Þjóðviljinn - 16.07.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.07.1965, Blaðsíða 8
g SÍÐÁ — ÞJÓÐVTLJTNN — FSstadagnr 1«. Jffll W6S • Landafræði enn • Dagskráin í kvöld sækir mikið til íslenzkrar landafræði: mönnum er vísað til vegar frá Landmannalaugum og til fiskj- ar i Laxá. Um það bil sem helgargleð- in er að hefjast er skikkanlegu fólki og heimakæru boðið að hlusta á Haydn og Mozart. Það hefði áreiðanlega getað hlotið verri meðferð. • Útvarpið föstudaginn 16. júh' 13.15 Lesin dagskrá næscu viku. 13.30 Við vinnuna. 15.00 Miðdegisútvarp. Tónlistarkórinn syngur. Guðmundur Jónsson syngur. Guðmundur Guðjónsson syngur. Fílharmoníusveit Berlínar leikur sinfóníu nr. 38 „Pragarhljómkviðuna" eftir Mozart; Böhm stj. Katchen leikur þrjú inter- mezzi op. 117 eftir Bramhs. Seefried og Vachter syngja nokkra andlega söngva úr Spænsku Ijóðabókinni eftir Hugo Wolf. 16.30 Síðdegisútvarp. Walter Fenske og hljómsveit hans leika klassísk smálög. Irene Hilda, George Gee o.fl. syngja og leika lög úr „Gan- Can“ eftir Gole Porter. Les Brown og hljómspeit hans leika- 17.00 Endurtekið tónfisterefm. 18.30 Lög úr söngleikjum. 20.00 Efst á baugi. 20.30 Systurnar Simone og Francois Pierrat leika á selló og píanó þrjá þætti úr „Soirs Etrangers" eftir Louis Vieme. 20.45 Gönguleiðir frá Land- mannalaugum. Einar Guð- johnsen vísar hlustendum til vegar. 21.05 „Hver vill sitja og sauma?“ Gömlu lögin sung- in og leikin. 21.30 Útvarpssagan: „Ivalú“. 22.10 „Laxá i Aðaldal“: Jakob V. Hafstein les kafla úr nýrri bók sinni. 22.30 Næturhljómleikar: a. Sellókonsert op. 101 eftir Haydn. Gendron og Lamour- eux hljómsveitin leika; Cas- als stjómar. b. Sinfónía nr. 31 (K297) eftir Mozart. Phil- harmonia í Lundúnum le’k- ur; Klemperer stjómar. 23.20 Dagskrárlok. • Ég tel það mestu dyggðina að hafa taumhald á tungu sinni. Sá maður nálgast guð- ina mest, sem getur þagað, jafnvel þótt hann hafi á réttu að standa. — Cato. • Geirþrúður • Það er óumflýjanleg stað- reynd að kvikmyndahúsin tvo 9 Fyrsta utan- landsferð FÍ • I þriðjudagsblaði Þjóðvilj- ans var frásögn af fyrstu milli- landaferð Ratalínuflugbátsins „Péturs gamla“ sem var eign Flugfélags Islands. Það var hinn 11. júlí 1945 sem lagt var upp frá Islandi áleið’s til Skotlands. Farþegar voru fjór- ir, þeir Jón Jóhannesson, Hans Þórðarson, Jón Eínarsson og í Hafnarfirði hafa yfirleitt betri kvikmyndír til sýningar en keppinautar þeirraí Reykja- vík, ef frá eru skildar hinar hundleiðinlegu dönsku gaman- myndir, með Dirch Passer í aðalhlutverki, sem bæði húsin taka til sýningar nokkrum sinnum á ári (vafalaust til þess að vinna upp hal'lann á sýn- ingum góðra mynda). Nú er Bæjarbíó að taka til eýningár nýjustu mynd danska snillingsins Carl Th. Dreyer, Gertrud. Er mynd þessi gerð eftir samnefndu leikriti sænska skáldsins Hjalm^r Söderberg. Robert Jack, sem nú er prest- ur á Tjörn á Vatnsnesi. Áhöfn- in á „Pétri gamla“ var Jó- hannes R. Snorrason flugstjóri, Smári Karlssin flugmaður, Jó- hann Gíslason loftskeytamaður, Sigurður Ingólfsson vélamaður og tveir Bretar W.E. Laidlaw siglingafræðingur og A. Ogston loftskeytamaður. Til gamans birtum V'ð hér mynd sem tek- in var af áhöfn og farþegum „Péturs gamla“ í þessari fyrstu flugferð. Myndin er tekin við komu flugbátsins til Skotlands. Gertrud er dæmi um þær til- raunir, er nýtízku leikritahöf- undar (t.d. O’Neill) hafa gert til að endurlífga hina grísku harmleiki með því að finna eitthvað það í viðhorfi okkar til lífsins, sem svari ti'l hinn- ar