Þjóðviljinn - 21.04.1965, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.04.1965, Síða 4
4 SIÐA HÖDVIIIINN Miðvifcudagur 21. apríl 1965 Otgefandi: Sameiningarflokfcur alþýðu — Sósíalistaflakk- urinn. — Bitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavöröust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuðl. Varan/egar kjarabætur ályktun miðstjórnar Sósíalistaflokksins um kjarasamningana í vor, sem birt var í skírdags- blaði Þjóðviljans, er gripið á meginþáttum varð- andi samningana sem framundan eru milli verka- lýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda og ef til vill einnig milli ríkisstjórnar og verkalýðs- hreyfingarinnar. Þar er sýnt fram á að „kröfur alþýðusamtakanna um stórbætt kjör verkafólks hafa aldrei verið studdar jafnaugljósum og ómót- mælanlegum rökum og nú, og aldrei hefur verið greinilegra að varanlegir samningar geta því að- eins tekizt, að gerbreytt verði um stjórnar- stefnu í landinu“. 50. Víðavangshlaup ÍR háð á morgun Fimmtugasta Víðavangs- hlaup ÍR fer fram hér í Reykjavík á morgun, fyrsta sumardag. vikudag, við hljómskálann til að kynna sér hlaupaleiðina. Á morgun eiga þeir að mæta kL 1.15 síðdegis á fþróttavellinum. Frá keppni FH og danska liðsins „GULLFOSS“. Hafnfirðingur Hlaupið hefst í Hljómskála- garðinum kl. 2,15 síðdegis og lýfcur í Lækjargötunni á móts við hús menntaskólans. Keppendur eru að þessu sinni skráðir 37 frá 7 félögum. Keppt er um 4 verðlauna- bikara. Sigurvegarinn í þessu hátíðarhlaupi hlýtur einn bik- arinn til eignar, þá vinnur sú 10 manna sveitin sem sigrar bikar til eignar og loks er keppt um verðlaunagripi 3ja og 5 manna sveita. Keppendur eru beðnir að mæta kl. 7 síðdegis í dag, mið- er þama í góðu skotfæri. — (Ljósm. Bjamleifur Bjarnleifsson).^ Bent er á staðreyndir því til sönnunar að þjóðfé- lagslegt ranglæti hafi aukizt á íslandi á undan- förnum árum, því fari fjarri að verkafólk hafi fengið í sinn hlut réttmætan skerf af sívaxandi þjóðartekjum. „Sósíalistaflokkurinn leggur á- herzlu á að verkalýðshreyfingin getur ekki unað þessu ástandi lengur“, segir í ávarpinu. „í kjara- samningum þeim sem nú eru framundan verður að fást mjög veruleg leiðrétting á kaupgjaldi og vinnutíma og þá verða jafnframt að verða þátta- skil í stjórn efnahagsmála sem tryggja það, að markvisst verði stefnt að því á sem allra skemmst- um tíma að verkafólk fái viðunandi árstekjur fyr- ir eðlilega dagvinnu eina saman. Því marki verð- ur aðeins náð með nýrri stjómarstefnu“. gósíalistaflokkurinn undirstrikaði í ávarpi sínu um kjaramál fyrir samningana í fyrravor nauð- syn þess, að verðbólgan yrði stöðvuð, og það var forsenda verkalýðshreyfingarinnar fyrir júnísam- komulaginu. Ríkisstjómin hefur hins vegar vit- andi vits svikið fyrirheitin um stöðvun verðbólg- unnar. Enda telur miðstjórn Sósíalistaflokksins nú meginatriði, að gengið verði tryggilega frá nýjum samningum, einnig stjórnmálahlið þeirra. í ávarp- inu er hamrað á þessu: „Miðsfjóm Sósíalista- flokksins leggur áherzlu á það að í vor verður að gera raunverulega samninga sem standast. Þar verður að