Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 3
M'iðvikudagur 21. apríl 1965 Sl»A J Frakkar eru sagðir ætla að segja sig úr Suðaustur-Asíubandalaginu Munu ekki senda utanríkisráðherra sinn á fund bandalagsins í London í næsta mánuði, taldir óttast stríð USA við Kína PARÍS 20/4 — Franska stjórnin hefur ákveðið að sendaf aðeins áheymarfulltrúa en ekki Couve de Murville utan- ríkisráðherra á fund Suðaustur-Asíubandalagsins (SEATO) sem hefjast á í London 3. maí og góðar heimildir í París voru hafðar fyrir því að Frakkar myndu bráðlega segj~ sig úr SEATO. Þeir miklast ?f misgerðum síeum Talsmenn frönsku stjórnar- innar sögðu við fréttaritara Re- utérs í París í dag að óstæðan ti! þess að hún sendir ekki ut- anríkisráðherra sinn á fundinn £ París, heldur aðeins áheymar- fulltrua sem engan þátt mun Hlutverk Stalíus verði endurmetið MOSKVU 20?4 — A laugardag var birt í Moskvu grein eftir sovézka marskálkinn ívan Bag- ramían sem mælist til þess . að menn reyndu að leggja hlutlæg- ara og réttara mat á hlutverk Stalíns í síðasta stríði en gert hefur verið að undanfömu. Pjotr Demitséf, sem nú er tal- inn einn helzti hugmyndafræð- ingur sovézkra kommúnista, sagði nýlega á fundi með sagnfræð- ingum og framámönnum í frétta- þjónustu að hafa bæri í huga það jákvæða í fari og ferli Stal- íns þegar mistök hans væru dæmd. Því aðeins gætu menn haft réttan skilning á því hlut- verki sem hann hefði gegnt. Framháld af 1. síðu á stöðvar skæruliða í næsta ná- grenni við hina mikilvægu bandarísku' flugstöð i Danang, og bandarískar og suðhrvietnamisk- ar flugvélar gerðu einnig þrjár árásir á skotmörk í Norður-Viet- nam. Enn sem fyrr var ráðizt á brýr og sagði talsmaður í Sai- gon að My Duc-brúin 30 km fyr- ir sunnan Dong Hoi hefði lask- azt. Tíu Bandaríkjamenn vom drepnir og 15 særðir í viðureign við skæmliða um 15 km fyrir norðan hafnarbæinn Qui Nhon í miðju landinu í gær. Bandaríkjamaður óg tveir Vi- etnambúar vom feildir í dag úr launsótri áðeins rúma 5 km frá Sáieon. ’ Ellefu menn biðu bana og 41 maður særðist þegar sprenaju var varpað inn f vínkrá í Ben Me Thuot, inni í miðju landi, um 250 km fyrir norðan Saison. Sextán ára gamall búddha- munkur, Thich Giac Hanh. framdi í dag siálfsmorð með bví að brenna sig lifandi í aðaistöðv- um búdhamanna í Saigon.Tais- maður beirra sagði að piit.urinn hefði fómað sér vegna þeirra hörmunaa sem gengju yfir fólk- ið í Suður-Vietnam. NEW YORK 20/4 — Afvopnun- amefnd SÞ kemur saman á fund í New York í dag. taka í afgreiðslu mála, væri si' að hún væri sannfærð um að ekkert samkomulag gæti tekizt í ráðherranefnd bandalagsins um Víetnammálið. Þegar það var borið undir franska utanríkisráðuneytið í dag hvort nokkur fótur væri fyrir fréttum, sem bæði hafa borizt frá París, London og Bangkok, þar sem SEATO hef- ur aðalstöðvar sínar, að franska stjómin hefði í hyggju að segja sig bráðlega úr bandalaginu, vildi ráðuneytið ekkert um þær fréttir segja, og þykir það held- ur staðfesting á fréttunum. Það var talsmaður brezka ut- anríkisráðuneytisins sem fyrstur skýrði frá því í dag að Couve de Murville myndi ekki koma á SEATO-fundinn £ Bondon og brezka stjómin kvaðst sfðar harma þessa ákvörðun Frakka. en vona að hún þýddi ekki að þeir ætluðu að losa tengslin við SEATO. Haft er eftir kunnugum i Par- fs að de Gaulle hafi ákveðið að senda ekki utanríkisráðherra sinn til London vegna þess að hann vilji fyrir hvem mun forða því að Frakkar flækist inn i strfð m:lli Bandaríkjanna og Kfna út af Víetnam. Sagt var í Washington að þar hefði þessi ákvörðun Frakka ekki valdið neinu fjaðrafoki; við henni hefði verið búizt. 