Þjóðviljinn - 16.07.1965, Qupperneq 5
Föstudagur 16. júlí 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA §
Lögðu é borð og skreyttu blómum
★ Á frjálsíþróttamóti í Nam-
dorp í Noregi á fimmtudag
kastaði Norðmaðurinn Stein
Kaugen kringlu 51.90 m. sem er
bezti árangur þar í landi á
þeásu ári. Annar í greininni
varð Reider Hagen með 46.02.
Á landsmóti UMFl var ein grein starfsíþrótta keppni í að leggja á borð og skreyta það blómum.
Á myndinni sjást fjórir keppendur í þessari grein. Tálið frá vinstri: Bryndís Búadóttir UMSE, Hild
ur Marinósdóttir UMSE, Guðrún Herbertsdóttir HSÞ og Jónína Hallgrímsdóttir HSÞ, en hún sigr
aði með eitt hundrað og tólf stig. v
•■****■■•■■•*■**■*■■■■■■■■■■■•■■*■■•■■■■■•••■■■■■■■■■■*■■■■■■•■■■■••■■■•■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■
Margfaldur skíða-
og golfmeistari
• Það eru fáir íslendingar sem afrckað hafa meira í íþrótt-
um en Magnús Guðmundsson frá Akureyri. Þrisvar sinnum
hefur hann orðið íslandsmeistari í golfi og jafn oft orðið
Islandsmeistari i skíðaíþrótt. Þetta eru ólíkar íþróttagreinar,
önnur vetrar, en hin sumaríþrótt, og báðar kref jast þær mik-
illar þjálfunar. Eitt árið var Magnús Islandsmeistari í báð-
um greinunum samtímis!
Magnús keppir á íslands-
mótinu í golfi sem nú stend-
ur yfir og þykir líklegur til
sigurs, en það yrði þá í 4.
skiptið sem hann vinnur mót-
ið, og skemmst er að minn-
ast hins glaesilega sigurs hans
á íslandsmeistaramótinu í
fyrra í Vestmannaeyjum.
★ Brezka stjórnin hefur á-
kveðið að veita íþróttahreyfing-
unni í Englandi meiri fjárhags-
aðstoð en hingað til. Þetta til-
kynnti brezki iþróttamálarað-
herrann Dennis Howell á blaða-
mannafundi fyrir nokkvu.
Brezka stjórnin vill með þessu
stuðla að bættum árangri
brezkra íþróttamanna og að
gera íþróttasamböndunum fært
að efna til fleiri alþjóðlegra í-
sitt af hverju
þróttamóta svo að brezkir í-
þróttaunnendur fái tækifæri til
þéss að sjá frægar íþrótta-
stjörnur keppa í Englandi.
Einnig lofaði ráðherrann
brezka frjálsíþróttasambandinu
fjárstuðningi til að halda Evi-
ópumeistaramót, ef því yrði
falið að sjá um það.
— Dennis Howell dæmdi fyr-
ir nokkru landsleik milli
brezkra og skozkra nemanda
á Wembly-Stadion, en það er i
fyrsta sinn í sögu brezku knait-
spyrnunnar að ráðherra dæmir
knattspyrnuleik.
★ Stærsta fjölteflismót i sögu
Kúbu fór fram nýlega. Tefit
var á 1209 borðum. Yngstur
þeirra sem tefldu fjöltefli var
Willi Carica sem er aðeins 10
éra að aldri. Carica tefldi við
17 og lagði 16 þeirra að velli.
