Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 8
'g SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Miðvfkudagur 21. aprfl 1985 UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAY E I Calkútta breyttist óttinn í ofsahræðslu; daglega komu, fregnir um ofbeldisverk. Delhi | unnin á einni klukkustund; Meerut, sterkasta brezka virkið í Indlandi, ráðlaust og dáðlaust, virtist eiga fullt í fangi með að vemda sjálft sig fyrir þeirri hættu sem breiðzt hafði út það- an og um hálft landið. Daglega komu beiðnir til Cannings lá- varðar um hermenn — brezka hermenn. Hann gerði það sem hann gat, en það var ekki mikið. Hjálpin var lengi á leiðinni. Loksins var Lotta komin til Lunjore og með henni maður sem hét Dacosta og frú Holly — hin sama frú Holly sem ann- azt hafði Abuthnot og dætur hennar, þegar þær þjáðust af sjóveiki á leiðinni , til Indlands. Hin bústna, geðgóða og glað- lynda frú Holly var ekki mjög bústin Iengur og glaðlyndið var horfið. Fötin héngu á henni og kringluleitt, hýrlegt andlitið var tekið og rist diúpum hrukkum, því að hún hafði horft á eigin- mann sinn hálshöggvinn í brenn- FLJÚGUM ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA LAUGARDAGA •?" FRÁ RVIX KL. 9.30 FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12 F L U G S Ý N SÍMAR: 18410 18823 Smurt brauð Snittur brauð bœr við Óðinstorg. Sími 20-4-90 HÁRGREIÐSLAN Harereið'lu- ae snvrtistofa Steinu og Dódó Lau?ave^i 18 III hæð flyftal SÍMl 24 6 16 p f? *? M \ Garðsenda 21 - SÍMl 33 9 68 — Hárgre*ðs!u- og sn.yrtjstofa D ö rvi tl P ! Hárgretðsla við allra hæfl — T.IARMARSTOFAN - Tiamar götu 10 - Vonarstrætismegin - SÍMl 14 fi 62 H á r °rei *sJ" s tof a Maria Guðmundsdóttir Lauga vegi 13 - SÍM1 14«Sfi NtrDD STOFAN er á sama staC andi húsi í Duryagunj og aðeins logandi þaksperra hafði komið í veg fyrir að hún færi sömu leið. Einhvem veginn — hún vissi ekki á hvern hátt — höfðu hún og herra Dacosta komizt undan og komizt að varðstöðinni við Kashmirhliðið, þar sem þau höfðu orðið vitni að harmleikn- um sem þar átti sér stað, og þaðan höfðu þau komizt burt yf- ir múrinn. En hún hafði haldið heilum sönsum; hún hafðii tekið Lottu og herra Dacosta undir sinn verndarvæng, og það var hún, sem hafði lokkað og sár- bænt kúskinn að taka þau með til Lunjore. 83 Herra Dacosta var af blönduð- um uppruna, gulleitur á hörund, og skrifari á herskrifstofu. Hann hafði særzt og brennzt illa, en hann hafði borið sig hetjulega og ekki kvartað. Frú Holly hafði gert að sárum hans og hjúkrað honum og Lottu. — Satt að segja, sagði hún við Vetru. Þá var það næstum gott að þau skyldu vera veik. Fyrir bragðið hafði ég um annað að hugsa en það sem ég hafði horft upp á þennan dag. Það var ung- frú Lotta sem sagði að þér ættuð hér heima. Hún vildi endilega að við færum hingað. Við höfð- um ekki í nein hús að venda, og hún sagði að þér hefðuð boð- ið henni í heimsókn, veslingur- inn. — Haldið þér sagði Vetra skelkuð. Frú Holly .. haldið þér að hún fái minnið aftur? — Já, það kemur-sjálfsagt að því, sagði frú Holly. Og það er bágt til þess að vita, því að þetta er bezt eins og það er nú, að mínu viti. Lotta hafði verið himinlifandi yfir að sjá Vetru aftur — hún var búin að gleyma öllu um Delhi. Hún spurði stundum sjálfa sig hvers vegna hún hefði allt í einu ákveðið að fara| til Lunjore. Eitthvað hlaut að : hafa komið fyrir. Af hverju | hafði hún gert eins og Eðvarð sagði? Hún var búin að segia honum að hún vildi ekki yfir- gefa hann. Það var svo erfitt að hugsa, kannski var það vegna