vera um að ræða raunvemlega tilfærslu á fjármunum; kauphækkanir og kjarabætur til verkafólks verður að taka af öðrum þáttum í þjóð- arbúskapnum, með því að skerða gróða fjárplógs- manna, binda endi á þjóðhagslega sóun og tryggja skynsamlega hagnýtingu á þjóðartekjunum, en koma í veg fyrir að samningarnir verði aðeins á- vísun á nýja óðaverðbólguþróun sem myndi ógilda þá á svipstundu. Þar skiptir meginmáli að tekin verði upp heildarstjóm á þjóðarbúskapnum til langs tíma með skynsamlegri og arobærri fjárfest- ingu, hagræðingu á skipulagi a'tvinnuveganna og öruggri stjórn á öllum þáttúm efnahagskerfisins“. jyjiðstjórn Sósíalistaflokksins segir það afdráttar- 1 laust í ávarpi sínu, að þverskallist stjórnarvöld landsins og atvinnurekendur hins vegar við því að skapa nokkur skilyrði til varanlegra kjara- samninga verði þau að bera ábyrgð á afleiðingum þess. Launþegasamtökin eigi þá þann einn kost, að beita samningamætti sínum og verkfallsvopni og muni ekki letjasí né láta hræða sig frá því með neins konar hótunum og aðgerðum. jr Islandsmeistarar FH „burst- uðu" lið Gullfoss með 31:16 ■ Hinir nýbökuðu íslandsmeistarar FH gerðu að engu vonir dönsku handknattleiksmannanna um að ná betri árangri á löglegum velli en í þrengsl- unum í Hálogalandi. FH sigraði Gullfoss í íþrótta- húsinu á Keflavíkurflugvelli sl. fimmtudag með meiri markamun en dæmi eru til um í keppni gegn útlendu liði. Munaði þar mestu um frábæra frammistöðu Ragnars Jónssonax, og kom fyrir ekki þótt Danirnir reyndu að „taka hann úr um- ferð“ með því að höfuðsetja hann sérstaklega. Eftir fyrsta Ieik Gullfoss hér var sagt í Þjóðviljanum, að þetta danska 1. deildarlið stæði okkar beztu liðum langt að baki, og það sannáðíst í leik þess gegn FH s.l. fimmtudag. FH-ingar ná strax forystu á 3:0. Dönum tókst að vísu að jafna .4:4,, en það var aldrei nokkur vafi hvort liðið var betra og er 20 mín. voru liðn- ar af leik var staðan 11:5 fyr- ir FH. Ragnar Jónsson sýndi nú sinn bezta leik um lang- an tíma, hann skoraði 7 af þessum 11 mÖrkum, ýmist með óvæntum skotum eða bann smeygði sér inn á línu með boltann. Þeir Gullfossmenn voru ekki á því að gefast upp þótt ó- vænlega horfði og brugðust rétt við, settu mann til að gæta Ragnars sérstafclega og vék hann ekki frá honum meðan FH-ingar höfðu boltann. FH- ingar virtust þessu óviðbún- ir, og var sem þetta fangaráð ætlaði að heppnast, því .að Danir söxuðu á forskotið og í hálfleik stóðu leikar 12:10 fyr- ir FH. Eftir leikhlé fóru FH-ingar að átta sig betur og höfðu nú öíl ráð í hendi sér, meðan Ragnar var í gæzlunni tóku aðrir leikmenn að skora og ef Mathisen missti af Ragnari var ekki að sökum að spyrja, og skoraði hann nokkur mörk, sum við hinar ótrúlegustu að- stæður óg nótaði hann gólfið og markstangimar svo helzt minnti á leikinn billardspilara. Um miðjan hálfleik höfðu FH-ingar skorað 10 mörk með- an Danirnir skoruðu aðeins einu sinni og var staðan þá 22:11, þá náðu Gullfossmenn sér á strik um sfcund, en und- ir lokin breikkaði bilið enn og var sem um hreina sýn- ingu væri að ræða og skildu 15 mörk er dómari flautaði