★ Sovézka landsliðið í knatt-
spymu fer í keppnisferð til
Brasilíu í haust. Þann 14. nóv-
ember leikur það við landslið
Brasilíu í Rio de Janeiro.
utan úr heimi
Samþykktír 24. þings UMFÍ
□ 24. sambandsþing Ungmennafélags íslands var haldið dagana 1. og
2. júlí s.l. að Laugarvatni. Gerði þingið margar samþykktir um íþrótta-
mál og félagsmál. Hér fara á eftir helztu samþykktir þingsins um íþrótta-
mál:
Þingið skorar á Ríkisstjórn
Islands að leggja fyrir Alþingi
á komandi hausti til sam-
þykktar frumvarp það til laga
um breytingu á lögum um
Iþróttakennaraskóla íslands,
sem nefnd skipuð af mennta-
málaráðuneytinu samdi og
skilaði ráðuneytinu í nóvem-
ber 1964.
Telur þingið að frumvarpið
feli i sér aukna aðstöðu fil
menntunar og þjálfunar leið-
beinendum sem annast eiga
stjórn hins íþróttalega og fé-
lagslega starfs innan ung-
mennafélaga.
Þingið lýsir yfir þakklæti
sinu til þess skólastarfs sem
allt frá 1932 hefur verið inr.t
af höndum að Laugarvatni til
menntunar og þjálfunar kenn-
ara og leiðbeinenda fyrir störf
ungmennafélaga og bindur
miklar vonir við starfrækslu I-
þróttakennarskóla Islands til
Frá Golfmeistara mótinu
Hörð keppni um fyrstu sæti
Golfmeistaramót Islands heit
áfram í dag og voru 24 holur
leiknar og hafa þá verið leikn-
ar 36 holur samtals, en ails
verða leiknar 72 holur. Magn-
ús Guðmundsson er enn i
fyrsta sæti í meistaraflokki og
einnig Hans Isebam i ung-
lingaflokki. I I. fl. náði Kari
Elíasson Rvík forustunni og
Páll Ásgeir Tryggvason í II. fl.
Staðan eftir 36 holur:
Meistaraflokkur. 1. Magnús
Guðmundsson AK 158 högg. 2.
Öttar Yngvason 162, 3. Gunn&r
Sólnes 163.
I. flokkur. 1. Kári Elíasson
Reykjavik 169 högg, 2. Haf-
steinn Þorgeirsson Rvík 171, 3.
Hallgrímur Þorgrímsson Vest-
mannaeyjum 175 högg.
II. flokkur. 1. Páll Asg.
Tryggvason Rvík 188 högg, 2.
Geir Þórðarson Rvík 195, 3.—4.
Júlíus Snorrason Vestmanna-
eyjum 197 högg, 3.—4. Þórir
Sæmundson Suðurn. 197 högg.
eflingar ungmennafélagsskapn-
um.
Þingið lætur í ljós ánægju
yfir vaxandi starfrækslu sum-
arbúða á vegum héraðsam-
banda.
Þingið skorar á ríkisstjóm
Islands að samþykkja tillögur
þær, sem nefnd skipuð af
menntamálaráðuneytinu samdi^
og skilaði til ráðuneytisins á
sl. hausti vegna endurskoðun-
ar á lagaákvæðum um íþrótta-
sjóð og leggja málið fyrir Al-
þingi á komandi hausti.
Þingið lýsir því yfir, að
verði hagur íþróttasjóðs eigi
bættur mun taka fyrir eðlilega
öflun íþróttamannvirkja til í-
þróttaiðkana fyrir skólaæsku,
almenning og frjálsan íþrótta-
félagsskap.
Þingið samþýkkir, að körfu-
knattleikur verði tekinn inn
sem keppnisgrein á næsta
landsmóti.
Þingið samþykkir, að kosin
verði nefnd til undirbúnings
keppni í hópíþróttum á kom-
andi landsmótum bæði í þeim
greinum, sem þegar er keppt
í og öðrum sem áhugi er fyrir.
Nefndin ljúki störfum fyrir
næsta sambandsráðsfund.
Þingið felur væntanlegri
stjórn að vinna að þvi, að far-
ið verði með flokk íþrótta-
manna til keppni í einhverju
Norðurlandanna, að afloknu
landsmóti hverju sinni. Þing-
ið telur hagkvæmara, að velja
keppendur til utanfarar eftir
afrekum þeirra á landsmóti.
