Þjóðviljinn - 02.10.1965, Blaðsíða 1
V
Fyrsta spilakvöldið annað kvöld
Laugardagur 2. október 1965 — 30. árgangur— 222. tölublað.
■ Eins og ádur hefur ver-
iá tilkynnt í blaðinu hefur
Sósíalistafélag Reyk.iavíkur á-
kveðið sex spilakvöld hálfs-
mánaðarlega til áramóta á
tilteknum kvöldum.
H Fyrsta spilakvöldið
verður annað kvöld, 3. októ-
ber, f Tjarnarg. 20 kl. 8.30.
Þar mun verða staddur Þór-
bergur Þórðarson rithöfund-
ur og segja eitthvað kvöld-
gestum til skemmtunar og
fróðleiks. Spilaverðlaun munu
veitt og veitingar mun Kven-
félag sósíalista annast af al-
kunnum myndarbrag.
Sósíalistafélag
Reykjavikur.
Eldsumbrot út af Reykjanesi
— eða braut á Eldeyjarboða?
Jarðfræðingum ber ekki saman um fyrirbærið
Q Um kl. 10 í gærmorgun urðu flugmenn á
Loftleiðavél sem var að koma frá Bandaríkjun-
um varir við undarleg litbrigði og hræringar á
sjónum suðvestur af Reykjanesi og töldu þeir að
þarna væri um eldsumbrot að ræða, enda sást
vikur fljóta á sjónum. Jarðfræðingar brugðu fljótt
við og flugu yfir staðinn og töldu sumir þeirra
að þetta væru sennilega einhver eldsumbrot, en
aðrir, svo sem dr. Sigurður Þórarinsson, halda að
þama hafi aðeins brotið á Eldeyjarboða.
Þjóðviljinn átti í gær tal við
jarðfræðingana Guðmund Sig-
valdason og Sigurð Þórarinsson
er báðir fJugu yfir staðinn um
hádegisleitið í gær. Guðmundur
sagði að þetta hefði verið held-
ur ómerkilegt að sjá, en um
80 km suðvestur af Keflavíkur-
flugvelli hefði verið grænn fláki
á sjónum, uan 100 metrar í þver-
mál, og þar hefði verið einhver
ólga í sjónum og lítils háttar
öskurák út frá henni.
Sýningu Harðar
lýkur nú í dag
Sýningu Harðar Karlsson i
Ásmundarsal lýkur á morgun,
sunnudag. í gær höfðu 15 mynd-
ir selzt af 24 og aðsókn að
sýningunni verið mjög góð.
Sigurður Þórarinsson sagðist
ekki hafa séð þarna nein ör-
ugg merki um eldsumbrot.. Sam-
kvæmt mælingum væri þetta
einmitt þar sem Eldeyjarboði er,
en á honum ætti að brjóta.
Hins vegar kvaðst hann aldrei
hafa séð Eldeyjarboða fyrr og
væri því ekki nógu kunnugur
því, hvernig hann lítur út
venjulega. Sigurður sagði að
þarna hefði að vísu vifzt vera
einhver vikurdreif á sjónum, en
hún gæti vel verið upprunnin í
Syrblingi, því vikur frá honum
væri um allan sjó við suður-
ströndina.
Síðdegis flaug flugvél land-
helgisgæzlunnar yfir staðinn en
flugmennirnir sáu ekkert ó-
venjulegt á seiði. Sagði Fétur
Sigurðsson forstjóri að staðar-
ákvörðunin kæmi heim við Eld-
eyjarboða sem er 45 sjómílur
í suðvestur áf Reykjanesi.
Þvi má bæta hér við að Eld-
eyjarboði er raunar gamall eld-
gígur, en á þeim slóðum þar
sem hann er kom upp eyja við
neðansjávargos árið 1783 en hún
hökk aftur í sæ.