þess að hún átti von á bami. Henni varð svo illt í höfðinu þegar hún reyndi að hugsa, og hún varð eitthvað svo hrædd og fékk hjartslátt. Það var miklu auðveldara að vera ekkert að brjóta heilann. Hún hafði ekkert að óttast. Hún var í heimsókn hiá Vetru, og bráðum færi hún aftur heim í vndislega húsið sitt í Meerut. Hún varð fyrst og fremst að húgsa um barnið. Það söeðu allir, og það var alveg rétt; hún átti fyrst og fremst að hugsa um bamið, barnið hans Eðvarðs.... — Eðvarð langar svo í litla telpu, sagði hún í trúnaði við Vetru, en mig langar mest í dreng sem er alveg eins og Eðvarð. Ég er meira að segia búin að ákveða að hann á að heita Eðvarð. Ég er alveg viss um að hann verður eftirmyndin hans pabba síns. Eð- varð segir að rautt hár sé ætt- gengt! — Alex, spurði Vetra örvflnuð. Haldið þér að hún fái minnið aftur? — Sennilega, svaraði Alex og bætti við. Hún er í rauninni bet- ur komin án þess. Hvenær á hún von á þessu barni? Vetra roðn- sagði óþolinmóðlega: Þér haldið aði upp í hársrætur og hann þó ekki að hægt sé að leyna slíku með því að festa púðana ofar á sig og ganga um með sjal? Vetra hafði lært að ekki væri hægt að ræða ófædd böm í ná- vist karlmanns. En svipurinn á Alex varð til þess að hún skammaðist sín fyrir roðann og hún svaraði eins virðulega og henni var unnt: — Ég held hún eigi von á því eftir svo sem tvo mánuði. En frú Holly segir að það sé aldrei ör- uggt með fyrsta bamið og það getur verið.... Hún þagnaði og bar hendum- ar upp að heitum vöngunum. Eitt var að svara beinum spuming- um, en það var óþarfi .... nei, það var ekki hægt — að ræða slíkt við karlmenn! Það kom dálítið bros um munninn á Alex: Engan tepru- skap, frú Barton! Þetta er nú einu sinni fullkomlega eðlilegt. Hversu fljótt getið þér farið af stað? — Farið? Ég get ekki farið núna! Lotta getur ekki farið. O’Dwyer læknir segir að það megi ekki flytja hana, hún þurfi að hafa algera ró. Hann skilur ekkert í því að henni skuli ekki .... ekki.... — Hafa leystst höfn, hélt Alex áfram. Já, ég hef líka heyrt um bað. Svo að þér getið þá ekki farið? — Það get ég ómögulega! — Nei, sagði Alex dapur f bragði. Þér getið það ekki. Enda er það víst orðið um seinan. Frá herra Dacosta hafði Alex fengið sönnu lýsinguna á síð- asta deginum í Delhi undir stjóm Breta, og honum ofbauð hversu auðveldlega borgin hafði verið sigruð. — Ef það hefðu bara komið svo sem tuttugu brezkir hermenn frá Meerut, herra Randall, hvísl- aði Dacosta hás af hita og mátt- leysi. En þeir komu ekki. Menn- irnir hefðu flúið. Þeir voru mjög hræddir. Hann talaði meira og meira bjagað og brá fyTÍr sig indversku. Hann hafði misst Clöru konu sína og tólf böm og hann gat ekki skilið hvemig hann ætti að geta lifað lengur. Hann hafði hlegið að ungum samstarfsmanni sínum og reynt að róa hann. Ég varð kyrr við skrifborðið mitt, herra Randall, það ber manni að gera. Maður verður að rækja skyldur sínar og gefa öðrum gott fordæmi. Ef ég hefði farið, hefði ég .... nei, ekki bjargað þeim .... heldur fengið að deyja með þeim. Tveim dögum seinna lézt hann, og frú Holly sem hafði ekki get- að grátið yfir ástkærum Alfreð sínum, grét yfir herra Dacosta, þessum miðaldra, heilsuveila manni, sem hafði álitið það skyldu sína að gefa öðrum gott fordæmi. Næstum hverja nótt urðu dul- arfullir brunar í herbúðunum, og þótt aukavarðlið væri sent út, var aldrei neinn handtekinn. Það var erfitt að bæla niður óttann hjá fjölskyldum liðsforingjanna. Þeir bjuggu í einbýlishúsum, um- luktum stórum görðum, þar sem brennuvargar