Þjóðviljinn - 03.06.1965, Side 3
Fimmtudagur 3. júní 1965
ÞIÖ9VILIINN
SIÐA. J
Þjóðfrelsisherinn í Víetnant
herðir enn sóknarlotu sína
Mannfall í her Saigonstgórnarinnar orðið é annað
þúsund síðustu viku, missti 150 menn í fyrradag
SAIGON 2/6 — Þjóðfrelsishermn í Suður-yiet-
nam herðir enn sóknaraðgerðir sínar í norður-
hluta landsins, í nágrenni við hafnarborgina
Quang Ngai, þar sem Bandaríkjamenn hafa eina
af helztu flugstöðvum sínum í landinu. í Saigon
er viðurkennt að stjórnarherinn hafi undanfarna
viku misst 1075 menn í bardögum við þjóðfrels-
isherinn og var mannfall hans mest um helgina.
I dag var frá því skýrt í Sai-
gon að til viðbótar við hið rmkla
mannfall stjórnarhersins um
helgina hefði hann misst 150
menn í gær í bardögum við
þjóðfrelsisherinn. Þessir 150 voru
ýmist felldir, teknir höndum eða
þeirra er saknað, í meiriháttar
sóknaraðgerð skæruliða og um-
sátri í nágrenni við Quang Ngai,
var haft eftir talsmanni banda-
rísku herstjórnarinnar í Saigon.
Tveir bandarískir „ráðunautar“
voctj felldir og tveir aðrir særð-
ust i þessum átökum.
Árásarþotur skotnar niður
Samtímis var frá því skýrt að
tvær bandarískar árásarþotur
hefðu verið skotnar niður vfir
Norður-Vietnam í gær. Fjóra’
aðrar urðu fyrir skotum.
I dag réðust fjórar aðra'
bandarískar flugvélar á radar
stöðvar um 200 km fyrir suð
austan Hanoi; enn aðrar banda-
rískar flugvélar vörpuðu sprengi-
um og skutu flugskeytum á
önnur skotmörk í Norður-Viet-
nam.
Harðir bardagar enn
Fréttarit.ari Reuters segir að
her Saigonstjórnarinnar og
Bandaríkjamenn hafi annars í
dag „verið að leita‘‘ að beim
hersveitum þjóðfrelsishersins sem
ollu hinu mikla manntjóni
6tjómarhersins um helgina, eti
þá féllu um 550 menn úr stjórn-
arhemum.
En jafnframt var skýrt frá þvi
að bardagar hefðu enn í dae
blossað upp á sömu slóðum og
harðast var barizt um helgina.
I Saigon er viðurkennt að
stjórnarherinn hafi misst 1075
menn í bardögunum við þjóðfrels-
hefðu verið skotnar niður með
kúlum úr loftvamabyssum begar
þær réðust á radarstöð um 120
km fyfir sunnan Hanoi.
Skotið á ströndina
Skotið var í dag úr fallbyssum
bandaríska beitiskipsins ,,Can-
berra“ á stöðvar þjóðfrelsishers-
ins á strönd Suður-Vietnams, um
100 km fyrir sunnan Da Nang.
Skotið var úr fallbyssum með
203 mm hlaupvídd, en svo öflug-
um fallbyssum hefur bandaríski
flotinn ekki beitt síðan Kóreu-
stríðinu lauk fyrir tólf árum.
Johnson forseti viðurkenndi á
fundi með blaðamönnum í Was-
hington í gær að vígstaðan í
Suður-Vietnam væri sem stæði
ekki Bandaríkjamönnum f vil. en
kvað Bandaríkjamenn reiðubúna
að senda mikið lið þangað til
viðbótar því sem þar er nú.
Hann kvað hina miklu sóknar-
lotu þjóðfrelsishersins ekki oafa
komið Bandaríkjamönnum á ó-
vart.
Franska fréttastofan AFP hafði
eftir góðum heimildum í Saigon
í dag að mannfallið i liði stjóm-
arinnar þar hefði aldrei fyrr í
stríðinu í Suður-Vietnam orðið
jafn mikið og síðustu daga.
Einnig við Pleiku
Þjóðfrelsisherinn hefur einnig
látið til sín taka í nágrenni bæj-
arins Pleiku, sem er inni í miðju
landinu. Þar var heil sveit
stjómarhersins stráfelld úr laun-
sátri í gær. Tveir bandariskir
hermenn féllu í þeirri viður-
eign.
Fréttaritari AFP í Saigon hafði
í dag eftir góðum heimildum þar
í borg að Bandaríkjamenn hefðu
misst 48 flugvélar síðan þeir
hófu loftárásir sínar á Norður-
Vietnam 7. febrúar s.l. Bahda-
ríkjamenn hafa sjálfir ekki við-
urkennt opinberlega að hafa
misst svo margar flugvélar, en í
Hanoi er því haldið fram að enn
fleiri bandarískum árásarflugvél-
um hafi verið grandað.
Stjórnarskipti í Japan át
af námuslysinu í fyrradag?
