Þjóðviljinn - 29.05.1965, Qupperneq 1
Laugardagur 29. maí 1965 — 30. árgangur — 119. tölublað.
Er_ sönnunargagnicS fundið?
Varpa fannst þar sem
Aldershot var tekinn
■ í fyrradag fann varð-
skipið Þór togvörpu á þeim
slóðum, þar sem komið var
að brezka togaranum Alder-
shot að meintum veiðum i
landhelgi. Varpan var rétt
innan við landhelgislínuna,
báðir vírarnir voru greinilega
höggnir sundur og á öðrum
hleranum mátti greina síð-
ustu stafi í nafni togarans, þ.
e. stafina ... „shot“.
■ Eins og menn muna
var mikið leitað að vörpu
togarans meðan á réttarhöld-
um yfir skipst'jóranum stóð,
en ekki tókst að finna hana
áður en réttarhöldunum lauk
oe var Cumby skipstjóri
svknaður af ákærunni um
landheleisbrot vegna þess að
ekki bótti fuhsannað að hann
hefði verið að veiðum þegar
hann var tekmn. Síðan hafa
varðskin leitað barna á sömu
dnðum eftir bví sem þau
hafa átt leið um.
H Þór kemur til Reykja-
v’kur með vörpuna í næstu
viku og verður hún tekin til
nánari rannsóknar. Landheig-
iagæzlan hefur þannin fenn-
ið það sönnunargasn sem
Siémanníidagur-
hún leitaði að og nú er eftir
að vita hvort Hæstiréttur
metur það nægilega gilt til
að sanna landhelgisbrotið.
NÝ GOSEYJA?
Menn sem flugu yfir nýju gosstöðvarnar
hjá Surtsey í gær ekki á einu máli
Skömmu eftir hádegi í gær flaug
Sigurjón Einarsson flugmaður með
Helgafelli, vél Eyjaflugs, yfir nýju gos-
stöðvamar við Surtsey og skýrði hann
Þjóðviljanum svo frá í viðtali síðdegis
í gær, að sér hefði þá virzt sem ný
eyja væri farin að skjóta upp kollinum,
þ.e. hraunið farið að koma upp úr sjón-
um. Hins vegar töldu flugmenn frá
Flugfélagi íslands, er flugu þama yfir
síðdegis í gær, að hraunið væri enn
ekki komið upp úr sjónum heldur væri
það aðeins hraungjall er sæist fljóta
ofan á sjónum á gosstaðnum.
Sigurjón sagðist halda að þama væri
ekki beinlínis um nýjan gíg að ræða
heldur streymdi þama upp rennandi
hraun frá Surti er hefði fengið útrás
á þessum stað er gamli gígurinn lokað-
ist. Sagðist hann einnig halda að hraun-
ið hefði fengið útrás víðar því að hreyf-
ing væri á sjónum á fleiri en þessum
eina stað.
Ætlunin var að erlendu vísánda-
mennirnir, sem hér dveljast, færu í
flugferð yfir Surtsey í gær, en þoka
lagðist yfir er leið á daginn og ekki
hægt að fljúga. Sigurður Þórarinsson
leggur af stað í dag í leiðangur á Vatna-
jökul ásamt nokkrum öðrum vísinda-
mönnum, og bendir það til, að hann
eigi ekki stórra tíðinda von af hinu
nýja gosi við Surtsey.
Loftleiðir hefja áætlunarflugferðir
með þriðju Rolls Royce 400 vélinni
«|8»mowwMWem
Rolls Royce 400 vélin „Guðríður Þorbjarnardóttir“ á Keflavíkurflugvelli.