Árekstur á
Akureyri
Allharður árekstur bíla varð
í gær innan Akureyrar á móts
við Hvamm. Lenti þar saman
fólksbíl og vörubíl og skemmd-
ist fólksbíllinn mjög. Engin
meiðsl urðu á mönnum. Þar
sem bílarnir rákust saman er
vegurinn mjög þröngur og því
erfitt að mætast.
Dráttarvél út
af veginum
í gærdag vildi það óhapp til
á móts við Nýbýlaveg 52 í
Kópavogi að dráttarvél valt út
af veginum og varð ökumaður-
inn undir vélinni. ökumaður
meiddist ekki mjög mikið, var
þó fluttur á Slysavarðstofuna
þar sem gert var að sárum
hans. Hann heitir Sigurður Jó-
hannesson til heimilis að Efsta-
sundi 87.
Lögreglan í Kópavogi biður
sjónarvotta vinsamlegast að gefa
sig fram þegar í stað.
Uppreisnartilraun barin
niður í Indónesíu í gær
DJAKARTA, KUALA LUMPUR 1/10 — í dag
var gerð uppreisnartilraun í Indónesíu og seint á
föstudagskvöld var ekki með öllu Ijóst, hver raun-
verulega fari nú með völd í landinu. Ekkert er
vitað með vissu um það, hver hafi orðið örlög
Súkarnós, Indónesíuforseta; Indónesíski herinn
•jgir hann við beztu heilsu í höll sinni.
hafi átt sér stað. Talsmaður
hersins, Suharto hershöfðingi,
sagði, að herinn hafi nú hand-
tekið leiðtoga Byltingarráðsins
og komið aftur á röð og reglu
í Djakarta. — Við styðjum al-
gjörlega Súkarnó forseta, sagði
hershöfðinginn, sem jafnframt
tilkynnti það, að hann (Suharto)
hefði nú tekið við yfirstjórn'
hersins.
Handtökur
Hershöfðinginn skýrði enn-
fremur frá því, að Nasution,
varnarmálaráðherra, sem Bylt-
ingarráðið hafði handtekið,
væri heill á húfi. Áður hafði
verið skýrt frá því í Kuala
Lumpur, að Byltingarráð þetta
hefði barið niður uppreisnartil-
raun sem gerð hefði verið að
tilhlutan bandarísku leyniþjón-
ustunnar, CIA. Byltingarráðið
Súkarnó
Stjórn indónesíska hersins
skýrði svo frá í dag í útvarpi,
að herinn hafi brotið á bak aft-
ur uppreisnartilraun, sem 45
manna svonefnt „Byltinga.rráð“
hafj staðið að. Það hafi verið
snemma á föstudag, sem þetta
var undir forustu höfuðsmanns
að nafni Untog, en annars eru
fréttir allar frá Indónesíu harla
óljósar og raunar ógerlegt að
gera sér glöggva grein fyrir á-
standinu, enda er útvarpið
Djakarta nær eitt til frásagna
um þessa atburði. Súbandríó,
utanríkisráðherra, er sagður
hafa verig meðlimur í Bylting
arráðinu, en ekki er vitað hvar
hann er nú niður kominn.
Eldsumbrot, eða brýtur á boða? — (Ljósm. Sig. Steinþórsson).
Nýr ambassador
Dana afhendir
trúnaðarbréf
Ambassador Danmerkur, herra
Birger Ove Kronmann og am-
bassador Svíþjóðar, herra Gunn-
ar Granberg, hafa við hátíðleg-
ar athafnir í dag, 1. okt., af-
hent handhöfum valds forseta
íslands trúnaðarbréf sín, að við-
stöddum utanríkisráðherra.
(Frá skrifstofu forseta íslands).
Kjaradeila borgar-
starfsmanna fer til
sáttasemjara
KJARADEILU borgarstarfs-
manna og Reykjavikurborgar
hefur nú verið vísað til sátta-
semjara. Þrjú stéttarfélög
starfsmanna eiga aðild að
deilu þessari: Starfsmannafé-
lag Reykjavíkur. Hjúkrunar-
félag íslands og Lögreglufélag
Reykjavíkur. Var deilu borg-
arinnar og fyrstnefnda félags-
ins vísað til sáttasemjara í
fyrradag, en ákvörðun um hin
félögin tvö var tekin í gær.