fornu trúar á guði hefndar og óumflýjanleg örlög. Gert- rud sjálf stendur eins og kven- hetjur hinna sígildu harm- leikja frammi fyrir vali á milli skyldu og tilfinninga, milli gjálfsvirðingar og þrár eftir manni, sem að öllu 'leyti stend- ur henni neðar. Aðstaða henri- ar er erfiðari vegna hinnar ósanngjörnu háleitu kröfu, sem hún gerir til ástar þess manns, sem hún elskar: Ást hans á henni á að vera hafin yfir allt, einnig starf hans! Ástin er allt, fullyrðir Gertrud, þó að hún viti vel að ást hefur einnig oft í för með sér þjáningar og óhamingju. Eitt hið eftirtektarverðasta hjá Söderberg í skilningi hans á ástinni er það, hversu laus hann er við fordóma karl- mannsins. Hann sýnir mjög náinn skilning á hugsunum og tilfinningum konunnar. Að þessu leyti líkist hann hinu enska skáldi D. H. Lawrence. Næm tilfinning fyrir sálarlífi konunnar og snilldar vel gerð- ar ástarlífslýsingar eru sam- eiginlegar fyrir þessi tvö skáld. Þeir líktust einnig í þvi, að þeir drógust óvenjumik'ð að sjálfstæðum konum með á- kveðna skapgerð: Það eru slík- ar konur, sem geta leyft sér að lifa í frjálsu sambandi við þann mann, sem þær elska. Nina Pens Rode fer með hlutverk Gertrud, eiginmann hennar leikur Bendt Rothe, og elskhugana tvo þeir Ebbe Rode og Baard Owe. Hér sjáum við Nina Pens Rode, sem fer með hið erfiða hlutverk Geirþrúðar í mynd- inni. riki með ösnunuih. Ég þýddi kvæði hans og staeldi hann — ég hélt að algyðistrú gæti leyst vandamál mín. Ég ólst upp í borg, en frá unglingsárum var mér erfitt um andardrátt J völ- undSrhúsi strætanna, mér fannst ég frjáls aðeins á ein- tali við náttúruna. Stutta stund lét ég heillast af heimspeki Jammes — hann réttlætti bæði dúfuna og fálkann. (Ég tala um fugla en ekki þjóðféiags- stéttir.) Lengj þjáði ein hugs- un mig: hvaðan kemur hið illa? Tvíhyggja fannst mér viðbjóðs- leg; ég hataði borgarana sem fyrr, en ég vissi þá þegar að ekki verða öil vandamál leyst með þjóðnýtingu framleiðslu- tækja. Ég greip í guð trjáa og asna. Francis Jammes ieytw mér að heimsækja sig, hann bjó í Orthez, skammt frá spönsku landamærunum. Hann átti sér hlýlega rödd og nota- legt skegg; hann tók mér föð- urlega. bað mig að lesa kvæði á rússner.ku, gæddi mér á heimabrugguðu víni og ráð- lagði mér að kynnast í París upprennandi rithöfundi að nafni Francois Mauriac. Ég beið eftir að heyra líísrevlur, en Jammes sýndi mér lítillæti og alúð. Mér geðjaðist vel að honum, on ég skildi að hann var ek’ ’í'rans frá Assisi og ekki Zosíma, heldur blátt- t skáld og góður maður _ fór frá honum með tómt hjarta. Ég tileinkaði Jammes Ijóða- kverið „Barnamál". Þar minn- ist ég dagsins í Orthez: ,.Vetr- arsólin skín inn um glugga, á gólfinu leika sér börn þín. Við arininn sefur gamall hund- ur, í arninum braka greni- könglar. Þú talar, ég hlusta og hugsa: hvaðan kemur þér þessi ró, hugsa um það að mín bíður myrkur vegur, brautarstöð og sótug lest...“ Þannig minnast menn ekki lærifeðra sinna heldur góðviljaðra föðurbræðra uppi í svert. . : ; Brátt fékk ég andstyggð á því að leika mér að barna- skap. Ég tók að líkja eftir Guillaume Apollinaire. (Auð- vitað tók ég ekki eftir því að ég stældi einhvem, mér virt- ist alltaf að í fyrra hefði ég reyndar stælt eitthvert ákveðið skáld, en einmitt núna hefði ég fundið minn streng). í París tók til starfa prent- sm'iðja Rírakhovskís, Gyðings með glassilegt svart skegg. Prentsmiðjan var til húsa í lít- illi kytru á Saint-Jacques búle- varði. Við setjarakassana stóð Rirakhovskj og