Þjóðviljinn - 16.07.1965, Síða 10
JQ SÍÐA — ÞJÓÐVHJINN — Fostudagrar 1& JúH 1365
kastalinn
EFTIR HARRY
HERVEY
saman. Það er ekki staðurinn
sem skiptir máli — eða atvinn-
an — það erum við sem erum
aðalatriðið ....
— Jæja, greip hún fram í
reiðilega. — En þú hefur at-
vinnu hér — og ég er hér —
hvers vegna í ósköpunum þarftu
þá endilega að fara til Hond-
uras? Annars skal ég segja þér
það, hélt hún áfram í skyndi.
— Það er vegna þess að flugið
er þér meira virði en ég.
— Það er ekki satt.
— Af hverju geturðu þá ekki
verið hér kyrr?
Jock skalf frá hvirfli til ilja;
augu hans lýstu sárri örvænt-
ingu.
— Ég hef gert mitt bezta,
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugavegi 18 III hæð (lyfta)
SÍMI: 24-6-16
P E R M A
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMI: 33-9-68
D Ö M U R
Hárareiðsla við allra hæfi
TJARNARSTOFAN
Tjarnargötu 10. Vonarstrætis-
megin. — Sími 14-6-62
Hárgreiðslustofa
Austurbæjar
Mana Guðmundsdóttir.
Laugavegi 13 simi 14-6-58
| Nuddstoían er á sama stað
Amanda, sagði hann hljóðlega.
— En það er tilgangslaust. Ég
get ekki lengur afborið þessa
andlausu skrifstofuvinnu. í
hvert skipti sem póstflugvélin
flýgur yfir, finnst mér ég vera
lokaður inni í búri. Ég er flug-
maður. Það er köllun mín — ég
verð að hlýða henni. Og ég sé
enga ástæðu til þess, aðþúhafir
neitt við það að athuga. Eða að
þú viljir ekki fylgja mér.
31
Hún var ung, hún var særð
og hrædd og vildi ekki hlusta á
skynsamleg rök.
— Ástæðan er einfaldlega sú
að ég vil vera hér, sagði hún.
— Hér er heimili mitt. Hér eru
vinir mínir. Hví skyldi ég gefa
það allt upp á bátinn? Allt var
svo gott þangað til þetta sím-
skeyti kom. En þá ertu strax
reiðubúinn til að kollvarpa öll-
um okkar áætlunum. Og það
fyrir ótrygga og óljósa framtíð.
Það er ekki rétt af þér, Jock.
Þú ert eigingjarn. Ég sleit trú-
lofun minni vegna þess að ég
elska þig. Þú segist elska mig ..
jæja, hvers vegna geturðu þá
ekki fært þessa fórn — mín
vegna?
Hún leit undan í skyndi; hún
þoldi ekki að horfa í augu hans;
hin þögla bæn sem hún las úr
þeini var næstum búin að veikja
hana í ákvörðun hennar.
— Við högum okkur ósköp
kjánalega bæði tvö, sagði hann.
— Við höfum enga ástæðu til að
rífast. Af hverju getum við ekki
rætt rólega um málið og reynt
að sctja okkur inn í sjónarmið
hvors annars —
— Ef satt skal segja, Jock,
greip hún fram í, — þá heimt
um við hvort um sig að hitt
breyti um lífsvenjur. Ég held að
ég hafi rétt fyrir mér. Þú held-
ur að_ þú hafir það —
— Ég er búin að reyna þínar
lífsvenjur, sagði hann.
Orð hans og raddblærinn
gerðu henni ljóst að hún var
búin að tapa. Hann myndi fara,
hvað svo sem hún segði eða
gerði. _
— Ég fer ekki með þér til
Honduras, endurtók hún
þrjózkulega. Stolt hennar var
meira en svo að hún gæti látið
undan.
Hann gekk nær henni og
neyddi hana til að horfast í
augu við sig: — Er þetta þá
þitt síðasta orð?
Það var eins og hjarta henn-
ar ætlaði að bresta, þegar hún
ságði: — Já.
Hann starði á hana — gat
með engu móti skilið hana. Hún
vonaði, að ekki væri hægt að
lesa sálarkvalir hennar úr and-
litssvip hennar.
Andartak stóðu þau þannig
— mcð ásökun í augnaráðinu,
en hvorugt gat látið undan.
— Jæja — þá er víst ekki
meira um það að segja, sagði
hann og rauf þannig kveljandi
þögnina.
— Þú fierð þá? Spurningin
kom ósjálfrátt; hún vissi svafið
fyrir. —
Löngu eftir að dyrnar höfðu
lokazt á eftir honum, stóð hún
í sömu sporum í óhugnanlega
hljóðri stofunni. Síðustu orð
hans ómuðu fyrir eyrum henn-
ar: — Ég skrifa þér frá Hond-
uras. Mér er alveg sama hvern-
ig þér er innanbrjósts þessa
stundina — þetta er ekki endan-
leg kveðja. Við tvö — þú og ég
— við getum kvaðzt eins oft
og vera vill; okkur verður aldrei
alvara. Hún var alein í húsinu;
þjónustufólkið átti frí og Jess-
ica og Toppy voru í veizlu. Hún
var fegin því; hún hefði ekki
getað talað við neinn — ekki
í svipinn. Hún varð að hugsa,
hugsa. En til hvers var að
hugsa? Hann var farinn og það
var ekki um annað að ræða en
láta hann fara — eða fara sjálf
með honum. Hún var miður sín
af örvílnun.
Nokkru seinna — kannski
eftir klukkutíma, eða þá fáein-
ar mínútur — hringdi síminn.