TOKÍÓ 2/6 — Stjórn Eisaku j vegna þess að
Sato í Japan á í miklum erfið- ráðuneyti hans
leikum vegna slyssins sem varð
í kolanámunni við Fukueka á
Kjúsjúeyju í gær. 237 námu-
menn fórust í þessu slysi, sem
var þriðja meiriháttar slysið í
japönskum námum á skömmum
tíma og annað mesta námuslys-
ið i landinu eftir síðari heim-
styrjöldina.
Ríkisstjórninni er kennt um að
hafa vanrækt að sjá fyrir nægi-
legum öryggisráðstöfunum i
námum landsins, og samband
kolanámumanna, sem í eru um
60.000 menn, hefur boðað verk-
fall í öllum kolanámum lands-
ins á föstudag til að fylgja á
eftir kröfunum um að stjórnar-
völd lapdsins láti að sér kveða
til að tryggja að vanræksluslys
sem það við Fukueka komi ekki
fyrir aftur.
Sato féllst í dag á lausnar-
beiðni iðnaðarmálaráðherrans
Sakurauchi sem baðst lausnar
hann taldi að
hefði brugðizt
þeirri skyldu sinni að sjá um að
fylgt væri settum reglum um ör-
yggisráðstafanir í námunum,
Aðrir ráðherrar hafa einnig
beðizt lausnar, og kann svo að
fara að námuslysið verði Sato
að falli. Hann hafði hins vegar
þegar fyrir slysið ákveðið að
gera miklar breytingar á stjórn
sinni.
Fangelsi fyrir
njósnir á Kúbu
HAVANA 2/6 — Herréttur í
Havana dæmdi í gær 30 manns
í fangelsi fyrir njósnir í þágu
Bandaríkjanna og gjaldeyris-
brask, segir Reuter, sem bætir við
að 2o hinna dæmdu a.m.k. hafi
verið baptistaprestar. Dómamir
voru mildari en saksóknarinn
hafði krafizt.
STOKKHÖLMI 1/6 — Lands-
fundur sænska Hægri flokksins
kaus í dag þingmanninn Yngve
Holmberg nýian formann flokks-
ins. Kosningin fór fram um-
ræðulaust. Gösta Bohman, sem
einnig á sæti á þingi, var kjör-
I inn varaformaður flokksins.
Gerhardsen ávarpar þjóðir
Sovétríkjanna í sjónvarpi
Lagði áherzlu á ágæta og síbatnandi sambúð Noregs
og Sovétríkjanna, aukna verzlun og menningartengsl
^MOSKVU 2/6 — Einar Gerhardsen, forsætisráðherra Nor-
egs, sagði í kvöld í erindi sem hann flutti sovétþjóðunum
í sjónvarpi frá Moskvu, þar sem hann er nú í opinberri
heimsókn, að sú sérstaka ábyrgð hvíldi á Sovétríkjunum
og Bandaríkjunum, og reyndar einnig öðrum k’jarnorku-
veldum, að þeim bæri að hafa forystu um að samið yrði
um allsherjar afvopnun.
Síðastliðinn mánuð, eða síðan Bandaríkjamenn settu her á land í Dóminíku til stuðnings hinni ger-
spilltu herforingjaklíku sem Caamano ofursti og menn hans risu gegn, hafa verið haldnir ötai
isherinn síðustu viku, en sagt er' mótmælafundir um alla rómönsku Ameríku þar scm lýst hefur verið fordæmingu á framferði
að mannfall skæruliða hafi verið Bandaríkjanna. Myndin er af mótmælagöngu sem farin var fyrir nokkrum dögum í Caracas, höfuð-
810 manns. Þetta er miklu meira
mannfall en orðið hefur nokkru
sinni áður á jafnlöngum tíma í |
stríðinu í Suður-Vietnam.
Fimm flugmenn drepnjr
Síðar skýrði Reuter frá því að
fimm bandarískir flugmenn
hefðu látið lífið þegar árásar-
þotumar voru skotnar niður yfir
Norður-Vietnam. Bandarískur
talsmaður sagði að þoturnar
borg Venezúela.
Dóminíka
Indónesar
þjóðnýta
olíufélög
DJAKARTA 22/6 — Öll erlend
olíufélög verða þjóðnýtt i Indó-
nesíu á fullveldisdegi landsins,
17. ágúst. Indónesiska fréttastof-
an Antara skýrði frá þessu í
dag. Hér er um að ræða holl-
enzk-brezka félagið Shell, og
bandarísku félögin Stanvac og
Caltex. Indónesíustjóm hefur
undanfarna mánuði haft um-
sjón með rekstri olíufélaganna,
en þjóðnýtingin er gerð sam-
kvæmt kröfu kommúnistaflokk*-
lns og verkalýðshreyfingarinnar.
