Þjóðviljinn - 03.06.1965, Side 12

Þjóðviljinn - 03.06.1965, Side 12
Maðtir drukknar í Steingrímsfirði Sl. mánudag drukknaði maður frá Hólmavík, Ingrólfur Björns- son að nafni, er bát hvolfdi und- ir honum á Steingrímsfirði. Ing- ólfur heitinn var hálffimmtugur að aldri, ókvæntur og barn- laus. Ingólfur hafði farið til að vitja um hrognkelsanet ásamt tveim mönnum öðrum. Voru þeir á þilfarsbáti en með lítinn bát með sér. Fóru tveir þeirra, Ing- ólfur og Jóhann Jónsson, í Iitla bátinn til þess að draga net en þriðji maðurinn fór á stóra bátnum að vitja um önnur net. Er mennimir tveir voru langt komnir að draga netin hvolfdi bátnum undir þeim. Voru þeir báðir mikið búnir og Ingólfur ósyndur. Reyndi Jóhann að halda honum uppi en missti hann og komst sjálfur með naum- indum í land mjög þrekaður. Smábarnagæzlu- vellir opnaðir I sumar verða starfræktir smábamagæzluvellir á lóð Vest- urbæjarskólans við Öldugötu og lóð Ármanns við Sigtún (Höfða- skólinn). Verða báðir vellirnir opnaðir í dag og starfræktir í þrjá mánuði. Verða sumarleyfi síldar- veiðisjómanna mí afmenn? ■ Sjómannafélög og verkalýðsfélög sem aðilar eru að sjómannasamningum á Suðvesturlandi, á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð, hafa birt tilkynningu um að þau muni láta óátalin tiltekin frávik frá gildandi samningum, sem á- hafnir síldveiðiskipa komi sér saman um, til þess að stuðla að því að síldveiðisjómenn geti tekið sér reglulegt sum- arleyfi. ■ Var birt um þetta eftirfarandi orðsending í gær, og er í henni skýrt frá þeim skilyrðum sem félögin setja. ins Aftureldingar Hellissandi, Sjómannafélags Akureyrar, Verkalýðsfélags Dalvíkur, Mat- sveinafélags Sjómannasambands íslands, Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar — telja nauðsynlegt að sjómenn geti notið reglulegs sumarleyfis og til þess að stuðla að því að svo geti orðið, lýsa stjórn- imar hér með yfir því að gefnu tilefni, að þær muni láta óá- talið þótt áhafnir síldveiðiskipa „Orðsending til sjómanna og útgerðarmanna varðandi sumar- leyfi síldveiðisjómanna. Stjórnir Sjómannafélags Reykjavíkur, Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, Verka- lýðs- og sjómannafélags Mið- neshrepps, Verkalýðs- og sjó- mannafélags Garðahrepps, Sjó- manna- og vélamannadeildar Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Stykkishólms, V erkalýðsfélagsins Stjörnunnar Grafarnesi, Verkalýðsfélagsins Jö'kuls Ólafsvíkj Verkalýðsfélags- Fjölbreyttur ferðabúnaður Við fórum í verziunina Liverpool i gær til að Iíta á ferðaútbúnað þann, er verzlunin hefur auglýst að hún hafi á boðstólum fyrir hvítasunnuferðimar. — Þar voru margir góðir gripir, 2—6 manna tjöld frá Danmörku og Belgjagerðinni, öll með föstum botni og stálsúlum. Svefnpokar, margar gerðir og vindsængur. Þá eru og þar til ýmis ferðaeldunartæki, svo sem gastæki er kosta frá 297 — 1100 krónur, pottar, pönnur og katlar. Margt fleira hefur verzl- unin fyrir ferðalanga, en sjón er sögu ríkari. KYNNIR NfJA TEGUND AF SAUDFJÁRKLIPPUM Hingað til Iands er væntan- Iegur sérfræðingur í sauðfjár- rúningum og mun hann kynna hér nýja