Þingið felur væntanlegri
sambandsstjórn að freista þess,
að koma á skipulegri keppni í
skák milli héraðssambandanna
og fari úrslitakeppni fram í
sambandi við sambandsþing
eða landsmót.
Þingið samþykkir, að lands-
mót verði haldin þriðja hvert
ár, en ekki fjórða hvert ár
eins og verið hefur.
I fyrradag hófst mótið að
þessu sinni og náði Magnús
forustunni eftir að leiknar
höfðu verið fyrstu tólf hol-
urnar.
Íþróttasíðan hitti Magnús í
gær þegar hann var að ljúka
við fyrri tólf holurnar en alls
átti að leika 24 holur í gær,
og spurði hann hvernig gengi.
— Það gengur ekki vel,
segir hann, — vindurinn er
truflandi og tekur boltann af
leið, og maður hefur minna
vald á honum, — sérstaklega
er vindurinn óþægilegur við
púttið.
— Hvernig er völlurinn?
— Hann er ágætur — það
hefur verið gert við hann og
Magnús Guðmundsson.
hann lofar góðu — röfflð er
þó heldur slæmt.
Og Magnús má ekki vera
að því að stanza meira við,
því fljótlega hefst næsti
hringur og hann vill fá sér
nokkra hressingu áður.
Ráðstefna ríkisíþróttasambanda Norðurlanda styður:
Baráttuna fyrir eðlilegum
íþróttasamskiptum þjóða
■ Blaðinu hefur borizt frétt um ráðstefnu ríkisíþróttasambanda Norðurlanda, sem-
haldin var hér í Reykjavík dagana 18-—20. júní. Á ráðstefnuna mættu fulltrúar frá •
Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og íslandi. Voru mörg mál tekin fyrir og gerð-
ar um þau samþykktir. Merkasta samþykkt ráðstefnunnar er sú að hún lýsir yfi-r stuðn-
ingi sínum við gerðir ICSPE til að koma í veg fyrir að annarleg stjórnmálasjónarmið
hindri eðlileg samskipti á milli þjóða á sviði íþrótta og tekur undir ályktun Alþjóða-
Ólympíunefndarinnar um sama mál.
Þessar voru helztu gjörðir
ráðstefnunnar:
•ki Fluttar voru skýrslur frá
starfi hvers íþróttasambands
og kom af þeim í ljós m.a. að
meðlimatala þeirra samanlagt
eru rúmar fjórar miljónir.
+' Rætt var um notkun f-
þróttafólks é örvunarlyfjum,
og starf Evrópuráðs til hindr-
unar slíks.
-4»
KR Frjálsíþróttam.
Innanfélagsmót verður hald-
ið á Melavellinum n.k. mánu-
dag 19. júlí kl. 19.00 Keppt
verður i eftirtöldum greinum:
5000 m. hlaupi, 400 m. hlaupi,
110 m. grindahlaupi, 80 m.
grindahlaupi kvenna. Stjórnin.
Sigtryggur Júlíusson AK, sigr-
aði í öldungakeppninni, bæði
með og án forgjafar. (Ljósm.
Þjóðviljans A.K.)
Ungl.flokkur 1. Haris Isebarn
Rvík. 122 högg (24 holur) 2.
Björgvin Þorsteinsson AK 131
högg, 3. Viðar Þorsteinsson AK
136 högg.
KR tekur þátt í Evrópu-
bikurkeppni í körfuknuttieik
Afráðið er að KR sendj lið
í Evrópubikarkeppni meistara-
liða í körfuknattleik, sem hefst
í nóvember næstkomandi.
Að undanfömu hafa verið
stanzlausar æfingar hjá meist-
araflokki félagsins undir hand-
leiðslu bandaríska þjálfarans
Philip Benzing. Æft hefur ver-
ið tvisvar í viku ; KR-húsinu
og jafnframt farið einu sinni
í viku suður á Keflavíkurflug-
völl og æft í íþróttahúsinu þar.
