Þjóðviljinn - 29.05.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA
Otgcfandi: Sameiningarflokkur alþýdu —■ Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurdur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19.
Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Undarlegt
JJndarlegt er að nafnlausar ritstjórnargreinar
blaða skuli enn vera opinn vettvangur fyrir
menn sem eftir málflutningi þeirra að dæma eru
naumast með öllum mjalla. Þannig flutti ríkisút-
varpið þann boðskap eftir Vísi að morgni upp-
stigningardags, að einn af stjórnmálaandstæðing-
uni blaðsins ætti þá ósk heitasta að „uppræta heil-
ar þjóðir“. Þetta hrökk þó engan veginn til, því
sagt var að hann vildi einnig taka hina upprætfu
og „hengja“ þá og „skjóta“ eða „murka úr þeim
lífið í þrælabúðum“, og þegar þannig væri búið að
margtortíma fólki þessu, átti loksins að gera það
að „hugsunarlausum vélmennum“. Gagnvart slík-
um ósköpum hrökkva siðareglur Blaðamannafé-
lags íslands auðvitað skammt; er ekki síarfandi
Geðverndarfélag í landinu?
Tilboði hafnað
gkki eru nema örfáir dagar þar til samningar
flestra verklýðsfélaga falla úr gildi, og nú eru
hafin þessi linnulausu fundarhöld sem virðast hafa
þann tilgang að gera þanþol tauganna að úrslita-
atriði í væntanlegri samningsgerð. Engin ástæða
var þó til þess að láta samningana komast í ein-
daga. Þegar í marzmánuði tóku verklýðsfélögin að
undirbúa samningana af sinni hálfu, og þau gerðu
stjómarvöldunum mjög skýr boð. Ráðstefna sú
sem Alþýðusamband íslands gekkst fyrir taldi,
auk kauphækkana og styttrar vinnuviku, upp
ýmsar félagslegar ráðstafanir í skaítamálum, hús-
næðismálum, orlofsmálum og verðlagsmálum og
hét því að meta umbætur á þeim sviðum til jafns
við kauphækkanir. Þegar þessi boð voru gerð sat
alþingi enn að störfum og átti raunar ekki ýkja
annaríkt. Ríkisstjóminni var því í lófa lagið að
taka verklýðsfélögin á orðinu og láta samþykkja
lög um félagslegar umbætur á öllum þessum svið-
um til þess að greiða fyrir samningum um kaup-
gjaldið sjálft.
Jgn ríkisstjórnin hafnaði þessu boði. Hún léf tím-
ann líða og sendi að lokum alþingi heim án
þess að ganga nokkuð til móts við hugmyndir
verklýðsfélaganna. Þannig hefur ríkisstjórnin sjálf
lýst yfir því í verki að launafólk hljóti að rétta
hlut sinn með beinum kauphækkunum, auk hinn-
ar sjálfsögðu styttingar á vínnutíma. Qg raunar
hafa atvinnurekendur gert slíkt hið sama með um-
framgreiðslum sínum sem stöðugí eru að aukast
og eru víða langí umfram þær kröfur sem venju-
legast hafa verið gerðar í samningum.
jjannig má þrátt fyrir allt segja að aðgerðaleysi
ríkisstjórnarinnar hafi gert viðfangsefnið ein-
faldara en þegar reynt er að tengja kiarasamn-
ingana lausn á almennum þjóðfélagsvandamálum.
Og 1 umræðum um kaunöíqldjð hlióta laun þau
sem nJrr ,rfíT-inii+ örpíðq uú Vipopt' í
raun ° fnfpcndorr nq hqð eitt álita
mál og ^eiluefni hversu miklu nú þurfi að bæta
við. — m.
HÖÐVILTINN
Laugardagur 29. maí 1965
Nýtízkuleg gistihús og sólríkar baðstrendur.
Atvinnulíf í örri
þróun í Búlgaríu
★ Eins og kunnugt er af fréttum afhenti fyrsti ambassa-
dor Búlgaríu á Islandi, Laliou Gantchev, forseta Islands
trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum
sl. laugardag.