1 raun- inni hefði samvinnu Frakka við hir. SEATO-ríkin þegar lokið á fundi bandalagsins í Manila í fyrra. Talsmenn Bandaríkja- stjórnar sögðu að hún teldi enga ástæðu til að óttast að Pakistan myndi fara að fordæmi Frakka og losa tengslin við SEATO. Á fundinum í fyrra fékk Co- uve de Murville því framgengt að í lokatilkynningunni var get- ið um mótbárur Frakka gegn stefnu Bandaríkjanna í Víetnam. Samkvæmt ákvæðum bandalags- sáttmálans getur aðildarríki sagt sig úr með ' eins. 'árs fyrir- vara. i ’ SEATO var stofnað árið 1954 og aðildarríkin átta 'eru 1 þessi: Bandaríkin, Bretland, Frakk- land. Nýja S.iáland, FiUpseviar, Thailand, Pakistan og Ástralía. !--------- t QNG PHUONG ... RR AND HWY B 19 58 36N 105 50 54E NG Myndin er send út af áróðursþjónustu Bandaríkjamanna og telja þeir hana sjálfsagt fallna til að auka hróður sinn, Myndin á að sýna að brú í Norður-Vietnam hafi verið eyðilögð og einnig hafi 80 prósent íbúðarhúsa við annan brúarsporðinn verið lögð í rúst. Ráðstefna um Kambodja, en heldur ekki um neitt annað PEKING 2C./0 — Brezka stjóm- in, sem nú hefur loks fallizt á að haldin verði ráðstefna um Kambodja, og þá í þeim tilgangi að ryðja brautina samningavið- ræðum um Vietnam, fékk í dag áminningu um að það borgar sig sjaldan að láta aðra segja sér fyrir verkum. Brezka stjómin sinnti ekki bessari tillögu Kambodjastjórnar fyrr en Bandaríkjastjórn hafði Shastri vítir Bandaríkin, en ber iof á Sovétrikin NÝJU DELHI 20/4 — Forsætis- ráðherra Indlands, Lal Bahadur Shastri, aflýsti í dag fyrirhugaðri heimsókn sinni til Bandaríkj- anna. Hann hafði ætlað þangað ( júní, en Johnson forseti hafði Enn róstur s gær í h&fuðborg S-Kóreu SEÚL 20/4 — Stúdentar við tvo af háskólunum j Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, héldu í dag áfram uppþotum til að mótmæla samn- ingaviðræðum stjórnar Parks einræðisherra við Japansstjóm, en tilgangur þeirra er að koma á eðlilegu sambandi milli land- *nna Um tvö þúsund stúdentar við mælafund eftir að félagar þeirra við Þjóðarháskólnnn höfðu fyrr um daginn staðið fyrir svipuðu fundarhaldi og þá kveikt í jap- önskum fána. Stúdentarnir kröfðust þess einnig að háskólarnir yrðu taf- arlaust opnaðir aftur, en þoim var lokað um helgina eftir margra daga stöðugar róstur og Yonsei-háskólann héldu mót-1 útifundi stúdenta. beðið hann að fresta henni til hausts. Shastri mun fara til Kanada eins og til stóð, en ekki heimsækja Ú Þant í New York, eins og til hafði staðið. Shastri sagði í Nýju Delhi í dag að fyrst Bandaríkjamenn héldu áfram loftárásum sínum á Norður-Vietnam væri tilboð Johnsons forseta um óskilorðs- bundnar samningaviðræður með öllu gagnslaust. Shastri sem tal- aði á fundi f sovézk-indverska félaginu í tilefni af væntanlegri för hans til Sovétríkjanna sagði að Indverjar ættu þá ósk eina að bindo enda á sfríðið og hann fór lofsamlegum orðum um framlag Sovétríkjanna til friðarins. NÝJU DELHI 20/4 — Enn í dag urðu árekstrrr á landamærum Pakistan og Indlands en þeir hafa orðið hvað eftir annað und- anfama daga og hafa þó nokkr- ir menn úr landamæraliði beggja faffið. veitt henni heimild til þess og þá í sambandi við boð Johnsons forseta um skilorðslausar samn- ingaviðræður um Vietnam. í dag var sagt í tilkynningu frá sendi- ráði Kambodja í Djakarta, þar sem Norodom Síhanúk prins hafðj haldið hátíðlegt tíu ára afmæli Bandúngráðstefnunnar, að allt frá 1962 hefði stjóm Kambodja lagt til að aðildarríki Genfarsamninganna