Þjóðviljinn - 03.06.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.06.1965, Blaðsíða 4
4 StÐA ÞJðÐVILJINN Firamtudagur 3. júní 1965 flum sjómannasamtökin Ctgefandi: Samemingarflokkur alþýdu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Siguröur V. Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Veröld sem var gtjórnarblöðunum hefur láðst að geta þess að á þriðjudaginn var kom til framkvæmda aðgerð sem nefnist „raunhæf kjarabóif' á máli hinna á- byrgu stjómmálamanna og málgagna þeirra. Kauplagsnefnd hafði reiknað út af mikilli ná- kvæmni að vegna verðbólgu undanfarna þrjá mánuði þyrfti almennur taxti verkamanna að hækka um hvorki meira né minna en 21 eyri á klukkustund, eða sem svarar einni sígarettu á dag og nokkrum aurum betur. Vissulega hefði maður getað átt von á því að stjórnarblöðin lýstu þessum ágæta árangri júnísamkomulagsins með fögrum orðum og undir stórum fyrirsögnum og drægju þær ályktanir að nú ætti að vera auðvelt að láta nýja kjarasamninga falla í ljúfa löð. Jgn í staðinn var feimnisleg þögn í stjómarblöð- unum, kjarabótin mikla þótti ekki umtals- verð. Ástæðan er auðvitað sú að jafnt þessi titt- lingaskítur sem aðrar hugmyndir stjómarvalda eru svo fjarri veruleikanum að þær vekja aðeins' vorkunnsama grettu. Um þessar mundir er verið að ákveða hið raunverulega kaupgjald á uppboðs-. markaði atvinnurekenda sjálfra, og þeir verða æ stórtækari í tilboðum sínum. 50% yfirgreiðsla á kaup er að verða úreltur veruleiki, mönnum er boðið tvöfalt kaup og allt frítt ef þeir ráði sig til starfa á síldarsvæðin austan lands og norðan. Fyr- ir nokkrum dögum fengu verkamenn 150 krónur á klukkustund fyrir að vinna við sementsskip á Seyðisfirði, og mörg fleiri hliðstæð dæmi mætti telja. Þetta eru þær staðreyndir sem stjómar- blöðin eiga að virða og meta öllum öðrum frem- ur, samkvæmt hinni almennu stefnu sinni; þarna birtist framtak einstaklingsins, lögmál framboðs og eftirspurnar, hið frjálsa efnahagskerfi! Og þarna eru sannanirnar fyrir þvl hvert er hið raun- verulega gjaldþol atvinnurekenda og efnahags- kerfisins. Raunar mun reynslan. af þessu kerfi vera sú að hvergi er vinnukostnaður meiri en hjá þeim atvinnurekendum sem enn‘ reyna að halda við gersamlega úrelta kauptaxta, vegna þess að þeir fá ekki það vinnuafl sem þeir þurfa til starf- semi sinnar og óhemju fjárfúlgur glatast í töf og undandrætti. gvo er að sjá sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar og hinir steinrunnu umboðsmenn Vinnuveitenda- sambands íslands reyni enn að ímynda sér að þeir lifi í einhverjum skuggaheimi, veröld sem var. Það er fyrir löngu orðið tímabært að opn- aðir séu dyr og gluggar á hinum rykföllnu íhalds- skrifstofum þeirra, svo að þeir átti sig á því sem hefur verið að gerast og er að gerast í þjóðfélag- inu sjálfu. Það er gersamlega tilgangslaust að vera að togast á við Kjartan Thors, Bjarna Bene- diktsson og aðra þvílíka herra um kjaraákvæði sem enginn tekur mark á, hvorki atvinnurekendur né launafólk. Næstu samninga ber að gera á vinnu- markaðnum sjálfum, á hverjum vinnustað, og í j samræmi við þær raunverulegu staðreyndir sem hver maður hefur fyrir augunum. — m. Ræða Kristjáns Jónssonar, for- manns Sjómannafélags Hafnarfjarðar, við hátíðarhöld Sjómannadagsins þar Kritján Jónsson Hafnaríjörður er sjómanna- bær, undirstöðuatvinnuvegur hér er sjómennska. Og á sjó- SÓkn og aflabrögðum hefur vöxtur bæjarins og afkoma í- búanna byggzt eins og raunar afkoma landsmanna í heild. Bærinn okkar fer fýrst fyrir alvöru að vaxa þegar útgerð þilskipa og síðar togara hefst um síðustu aldamót. Síðan, og allt fram á allra síðustu ár, hefur togaraútgerðin verið að- alundirstaða efnahags lands- manna allra, Hafnfirðinga sem annarra. En á síðustu árum hefur hlutur bátaflotans í aflabrögð- um og gjaldeyrisöflun orðið stærri og stærri með hverju ári sem liðið hefur. Hvers vegna hefur þessi þróun orðið? 