Hann hringdi og hringdi í sí-
fellu. Loks hætti hann. Skömmu
seinna byrjaði hann aftur; hún
lyfti tólinu og lagði það á borð-
ið.
Hún gekk úr einu herberginu
í annað. Hún reykti. Næstum
óafvitandi bjó hún til kaffi
handa sér og drakk það. Hún
hélt áfram að reykja, þar til
hana sveið í hálsinn. Svo hélt
hún áfram að rápa um dimmt
húsið. Allt í einu hugsaði hún:
Af hverju ráfa ég svona fram
og aftur; að hverju er ég eig-
inlega að leita? Hún var að
leita að símanum, fann hann
og hringdi í númer Jocks. Hún
heyrði hringinguna, sem var
endurtekin hvað eftir annað.
Hún skildi ekki af hverju hún
sat þarna og beið. Það var tll-
gangslaust. Hann var farinn.
í næstu fimm ár sá hún hann
ekki aftur.
Áður en hann lagði af stað til
Honduras, sendi hann henni
símskeyti, þar sem hann bað
hana einu sinni enn að koma
mér sér. Nei, svaraði hún í öðru
skeyti. Seinna fékk þún mörg
bréf frá honum frá Honduras;
hún svaraði þeim ekki þótt það
væri hræðilega erfitt að stilla sig
um það. Hverju gat hún svarað?
—- Ég kem eða — Ég elska þig,-'
en ég kem ekki. Fyrra svar/ð
gat hún ekki gefið ho:num: hitt
var innantómt og til einskis.
Seinna skildi hún að hún hafði
verið full af ungæðislegu stolti.
Fyrst eftir brottför Jooks beindi
hún öllum ásökunum sínum að
honum; þegar tíminn fór að gera
hana skynsamari, kenndi hún
því um að þau skyldu ekki hafa
gifzt strax og hann kom aftur
frá Brasilíu; hefðu þau gert
það, hefði hún kannski getað
haldið í hann. En að lokum,
þegar þráin til hans kvaldi hana
og nísti, varð henni ljóst að hún
átti einnig sinn hluta af sök-
inni. Hún hefði að minnsta kosti
átt að geta komizt að samkomu-
lagi — hún hefði ekki þurft að
segja honum upp fyrir fullt og
allt. En nú var það um sein-
an ____
Þegar svo langt var komi'ð,
hafði hún ekkert heyrt frá hon-
um í næstum heilt ár. Eftir
ýmsum krókaleiðum hafði hún
frétt að hann væri ekki lengur í
Honduras — hvort það var
vegna þess að honum hafði ver-
ið sagt upp eða hann hafði sjálf-
ur sagt stöðunni lausri, fylgdi
ekki sögunni. Hún vissi ekki
FLJÚGID mcð
FLUGSÝN
t-il NORDFJARDAR
Ferðir alla
virka daga
Fró Rcykjavík kl. 9,30
Frá Ncskaupstað kl. 12,00
AUKAFERÐIR
EFTIR
ÞÖRFUM
|
I
4572 — Juan' veit, að mágar hans eru vafnir skuldum, og veit
líka að þeir munu einskis svífast ef þeir halda að þeir geti grætt
peninga. Hann sér ekki að Wu nálgast hann að aftan, en býr
sig til vamar gegn Feng. Hann reiðir upp hnefann og gefur Feng
á kjaftinn. >á lyftir Wu stafnum...........
Enginn heyrir að bíll staðnæmist fyrir framan húsið. Rudy og
Gabot heyra hávaðann að innan.
,,Fljótt, fljótt‘‘ hrópar gamli maðurinn! „Ef það er ekki þegar
orðið of seint......“ Báðir hlaupa að dyrunum og hrinda upp
hurðinni.
m &
m Danmörk • Sv/jb/óð - RúmeníaÚ
Í 29.7. -19.8. 22 daga ferð g
™ /erð kr. 13.580
isa
Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson.
FerSir, hótel, matur og- leiðsögn innifalin f
verði. Aðeins morgunmatur í Kaupmannahöfn.
Ferðir til Istanbul, Odessa, og innan lands gegn
vægu aukagjaldi. Ferðamannagjaldeyrir. 300 sól
ardagar á ári. Þægilegt Ioftslag. Nýtízku hótel
og gott fæði. Tryggið ykkur far í töna. Cdýr-
ustu Rúmeníuferðir sem völ er á. Örugg farar-
stjórn. Höfum nú þegar sent yfir 50 manns.
Ferðaáætlun: 29. júlí: Flogið til Kaupmanna-
hafnar og dvalið þar 2 daga. 31. júlí: Farið með
ferju til Malmö og flogið samdægurs tU Con-
stanta og ekið, til Mamaia baðstrandarinnar við
Svartahaf og dvalið þar í hálfan mánuð á hótel
Doina. 14. ágúst: Farið frá Mamaia tU Constanta
og flogið til Malmö en þaðan farið með ferju
tU Kaupmannahafnar og dvalið þar 6 daga. 19.
ágúst: Flogið til Islands.
LA N DS9Nt
FERÐASKRIFSTOFA
Skólavörðusfíg 16, II. haað
!
BYGGINGA
VÖRUR
★ Asbest-plötur
'k Hör-plötur
Harðtex
Trétex
Gips þilplötur
Wellit-einangrunarplöfur
Alu-kraft aluminpappír
til húsa-einangrunar
Þakpappi, tjöru og asfait
lcopal pakpappi
Rúðugler
MARS TRADIN6 C0. H.F.
KLAPPARSTÍG 20 SfMI 17373
Skipholfi 21 simar 21190-21185
Kaupiö COLMAN'S sinnep
f nsestu matvörubúb
D I efftir lokun i simo 21037 ■ 1
Auglýsið í ÞjóðvHjanum
■ 4