frá 1954 kæmu saman að ræða öryggis- mál Kambodja, en Bretland og Bandaríkin hefðu komið í veg fyrir slíkan fund. f tilkynning- unni sem kínverska fréttastof- an birti segir ennfremur að nú virðist Bretar hafa skipt um skoðun og þá sennilega vegna þess að hægt væri að nota ráð- stefnuna til að komast í tæri við viss sósíalistísk ríki út af Kína, og því vilji Kambodja- stjórn nú taka fram að ráðstefn- an um Kambodja geti skki fjall- að um neitt annað. Þúsundir barna vepa „ranðra hnnda" W ASHINGTON 2074 — Mörg þúsund vansköpuð böm munu sennilega fæðast í Eandaríkjun- um vegna faraldurs af „rauðum hundum” sem gekk yfir landið í byrjun ársins. Vísindamaður að nafni Richard Nasland skýrði þingnefnd frá því að óttazt væri að hálft—eitt prósent af börnum mæðra sem voru þungaðar þeg- ar faraldurinn geisaði m->’ndu fæðast vansköpuð. l>éttum sex árum eftir að II John Foster Dulles, pá helsjúkur, lét af embætti ut- anríkisráðherra var birt f Washington tilkynning sem hefði vakið mikla furðu hans, hefði hann enn verið í tölu lifenda, tilkynning sem hefði enda verið óhugsandi á þeim árum, þegar hann stjórnaði utanríkismálum Bandaríkjanna. Hvað sem segja má um langan embætt- isferil hans, hvatir hans og gerðir, verður því ekki neit- að að hann var ólatur við erindrekstur s.inn og í eftir- mælum hans var því gjarnan haldið á loft að hann hefði ferðazt rúmlega 900.000 km f embættiserindum, eða meira en tuttugu sinnum kringum jörðina eða þá eins og svar- ar til vegalengdarinnar til tunglsins og heim aftur og reyndar vel það. Samtímis var Eisenhower forseti á stöðug- um þeytingi um veröldina, hef-ði hætt við heimsókn til Washington var staðfest- ing þess að Bandaríkjastjóm hefði tekizt að hitta tvær flugur í einu höggi. Þegar &vo er komið að for- seti Pakistans er orðinn aufúsugestur í Peking og Moskvu, en homreka í Wash- ington má öllum vera ljóst orðið að herbandalagakerfi það sem Bandaríkin komu upp til að umlykja, inniloka og einangra hinn sósíalistíska hluta heims er úr sögunni. Og reyndar er þetta aðeins eitt af fjölmörgum slíkum dæmum. Einangrun Sovét- ríkjanna og síðar Kína sem hefur verið meginmarkmið bandarfskrar utanríkisstefnu hefur algerlega mistekizt. Það er ekki aðeins táknrænt, að eftir því sem bandarískir ráðamenn hafa orðið heima- kærari, hefur útþráin sótt æ meira að leiðtogum sósíalist- Einangrun Bandarikjanna jafnvel eftir að heilsu hans tók að hraka, og bæði hann og Nixon varaforseti höfðu m.a.s. viðdvöl á íslandi. Það var í mörg horn að líta, þeg- ar verið var að reisa þá veg- legu byggingu sem hljóta skyldi nafnið ,pax americana', enda átti hún að standa lengi. Hinn „ameríski friður“ hef- ur reyndar aldrei verið neinn friður, heldur stríð, kalt eða heitt, eftir því sem á hefur staðið. Og hann stóð aldrei neinar tvær aldir eins og sá rómverski friður, ekki einu sinni tvo áratugi. Það þýðir ekki lengur að senda legáta frá Washington út um allar jarðir að segja öðrum þjóðum fyrir verkum, og þeim fer fækkandi sem leggja leið sína til hinnar nýju Róm- ar að þiggja ráð og fyrir- mæli. Það var um bænadagana __ sem kunngert var í Washington að Johnson for- —Sfitj-hXgði. ekki á utanfarir á næstunni. Hann myndi held- 1 ur ekki vera viðlátinn að taka á móti erlendum gest- um heima hjá sér. Því yrðu þeir Ayub Khan, forseti Pak- istans, og Shastri, forsætis- ráðherra Indlands, sem von var á til Washington á næst- unni að fresta ferðum • sínum þangað. Ástæðumar væru þaér að Johnson væri önn- um kafinn vegna þingstarfa og Víetnammálsins. Þessar