1 Ef við lítum 20 ár aftur í tím- ann til stríðsloka, þá var all- ur okkar floti orðinn gamall og lélegur. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun um að láta smíða anna myndi ekki batna þótt vökulögin yrðu afnumin eins og stundum heyrist. Þótt mönn- um yrði fækkað í sömu tölu og er á ensku togurunum, það er að látnir yrðu fara í land loft- skeytamaður, annar matgveinn, tveir eða þrír af fimm véla- mönnum og fjórir eða fimm hásetar og þeir sem eftir yrðu væru látnir vinna 16 til 18 tíma á sólarhring. Nei, þetta myndi ekki bæta neitt, því, að það er ekki of hátt mannakaup sem er að sli'ga útgerðina. Réttara vaeri að skoða nánar ýmsan rekst- urskostnað og fiskverðið hér heima. Það sem fyrst og fremst er að, er að gkipin eru að verða 20 ára og eru orðin göm- ul og úrelt. Við eigum í dag aðeins fjóra togara sem talizt geta sámkeppnisfærir. Það þarf ný skip, dísilknúna skuttogara. Ég á þar ekki við tvö til þrjú þúsund tonna verk- smiðjuskip, þótt gott gæti ver- ið að ’eignast eitt slíkt til reynslu. Heldur á ég við 600 til 800 tonna skip, sem talin eru hentug til veiða fyrir fisk- iðjuverin. Útgerðarmenn virð- ast hvorki hafa vilja né fjár- magn til að standa í slikum framkvæmdum. Ríkið verður því eins og oft áður að hafa forystu í málinu. Eins og ég sagði áðan hefur þátttaka bátanna í öflun gjald- eyris og þjóðartekna aukizt jafnvel hraðar en hlutur tog- aranna hefur minnkað. Þetta á sína sögu og þá eins og oft áður var það ríkisvaldið sem hafði forystu. Á sama tíma voru aukin lán úr gtofnlána- sjóði og önnur fyrirgreiðsla aukin til þeirra útgerðarmanna sem eignast vilja stóra og góða báta. Ríkið samdi sjálft um smíði í Austur-Þýzkalandi á 12 Á sjómannadaginn í Hafnarfirði voru hciðraðir þrír aldraðir srjó- menn. Á myndinnj eru talið frá vinstri: Þorsteinn Brandsson, Sigurlína Magnúsdóttir, sem tók við heiðurslaunum ciginmanns síns, Guðmundar Elíassonar, en hann var fjarverandi við störf sín sem vélstjóri á togaranum Röðli. Yzt til hægri er Magnús Magnússon í Skuid. (Ljósm. Ilcrdís Guðmundsdóttir). nýja togara í Englandi. Stjórn- málamennimir vildu dísilskip en skipstjórar og útgerðar- menn vildu gufuskip, og því miður fengu þeir að ráða. Þegar þessir nýju gufutog- arar komu til landsins þá voru þeir fullkomnustu skip sinnar tegundar sem þá þekktust. Togararnir hafa síðan sannað gildi sitt,' því að allt til ársins 1930 öfluðu þeír meirihluta alls gjaldeyris í þjóðarbúið og hafa margborgað þjóðfélaginu þann gjaldeýri sem til þeirra fór. Hitt er annað mál, að þjóð- félagið hefur búið þannig að logurunum að efnahagur þeirra sjálfra hefur. stöðugt farið versnandi. Rekstrargrundvöllur togar- stórum bátum og mörgum minni. Hér í Hafnarfirði eins Og annars staðar voru það nýir menn sem riðu á vaðið með ka-up á Stórum bátum, en eldri útgerðarmenn biðu átekta. Þeg- ar í ljós kom hvað þessir bátar gáfu góða raun fór mikil skriða af stað. Og bátaflotinn hefur aukizt meír og hraðar en áð- ur, og það svo að ríkísvaldið hefur nú gripið til ýmiss konar hafía til að draga úr eða stöðva þessa þróun. En það eru ein- mitt þessir stóru bátar og hinn míkli afli þeirra sem aukið hef- ur þjóðartekjurnar svo mjög á síðustu árum. Það heyrðist oft sagt, að sjó- menn á aflahæstu skipunum Róðrarsveit Slysavamafélagsins Hraunprýði, sem sigraði nú í þriðja sinn í röð í kappróðri á Sjómannadaginn i Hafnarfirði. Talið frá vinstri: Sylvía Hallsteinsdóttir, Guðfinna Jónsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Eysteinn Orri Illugason stýrimaður sveitar- innar, Elísabet M. Brand og Jónína Jónsdóttir. Á myndina vant- ar Valgerði Guðmundsdóttur. — (Ljósm. Herdís Guðmundsdóttir). hafi mifcið kaup. Það er rétt, sjómenn á aflahæstu bátunum hafa gott kaup og þeir eiga líka að hafa það. Þeir vinna mikið og eiga langar útivistir frá heimilum sínum. Sjómenn taka laun gin í prósentum af afla og er það eins konar akk- orðsvinna. Þegar mikið aflast eiga þeir því að hafa miklar tekjur. Á sama hátt fær út- gerðin góðan part