og fuilkomna tegund af rafknúnum sauðfjárklippum. Maður þessi heitir Ed Warner og hefur hann sjálfur fundið upp þessar klippur, sem kallaðar eru Ew Shearmaster, og eru fram- leiddar hjá Sunbeam-verksmiðj- unum bandarísku. Warner mun ferðast um hér og sýna klippurnar og þann út- „S]ússadeilan“ er ólevst enn Enn stendur allt við sama í „sjússadeilunni“. Deiluaðilar sátu á fundi í fyrradag og einnig ræddu báðir aðilar, hvor í sínu lagi við stjómarvöldin um. sjúss- mælinguna en engin niðurstaða hefur enn fengizt í því máli. I dag verður samningafundur en verkfall veitingaþjónanna kem- ur til framkvæmda á föstudag, ef samkomulag hefur ekki náðst fyrir þann tíma. búnað sem hægt er að fá með þeim, og halda námskeið um meðferð og notkun þeirra. BVrsta námskeiðið verður þriðjudaginn 8. júní að Ærlækjarseli, Norð- ur Þingeyjarsýslu og hefst kl. 14.00. Miðvikudaginn 9. júní verður námskeið að Björgum 5 Hörgárdal, Eyjafirði* og hefst námskeiðið þar kl. 13.30. Þriðja námskeiðið verður fimmtudag- inn 10. júní að Vegamótum, Miklaholtshreppi, SnæfeHsnesi og hefst kl. 13.30 og föstudag- inn 11. júní kl. 14 hefst nám- skeið að Holti, Stokkseyrar- hreppi, Árnessýslu. Ed Warner hefur lært búfjár- og erfðafræði við ríkisháskólann í Oklahoma. Árið 1945 byrjaði hann að ctarfa hjá Sunbeam verksmiðjunum sem sérfræðing- ur í búfénaði og rúningum. Hann hefur unr.ið í 20 ár við rann- sóknir og endurbætur á rún- ingaraðferðurp og rúmngartækj- um. Hint,að til lands kemur Ed Warner úr kynningarferðalagi um Kanadia, Spán, England, Skotland og Noreg. Umboð fyrir þessum klippvan hér á landi hef- ur O. Johnson o" Kaaber hí. Sjú Enlæ í Pakistan RAWALPINDI 2/6 — Sjú Enlæ, forsætisráðherra Kína, kom í dag til Rawalpindi í Pakistan, en heldur áfram þaðan á morg- un til Afríku. Ayub Khan for- seti tók á móti honum á flug- vellinum. komi sér saman um innbyrðis og við skipstjóra og viðkomandi útgerðarmenn að taka sumar- leyfi til skiptis þannig, að ein- um manni færra verði á skipi á síldveiðum en samningar gera ráð fyrir. en þó skipt í jafn- marga staði meðan á sumarleyf- um stendur og gert er ráð fyrir með fullskipaðri áhöfn sam- kvæmt samningum. Reynist hins vegar nauðsyn- legt að bæta einum manni við umfram þá tölu skipverja sem samningurinn gerir ráð fyrir til þess að unnt sé að síldveiðisjó- mennimir fái sumarleyfi, munu stjómir félaganna láta óátalið á sama hátt þótt svo verði gert og þá skipt einum stað fleira meðan sumarleyfi standa yfir en ákveðið er í samningum, enda greiði útgerðarmaður í báðum tilfellum 7°/d orlofsfé svo sem samningar segja til um. Stjómir framangreindra fé- laga vilja taka það fram, að frávik þessi frá gildandi samn- ingum eru því aðeins heimil að um fyrirkomulag þetta sé fullt samkomulag innan hverrar á- hafnar síldveiðiskips og skal samkomulagið borið undir stjórn viðkomandi sjómannafélags og hljóta staðfestingu hennar áður en það er látið koma til fram- kvæmda eða skráð á skipið“. Sfóstangveiðimót haldið í Kefíavík um hvítasunnuna Næstkomandi föstudagskvöld verður 6. alþjóða sjóstanga- veiðimótið sett á