★ Ambassadorinn hélt á dögunum fund meg fréttamönnum
og skýrði þeim frá ýmsu í sambandi við land sitt og
þjóð. Einkum lagði hann ríka áherzlu á þá öru þróun
sem orðið hefði í landinu frá því það losnaði undan
oki fasismans f stríðslok og valdi sér sósíalisma til að
koma á hjá sér velferðarþjóðfélagi.
Atvinnuvegir standa þar nú í
miklum blóma, og hefur land-
búnaðurinn, sem er aðalat-
vinnuvegurinn sérstaklega tekið
miklum framförum. Iðnaður hef-
ur aukizt mjög og þá helzt á
sviði stáliðnaðar. Einnig hefur
matvælaiðnaður og vín og tó-
baksframleiðsla aukizt mikið.
A sviði menningar og heilbrigð-
isfnála háfa einnig orðið miklar
framfarir. Allir nemendur í
framhaldsskólum hljóta náms-
laun, og er 6. hver maður í land-
inu nú við nám. öll læknaþjón-
usta er þar ókeypis.
Sagði ambassadorinn að mikil
samstaða væri hjá þjóðinni,
enda hefði þessi öra þróun að
öðrum kosti verið ómöguleg. Þar
i landi eru tveir stjórnmála-
flokkar, kommúnistaflokkur
og bændaflokkur. Mynda þeir
saman ríkisstjóm og er forsæt-
isráðherrann úr kommúnista-
flokknum, en forsetinn úr
bændaflokknum, og sagði am-
bassadorinn að samvinna með
flokkunum væri með ágætum.
Sjálfur kvaðst hann vera bænda-
flokksmaður.
Þá ræddi ambassadorinn sam-
band íslands og Búlgaríu. Hann
hefur átt viðræður við ýmsa
forystumenn þjóðarinnar meðan
hann hefur dvalið hér á landi
og lét vel yfir kynnum sínum
af þeim. Búlgaría hefur boðið
landbúnaðarráðherra Ingólfi
Jónssyni í heimsókn til að kynna
sér landbúnað Búlgaríu, svo og
hefur hún boðið Islendingum
að senda fulltrúa á mikla iðn-
sýningu, sem haldin verður þar
í landi næsta haust. Ambassador-
inn kvaðst vona. að komið yrði
á viðskiptasambandi milli þjóð-
anna og myndu báðar þjóðirnar
án efa hafa gagn af því.
Ennfr. skýrði ambassadorinn
frá því, að land hans gerði nú
mikið til að laða að ferðamenn,
og hefði í því skyni verið reist
glæsileg hótle og fleiri væru í
smíðum við Svartahafsströndina.
Ættu þeir von á 1 miljón ferða-
manna þangað í sumar og væru
flestir þeirra frá Austur- og
Vestur-Þýzkalandi, en þar væru
einnig í hópnum ferðamenn frá
öllum Norðurlöndum, nema Is-
landi en hann kvaðst vona, að
úr því myndi rætast sem fyrst.
Að lokum kvaðst ambassa-
dorinn vona að vináttutengsl
Búlgaríu og Islands yrðu traust
og varanleg um alla framtíð.
ífnt til námskeiis
fyrír enskukennara
Frá fræðslumálaskrifstofunni
hefur borizt eftirfarandi frétt
um námskeið fyrir enskukenn-
ara:
Akveðið hefur verið að halda
námskeið í Kennaraskóla ts-
lands fyrir enskukennara í
framhaldsskólum dagana 8.—
22. september næstkomandi.
Til námskeiðsins er stofnað
að tilhlutan Upplýsingaþjón-
ustu' Bandaríkjanna og í sam-
ráði við fræðslumálastjóm.