tveir setjarar, annar var bolséviki, hinn men- séviki: þeir settu auglýsingar urn fyrirlestra útlaganna og deildu um það hvor hefði meirj rétt til að kallast sósíaldemó- 'krati eftir að flokkurinn klofn- aði. Rírakhovskí var gaman- samur rnaður og ek'ki ágjarn. Hver gat yfirleitt látið mér nokkuð í té upp á krít? Ég gekk í rifnum skóm, buxna- skálmamqr leystust upp í kög- ur; ég var fölur, horaður og augu mín gljáðu oft af hungri. Rírakhovskí var maöur góö- hjaríaður, hann prentaði ljoð mín og beið þoiinmóður eftir þvi að ég kæmi til hans með 20 eða 30 franka. Hann sagði að kvæði mín væru slæm, miklu verri en kvæðin í „Lestrarbók alþý'ðu“. en jafn- vel slæm kvæði litu miklu bet- ur út á pappirnum verget. Ég var honum sammáia og gaf út næstum því á nverju ári kvæðakver í hundrað eintökurn, prentuð á vergetpappír. Bókin „Virkir dagar“ var seld j bóka- verzlun Wolfs í Moskvu og út gengu þrjátíu eintök, að þvj er mig minnir. Sízt af öllu hef ég tilhneig- ingu til að reyna að réttlæta eða fegra fortíð mína. En eitt er satt; ég lét mig ekki dreyma um frægð. Auðvitað langaði mig til að einhver þeirra skálda sem ég hafði mætur á hrösaði kvæðum minum, en það skipti enn meira máli að lesa ein- hverjum það sem ég hafði sið- ast ort. f París starfaði bók menntahringur útlaga; ekki voru þar menn sem síðar hlutu frægð. Meðal prósahöfunda voru Okúlof, hæfileikamaður og auðnuleysingi, P. Sjírjaéf; ég man ská'ldin M. Gerasímof og Oskar Lésjínskí (hann átti miklu hlutverki að gegna í borgarftsíyrjöldinni og dó hetju- dauða í Dagestan; í París var hann fagurkeri, gaf út bókina ,,Silíurtaska“, þar voru þessar línur: „AJlir halda okkur Portú- gala, en yið mælum á rúss- nesika tungu, einu sinni sá ég fimm örmjóa fingur, mellu einnar í þessari krá“). Stund- um kom Lúnatsjarskí á fundi hjá okkur. Stundum komu þeir í heimsókn listamennirnir Ar- chipenko, Zadkine, Sterenberg, Feder, Larionow, Gontschar- owa. (David Petrovítsj Steren- herg var póiitískur útlagi. Um tíma leigði ég herbergi í út- hverfi Parísar, í Meudqn, Ster- enberg bjó skammt þaðan. Hann lifði við sult og seyru, en á hverjum degi sá ég hann með trönúr og litakassa — hann var að fara eithvað að mála iandslag. Þessum hóg- væra og hljóðláta manni var fengin mikil ábyrgðarstaða á miklum umbrotatímum; Lún- atsjarskí fól honum að Skipu- lcggja myndlistardeild þjóð- fulltrúaráðs síns. David Petro- vitsj móðgaði engan, kúgaði engan. Majakovski skrifaðí á bók sem hann gaf honum: „Kærum félaga — án gæsa- lappa. Majakovskí — með blíðu“. Sterenberg hafði þann galla að hann var ágætur lista- maður og elskaði myndlist, á árunum milli 192-9—40 var hann skráður í hóp „formal- ista“. Ég man grein eftir gagn- rýnanda sem hneykslaðist á því að Sterenberg valdi sér SÍ'ld að viðfangsefni [ uppstill- ingu, þetta þótti gagnrýnand- anum bera vitni um tilhneig- ingu til að sverta samtíðina. Dayid Petrovítsj dó árið 1948, en árið 196ft var efnt til lít- illar sýningar á verkum hans — allir sáu hve hreinn og fág- aður og lýrískur listamaður hann var. En í endurmmning- um minum er hann alltaf þessi feimni, fátæki unglingur ; Meu- don; draumar ura byltmgu, hungur, myndlist...) Ég byrjaði að umgangast listir, gkeggræddi ekkj aðeins um ,,frjálst ljóð“ heldur og um myndir hinna „villtu“ (en svo voru þeir nefndir Matisse, Marquet, Braque, Rouault) eða nónumental höggmyndir Mai. Við Oskar Lesjínski gáfum saman út bókmennta- og lista- tímaritið Helíos. Við fórum fljótt á hausinn. Síðar sikaut