Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 10
Fógetinn í Kópavogi athafnasamur á páskadag: Lét innsigla Blómaskálann og bera út köttinn og steikina! I gærmorgun átti Þórður fyrrverandi hreppstjóri á Sæ- bóli í Kópavogi viðtal við fréttamenn og sagði sínar far- ir ekki sléttar í viðskiptum við bæjarfógetann í Kópavogi um páskana, en Þórður rekur sem kunnugt er Blómaskálann við Nýbýlaveg og hefur gert það um árabil. Þórður skýrði svo frá að hann hefði nú stundað blóma- sölu um 36 ára skeið og hefði hann eins og aðrir blómasalar jafnan haft þann hátt á að selja blóm fram að hádegi á stórhátíðum. svo sem á föstu- daginn langa og páskadag. Lét Sigurgeir Jónsson bæjar- fógeti þetta átölulaust þar til í fyrra, en hann hefur verið fógeti í Kópavogi frá því bær- inn fékk kaupstaðaréttindi eða í ein 10 ár. í fyrra brá hins vegar svo við að hann kærði Þórð fyr- ir þessa helgidagasölu, en fulltrúí við bæjarfógetaemb- ættið felldi þann úrskurð að komin væri orðin hefð á þessa blómasölu á stórhátíð- um og því væri hún fyllilega lögmæt. Gerist síðan ekkert í mál- inu fyrr en núna á föstudag- inn langa en þá koma lög- regluþjónar til Þórðar með þau fyrirmæli frá Sigurgeiri bæjarfógeta að loka skálan- um og innsigluðu þeir dyr hans. Brá Þórður hart við og hringdi til Jóhanns Hafstein dómsmálaráðherra og skýrði honum frá málavöxtum. Kvaðst ráðherrann skyldi tala við bæjarfógeta og litlu síð- ar komu lögregluþjónamir aftur og' brutu upp innsiglin. Á páskadagsmorgun kl. 10 komu Þórður og kona hans í Blómaskálann og tók Þórður að afgreiða nokkra menn sem komnir voru til þess að fá blóm. Eftir stutta stund koma fimm lögregluþjónar og skipa Þórði í nafni bæjarfógeta að hætta sölunni þegar í stað. Gerði Þórður það en gaf þeim sem komnir voru að kaupa blóm þau, sem þeir vildu. Þórður hefur eldhúskompu í skálanum og borða þau hjónin þar alltaf, jafnt helga daga sem virka. Var kona Þórðar að byrja að steikja kjöt í ofni er lögreglumenn- imir komu. Sögðust lögreglu- mennimir hafa fyrirmæli frá Þórður við innsiglaðar dyr Blómaskálans. — (Ljósm. Bj. Bj.i bæjarfógeta um það að loka skálanum og flytja allt lif- andi þaðan á brott með valdi, ef nauðsyn krefði. Tóku þeir steikina úr ofninum og báru út og eltust lengi við kött sem þama hefur haft aðset- ur um skeið og báru hann einnig út. Skipuðu þeir síðan Þórði og hans fólki á brott úr húsinu og innsigluðu síð- an allar dyr skálans. Komu þeir ekki aftur til þess að rjúfa innsiglið fyrr en kl. 9,30 um kvöldið. Þórður kvaðst telja þessa framkomu bæjarfógeta í sinn garð fólskulega persónulega árás og sagðist mundu höfða skaðabótamál á hendur fógeta. Sagði Þórður að yfirvöldin í Reykjavík og í Hveragerði létu blómasölu á þessum dög- um afskiptalausa og væru þau þó ekki lakari yfirvöld en bæjarfógetinn í Kópavogi. Hins vegar sagði Þórður að þeir bæjarfpgeti hefðu undan- farin tvö ár átt í nokkrum erjum út af öðrum málum og teldi hann að fógeti væri að hefna sín á sér með þessum aðgerðum. Þá sagði Þórður að á páska- dag hefði hann verið með mikið af blómum í skálanum og var hann með 6 menn í Miðvikudagur 21. apríl 1965 — 30. árgangur — 89. tölublað. Tveir slösuðust er hópferðabíll valt Innsiglið fyrir aðaldyrum skálans. — (Ljósm. Bj. Bj.) vinnu til þess að vinna við blómin. Vegna lokunar skál- ans var ekkert hægt að sinna blómunum og eyðilagðist mik- ið af þeim vegna þess. Var sterkt sólskin um daginn og ofþornuðu blómin þess vegna en um kvöldið eftir sólsetur snöggkólnaði í skálanum þar sem skrúfað var fyrir hitann og var komið frost er innsigl- in voru rofin og hægt var að sinna blómunum. Lét Þórður sérfróða menn meta blómin á annan í páskum og töldu þeir þau 160 þúsund króna virði. Kvaðst hann ætla að krefja bæjarfógeta um skaða- bætur fyrir tjónið á blóm- unum svo og miskabætur fyr- ir að