SÁTTASEMJARI hefur nú hálf-
an mánuð til að reyna sættir
með aðilum, en hinn 15. okt.
n.k. verður deilan dómtekin í
Kjaradómi ef samningar hafa
ekki tekizt fyrir þann tíma.
Yfirgnæfandi meirihluti hafnarverkamanna samþykkir að
Vihna ekki á sunnudöguns
frá 1. október til 1. maí
Mikill meiri hluti hafnar-
verkamanna hefur nú und-
irritað kröfuna um að ekk-
ert verði unnið við Reykja-
víkurhöfn á sunnudögum i
vetur. Sem kunnugt er á-(
kváðu hafnarverkamenn að
vinna ekki á sunnudögum
í sumar og var krafa þar-
aðlútandi undirrituð af
meiri hluta verkamanna.
Enn fleiri undirrituðu kröf-
una nú í haust eða 80—
90% verkamannanna hjá
öllum afgreiðslufyrirtækj-
um hafnarinnar nema einu.
Þetta bann á sunnudaga-
vinnu gildir til 1. maí í
vor, 1966, frá deginum í
gær 1. október að telja.
Þetta sunnudagavinnubann
hefur haft mikil áhrif yíða
í bænum. Síðan hafnar-
verkamenn hættu að vinna
á sunnudögum hafa miklu
fleiri vinnuhópar lagt nið-
ur vinnu á hvíldardaginn
en áður. Jafnframt er þetta
liður í því að draga úr
slysum á höfninni, þvi þess
hefur greinilega orðið vart
að því lengur sem unnið
er því meiri er hættan á
slysum.
Veruleg hækkun varð i
gær á tóhaki og áfengi
Frá og með gærdeginum urðu
gífurlegar hækkanÍT á áfengi og
tóbaki. Þannig hækkar brenni-
vínsflaskan um 30 kr„ úr 310
í 270, skozkt viskí úr 365 í 400,
rauðvín og hvítvín úr 75 í 90
kr„ og úr 90 kr. í 110 kr.
Allar aðrar víntegundir hækk-
uðu talsvert nema koníak cg
líkjör.
Sígaettur og reyktóbak hafa
og hækkað. Þannig kostar einn
pakki af Raleigh sígarettum kr.
28.00 en kostaði áður kr. 25.00
og pakki af Camel kostar nú
kr. 29.00 en kostaði kr. 26.20.
Enn í dag munu nokkrar
verzlanir selja gamlar brigðir á
gamla verðinu.
Stöðugt hækkar verðbólguvísitalan:
Tvö stig nú — næst 4-5 stig!
f ágústmámuði hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um
tvö stig og var komin upp í 174 stig 1. september s.l. Siðan
hefur komið til framkvæmda stórfelld verðhækkun á öllum
landbúnaðarvörum og mun hún ein saman valda 4—5 stiga
hækkun. Engar bætur munu fást fyrir þessa verðbólgu
í hækkuðum launum fyrr en 1. desember, og samkvæmt
lögum mun þá hækkunin á búvörunum aðeins bætt að tak-
mörkuðu leyti, eða um ca. helming,
I ágústmánuði hækkaði vísitalan fyrir matvæli um tvö
stig upp í 211 stig. ,
Vísitalan fyrir hita, rafmagn o.fl. hækkaði um 4 stig upp
í 160 stig.
Meðalvísitalan fyrir vörur og þjónustu liækkaði um eitt
stig upp í 197 stig.
Hinn tilbúni húsnæðisliður var endurskoðaður og hækk-
aði um 4 stig upp í 126 stig.
Hins vegar jókst frádráttarliður visitölunnar vegna hækk-
aðra fjölskyldubóta um 5 stig og er nú 403 stig.
Samkvæmt því reiknaðist hin opinbera vísitala framfærslu-
kostnaðar 174 stig eins og áður er sagt.