyrir samvizku okkar að hafa ekki hreyft hin- um minnsta fingrj í þágu rétt- lætis er við vissum að þess var ærin þörf. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Ibúðir óskast Kaupendur á biðlista Salan í fullum gangi FASTEIGNASAEAN Hds & Eignir BANKASTRÆTI 6 — Símar 16637 og 18828. Heimasímar 40863 og 22790. Winther þríhiól Margar gerðir, litir og stærðir. TIL SÖLU RAÐHOS í Laugarneshverfi. FASTEIGNASALAN Hús & Eignir BANKASTRÆTI 6 — Símar 16637 og 18828. Heimasímar 40863 og 22790. ÖRNINN Spítalastíg 8. Sími 14661. Pósthólf 671. Auglýsið / ÞJ0DVILJANUM Hvað getum við íslendingar gert til að leggjast á sveif með þessari þróun og hvemig er- um við stemmdir gagnvart kynþáttavandamálum yfirleitt? Ætla mætti. þar sem þrælar af framandi kynþætti hafa aldrei verið hér og engin kyn- þáttavandamál eru til, væri spumingunni um jafnrétti kyn- þáttanna auðsvarað, ekki sízt vegna þess að hér á landi hef- ur mannjöfnuður lengst af ver- ið meiri en meðal flestra ann arra þjóða En ýmsar annar- legar kynþáttahugmyndir virð- ast hafa fengið nokkurn hljóm- grunn hér á landi, Eitt sinn ætlaði þáverandi stærsta veit- ingahús landsins að neita blökkumönnum um afgreiðslu samkvæmt erlendum fyrir- myndum. Nýlega kom hér í útvarp heildsali, sem átti ekki nógu sterk orð til að útmála bað lífsböl hvítrar konu, að eiga tvö falleg og heilbrigð börn, en annað var bara dökkt á hörund. Ýmsir víðreistir ís- lendingar kvarta sáran yfir vondri lykt af sverting.iunum, en ekki minnist ég þess að hafa orðið fyrir slíkum óþæg- indum þann stutta tíma, sem ég deildi herbergi með svört- um manni frá Ghana, enda þvoði hann sér og hirti betur en margir íslendingar. Hitt kemur ekki á óvart þótt lykt af skítugum svertingjum sé ekki betri en skítalykt af hvít- um mönnum hefur verið fram að þessu. Fyrirsagnir um mantu át í Kongó hafa sézt þenjast yfir fo’-síður sumra blaðanna hér, en þau sömu blöð hafa t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.