Tilhögun námskeiðsins verð-
ur svipuð og námskeiða þeirra
fyrir enskukennara, sem haldin
hafa verið að tilhlutan Thr
British Council og fræðslumála
•^tiómar á undanförnum árm
Af einstökum þáttum aám-
skeiðsins má nefna málvísmdi
(linguistics) kennsluaðferðir og
kennslutækni, svo og formgerð
málsins.
A námskeiðinu verða fluttir
fyrirlestrar, hafðar verða sér-
stakar æfingar í notkun
kennslutækja við tungumála-
kennslu, sýndar verða kvik-
myndir og notuð segulbönd.
Þátttakendum verður skipt í
starfshópa.
Eft>r föngum verður reynt að
kynna nýtízku heymar- og
talaðferðir. Umræður verða um
leiðir til að aðhæfa slíkar að-
ferðir kennsluefni i tungumál-
um í íslenzkum skólum. A-
herzla verður lögð á hagnýt’
viðfangsefni og æfingu í not-
lrlm ensks máis.
Tveir þekktir bandarískír
^álvísindamenn mumi kenna
í námrkeiðinu Fulltr. fræðslu-
málastjómar verður Heimir
Askelsson. dosent í ensku við
Háskóla íslands.
Tónleikar Pólýfónkórsins
í Skálholti á morgun
BSskupinn yfir íslandi herra fyrir næstu áramót svo að á-
Sigurbjöm Einarsson boðaði framhaldandi útgáfa blaðsins
blaðamenn á sinn fund nýlega væri tryggð. Ekki er að efa að
til þess að skýra þeim frá vænt- margir taka undir þessa frómu
anlegum hljómleikum Pólýfón- ósk biskupsins og mundu fylgja
fordæmi hans ef hann sýndi
þennan vilja sinn í verki.
kórsins f Skálholtskurkju a
morgun.
Hljómleikamir hefjast klukk-
an 5 og er efnisskrá þeirra hin
sama og var á vortónleikum
kórsins í Kristskirkju í apríl sl.
Fluttar verða tvær sexradda
mótettur frá 16. og 17. öld eftir
William Byrd og Heinrich Schutz
og Stabat mater eftir Palestrina.
Þá verða og flutt tvö samtíma-
verk, annað, Agnus Dei eftir
Þorkel Sigurbjömsson og hitt
Messa eftir austurrríska tón-
skáldið Jóhann Nepomuk David.
Aðgangur að tónleikunum er ó-
keypis, en að tónleikunum lokn-
um gefst áheyrendum gott tæki-
færi til að láta hrifningu sína
í ljósi með því að láta eitthvað
af hendi rakna til Skálholts-
söfnunarinnar.
Biskupinn yfir Islandi lét þess
jafnframt getið við fréttamenn
að alls hefðu safnazt 1 miljón
125 þúsund krónur til bókasanfs-
kaupanna og væri þegar búið
að greiða 2 afborganir af safn-
inu eða alls 1 miljón. Vasri þá
eftir að greiða 2,5 milj. og kvaðst
hann þess fullviss að vandræða-
laust yrði að safna því fé. Að
lokum fannst biskupnum yfir
Islandi ástæða til að láta þess
sérstaklega getið að hann von-
aðist til að Þjóðviljanum mætti
takast að afla 3ja miljón króna
Slórgjöf til
Hringsins og
Styrktarfél.
Hinn 21. apríl s.l. andaðist
frú Signrbjörg Pálsdóttir, Óð-
insgötu 30, hér í borg, ekkja
Eggerts Jónssonar kaupmanns,
d. 17. júní 1959
Þeim hjónum varð ekki
bama auðið. í erfðaskrá mælti
frú Sigurbjörg svo fyrir, að
allar eignir búsins skyldu
skiptast jafnt milli Bamaspft-
alasjóðs Hringsins og Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra.
Mun sú ráðstöfun hafa veríð
gerð í samráði við Eggert.
Hér er um að ræða stórgjöf,
varla undir hálfri annarrí
miljón króna að verðmæti, til
nefndra Hknarstofnana. Þakka
fyrirsvarsmenn þeirra gjöflna
af alhug.