reka sig og konu sína úr eígin húsi. A skírdag varð það slys að hópferðabíll frá Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsens sem var á Ieið í öræfaferð valt út af veginum í Skaftárcldahrauni skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Var bíllinn fullskipaður farþegum og meidd- ust þrír þeirra nokkuð. Einn rifbeinsbrotnaði, úr öðrum brotn- uðu framtennur og hinn þriðji tognaði í baki. Bifreið frá Guðmundi Jónas- syni kom fyrst á slysstaðinn og flutti hina slösuðu að Kirkju- bæjarklaustri en síðan flutti flugvél þann sem rifbeinsbrotn- aði til Reykjavíkur. Ekki er að fullu kunnugt um orsakir fyrir slysi þessu en þar í gær var frumvarpið um fjölgun í þingfararkaupsnefnd Alþingis úr fimm í sjö afgreitt sem lög til ríkisstjórnarinnar. Þá eru allar þingnefndir orðn- ar sjö manna, því fyrr í vetur var samþykkt lagabreyting um fjölgun í öðrum fastanefndum en þingfararkaupsnefnd. Sveit Gunnars vann Islands■ meistaratitHinn í bridge 15. lslandsmótinu í bridge lauk á föstudaginn langa og sigraði sveit Gunnars Guðmundssonar Bridgefélagi Reykjavíkur í mcist- araflokki og hlaut lslandsmcist- aratitilinn að þessu sinni. Auk Gunnars eru í sveitinni Ás- mundur Pálsson, Hjalti Elíassom Einar Þorfinnsson, Kristinn Bergþórsson og Lárus Karlsson. Sex sveitir kepptu í meistara- flokki og varð röð þeirra þessi: Sveit Gunnars hlaut 26 stig, sveit Benedikts Jóhannessonar 22, sveit Agnars Jörgenssonar 21, sveit Halls Símonarsonar 12, sveit Jóns Magnússonar 6 og sveit Ólafs K. Guðmundssonar 3. Falla tvær neðstu sveitirnar nið- ur í 1. flokk. 1 1. flokki kepptu 20 sveitir í tveim riðlum og síðan fjórar þær efstu til úrslita. Sigurvegari í þeirri keppni varð sveit Ólafs Þorsteinssonar BR með 14 stig og sveit Mikaels Jónssonar Ak- ureyri varð önnur með 8 stig. Flytjast báðar í meistaraflokk. Vel heppnað landsmót skíðamanna: Siglfirzkir og ísfirzkir skíða menn urlu hlutskarpastir sem bíllinn fór útaf er kröpp beygja á veginum og er helzt talið að hemlar bifreiðarinnar hafi bilað er hún var í beygj- unni. Lenti í „Stein- inum" að lokinni vist á Hótel Sögu Á laugardaginn fyrir páska hafði sjómaður, búsettur hér í Reykjavík, samband við rann- sóknarlögregluna vegna þess að þá um nóttina hafði verið frá honum stolið nokkur þús. kr. Sjómaðurinn tilnefndi sem grun- aðan mann einn, sem hafði ver- ið að skemmta sér með honum um nóttina. Sá hinn sami fannst um páskana og hafði þá leigt sér dýrt herbergi á Hótel Sögu og búið sig vel að vínföngum á hótelherberginu. Lögreglan gat upplýst að hótelgesturinn hafði verið blásnauður áður en hann tók herbergið á leigu, enda rak að því við yfirheyrslur hjá lög- reglunni að hann játaði að hafa stolið af sjómanninum 7500 kr. fyrrnefnda nótt. Skíðalandsmótið, sem háð var við Akureyri uin bænadaga og páska, þótti takast með afbrigðum vel. Siglfirðingar urðu eins og oft áður sigursæl- astir á mótinu, en ísfirðingar létu einnig mjög að sér kveða. Helztu úrslit urðu þessi: 15 km ganga: klst. 1. Kristj. Guðm.s. ísaf. 1.05,38 2. Gunnar Guðm.s. Sigl. 1.09,29 3. Frímann Ásm.s. Fljót. 1.11,33 Stórsvig kvenna mín. 1. Árdís Þórðard. Sigl. 1.34,0 2. Hrafnh. Helgad. Rvík 1.50,7 3. Jóna Jónsdóttir ísafirði 1.53,7 Stórsvig karla mín. 1. Kristinn Benediktss. ís. 2.02,3 2. Reynir Brynjólfss. Ak. 2.05.1 3. Jóhann Vilbergss. Sigl. 2.06,0 Svig kvenna sek. 1. Árdís Þórðardóttir Sigl. 68,76 2. Sigríður Júlíusd. Sigl. 73,49 Alpatvíkeppni kvenna: 1. Árdís Þórðardóttir Siglufirði 2. Jóna Jónsdóttir Siglufirði 3. Hrafnhildur Helgadóttir Rvík 4x10 km boðganga: 1. Siglfirðingar 3.15,13 2. ísfirðingar 3.18,13 3. Fljótamenn 3.19,56 Svig karla: sek. 1. Kristinn Benediktss. ís. 99,31 2. Hafsteinn Sigurðss. _ís. 102,99 3. Svanberg Þórðars. Ólf. 103,76 Alpatvíkeppni karla: 1. Kristinn Benediktsson ísafirði 2. Svánberg ÞÓfSarson Ólafsf. 