□ Að morgni uppstigningardags kom nýjasta
Rolls Royce 400 flugvél Loftleiða í fyrsta sinn til
íslands. Lenti flugvélin kl. 9.25 á Keflavíkurflug-
velli eftir liðlega 7 klukkustunda flug frá New
York og hélt eftir skamma viðdvöl ferð sinni á-
fram til Lúxemborgar.
dvöldust þau Þorfinnur lengst
af í Straumfirði, sennilega á
norðurodda Nýfundnalands við
Fagureyjarsund (Strait of Belle
Isle), og þar ól Guðríður Snorra
ÞorfinnssQn. Eftir þriggja vetra
dvöl vestra sneri landnemahóp-
urinn aftur til Grænlands, en
ári síðar fóru þau Þorfinnur og
Guðríður til Islands og settust
að á Reynistað eða Glaumbæ í
Framhald af 7. síðai.
28. sjómannadagurinn verður
hátíðlegur haldinn á niorgun
og hefjast hátíðahöldin hér í
Reykjavík með því að fánar
verða dregnir að hún á skipum
í höfninni kl. 8 að morgni.
Kl. 11 er hátíðamessa í Laug-
arásbíói, séra Grífnur Grímsson
prédikar en kirkjukór Áspresta-
kalls syngur undir stjórn Krist-
jáns Sigtryggssonar.
Útihátíðahöld á Austurvelli
hefjast kl. 13.30 með því að
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
sjómanna- og ættjarðarlög. Kl.
13.45 verður mynduð fánaborg
á Austurvelli með sjómannafé-
lagafánum og íslenzkum fánum.
Kl. 14 hefst minningarathöfn,
séra Bjarni Jónsson vígslubisk-
up minnist drukknaðra sjó-
manna og Guðmundur Jónsson
óperusöngvari syngur.
Þá verða flutt ávörp. Guð-
mundur I. Guðmundsson talar
af hálfu ríkisstjórnarinnar, Mat4.-
hías Bjarnason alþingisma^ur
aí hálfu útserðarmanna og. Jón
Framhald á 7. síðu.
Hinn 30. janúar sl. undirrituðu
Loftleiðir svo sem kunnugt er
samninga um kaup á tveim Rolls
Royce 400 flugvélum til viðbót-
ar þeim tveim, sem áður höfðu
verið keyptar. Samkvæmt þeim
var gert ráð fyrir að fyrri flug-
vélin yrði afhent félaginu 15.
maí, en vegna verkfalls hjá
Canadair varð nokkurra daga
töf á afhendingunni.
Hin nýja flugvél ber, eins og
tvær hinna fyrri, 160 farþega,
auk farangurs og nokkurs vöru-
magns. Farþegasalur hennar er
af sömu gerð og hinna vélanna
og öll tæki sams konar. Flugvél-
in mun strax verða notuð til
áætlunarferða og í förum milli
Islands og Bandarikjanna og Is-
lands og Lúxemborgar, auk
leiguferða.
Síðari flugvélin hefur nú að
undanförnu verið á Keflavíkur-
flugvelli, og notuð til þjálfunar
5 áhafna Loftleiða, sem koma
nú til viðbótar þeim 12, sem
þegar fljúga vélum af Roll Royce
gerð. — Svo er ráð fyrir gert
að flugvélin verði, að þjálfun
lokinni, lengd um 15 fet, og get-
ur hún þá að því búnu flutt
189 farþega. Hún verður afhent
Loftleiðum í byrjun n.k. marz-
mánaðar, en þá verður einnig
búið að lengja eina af hinum
vélunum þrem. Vélarnar tvær
verða svo lengdar síðar, og þeg-
ar því er lokið geta allar flug-
vélarnar fjórar borið samtals
756 farþega.