Keflavíkurflug- velli. Verður þetta fjölmennasta sjóstangaveiðimót, sem haldið hefur verið hér á landi, en þátt- takendur eru um 80 frá fimrn þjóðum. Akureyringar og Kefl- víkingar senda nú í fyrsta skipli fjölmennar sveitir til keppni. Frá Reykjavik verða 12 sveitir, þar af ein kvennasveit. Veiðikeppnin hefst á laugar- dagsmorgun 5. júní og stendur yfir f þrjá daga. Róið verður frá Keflavík kl. 10 á hverjum morgni, en bátar eiga að vera komnir aftur í höfn kl. 6 að 19 skip með 25 bús. mál í fyrrinótt Nítján skip fengn um 25 þús- und mál í fyrrinótt á veiði- svæði um 120 mílur austur frá Eanganesi og er það nær eina veiðisvæðið þessa stundina. Þessi skip tóku þegar stefnuna til hafna og Iönduðu þessari síld á fimm f jörðum fyrir austan í gær- dag. Það var á Vopnafirði, Nes- kaupstað, Reyðaftirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði og fór þessi síld eingöngu í bræðslu. Nú ber minna á rauðátu i þessari síld á þessn veiðisvæði borið saman við sUdina á dög- unum út af Dalatanga. Eftirtalin skip fengu þennan afla f fyrrinótt. Sigurður Bjamason 1700 mál. Bára 300, Þorsteinn 1600, Bjart- ur 1700, Heimir 1300, Hannes Hafstein llrtO, Akureyr RE 1500 Halldór Jónsson 1000, Jörundur III 2200, Keflvíkingur 1400 Reykjaborg 1200, ögri 1000. Barði 1400, Jón Kjartansson 1600 Ólafur Friðbertsson 1300, Guð- rún Jónsdóttir 700, Helgi Fló- ventsson 1000, Sæþór 1000, og Súlan 1500 mál. Síldarskipin halda áfram að streyma á miðin og bætast nv í hópinn á hverjum degi os sögðust þeir hjá Síldarleitinn' á Dalatanga ekki hafa tölu á flotanum enda hófu heir vaktir klukkan tólf á hádegi á mánu- dag. kvöldi. Alls verða 12 bátar í keppninni, og eru þeir frá 15 til 40 tonn. Mótinu lýkur á annan í hvíta- sunnu með kveðjuhófi á Kefla- víkurflugvélli, þar sem úrslit verða tilkynnt og verðlaun af- hent. Keppt veröur um mörg og glæsileg verðlaun, m.a. Flugfé- lagsbikarinn, Roff-styttuna, gull- og silfurverðlaun gefin af Al- þjóðasambandi sjóstangaveiðifé- laga (ICSA) og bikar gefinn af erlendum þátttakendum í fyrsta alþjóða sjóstangaveiðimótinu, sem haldið var á Islandi árið 1960. Sjóstangaveiðifélag Reykjavífc- ur hefur annazt undirbúning fyr ir þetta fjölmenna mót í sam- vinnu við Stangaveiðifclúbb Keflavíkurflugvallar. Fljótvirk fðtahreinsun tekin hér fil sfarfa SI. miðvikudag tók ný fata- hreinsun til starfa hér í borg. Nefnist hún Fljóthreinsun h.f. og er tjl húsa að Gnoðarvogi 44. Framkvæmdastjóri er Ás- geir H. Magnússon. Fréttamönnum var f fyrradag boðdð að skoða húsakynni og vélakost fyrirtækisins, en hér er um að ræða algjöra nýjung í fatahreinsun hérlendis. Véla- kostur fyrirtækisins eru sex Norge þurrhreinsivélar sem eru bandarískar og tekur hreinsunin sjálf aðeins 50 mínútur. I hverja vél má láta 4 kg af fatnaði eða hverju því sem hreinsa á og skilar vélin því tandurhreinu eftir 45—50 mínútur og í flest- um tilfellum þarf ekád að pressa fötin á eftir. Það kostar aðeins 114.00 kr. að hreinsa 4 kg af fatnaði í hinni nýju hreinsun; en það er allmiklu lægra gjald en hjá öðrum fatahreinsunum. Notkun slíkra þurrhreinsivéla hefur færzt