3. Hafsteinn Sigurðsson ísafirði Stökk: 1. Bjarnþór Ólafsson Ólafsfirði 2. Sveinn Sveinsson Siglufirði 3. Geir Sigurjónsson Siglufirði 30 km ganga: 1. Gunnar Guðm.s. Sigl. 1.31,59 2. Trausti Sveinss. Fljót. 1.32,50 3. Kristján Guðms. ísaf. 1.34,58 Datt úr pokastæðu og fotbrotnaði Laust fyrir kl. þrjú í gær varð það slys í A-skála Eim- skips á austurbakkanvm að 12— 13 ára gamall drengur, Kristján Víðisson, Grettisgötu 82, datt úr pokastæðu og fótbrotnaði á vinstra fæti. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna og síðan á Landspítalann. Ingibjörg Steins- dóttir látin Látin er í Reykjavík Ingibjörg Steinsdóttir leikkona, og verður útför hcnnar gerð í dag. Minro- ingarorð munu birtast hér í blaðinu á morgun. LEIÐRÉTTINGAR Meinleg línubrengl urðu í ályktun Sósíalistaflokksins um kjara- mál sem birt var í síðasta blaði. Setningar þær sem brengluðust áttu réttilega að hljóða svo: „Athuganir kjararannsóknarnefndar leiða í ljós að vinnutími verkafólks hefur Iengzt ár frá ári að undanförnu, og nú er svo komið að næstum því helmingur af meðalárskaupi verkafólks er fenginn fyrir aukavinnu. Af slíkum vinnuþrældómi sem nú á sér stað leiðir allt í senn, heilsutjón verkafólks, raunverulega skerðingu á réttindum og launum, fjárhagstjón fyrir atvinnureksturinn og menningarlega niðurlægingu þjóðarinnar.” Einnig misprentaðist 18% í staðinn fyrir 12% þar sem rætt var um rýrnun á kaupmætti tímakaupsins á valdaskeiði núverandi rík- isstjómar. Aðrar prentvillur má lesa í málið. Rætt við 17 ára íslandsmeistara Eins og frá er sagt í frétt á öðrum stað í blaðinu sigraði 17 ára menntaskólanemi í landsliðsflokki á Skákþingi fslands sem haldið var um páskana. Heitir hann Guð- mundur Sigurjónsson eg á heima að Ránargrund 3 í Garðahreppi sonur hjónanna Steinunnar Sigurðardóttur og Sigurjóns Guðmundssonar rafvirkjameistara í Hafnar- firði. Þjóðviljinn átti í gær stutt símtal við Guðmund. Var hann fremur fátalaður um sigurinn og lét ekki mikið yf- ir sér. — Hvenær byrjaðir þú að tefla, Guðmundur? — Ég lærði að tefla sjö eða átta ára gamall og tók íyrst þátt í mótum er ég var þrett- án eða fjórtán ára og tók ég þá þátt í nokkrum mótum bæði í Hafnarfirði og Reykja- vík. — Hvenær vannstu þig upp í meistaraflokk? — Það var á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur haust- ið 1963. — Hefurðu tekið þátt í mörgum mótum síðan? — Nei, það hef ég nú ekki gert, en ég tók þátt í Haust- mótinu í fýrra og sigraði þá í meistaraflokki og vann þar með réttindi til keppni í landsliðsflokki í ár. — Bjóstu við svona góðum árangri í mótinu núna? — Nei, annars hugsaði ég ekkert um það. — Var þetta erfið keppni? — Það var talsvert erfitt undir lokin, þá var ég farinn að þreytast dálítið. — Geturðu nefnt einhverja sérstaka skák er var erfið? — Já, skákina gegn Frey- steini, en í henni lenti ég í taphættu, annars lenti ég i taphættu í fleiri skákum en ekki jafn alvarlegri. — Þú gerðir fjögur jafn- tefli, við hverja voru þau? — Við Freystein Þorbergs- son, Bjöm Þorsteinsson, Jón Kristinsson og Magnús Sól- mundarson. — Hefurðu lesið þér mikið til um skák? — Já, ég hef stúderað skák talsvert, bæði byrjanir og eins skákir eftir ýmsa skák- meistara, ég hef t.d. stúderað talsvert skákir eftir Friðrik Ólafsson en aldrei teflt við hann. — Ætlarðu að halda áfram að leggja stund á skák? — Já, ég geri ráð fyrir því. — Og þú ert í Menntaskól- anum, í hvaða bekk ertu? — Ég er í fjórða bekk í stærðfræðideild. — Og ertu búinn að ákveða hvað þú leggur fyrir þig að loknu stúdentsprófi? — Nei, ég er ekkert ákveð- inn í því ennþá. Að lokum vill Þjóðviljinn nota tækifærið til þess að óska Guðmundi til hamingju meg fslandsmeistaratitilinn. !■■■■■■■■•»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■» 'S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.