Nafngiftin
Nýja flugvélin hefur hlotið ein-
kennismerkið TF-LLH og heitið
Guðríður Þorbjarnardóttir. Um
þá nafngift má þetta segja m.a.:
Guðríður Þorbjarnardóttir
fæddist að Laugarbrekku á Snæ-
fellsnesi, en ólst upp að Arn-
arstapa. Hún fluttist til Græn-
lands, gekk þar að eiga Þor-
stein, son Eiríks rauða, og
reistu þau bú í Lýsufirði í
Vestribyggð. Eftir lát Þorsteins
giftist Guðríður Þorfinni karls-
efni frá Höfða á Höfðaströnd
í Skagafirði og rést með honum
til landnáms á Vínlandi með
160 manna liði. Þar vestra
SJÓHAMMÁDAGSBLAÐiP Á MORGUN
Þjóðviljinn er 10 síður í dag, eins og
oft áður á laugardögum, en á morgun,
sjómannadaginn, verður blaðið tvöfalt
— 8 síðna litprentað aukablað fylgir
aðalblaðinu. Er efni aukablaðsins helg-
að málefnum siómanna og sjósókn al-
mennt — viðtöl og frásagnir með fjölda
mynda. — Af helzta efni aðalblaðsins
á morgun, sunnudag, má nefna grein
eftir Magnús Torfa Ólafsson — í UPP-
HAFI VAR HVELLUR — en þar segir
frá rannsóknum á uppruna alheimsins.
SEINIR AÐ
ÁTTA SIG
SAMNINGAFUNDIR voru ekkl
á uppstigningardag en hvor
aðili um sig, verkamenn og
atvinnurekendur munu þá
hafa haldið fundi til frekari
undírbúnings samningunum.
I GÆR klukkan 4 hófst samn-
ingafundur undirnefnda Dags-
brúnar og Hlífar með at-
vinnurekendum og í gærkvöld
var samninganefnd norðan-
og austamanna boðuð á fund
með atvinnurekendum og
sáttasemjara.
ÞEGAR ÞJÖÐVILJINN hafði tal
af Birni Jónssyni, formanni
Verkalýðsfélagsins Einingar á
Akureyri, fyrir fumlinn í
gærkvöldi, sagði hann að
ekkert það væri þá komið
fram af vinnuveitenda hálfu,
sem Iíklegt mætti telja til
Iausnar á deiluuni.
A MORGUN, sunnudag, klukkan
3, verður fclagsfundur f Dags-
brún, haldinn i Iðnð, og er
fundarefnið SAMNINGA-
malin.
Frakkar eru ó
hraðferð úr
Seato
Kristjana Milla Thorsteinsson, kona Alfreðs Elíassonar fram-
kvæmdastjóra Loftleiða, færir Jóhannesi Markússyni flugstjóra
blóm við komuna til íslands í fyrradag, Auk Jóhannesar skipuðu
eftirgreindir áböfn nýju flugvélavinnar; Ámundi Ólafsson flup-
maður, Gerhard Olsen flugvélstjóri, Þormóður Hjörvar siglinga-
fræðingur og flugfreyjurnar Ásdís Alexandersdóttir, Auður Ara-
dóttir, Steinunn Sigurðard., Irmgard Thielen og Elfride Schmidt.
PARÍS 28/5 — Franska stjórn-
in hefur kvatt heim hernaðar-
sérfræðinga sína, sex að tölu,
frá aðalstöðvum Seato. Frá þessu
var skýrt í London í dag.
Það er fyrst nú, sem skýrt er
opinberlega _frá þessum aðgerð-
um Frakka. í París benda stjóm-
málafréttaritarar á það, að all-
ir hernaðarsérfræðingar Seatc
hafi verið beðnir um að taka
þátt í áætlanagerð vJðvíkjandi
hugsanlegri þátttö'ku í Vietnam.
stríðinu. Allir viti, hvert sé áli1
Frakka á slíkum fyrirætlunum
og því sé það rökrétt ákvörðun
að kveðja heim hemaðarsérfræð-
ingana. Nærvera þeirra í aðal-
stöðvum bandalagsing þjóni eng-
um skynsamlegum tilgangi leng-
Bráðabirgða-
samkomulag í
„sjússadeilunni"
1 gær náðist bráðabirgðasam
komulag í „sjússastríðinu" svo
nefnda og féllust þjónarnir i a
selja vín í sjússum í samræm
við gjaldskrá þá er gilti er deil
an hófst. í gærkvöld barst einni
úrskurður ráðuneytisins um þa
að óhcimilt væri að leggja þjón
ustugjald á söluskattinn. Bráða
birgðasamkomulagið gildir til 1
júní en þá hafa þjónarnir boða
verkfall.