öllum þeim, sem þekktu til
þeirra hjóna, Sigurbjargar og
Eggerts finnst þessi ráðstöfun
lýsa þeim veL
Samband vestfirzkra kirkju-
kóra héit söngmót á ísafírði
ISAFIRÐI 24/5 — S.L laug-
ardag var haldið hér á Isa-
firði söngmót Sambands vest-
-------- —.........- -<
Óeirðir
í Kolumbíu
BOGOTA 26/5 — Síðan miklar
kröfugöngur voru farnar í höf-
uðborg Kólumbíu á mánudag,
hafa um 580 manns verið hand-
teknir. 1 gær voru stríðsvagnar
á götum og varð því ekki af
kröfugöngu stúdenta sem á-
formuð var.
Frá Borgar-
ráði
★ Á fundi sínum fyrra
föstudag heimilaði borg-
arráð Eeykjavíkur fram-
kvæmdir við leiksvæði við
Tómasarhaga, Bugðulæk
og Miðtún, Blesugróf og
Gullteig.
★ A sama fundi var lagt
fram bréf Styrktarfélags
vangefinna um styrk til
framkvæmda á lóð dag-
heimilis Lyngáss og
rekstrarstyrk. Var um-
sókninni vfsað til sparn-
aðamefndar og fræðslu-
stjóra.
★ Þá var samþykkt að
ráða Jónu Guðmunds-
dóttur, Austurbrún 4,
yfirhjúkrunarkonu við
Slysavarðstofu Reykjavík-
ur og samþykkt að skipa
Axel Kvaran varðstjóra
hjá lögreglunni frá 1.
þessa mánaðar að telja.
Einnig var lagt fram bréf
Islenzkra ungtemplara
bar sem sótt er um 20
búsund króna styrk til
sð gera íþróttasvæði að
Jaðri. Umsókninni var
vísað til sparnaðarnefnd-
ar.
firzkra kirkjukóra og tóku
þátt í þvl þrír kórar frá Pat-
reksfirði, Þingeyri og Isafirði.
Mót þetta var haldið í tilefni
af 20 ára afmæli sambandsins
en það var stofnað af 8 kórum
fyrir forgöngu þeirra Jónasar
Tómassonar á ísafirði og Sig-
urðar Birkis þáverandi söng-
málastjóra þjóðkirkjunnar Nú
eru hins vegar 13 kórar í sam-
bandinu. Þetta er þriðja söng-
mótið sem sambandið gengst
fyrir. Hið fyrsta var haldið á
Þingeyri 1936 og annað mótið
á Isafirði 1948.
Kórarnir sungu basði hver
í sínu lagi og sameiginlega en
söngstjórar þeirra eru Baldur
Sigurjónsson Þingeyri, Jón Þ.
Björnsson, Patreksfirði og
Ragnar H. Ragnars á Isafirði.
Var söngnum vel tekið og
skemmtunin fjölsótt. Kvenfé-
lag ísafjarðarkirkju bauð til
kaffidrykkju á. undan tónleik-
unum en sóknamefndin á eft-
irí
A sunnudag prédikaði sókn-
arpresturinn á Patreksfirði í
ísafjarðarkirkju og kirkjukór-
inn á Patreksfirði söng og síð-
degis á sunnudag flutti sami
prestur messu í Hnífsdal og
kórinn söng. — H.Ö.
MrNíamara
MOSKVU 26/5 — í gær kaU-
aði aðalmálgagn Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna, Pravda,
Robert McNamara, vamarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, stríðs-
glæpamann. Hann bæri ábyrgð á
villimannlegum morðum á kon-
um, börnum og gamalmennum
er loftárásirnar á Norður-Viet-
nam hefðu leitt til, og verðskuld-
aði því fyllilega þennan titil.
Pravda taldi það ósatt að
Bandaríkin hefðu fyrir stuttu
gert nokkurt hlé á árásum sín-
um. Meðan það hlé hefði átt að
standa hefði eldflaugaárásum á
Norður-Vietnam haldið áfram.