Tilhögun keppni þessarar er
þannig háttað að leikið er
heima og heiman og er það
liðið úr leik sem færri stig
hlýtur eftir báða leifci, en sig-
urvegarinn heldur áfram í
næstu umferð.
Eins og menn minnast er
þetta sama keppni og ÍR tók
þátt í siðastliðið haust, unnu
íslandsmeistarana og lentn í
annarri umferð gegn Frökkum
og urðu þar úr leik.
Evrópumeistarar er spanska
liðið Real Madrid, þeir unnu
nauman sigur yfir sovézka lið-
inu TS. S.K.A. frá Moskvu, í
fyrri umferð sigraði Moskvu-
liðið 88Æ1, en í seinni umferð
tóku Spánverjar sig á og unnu
Rússana 76:62, og urðu þar
með Evrópubikarmeistarar
1965. Svo eins og sjá má eru
þeir líðtækir í fleiru en knatt-
spyrwu.
Samþykkt var að senda Evr-
ópuráðinu eftirfarandi ályktun;
Ráðstefna íþróttasambandanna
á Norðurlöndunum, haldin í
Reykjavík, dagana 18.20. júní
1965, hefúr með miklum áhuga
athugað starf Evrópuráðsins t>l
að fyrrrbyggja að keppendur
í íþróttum noti örvunarlyf.
Lýsir ráðstefnan yfir fyl'lsta
samþykki sínu við áframhald-
andí starí Eyrópuráðsins Qg
UNESCO á þessu sviði.
Ráðstefnan leggur sérstaka á-
herzlu á samþykkt, sem AI-
þjóðaolympíunefndin hefur gert
í máli þessu.
5H Miklar umræður urðu
um 6tarf Evrópuráðsins og
UNESCO á sviði íþrótta, svo
og 4 hvern veg hin norrænu
íþrótlasambönd eigi aðild að
fulltrúavali á ráðstefnur al-
þjóðasamtaka, svo sem nefnd
Evrópuráðsins um heilsugæzlu,
UNESCO og m.fl., þegar 1-
þróttamál eru tekin til með-
ferðar. Niðurstöður ráðstefn-
unnar í máli þessu voru þær,
að hún teldi að hin mörgu al-
þjóðasamtök hefðu aukið vinnu
sína á íþróttalegum grundveili
ó semni árum.
Hins vegar hafi fulltrúaval
viðkomandj landa á ráðstefn-
ur þessar að mestu verið á
opinberum grundvelli, þ.e. full-
trúar sem ráðuneyti landanna
hafa valið án nauðsynlegrar
samvinnu við íþróttasambönd-
in.
Því beri hverju íþróttasam-
bandi Norðurlandanna að taka
mál þetta upp við viðkomandi
ráðuneyti í landi sínu og reyna
að fá fullnægjandi lausn máls-
ins.
Ráðstefnan var sammála um
að taka mál þetta upp aftur
árið 1967, þegar næsta ráð-
stefna íþróttasambanda Norð-
urlanda verður haldin.
rk Rætt var um hindranir
þær, sem gerðar hafa verið
varðandi vegabréfsáritanir í-
þróttafólks er sækir hin al-
þjóðlegu iþróttamót og Olym-
píuleikana.
Samþykkt var, að lýsa yfir
stuðningi við gerðir ICSPE í
máiinu og tekið undir ályktun
Alþjóða Olympíunefndarinnar
(CIO) í máli þessu.
Taldi ráðstefnan natiðsyn á
því að vinna að því að í-
þróttaæska heimsins geti ferð-
azt hindrunarlaust á alþjóða-
íþróttaþing og ráðstefnur um
íþróttamál og sendir UNESCO
og Alþjóða-Olympíunefndinni
beiðni um að halda áfram
Framhald á 9. síðu.