mjög í vöxt erlend- is síðari ár og eru nú um 20 slík fatahreinsunarfyrirtæki í Kaupmannahöfn. Uppsetningu á vélum annaðist. S. Larsen taskni- fræðingur frá Norgeverksmiðjun- um. Fyrsta útsýnisflug- ferí FÍá sunnudag Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum mun Flugfélag íslands efna til sérstakra útsýnjsflug- ferða í sumar. Ferðir þessar Hvítasunnuferð á Snæfellsnes Hvítasunnuferð Æskulýðsfylkingarinnar verður að þessu sinni farin á Snæfellsnes. Farið verð- ur með langferðabíl frá Reykjavík á laugardag en áætlað er að koma aftur í bæinn á mánudag, síðdegis. — Allar upplýsingar um ferðina er að fá á skrifstofu ÆFR í Tjamargötu 20, sem er opin frá kl. 5 til kl. 7 síðdegis. Síminn er 17513- Spariskfrteinin eru nær uppseld Hinn 13. maí siðastliðinn hófst sala verðtryggðra spariskírteina rík’ssjóðs 1965, samtals að fjár- hæð 40 miljónir króna. Sala skír- teinanna gekk mjög vel og var sambærileg við sölu skírteina, sem gefin voru út í nóvember 1964. Um 20. maí voru þegar að mestu seldar þær 40 miljónir kr. sem boðnar höfðu verið út, og vegna mikillar eftirspurnar á- kvað fjármálaráðherra að seld yrðu til viðbótar skírteini að fjárhæð 7 miljónir króna. Þessi viðbót er nú þegar uppseld hjá Seðlabankanum og aðeins smá- upphæðir munu óseldar hjá Landsbankanum og einstaka innlánsstofnunum öðrum. Samkvæmt lögum nr. 23/1956 var ríkissjóði heimilað að bjóða út innlent lán samtals 75 miljón- ir króna. Samkvæmt ofanskráðu hafa þegar verið notaðar 47 milj- ónir króna af þeirri heimild. Ennþá hefur ekki verið ákveðið hvenær eftirstöðvamar, 28 mllj- ónir króna, verða boðnar út, en það verður væntanlega ekki *vrr en með haustinu. (Frá Seðlabankanum). verða á sunnudagsmorgnum, far- ið frá Reykjavík kl. 10.00 og komið aftur um hádegí. tJm tvær leiðir er að velja f útsýn- isflugferðunum og mun veður ráða hvor leiðin verður farin hverju sinni. Syðri leiðin liggur frá Reyfcja- vík um Surtsey, Vestmannaeyjarj Heklu, Landmannalaugar. rfir Skaftáreldahraun að Amarfelli og Hofsjökul og þaðan suðvestur um Hvítárvatn, yfir Gullfosa og til Reykjavíkur. Nyrðri leiðin liggur frá Reykjavík norðvestur yfir Snæ- fellsjötad að Bjargtöngum og þaðan yfir Rafnseyri. yfir tsa- fjarðarkaupstað. Þaðan verður flogið norður að Hombjargi og síðan suðaustur með Ströndum að Gjögri og yfir Hólmavífc. Þaðan yfir Breiðafjörð og inn yf- ir Borgarfjörð hjá BaulUj eai baðan verður tekin stefna á Skjaldbreið og flogið yfir Þing- velli og til Reykjavíkur. t sambandi við þessi væntan- legu útsýnisflug, hefur Flugfé- lag tslands gefið út vandaða bæklinga með upplýsingum um bað sem fyrir augu ber á ferðun- um. Þessir bæklingar eru gefnir út á fslenzku og ensku. Bjöm Þorsteinsson sagnfræðingur hef- ur skrifað bæklingana og verður hann iafnframt leiðsögumaður í ferðunum. Fyrsta útsýnisferðin í sumar verður sunnudaginn 6. iúní fhvítasunnudag). Flogið verður með Blikfaxa hinni nýju Friendship skúfubotu félaesins, en sú fhiwöl pr miög ákjósanleg til slíks. vegna stórra glugga ov þesc að vængurinn er ofan á bol Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.