Vopnahléð er enn étryggt,
skotii á Bandaríkjamenn
„Stjórnlagasinnar" Caamanos ofursta senda sveitir
skæruliða úr höfuðborginni út á landsbyggðina
SANTO DOMINGO 2/6 — Vopnahléð sem á að heita að
sé í Dóminíku milli hersveita „stjórnlagasinna“ undir for-
ystu Caamano ofursta og herforingjaklíkunnar sem Imbert
Barrera h'ershöfðingi ræður fyrir er enn mjög ótryggt og
hefur það hvað eftir annað verið rofið síðasta sólarhring-
Bandarískir talsmenn i Santo
Domingo skýrðu frá því í nótt
að vopnahléð hefði verið rofið
fimmtán sinnum síðasta sólar-
hring og hefði hvað eftir annað
verið skotið á stöðvar Bands
ríkjamanna. Talsmaðurinn sag’i
að Bandarfkjamenn hefðu í
nokkrum tilvikum svarað skot-
hriðinni á stöðvar þeirra. Ekki
fylgdi það fréttinni úr hvaða
herbúðum hefði verið skotið á
þá, né hvert þeir hefðu beint
svarskotum sínum, þótt gera
megi fastlega ráð fyrir að þe?r
hafi skotið á virkl „stjómlaga-
sinna“. Bandaríkjamenn hafa
síðan átökin hófust í Dóminíku
forðast að gera herforingjaklík-
unni nokkuð til migka.
Fréttaritari frönsku fréttastof-
unnar AFP í Santo Domingo
kveðst hafa góðar heimildir
fyrir því að í,stjórnlagasinnar“
Caamano ofursta hafi gert út
skæruliðasveitir frá höfuðborg-
inni og sé ætlunin að þær hefji
aðgerðir gegn hersveitum her-
foringjaklíkunnar út á lands-
byggðinni. Fréttamönnum ber
saman um að allur þorri lands-
manna stvðji Caamano ofursta,
þótt hei'f'-’ringjunum hafi £ram
að þessu tekist að halda þeim í
skefjum, og „stjároíagasinnar"
hafi aðeins miðbik! höfuðborgar-
innar á sínu valdi.
Ekkert verkefni værj nærtæk-
ara eða meira aðkallandi en af-
vopnunarmálið.
f upphafi ávarps síns minntist
Gerhardsen þess að tíu ár væru
liðin síðan hann kom fyrst til
Sovétríkjanna og sagðj að þeir
samningar sem þá hefðu verið
gerðir milli Noregs og Sovét-
ríkjanna um menningarsamvinnu
og vöruskipti hefðu reynzt
happadrjúgir.
— Enda þótt ég hafi nú að- j
eins verið þrjá daga í Moskvu,
þykist ég mega fullyrða að þessi :
heimsókn mín verði bæði gagn-
leg og fróðleg. Það hefur verið
sérstaklega fróðlegt að bera
saman allar aðstæðux hér nú
við þær minningar sem ég hef
frá því ég var hér fyrir tíu
árum. Þær framfarir sem hafa
orðið eru deginum ljósari, sagði
Gerhard ?en.
— Noregur og Sovétríkin eru
nágrannalönd sem aldrei hafa
átt í erjum saman. í síðasta
stríði voritm við bandamenn.
Hetjubarátta sovétþjóðanna gegn
hinum sameiginlega fjandmanni
var þjóð okkar hvatning og örv-
un á erfiðum dögum striðsins.
Við minnumst með þakklæti
þeirra sovézku hermanna sem
fyrstir urðu til að leysa norska
grund undan hernámsokinu,
sagði norski forsætisráðherrann.
f lok ávarps síns ræddi Ger-
hardsen um sambúg Noregs og
Sovétríkjanna i dag og taldi all-
ar horfur vera á batnandi sam-
búð landanna og aukinni sam-
vinnu, bæði auknum viðskiptum,
eins og nýgerður vöruskipta-
samningur bæri vitni um, og
sívaxandi menningarskiptum. —
í því gambandi nefndi hann
sérstaklega samvinnu landanna
Um haf- n<» x’icVirannsóknir
Einar Gerhardsen.
Opinberri heimsókn Gerhard-
sens lauk í dag, en á morgun
fer hann í langt ferðalag um
landið o.g mun m.a. koma til
Samarkand, Tasjkent, Búkhara,
Jalta og Leníngrad.
Tito ræðir við
Novotny í Prag
PRAG 2/6 — Josip Titó, forseti
Júgóslaviu, og Antonin Novotny,
forscti Tékkóslóvakíu, hófu í
dag viðræður sínar, í Prag, en
þangað kom Tító í morgun i
i 6 daga opinbera heimsókn. Frá
Tékkóslóvakíu fer Tító til Aust-
ur-Þýzkalands þar sem hann
mun dveljast í fimm daga.
Blökkumenn
handteknir
i Alabama
SELMA 2/6 — Enn í gær
voru 25 blökkumenn hand-
teknir í bænum Selma í
Alabama og hefur þá 150
blökkumönnum í bænum
verið varpað £ fangelsi síð-
ustu daga fyrir að krefjast
þeirra réttinda sem stjóm-
arskrá Bandaríkjanna og
landslög eiga að tryggja
þeim. Föngunum hefur ver-
ið geíinn kostur á að verða
látnir lausir gegn 200 doll-
ara tryggingu, en enginn
beirra hefur tekið því boði.
Kröfufundir blökkumanna
f Selma og öðrum bæjum
’ Alabama hafa staðið f
vikutima og verður þeim
haldið áfram um óákveð-
inn tíma, segir AFP.