skýringar þóttu heldur en ekki lygilegar. Menn minn- ast þess ekki að nokkur for- seti hafi haft jafn leiðitamt þing að fást við og Johnson og varla hægt að ímynda f sér fáránlegri fyrirslátt en að Víetnam sé honum svo þungt í skauti að hann geti ekki gefið sér tíma til að rasða við forystumenn tveggja helztu ríkja Asíu, og það því fremur sem jafnframt var tilkynnt að hann myndi taka á móti Moro, forsætisráð- herra ítalíu og Park, ein- ræðisherra í Suður-Kóreu. Hin raunverulega ástæða lá í augum uppi: Bandaríkja- forseti kærði sig ekki um að hitta að máli leiðtoga þess ríkis, sem fram á síðustu ár hefur verið einn tryggasti förunautur Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, hlekkurinn sem tengdi saman tvö af þremur hernaðarbandalögum þeirra, SEATO og CENTO, — forseta Pakistans, sem í síðasta mánuði var í Peking og um fyrri helgi í Moskvu. Johnson hefur þótzt fara nærri um hvaða boðskap bessi fyrrverandi tryggi bandamaður myndi flytja honum úr þeim stöðum 'og ráðunautar hans hafa talið honum trú um að ef hann móðgaði Pakistana. þá yrði hann, svo að ekki hallaðist á. líka að móðga Indverja. Fréttin sem í gær barst frá Nýju Delhi um að Shastri isku ríkjanna. Krústjof var orðinn lítill eftirbátur Dull- esar í ferðalögum, og það er ekki heiglum hent að fylgjast með því hvar Sjú Enlæ er staddur hverja stundina. Einn daginn er hann í Alsír, annan í Indó- nesíu, þar sem hann tekur þes.sa dagana þátt í hátíða- höldum vegna þess að tíu ár eru liðin síðan hin fátæku ríki Asíu og Afríku kvöddu sér hljóðs í Bandúng. Það er ákaflega vel viðeigandi að þau hátíðahöld þeri upp á þá daga, þegar vamarkerfi imperíalismans gegn fram- sókn hinna kúguðu og arð- rændu er að hrynja ta grunna, þegar forysturíki og arftaki hinna gömlu heims- velda missir hvem banda- manninn á fætur öðrum. I gær var haft eftir áreiðan- legum heimildum í París að Frakkar hefðu ákveðið að segja sig úr Suðaustur-Asfu- bandalaginu (SEATO) og myndu ekki senda utanríkis- ráðherra sinn á fund banda- lagsins í London. De Gaulle óttast að stefna Bandaríkj- anna í Víetnam muni Ieiða af sér stríð við Kína og kær- ir sig ekki um að Frakkar verði flæktir í það. Andstaða de Gaulle við Bandaríkja- stjórn og alla utanríkisstefmi hennar er öllum löngu kumu en eftir framferði hennar f Vietnam eru þeir orðnir næsta fáir sem láta sér til hugar koma að taka máli hennar. Hverjum hefði t.d. dottið í hug fyrir nokkmm misserum að Hallvarður Lange, utan- ríkisráðherra Norðmannaj myndi leyfa sér að gagnrýna gerðir ráðamanna sinna í Washington. Þó sagði hann í ræðu á Stórþinginu 1. aprfh „Af þessu (árásunum á Norð- ur-Víetnam) getur hlotizt frekari útfærsla stríðsins með þeim ófyrírsjáanlegu af- leiðingum sem það gæti haft. Þetta er svo geigvænleg á- hætta að ríkisstjórnin telur það skyldu sína að taka af allan vafa um andstöðu sína varðandi þetta atriði (sige klart fra pá dette punkt)“. Þannig er Bandarfkjastjórn sagt upp hollustu á hverjum degi, jafnvel á ó- líklegustu stöðum. Og hvem- ig má annað vera þegar sjálfur formaður utanríkis- málanefndar bandarísku öld- ungadeildarinnar, Fulbright; lýsir sig, eins og hann gerði á laugardaginn, andvígan á- íásunum á Norður-Víetnam sem Rusk utanríkisráðherra hafði nokkrum klukkustund- um áður talið óhjákvæmilegt að halda áfram. Og auðvitað lyýtur svo að fara þegareinu blöðin í „hinum frjálsa heimi“ sem afdráttarlaust taka máli Bandaríkjastjóm- ar eru á borð við „Morgun- blaðið". — ás. f * t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.