nf, 31 mark gegn 16. FH-liðið lék mjög vel' sem heild og þött Ragnar hafi bor- ið nokkuð af, þá skyldi því ekki gleymt, að slíka frammi- stöðu gefcur enginn sýnt hversu snjall sem hann er, nema með góðu liði og stuðningi félaga sinna. Hjalti í markinu lét ekki sitt eftir liggja og átti góðan þátt í þessum yfirburða- sigri liðsins. Danimir notuðu lítið sinn bezta skotmann Böving í þess- um leik fyrr en langt var lið- ið á leik og kom hann aðeins inn á til að taka vítaköst. Yngstu menn liðsins nutu sln nú betur en í fyrri leikjum og léku oft laglega á línu. Dómari var Karl Jóhannsson, áhorfendur voru mjög margir. Handknattleiksmenn búnir að fá nóg í síðasta leiknum ■ Síðasti leikur danska handknattleiksliðsins Gullfoss í þessari heimsókn var gegn úrvalsliði HSÍ sl. laugardag í íþróttahúsinu á Keflavíkurflúgvelli. Þetta var jafnframt síðasti leikur íslenzkra handknattleiksmanna á vetrinum og bar hann þess nokkur merki að þeir eru þegar búnir að fá nóg, þreyta og áhugaleysi einkenndi flesta leikmenn. Einkum var áberandi, að þéir leikmenn sem beztir em taldir stóðu sig illa í þessum leik, sýndu alls ekki það sem af þeim verður krafizt, og á þetta einkum við um þá Ragn- ar, Gunnlaug og Hjalta. Ragn- ar skoraði aðe ns tvö mörk, annað úr vítakasti og hitt nán- ast fyrir tiiviljun, þar sem boltinn hrökk til hans úr stöng. Gunnlaugur skoraði ekkert mark og gerði varla tilraun til að skjóta — svo vitnað sé til hinna snjöllu orða l leikskrá xnótsins: ,,Gunn- laugur hefur skapað um nafn sitt sama Ijóma og fornkappar þessa lands“, þá dettur manni í hug hvort Agii gamla á Borg€> hefði ekki þótt heldur klént að skora ekki eitt mark a.m.k. í þessum knattleik. Hér er ekki verið að mæla bót of mikilli markgræðgi einstakrs leikmanna, en hitt er of langt gengið þegar menn erú bein- línis hættir að gera tilraun til að skora, því að mörkin ráða þó altént úrslitum. Af gangi leiksins er það að ssgja, að úrvaiLo skorar 3 fyrstu mörkin og heldur for- ystu fram yfir miðjan hálfleik er Danir jafna og ná marki yfir er 20 mín. eru liðnar 7:6, og það sem eftir er hálfleiks- ins eru aðeins skoruð tvö mörk og voru Islendingar að verki í bæði skiptin. 1 síðari hálfleik kom Þor- steinn í markið og stóð sig betur en Hjaiti og fór úrval- inu þá að ganga betur, og eftir 10 mín. var staðan 13 Æ og um miðjan hálfleikinn 16:11. Ur- slit voru nú ráðin og varð leik- urinn undarlega lítið s.penn- andi þótt Danir tækju að vinna á svo að munaði aðeins einu marki er leiknum lauk, 20:19 fyrir úrvalið. Danimir léku prúðmannlega eins og í fyrri lelkjum og hafa þeir haft sóma af þess- ari komu sinni hingað, þótt ekki tækist þeim að sigra. 1 liði Islendinga var Hörð- ur drýgstur að skora, en ann- ars verður varla gerður mun- ur á frammistöðu leikmanna. Dómari var Hannes Þ. Sig- urðsson, áhorfendur voru ekM eins margir og í leiknum á fimmtudag. Nælonstyrktar gallabuxur i öllum staerðum. Molskinnsbuxur í stærðunum 4 til 16 og m.fl. Mjög hagstætt verð. Verzlunin ö. L. Traðarkotssundi (á móti Þjóðleikhúsinu).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.