gátu leynzt bakvið tré og runna, og sárafáar konur gátu sofið um nætur og foreldrar lágu andvaka af ótta um böm sín. Bömin ein fundu ekki til ótta. Þau höfðu alltaf verið hænd að þjónustufólkinu og sepoyunum. Börnin elskuðu þá og treystu þeim og töluðu mál þeirra betur en sitt eigið móðurmál, relluðu í þeim og báru upp áhyggjur sfn- ar við þá. Allir Indverjar voru vinir þeirra og félagar og þeim fannst fráleitara að af þeim gæti stafað hætta en af þeirra eigin foreldrum. Því að foreldrar gátu verið strangir og harðir í hom að taka, ávítað og refsað, en ekki þjónustufólkið og ekki sepoyarnir og ekki þvottamaður- inn eða kaupmaðurinn. SKOTTA Afmælis MÍR var minnzt í Moskvu — íslenzk-sovézka vináttufélagið er venjulega kallað MÍR eftir upphafsstöfunum í nafni þess. Á rússnesku þýðir orðið „mir“ friður og nafnið er því að vissu leyti táknrænt, þar sem félagið stuðlar að friði með starfi- sínu að því að auka kynni milli þjóðanna. prófessor Kolli, „einbúinn í Atlanzhafi“, en einangrunin hefði einmitt gert íslendingum kleift að varðveita sérkenni menningar sinnar og tungu. Þeir sæki nú fram hröðum skrefum og framfarir þeirra séu mikil- vægur þáttur í lífi alls mann- kyns. Ræðumaður nefndi ýms dæmi um hin auknu menningartengsl milli Islands og Sovétríkjanna, ungir íslendingar stunda nám við Moskvuháskóla, Timirjasef- landbúnaðarskólann Lúnatjarskí- leikskólann og kvikmyndaskól- ann og sovézkir stúdentar dvelj- ist við nám í Reykjavík. Pró- fessor Kolli óskaði að lokum MÍR gæfu og gengis. Að lokinni ræðu prófessors Kollis voru ýms skemmtiatriði sem nemendur og fyrrverandi nemendur við skólann önnuðust og var flutt tónlist eftir marga höfunda, einnig íslenzka. Sendi- herra íslands 'í Sovétríkjunum, Kristinn Guðmundsson, Harald- ur Kröyer sendifulltrúi og ís- lenzkir stúdentar í Moskvu voru á fundinum. (APN). Þannig komst varaformaður hins sovézka systurfélags MÍR, „Sovétríkin-lsland“, prófessor Nikolaj Kolli, að orði á fundi í Moskvu 9. aprfl sem haldinn var til að minnast 15 ára afmælis MlR. Prófessor Kolli lauk lofsorði á MlR og forseta þess, Halldór Laxness, fyrir að flytja mönnum sannar fréttir af Sovétríkjunum og efla menningar- og vísinda- tengsl milli landanna. I ræðu sinni lýsti prófessor Kolli baráttu íslenzku þjóðar- innar fyrir frelsi og sjálfstæði, bókmennta- og tónlistarstarfi hennar, en fundurinn var hald- inn í Ippolitof-lvanof tónlistar- skólanum í Moskvu, sem er að- ili að félaginu „Sovétríkin-ls- land“. Hann gaf síðan skýrslu um starf félagsins síðan það var stofnað árið 1958, og nefndi m.a. að félagið hefði annazt heim- sóknir um hundrað íslenzka mennta- og vísindamanna til Sovétríkjanna og það gengizt á hverju ári fyrir „íslenzkum mánuði“. Fjölmargir sovézkir lista- og menntamenn hefði far- ið til íslands á vegum félagsins. Island hefði áður verið, sagði CONSUL CORTINA bflalelga magnúsar sklpholfl 21 slmar; 21190-21185 ^Caukur (^uÖmundóóon HEIMASÍMI 21037 — Kauptu ekki of mikið. Það verður eriiðara að ýta bílnum á eftir! í yðar þjónustu alla daga Hjólbarðaverkstæðið HRAUNHOLT fyrir neðan Miklatorg (gegnt Nýju sendibílastöðinni). Eigum ávallt fyrirliggjandi flestar stærðir af hjólbörðum * og felgum. Opið alla daga frá kl. 8 til 23. — Sími 10-300. * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 Flugferðir um heim ullun Flugferð strax — Fargjald greitt síðar. Viðskiptavinir eru beðnir að hafa sam- band í síma 22890 og 30568 (eftir kl 7). FERÐASKRIFSTOFAN LANnSYN i *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.