í sinn hlut, þegar vél aflast. En hætt er við því ef draga gkyldi úr aflabrögðum að útgerðin myndj lenda í erfiðleikum — ekki vegna of míiiillá láúná "sjó- manna heldur vegna of lágs fiskverðs. Fiskverð hér á ís- landi er aðeing brot af þvi sem borgað er fyrir samskon- ar vöru erlendis. Hin nýju skip sem komið hafa til landsing á undanföm- um árum em öll búin nýjum siglinga- og öryggistækjum. En við megum samt ekki gleyma slysavömum. í vetur bar einn af þingmönnum Hafnfirðinga fram þingsályktunartillögu um að á ströndum landsins þar sem eru lágir sandar sem sjást illa í radar verði settir upp svokallaðir radarspeglar. Þessi tillaga var send til umsagnar hjá hinum ýmsu samtökum sjó- manna sem öll mæltu með sam- þykkt hennar. Sömu afstöðu tók Alþýðusambandsþing ein- róma. Tillagan var síðan sam- þykkt á Alþingi og vitamála- skrifstofunni falið að athuga kostnað af uppsetningu slíkra spegla. Við skulum vona að ekki verði langt að bíða, að radargpeglar rísi á söndunum við suðurströnd landsins. Þá hefur sami þingmaður ár- um saman borið fram frum- varp til laga um sérstakar dán- arbætur sjómanna. Þetta frum- varp náði aldrei fram að ganga. En á þessum árum hafa sjó- mannafélögin sjálf knúig fram þetta réttlætismál og fengu inn í alla sina samninga á- kvæði um sérstakar dánarbæt- ur sjómanna. Samningar fé- laganna taka til allra skipa yfir tólf tonn, en ekki skipa undir þeirri stærð. Ef sjómaður sem drukknar var á bát yfir 12 tonn, þá fær ekkja hans 200 þú?und króna sérstakar dánarbætur. En hafi báturinn hins vegar verið und- ir 12 tonnum, þá fær ekkjan ekki þessar sérstöku bætur. Það er að Sjálfsögðu ósæm- andi misrétti að gjómenn njóti ekki allir sömu bóta, og af þessum ástæðum hélt þingmað- urinn málinu gangandi og i byrjun árs í fyrra var svo sam- þykkt þingsályktunartillaga þar sem sjávarútvegsmálaráð- herra var falið að tilnefna nefnd til að undirbúa laga- setningu sem tryggði öllum ís- lenzkum sjómönnum sama rétt ti! sérstakra dánarbóta. Nú er liðið meira en ár síð- an tillaga þessi var samþykkt á alþingi en enn hefur lítið verið gert í málinu. Það tók ráðherra fimm mánuði að skipa menn í nefndina og, >hef- ur ekkert heyrzt frá nefndinni. Það er ástæða til að átelja þessi • vinnubrögð harðlega því að hér er mikið í líuú' fyrir fjölda sjómanna og aðstandend- ur þeirra. Á þessum tíma hafa margir sjómenn drukknað við störf sín á hafinu, og fallið ó- bættir fyrir trassahátt ráða- manna. í sjómannabænum Hafnar- firði er enn þann dag i dag ekkert minnismerki um drukkn- aða hafnfirzka sjómenn, þó hefur Hafnarf jörður eins og flest önnur sjávarpláss séð á eftir mörgum mönnum í hina votu gröf. Slíkt minnismerki ætti ekki að vera nein glans- mynd, heldur sérstakt lista- verk eftir íslenzkan listamann og yrði því komið fyrir á fögr- um stað vig höfnina. Bæjaryf- irvöldin ættu að hafa á hendi forystu í þesgu máli og þá. með samvinnu við sjómanna- og slysavamafélögin. Okkur sjómönnum hefur lengstum þótt of litið gert hér við höfnina. í bæ þar sem sjó- sókn er undirstaða atvinnulífs- ins er höfnin hjarta bæjarins. Hér vantar tilfinnanlega aukið bryggjupláss, lengri hafnar- kanta og bátabryggju. Já það er hlutur sem búið er að tala um áratugum saman held ég mér sé óhætt að segja. Hún er enn ókomin en þörfin verður Stöðugt meiri. Enn vantar hér tilfinnanlega stórar vöru- skemmur og fullkomnar ver- búðir. Þannig er lengi hægt að telja upp það sem gera þarf, en ég ætla ekk'i að hafa þessa upptalningu lengri, Leng; hefur vérið kvartað um að innsiglingarvitinn sæist ekki nógu vel og Ijósið á hon- um rynni saman við bæjarljós- in. Nú hefur verið bætt þama nokkuð úr og ljó?magnið auk- ið nokkuð. Ber að Þakka það sem gert er. En við þurfum fleiri vita, sjórrienn. Og einn er sá viti sem loga þarf skært á, en hef- ur í dag dauft Ijós. Á ég þar við sjómannasamtökin sjálf. Þau eru vægast sagt mjög Framhaid á 9. slðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.