upp skáldinu Valja Némírof, hann var frá Rostof og allvel fjáð- ur. Hann dáði kyrrð, var mjög nærsýnn, sagðist vera mjög hrifinn af þorpi einu í Sviss (ég man ekki hvaða þorpi) þar sem a'lltaf er hægt að kveikja í sí'garettu án þesg að skýla eldspýtunni með lófanum. Ég andmælt honum ekki; við gáf- um út tvö hefti af tímaritinu „Kvöld“ sem helgað var , skáld- sikap; þar gat ég prentað Ijóð sem lofuðu storminn sem að fór. Um þessar mundir fékk ég peninga að heiman óreglulega, ég lifði óreiðusömu og frá- munalega illu lífi. Emilio Ser- eni gegir mér, að konan hans sáluga sem var af rússneskum ættum hafi sagt svo frá: „Er- enbúrg svaf undir dagblöðum á æskuárum sínum“. í lítilli vinnustofu sem ég leigði á Campagne-Premiere-götu stóð dýna á tréfótum, aðrar mublur hafði ég ekki. Afn var enginn. Einhverju ginni braut sænsk- ur listamaður gluggarúðumar: hann ætlaði upp til himna. Of- an á þunnt teppi og lélegan frakka lagði ég dagblöð. Á morgnana skreiddist ég inn á kaffihús og sat þar til kvölds, las og skrifaði. Kaffihúsið var upphitað. Þegar ég gekk fram hjá veitingahúsum fann ég til klígju af matarlyktinni: stund- um át ég ekkert þrjá, fjóra daga í röð. Þegar' ég fékk á- vísun frá Moskvu át ég fljót- iega upp peningana með vin- um mínum sem líka bjuggu við skort. Ég man frábæra nótt skömmu fyrir stríð. Ábyrgðar- bréf frá Rússlandi komu venju- lega undir kvöld, peninga fékk ég í ávísun á Crédit Lyonn- ais Ég hafði þýtt smásögu eftir Henri de Régnier, og féikk sendar tíu rúblur. Það var bú- ið að loka bankanum. Við vor- um hræðilega svangir. Við fór- um á lítið veitingahús, „Stefnu- mót ökumanna“, andspæn- is Montparnassejárnbrautar- stöðinni, en það var opið all- an sólarhringinn. Ég bauð með mér tveim kunningjum. Heiti réttanna voru skrifuð með krít á svarta töflu, og okkur tókst að prófa þá alla, því við þurftum að sitja til morguns, þegar ég gæti feng- ið penin-gana í bankanum (fé- la-gar mínir áttu að sitja eft- ir á meðan sem gíslar). Við höfðum fyrlr löngu snætt kvöldverð, dottað, snætt morg- unverð, hádegsverð; klukkan sex um morguninn byrjuðum við aftur á morgunverði þar eð við álitum að nú væri nýr da-gur runninn. Þetta var dá- samleg nótt! Ég gerðist leiðsögumaður ferðamanna. Greifafrú Panína sikipulagði ferðir bamakennara til útlanda, þessar ferðir voru ódýrar, og gáfu kennurum sem unnu í ,,Bjarnarhíðum“, eins og þá var sagt, kost á að sjá Ítalíu og Frakkland. Sumar- mánuði vann ég fyrir mér með því að sýn-a þessum kennurum Versali. Ég þurfti að kunna u-t- anað nöfn hundrað myndhöggv- ara eða listamanna, sem höfðu málað stórar orustumyndfr, rifia upp goðafræðina og út- skýra táknræna þýðingu ým- issa gosbrunna. Þetta var yf- irleitt ekki erfitt verk. Sýnu erfiðara var að líta eftir heilli hjörð af fóiki sem var í fyrsta sinn í utanferð. Nokkrar kvenn- anna reyndu að strjúka í tízkuverzl;anir, þó ekki væri nema til að líta rétt aðeins á fínheitin. Meðal karlmannanna voru náungar sem létu sig dreyma um melluknæpur og keyptu klámkort. Ég taldi ferðamennina þegar við fórum niður í neðanjarðarbrautina og þegar við komum upp, — oft vantaði einn eða tvo. Kenn- ari einn frá Kobeljaki bað mig að loka gig inni á hótelherberg- inu á næturnar: hann hafði kynnzt franskri konu, og ef hann Sæi hana enn einu sinni, myndi hann ekki snúa aftur heim, en þar ætti hann konu og börn. Ég varð við ósk hans. Ég vanT\. líka með einstak- lingum, það var andstyggilegt:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.